Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ Bandarískar þversagnir „Þakka ykkur fyrir að sýna umheiminum hvernig Bandaríkjamenn bregðast við mótlœti, fyrir að sýna hvað Bandaríkja- menn gera þegar eitthvað fer úrskeiðis. “ Janet Reno, dómsmálaráðherra Bandarikjanna Eftir Krístján G. Arngrímsson Það hlýtur að vera erfitt að vera Banda- ríkjamaður. Kannski sérstaklega núna, þegar vopnaofbeldi einkennir tilveruna, bæði heima- fyrir og á erlendum vettvangi. Það er allt svo stórt í Bandaríkj- unum. Meira að segja sorg Bandaríkjamanna virðist ein- hvernveginn stærri og ofboðs- legri en sorg annarra, og hún er umfram allt meira áberandi. Það er eins og Bandaríkjamenn finni sig knúna til að deila sínum innstu tárum með öllum heimin- um, og þeir virðast sannfærðir um að allur heimurinn vilji óður og uppvægur fylgjast grannt IIMUABB með Þeira VIÐHORF gráta. Og þama hafa þeir líklega rétt fyrir sér. Varla höfðu fjöldamorðin í Columbine-menntaskólanum í útborg Denver verið framin, sl. þriðjudag, en sjónvarpsþulir fóru að hafa orð á því, að „öll þjóðin - já, allur heimurinn“ ein- bh'ndi nú á þetta litla samfélag, útborgina Littleton, og samein- aðist í harmi út af því sem gerst hafði. Þeir höfðu Uklega rétt fyr- ir sér. Janet Reno, dómsmálaráð- herra, tók undir þetta viðhorf þegar hún sagði á kirkjusam- komu í Littleton á fimmtudag: „Þakka ykkur fyrir að sýna um- heiminum hvemig Bandaríkja- menn bregðast við mótlæti, fyr- ir að sýna hvað Bandaríkjamenn gera þegar eitthvað fer úrskeið- is.“ Hún hélt áfram: „Við hlaup- umst ekki á brott. Við leitum ekki skjóls. Við stöndum upp. Við höldum áfram.“ Bandaríkjamenn vita að öll augu heimsins hvíla á þeim - alltaf - og að sem samfélag, er leggur alla áherslu á einstak- lingsfrelsi, eiga þeir ekkert einkalíf. Og þeir virðast jafnvel álíta eðlilegt að þetta sé svona. Þetta er ein af þeim stóru þver- stæðum sem gera Bandaríkin að svo einstæðu samfélagi sem raun ber vitni. Önnur þverstæða er viðhorf Bandaríkjamanna tD vopna- valds. Bill Clinton forseti hvatti til þess, í framhaldi af voðaat- burðunum í Littleton, að fólk léti reiði sína í Ijós með öðmm hætti en ofbeldi, og leysti ágreiningsefni sín með samræð- um, ekki vopnabeitingu. Á sama tíma vom Bandaríkin (sem í Evrópu heita NATO) að reyna að leysa ágreiningsefni á Balkanskaga með því að beita einhverju stórkostlegasta vopnabúri sem nokkum tíma hefur verið til í heiminum. Vís- ast er það alveg rétt, að aðra leið hafi ekki verið að fínna, en af hverju skyldu þá ekki banda- rískir unglingar komast að sömu niðurstöðu? Ekki svo að skilja að Banda- ríkjamenn séu tvöfaldir í roðinu. Því fer fjarri. Velvilji Banda- ríkjamanna og löngun þeirra til að verða öðram þjóðum og lýð- ræðishugsjóninni að liði er ein- læg, og stundum blátt áfram hjartnæm. Bandarískir fjölmiðl- ar mættu allir til Littleton um leið og fregnir bárast af fjöldamorðunum í Columbine- skólanum. Fjölmiðlafólk var bókstaflega hundraðum saman í borginni, og bílastæði skólans troðfylltust af útsendingabflum og „uppistandandi" sjónvarps- fréttamönnum. Fómarlömb árásarinnar og aðstandendur þeirra vora hvert á fætur öðra í viðtali - við Tom Brokaw, Katie Couric, Larry King. Að ógleymdum fréttamönnum frá Japan og Þýskalandi, og senni- lega víðar að. Sálfræðingur (áfallahjálparliðar fjölmenntu líka á staðinn samdægurs) sagði að það gæti jafnvel verið sálu- hjálp í því fyrir fómarlömbin að tala um