Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÚR myndröðinni „Isköld hitasött", eftir Margaret Evangeline. KALDAR ÁSTRÍÐUR MYJVDLIST llafnarborg BLÖNDUÐ TÆKNI MARGARET EVANGELINE Opið frá 14-18 nema þriðjudaga. Að- gangseyrir 200 kr. Til 6. maí. ÞAÐ hljómar frekar mótsagna- kennt að tala um kaldar ástríður. Okkur er tamara að hugsa okkur ástríður sem heitar, en skynsem- ina sem kalda. Rökvísi er þurr, en tilfinningarnar eru fljótandi og eiga það til að vella upp. Þegar tal- að er um að einhver bráðni, þá er verið að tala um tilfinningar. Rök- hugsun, aftur á móti, er gjarnan lýst sem byggingu, með undirstöðu og strúktur, þar sem hver hluti gegnir sínu afmarkaða hlutverki. Það er líkingamál af þessu tagi sem virðist vera bandarísku lista- konunni, Margaret Evangeline, sem nú sýnir í Sverrissal í Hafnar- borg, hugleikið. Evangeline sýnir þar nokkrar myndraðir, og heitir ein myndröðin á sýningunni „Isköld hitasótt". Þverstæðan í titlinum er viðhaldið í efni og upp- byggingu myndanna. Þær eru gerðar úr álplötum og vaxi; álið er efni kuldans, en vaxið er efni hit- ans, sem bráðnar og brennur. Yfir- leitt eru formin mjög fljótandi og flæða hömlulaust um smáa fern- ingana. En í stöku mynd koma einnig fyrir óvænt innskot sem er stimplað inn í myndina, eins og stuttar setningar eða myndir af hnútum, sem eru endurteknar um allan myndflötinn. Áköf og sífelld endurtekning gefur í skyn þrá- hyggju, eins og litið sé inn í huga sem er hugfanginn af einhverju og endurtekur það í sífellu þangað til allt annað víkur. Fæst í flestum apótekum Dreifing T.H. Arason sf., fax/sími 554 5748 og 553 0649 Nafngiftir myndanna og pæling- arnar á bak við þær eru, að sögn, fengnar úr frásögnum af konum og geðrænum vandamálum þeirra, eins og þær hafa birst í áranna rás í fræðibókum um geðlækningar, sérstaklega öfgakenndar og óheil- brigðar ástríður, amor insanus, eins og þær kenndir hafa verið kallaðar. Pælingarnar að baki eru þó eng- an veginn augljósar, því myndirn- ar eru óhlutbundnar, og gefa eng- ar ótvíræðar vísbendingar um hvað að baki liggur. Ef það er hægt að kalla myndirnar abstrakt list, þá er þetta abstrakt sem er póstmódernískt í anda, sem lýsir sér í því að myndirnar eru settar saman úr misjafnlega ósamstæð- um þáttum, í formi, efni og upp- byggingu. Á1 og vax, þrykkt og málað, ósamstæðir og brotakennd- ir eiginleikar sem hefur verið fleygt saman. Þetta vekur spurningar um sam- band pælinganna og titlanna við myndirnar. Er vaxið í myndum Evangeline tákn íyrir tilfinningar og kenndir? Mér finnst einhvern veginn eðlilegra að líta svo á að hugleiðingar listakonunnar séu innblásturinn fyrir notkun hennar á efnum og formum, frekar en að skoða myndirnar beinlínis sem myndlýsingu á tilfinningaástandi eða jafnvel tjáningu á slíkum kenndum. Það gefur líka áhorfand- anum færi á að skoða þær án þess að þurfa að fínna tenginguna milli myndanna og pælinganna á bak við (sem sumum kann að þykja æði langsótt). Og þegar öllu er á botn- inn hvolft þá þurfa þær að geta staðið þannig, einar sér, frammi fyrir augliti áhorfandans. Það er greinilegt af þessari sýningu að Evangeline reynir fyrir sér með ólík efni og aðferðir og það getur TOiMJST Langhollskirkja KÓRTÓNLEIKAR Flutt voru íslensk söngverk og erlend eftir Nyberg, Bizet, Mozart og Ilándel og frumflutt tvö eftir söng- stjórann, sem er Björgvin Þ. Valdi- marsson. Einsöngvarar voru Guð- mundur Sigurðsson, Kristín R. Sig- urðardóttir og Þorgeir J. Andrésson. Píanóleikari