það sem kom fyrir þau, ná tökum á atburðunum með því að binda þá í frásögn. Fjölmiðlafólk tók eftir því hversu alvanir unglingamir vora sjónvarpi og að þeir vissu nákvæmlega hvað best hentar þeim miðli. (Stuttar setningar; óheftar tilfinningar.) Þetta ætti reyndar ekki að koma neinum á óvart, þessir unglingar era mót- aðir af sjónvarpi öðru fremur - eðli þess er þeim í blóð borið. Og sennilega hefur áhorf verið með mesta móti. Á sama tíma sýnir skoðanakönnun meðal full- orðinna Bandaríkjamanna að 38 af hundraði telja fjölmiðla sið- lausa, og 67% telja að fjölmiðl- unum standi nokk á sama um það fólk sem þeir fjalla um. Það er gífurlega sterkur þátt- ur í bandarískrí þjóðarsál, eins og fram kom í máli Renos, að þegar eitthvað kemur upp á verði umfram allt að „gera eitt- hvað í málinu“. Til þess að ná tökum á tilveranni á ný og koma skikk á öngþveitið. Þetta er sannarlega einn aðdáunarverð- asti eiginleiki Bandaríkjamanna, og er meginástæða framgöngu þeirra nú á Balkanskaga. Að vísu sjást þeir ekki alltaf fyrir, og þörfin fyrir athafnir, þörfin fyrir að finnast þeir vera að gera eitthvað í málinu brenglar stundum dómgreindina. En einmitt vegna þessa hlýtur að vera erfitt fyrir Bandaríkja- menn að geta harla lítið gert til að stemma stigu við því, sem er líklega meginástæða þess, að voðaatburðir á borð við þann er varð í Littleton í síðustu viku, eru að verða að „faraldri", eins og fréttamaðurinn Mike Wallace orðaði það. Það er að segja, hinni óheftu byssueign, sem er vernduð samkvæmt stjómar- skránni. Og stjómarskráin er B andaríkj amönnumj afnheilög og íslensk tunga er Islending- um. Vandinn er ekki síst sá, að í augum margra Bandaríkja- manna er stjómarskrárákvæðið um vopnaeign fyrst og fremst ákvæði sem tryggir frelsi. Að takmarka vopnaeign væri því að takmarka frelsi, og það má ekki. En því miður virðist ekkert ákvæði stjómarskrárinnar helgu tryggja unglingum frelsi til að mæta áhyggjulausir í skól- ann sinn. ________MINMNGAR MAGNÚS AXEL JÚLÍUSSON + Magnús Axel Júh'usson fædd- ist í Reykjavík 26. júní 1909. Hann lést á Hrafnistu í Hafn- arfirði 19. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Magnús- dóttir og Júh'us Jónsson í Reykja- vík. Systkini Magn- úsar er upp komust voru Jóna Kristín, f. 5. jan. 1911, d. 29. febr. 1932, og Guð- jón, f. 14. maí 1920, d. 6. okt. 1945. Hinn 4. apríl 1939 kvæntist Magnús Kristínu Guðmundsdóttur, f. 22. jan. 1907, frá Miðdal í I^ós, d. 17. jan. 1996. Börn þeirra eru: 1) Guðmundur Rúnar Magnússon trésmiður, kvæntur Svanhildi Stefánsdóttur húsmóður og eiga þau fimm böm og sjö barnabörn. 2) Margrét Jóna, Fyrir um 30 áram kynntist ég Magnúsi sem hér er kvaddur, er ég kynntist yngri dóttur þeirra Kristín- ar, er var ein eftir í föðurhúsum. Hin tvö vora flutt að heiman og byrjuð sinn búskap er ég fór að gera hosur mínar grænar fyrir yngsta barninu þeirra. Þá fannst mér ansi gagnrýn- ið augað sem hann sendi mér. Magnús var heldur seintekinn, en eftir að ég kynntist honum betur var hann mér sem besti vinur og alltaf vildi hann allt fyrir okkur gera. Fannst mér verst að geta ekki verið við hans dánarbeð því ég vfldi hafa getað kvatt hann og eins stutt konu mína sem þar kvaddi fóður sinn sem alltaf reyndist henni sem best. Magnús var hin mesta barna- gæla og fóra börnin okkar ekki var- hluta af því en þau hjón bjuggu hjá okkur í rúm fjögur ár sem ég full- yrði að voru hamingjurík ár fyrir börnin okkar sem nutu þess að geta farið niður til ömmu og afa þegar þau komu heim úr skólanum og ekki má gleyma hundinum okkar henni Trýnu sem fagnaði þeim þeg- ar þau komu í heimsókn eftir að þau fluttust á Hrafnistu og settist við fætur Magnúsar og fór ekki frá honum. Hún hefur munað eftir bit- unum sem henni vora réttir. Magnús var alltaf ánægður þeg- ar von var á nýju barnabarni eða bamabarnabarni og viljum við Erna trúa þvi að hann vissi að við eigum von á okkar fyrsta barna- barni síðar á árinu en hann var orð- inn mikið veikur er við sögðum honum frá því. Magnús missti konu sína 1996 og má segja að hann var ekki samur maður á eftir. Ég vil þakka starfsfólki á deild 3- b á Hrafnistu fyrir alúð og þolin- mæði við þau bæði. Guð blessi minningu þeirra. Ykkar tengdasonur Gunnar P. Jakobsson. Elsku afi minn, það er erfitt að trúa því að þú sért farinn frá okkur. verslunarmaður, gift Haraldi Hrafn- keli Einarssyni rennismiði og eiga þau fimm börn og níu barnabörn. 3) Erna, hjúkrunar- fræðingur, gift Gunnari Páli Jak- obssyni matreiðslu- manni og eiga þau fjögur börn. Magnús vann lengst af sem verkamaður hjá Reykjavíkurborg. Magnús og Kristín bjuggu í Reykjavík til ársins 1985 er þau fluttu til Ernu dótt- ur sinnar og manns hennar í Hafnarfirði. Þar bjuggu þau uns þau fluttust á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem þau dvöld- ust til dauðadags. títför Magnúsar verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Enda þótt ég vissi að það myndi koma að kveðjustundinni fyrr eða síðar er ég alls ekki sátt við að þú sért farinn. Ég var var farin að hlakka til að hitta þig í sumar. Það er alltaf erfitt að sjá á eftir ástvin- um sínum, en þær yndislegu minn- ingar sem ég á um þig, elsku afi minn, veita mér mikinn styrk og hjálpa mér að sætta mig við að þú sért búinn að kveðja okkur, og sért kominn aftur til ömmu. Það sem er mér efst í huga, er ég hugsa til þín, er hvað þú varst alltaf barngóður og hafðir gaman af að leika við okkur systkinin og öll hin barnabörnin. Það var alltaf gaman að heimsækja þig og ömmu í Breiðagerðið. Þú þreyttist aldrei á að leika og sprella við okkur. Það var eins þegar langafabörnin komu í heimsókn. Þú ljómaðir allur og fylltist orku til að gæla og leika við bömin. Einnig er mér minnisstætt hvað þið amma vorað alltaf sam- rýnd og hamingjusöm hjón. Það var oft eins og þið læsuð hugsanir hvort annars og alltaf leið þér vel að vera heima með ömmu. Því hafa síðast- liðin rúm þrjú ár verið þér erfið. En þú styttir þér stundir við lestur og alltaf fannst þér mikilvægt að fylgj- ast með þjóðmálum og því sem var að gerast í heiminum. Allar þær minningar um þig, sem leita upp í hugann, mun ég varð- veita og geyma. Það era minningar um yndislegan og góðan afa. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa átt þig sem afa og fyrir þann langa tíma sem þú hefur verið með okkur. Ég met einnig mikils þær fáu stundir sem við, Ásgeir, Eiríkur Rúnar og Þórhildur Kristín höfum átt með þér undanfarin ár. Elsku pabbi og mamma, Gréta og Haddi, Erna og Gunnar og fjöl- skyldur, það er mjög erfitt að vera svona langt í burtu frá ykkur á þessari stundu; en hugur okkar er hjá ykkur, um leið og við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur á þess- um erfiða tíma. Hrönn og fjölskylda. LEQST E1NAR I rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða. Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára Verið velkomin til okkar, eða fáið myndalista. Ís S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410 Elsku afi. í gær var sumardagur- inn fyrsti. Það er enn eins og eitt- hvað frosið í loftinu sem gerir vor- sólina óraunveralega. Einhver sagði að biðin lægi í hinni norrænu sál, við sitjum af okkur hina löngu, myrku vetur bíðandi eftir vorinu, sumrinu, eftir að það birti á ný. Nú þegar litirnir, birtan og fegurðin koma aftur til okkar ákvaðst þú að kveðja. Þú vildir ekki vera með lengur. Þú varst alltaf hálfvæng- brotinn eftir að amma dó, enda var sú væntumþykja, virðing og ást sem milli ykkar var alveg sérstök. Margar mínar bestu barndóms- minningar á ég úr Breiðagerðinu, það var okkar annað heimili. Ekki síst minningar um afa. Afa sem bauð okkur krökkunum í nefið og hló dátt þegar við grettum okkur yfir þessum ósköpum, afa sem alltaf var tilbúinn hvort sem var með stríðni eða hlýju. Afa sem huggaði, jafnvel þegar maður vissi að maður átti skammirnar skilið. Alltaf stóð faðmur afa opinn, stundum við skammir hina ströngu uppalenda, en þú máttir ekkert aumt sjá. Élsku afi, þú varst einn af þeim fáséðu mönnum sem gæðin hrein- lega lýstu af, þitt hreina hjarta duldist engum, þú áttir til alveg ótakmarkaða hlýju og varst eftir því viðkvæmur. Þú varðveittir bai’nið í þér alla ævi enda varstu aldrei ánægðari en þegar þú hafðir börn í kiingum þig að kjassa. Öll börn sem komu í heimsókn þurftirðu að kyssa og klappa, sama hver þau vora. Ef þau vora ekki afkomendur þínir spurðirðu hver þau væra, en ekki fyrr en þegar búið var að heilsa þeim með kossi og klappi. Minninguna um þá hlýju sem maður alltaf gekk að vísri hjá ömmu og afa er ég þakklát fyrir og mun geyma með mér. Eftir margra ára dvöl erlendis fannst mér ég hafa fundið aftur rætur mínar, vera komin heim þegar ég rataði aftur til tilfinninganna til þín, afi minn. Hvað era völd, virðing og metorð þessa heims, á endanum snýst lífið bara um að gefa og hljóta ást og á þeirri vöra var enginn skortur í þínu lífi. Þú varst einn af englum þessa heims. Með þessum fáu orðum vil ég þakka þér, elsku afi, fyrir allt það sem þú gafst mér. Ef það er eitthvað fyrir handan þá veit ég að amma bíður þín og það verða fagnaðar- fundir. Annars lifir þú í minningunni hjá þínum mörgu afkomendum. Eg óska þess eins, að minning ein lifi um mig í einhvers huga, að eina hönd hafi ég þrýst sem vinur, að einar varir heitt ég hafi kysst, að höfúð eitt með ástúð hafi ég strokið, og einu leyndarmáli verið trúr, að eitt mitt orð sem gneisti hafi hrokkið, og augu mín eitt andartak lýst sál í neyð sem stjarna á stormanótt. (Artur Lundkvist.) Dröfn. Elsku afi. Nú kveðjum við þig með söknuði, en yljum okkur við þá tilhugsun að nú sértu kominn til ömmu. Við minnumst þess hvað það var gaman að koma í heimsókn í Breiðagerði til ykkar ömmu. Þang- að var alltaf gaman að koma, því þar var alltaf svo margt hægt að gera, hvort sem það var inni eða úti í stóra garðinum ykkar. í hvert skipti sem okkur bar að garði var tekið vel á móti okkur. Svo fluttuð þið til okkar á Kletta- götu og þá gátum við komið hvenær sem okkur hentaði niður til ykkar, hvort sem það var til að heilsa upp á ykkur eða til að fá eitthvert snarl, og sérstaklega fannst henni Trýnu okk- ar gaman að koma niður til ykkar. Þín barnabörn Magnús, Viðar, Sigrún og Kristín. Crfisdrykkjur A Vcftingohú/id GfUH-mn Simi 555 4477
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.