var Sigurður Marteins- son. Laugardagurinn 24. apríl 1999. BLÓMLEGT starf Skagfírsku söngsveitarinnar hefur á liðnum ár- um ávallt skilað sér í vandaðri söng með hverju árinu og er ljóst, að með söngsveitinni hefur söngstjórinn, Björgvin Þ. Valdimarsson, vaxið sem stjórnandi og stýrir nú einum af bestu kórum landsins, sem á vor- tónleikunum sl. laugardag, sýndi það svo um munaði. Ekki verður annað sagt en að Skagfirska söngsveitin hafi með þessum tón- leikum skipað sér í hóp með allra bestu kórum okkar íslendinga. Fyrri hluti tónleikanna sl. laugar- dag var eingöngu byggður upp með íslenskum, sönglögum, Vísum Vatnsenda-Rósu, eftir undirritaðan, Kveðju, eftir Þórarin Guðmunds- verið erfítt að komast inn í slíkan myndheim aðeins af einni sýningu. Evangeline er dæmi um listamann sem maður þarf að þekkja betur til og maður þarf að geta séð verkin í samhengi við feril hennar til að geta lagt almennilega dóm á ein- stök verk. En hér er þó meira en nóg til að vekja frekari forvitni og eftirþanka. Landið rist í tré GRAFÍK EGIL R0ED Hafnarborg hefur staðið fyrir vönduðum sýningum á verkum son, Þótt þú langförull legðir, eftir Sigvalda Kaldalóns, Mánskin, eftir Eyþór Stefánsson og Gígjan eftir Sigfús Einarsson. Flutningur kórs- ins var afburða góður í þessum lög- um, sem allir þekkja svo vel og sér- staklega var flutningurinn á lagi Sigvalda, Þótt þú langförull legðir, rismikill og glæsilega mótaður. Þrjú lög eftir stjórnandann, Björgvin Þ. Valdimarsson, voru næst á efnisskránni Máttur söngs- ins en í því sungu Guðmundur Sig- urðsson og Þorgeir Andrésson tví- söng. Það er svo með einsöng í slík- um lögum sem þessu, að um er að ræða sama tónefni og kórinn annars syngur og engu þyrfti í raun að breyta, með því að gera lagið ann- aðhvort að einsöngslagi eða gera það út alfarið sem kórlag. Tvö síð- ustu lögin fyrir hlé voru frumfiutt, þar fyrra við kvæði Tómasar Guð- norrænna listamanna, sem sumir hverjir hafa dvalið til lengri eða skemmri tíma í Hafnarfirði og unnið að list sinni. Norðmaðurinn Egil Roed kom hingað fyrst fyrir tólf árum, en dvaldi á gestavinnu- stofu Hafnarborgar sumarið 1997. Hann hefur nú snúið aftur og sýn- ir verk sem eiga sér uppruna í dvöl hans og vinnu hér. Verkin eru flest hver tréristur, alls um 29, en einnig eru sex mál- verk og þrjár þrykkplötur. Myndefnið er íslenskt landslag, fjalllendi, hamraveggir, klettar, fossar og hraunbreiður. Reyndar segir hann, að þau áhrif sem hann hefur orðið fyrir hér hafi verið mundssonar, Fagra veöld og það seinna nefnist Ástardúett, sem Kristín R. Sigurðardóttir og Þor- geir J. Andrésson sungu í tvísöng. 011 lögin eftir Björgvin eru hvað tónmál snertir mjög einföld og standa nærri alþýðulaginu en oft áheyrileg. Fagra veröld og Ástar- dúettinn, eru bæði töluverðar tón- smíðar. Það sem helst mætti fínna að Ástardúettinum, var skipan tóns- viðsins. Sópran röddin var að meg- inhluta lagsins á mun lægri „tessitura" en tenórinn og því heyrðist heldur minna í sópraninum en tenómum, sem jafnvel gat ekki annað en yfgnæft sópraninn á köfl- um, þótt flutningurinn að öðru leyti væri ágætur. Sigurður Marteinsson lék ágætlega undir í íslensku lögun- um og sýndi töluverð tilþrif í Ástar- dúettinum og fallegan leik í Gígjunni, eftir Sigfús Einarsson. helsta kveikjan að verkum sínum á undanförnum árum. Þannig að íslenska landslagið er annað og meira en tilbreyting og nýlunda fyrir hann. Það er því óneitanlega forvitnilegt að sjá með hvaða aug- um hann sér íslenskt landslag. Tréristan hefur ekki verið sér- staklega vinsæl aðferð á síðari ár- um, a.m.k. ekki hér á landi. Og það kann að vera að tréristuað- ferðin gefi myndunum gamaldags blæ. Maður setur tréristur gjarn- an í samband við Munch og ex- pressjónistana á fyrri hluta aldar- innar. Annars skyldi maður ekki gera of mikið úr því sem er rist í tréristum Roed, því það mætti allt eins kalla aðferð hans tré-collage. Á þrykkplötunum, sem eru til sýnis, sést vel hvernig hann sníð- ur til ýmiss konar efnivið úr tré, panel, planka og spónaplötur, og raðar saman innan rammans. I hliðarsalnum eru minni myndir og greinilega stúdíur sem hann vinn- ur fyrir stærri grafíkmyndirnar. Þær eru eiginlegt collage, eða samklippur, þar sem Roed klippir saman þrykktar arkir. Þetta er líka í samræmi við myndstíl hans, þar sem hver flötur er skýrt af- markaður og allt hvílir á samstill- ingu forma og lita innan mynd- flatarins. Röed er á sjötugsaldri og hann á því langan feril að baki. Það má einnig sjá á vinnubrögðum hans, að hann hefur fyrir löngu náð ákveðnum tökum á grafíkmiðlin- um, sem mótar allt hans myndskyn. Ég veit ekki hvort það er hægt að tala um klassískan módernískan stíl, en kannski að maður geti leyft sér það í þessu tilviki. Þetta kemur fram í mjög skýrri uppbyggingu flata, sem er sjálfri sér samkvæm út í gegnum alla sýninguna. Litanotkun miðar að því að skapa myndinni sam- hljóm. Notkun efnis er hófsöm og gegnsæ. Æðar og kvistir í trénu skína í gegn, og það er ekki unnið meira úr efninu en nauðynlegt er til að ná fram réttum áhrifum. Það sem helst mætti setja út á verk Roed er að hann fetar helst til vel troðnar slóðir. Rped er mjög sjálfsöruggur í þeirri hefð sem verk hans eru sprottin úr. Það er fátt sem kemur á óvart eða fær mann til að sjá hlutina í nýju ljósi. I sumum myndunum dettur Rped niður á það plan að vera með enn eina útfærsluna á út- jaskaðri fjallasýn. Það var helst í myndum eins og nr. 4, „Viti“, að mér fannst eins og hann brygði út af hefðbundnum sjónarhornum á landslagið. í því verki gengur líka vel upp samspilið milli landslags- motífsins og abstrakt uppbygg- ingar forma. Gunnar J. Árnason Það var eftir hlé sem kórinn kom sérlega á óvart, en þá hafði kamm- erhljómsveit tekið sér sæti, til und- irleiks fyrir kórinn, er söng fyrst Ave Maria, eftir Hans Nyberg, fal- legt lag í gömlum stíl og síðan lag eftir söngstjórann, við Maríukvæði Kiljans, fallegt lag, er Guðmundur Sigurðsson flutti ásamt kórnum. Það sama má segja um Maríukvæð- ið og Ástardúettinn að „tessituran“ var í heild of lág fyrir Guðmund, sem söng annars vel. Þorgeir J. Andrésson söng síðan Agnus Dei, eftir Bizet og gerði það mjög vel. Það var bæði í Rrýningamessu Mozarts og þó sérstaklega í Halelú- jakórnum úr Messías, eftir meistara Hándel, sem kórinn sló í gegn með frábærum söng. Fyrri hluti Agnus Dei þáttarins í messu Mozarts, var mjög vel sungin af Ki-istínu R. Sig- urðardóttur, en hún er góð söng- kona, sem þarf að fá tækifæri til að spreyta sig. Með söng kórsins í Hal- elújakórnum sannaði kórinn og stjómandi hans, að saman eru þau líkleg til stórra verka í framtíðinni. Hljómsveitin undir forustu Ágústu M. Jónsdóttur lék vel og var ekki annað að sjá en kórstjórinn sýndi sig ráða vel við samskipan kórs og hljómsveitar. Jón Ásgeirsson SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Uáuttru tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680 Glæsilegur Halelújakór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.