Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Spiritléiyr goiungðrvlkyr
Úr ársreikningi 1998 1998 1997 Breyting
Hreinar vaxtatekjur Milljónir króna 137 101 +35,6%
Hreinar rekstrartekjur 189 139 +36,0%
Önnur rekstrargjöld -93 -76 +22,4%
Framlag á afskriftarreikning útlána -19 -5 +280,0%
Hagnaður ársins 49 34 +44,1%
Heildareignir Milljónir króna 3.382 2.151 +52,2%
Eigið fé 491 419 +17,2%
Arðsemi eigin fjár 11,6% 8,8% +31,8%
Eiginfjárhlutfall (CAD) 16,3% 26,5% -38,5%
Metár hjá
Sparisjóði
Bolung’arvíkur
AFKOMA Sparisjóðs Bolungar-
víkur hefur aldrei verið betri en á
síðasta ári, að sögn Benedikts
Bjamasonar stjórnarformanns á
aðalfundi Sparisjóðsins í síðustu
viku. Heildarhagnaður af rekstrin-
um nam 49 milljónum króna en
rekstrartekjur jukust um 40 millj-
ónir milli ára, voru 305 milljónir í
fyrra. Hagnaður fyrir skatta nam
25% af heildartekjum ársins og
eigið fé var 491 milljón en það er
samkvæmt CAD-reglum 16,3% af
heildareignum. Arðsemi eigin fjár
nam 11,6 prósentum 1998 en var
tæplega 9% árið á undan. Innlán
hækkuðu nokkuð á árinu eða um
4,5%, úr 1.487 milljónum ki-óna í
1.553 milljónir, en útlánaaukningin
varð þó mun meiri eða rösklega
118% og jukust útlán þannig úr
1.230 milljónum árið 1997 í 2.699
milljónir.
I máli stjómarformanns á aðal-
fundi í síðustu viku kom fram að
lán til fyrirtækja í sjávarútvegi
skýri þessa miklu útlánaaukningu
milli ára en með því móti vill Spari-
sjóðurinn stuðla að eflingu atvinnu
á starfssvæði sínu.
Af framkvæmdum á síðasta ári
má nefna að nýtt afgreiðslukerfi
var sett upp í Sparisjóðnum sem
mun auðvelda rafræn viðskipti og
draga úr pappírsnotkun. Að auki
má nefna að Sparisjóðurinn varði
rúmlega 1,2 milljónum króna til
að styrkja menningar- og fram-
faramál í Bolungarvík og tekur
einnig þátt í sameiginlegu verk-
efni sparisjóðanna í þágu náttúru-
verndar.
Stjóm Sparisjóðsins var endur-
kjörin á fundinum en hana skipa
Benedikt Bjamason, formaður,
Finnbogi Jakobsson, Ólafur Þór
Benediktsson, Gestur Kristinsson
og Öm Jóhannsson.
VIÐSKIPTI
Tíu milljóna króna fjársvik í Dannmörku
Svindlarar herja á
debetkortakerfið
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
UM TÍU milljónir íslenskra
króna, ein milljón danskra króna,
hafa á skömmum tíma verið tekn-
ar út af dönskum debetkortum af
öðmm en hinum eiginlegu kort-
höfum. Eftir að hafa neitað að
hægt væri að misnota kortin
standa bankarnir og lögreglan nú
frammi fyrir því að svindlarar,
hugsanlega frá Eistlandi, hafi
með tæknibrellum náð að sækja
sér peninga af bankareikningum
án vitundar eigendanna. Bank-
arnir bera tapið, ekki eigendurn-
ir.
„Ég þori varla að nota Dan-
kortið mitt, en hvernig ætti ég
annars að komast af án þess?“
varð danskri konu að orði í búð
einni í Kaupmannahöfn í gær-
morgun. Konunni er órótt eftir
fréttir danskra blaða undanfarið
um svindl með kortin. Dönsku
bankarnir starfrækja í samein-
ingu debetkortakeifi, svokölluð
Dankort, sem hafa verið notuð í
um áratug með svo góðum ár-
angri að hvorki kreditkort né
ávísanir sjást í notkun í búðum
eða á veitingahúsum. Eins og ís-
lendingar þekkja af eigin raun er
hægt að taka út pening með kort-
unum úr hraðbönkum eða þegar
greitt er í búðum.
Stöku sinnum hafa komið upp
mál, þar sem korthafar álíta að
tekið hafi verið í óleyfi af kortinu
þeirra, en bankarnir hafa jafnan
fullyrt að ekki væri hægt að
svindla með kortin, jafnvel þó
dæmi um svindl hafi komið upp
með samskonar kort í öðrum
löndum. En nú ei-u dæmin of
mörg til að bankarnir geti afneit-
að þessum möguleika og talað er
um að 1-2 milljónir danskra
króna hafi horfið á þennan hátt
undanfarnar vikur.
Meðan að maður nokkur sat
að snæðingi með vinum og
vandamönnum í sumarbústað
sínum voru 2 þúsund danskar
krónur teknar út úr hraðbanka í
Kaupmannahöfn og samtals
voru 18 þúsund teknar af kort-
inu þá helgi. Af korti ungrar
konu í Kaupmannahöfn voru
teknar 12 þúsund krónur á
þremur dögum úr hraðbönkum
víðsvegar um Sjáland og það
næstum á sama tíma, svo hún
hefði þurft að vera stödd sam-
tímis á mörgum stöðum til að ná
að taka út.
Mótleikur bankanna: Tölvu-
kerfi sem vaktar úttektir
Bankarnir og lögreglan eru
spör á upplýsingar, en aðferðin
sem virðist notuð er að leggja
tölvuvætt lyklaborð yfir lykla-
borð hraðbanka. Þegar korthafi
setur inn kort sitt og slær inn
kóðann tekur lyklaborðið afrit af
kortnúmerinu og geymir kóðann.
Síðan er hægur leikur fyrir
svindlarana að fjarlægja lykla-
borð sitt, lesa úr því númer og
kóða og búa tO kort með þessum
upplýsingum. Þar með er komið
nákvæmt afrit af kortinu, sem
síðan er hægt að nota eins og
upprunalega kortið.
Athyglin beinist að tveimur
Eistlendingum, sem sitja í fang-
elsi í Finnlandi, grunaðir um
svipað svindl í Svíþjóð og Finn-
landi. I fórum þeiiTa fannst
lyklaborð úr hraðbanka með
danskri áletrun og vitað er að
annar mannanna var í Danmörku
mánuði áður en svindlsins varð
vart.
Áðurgreind aðferð virðist þó
ekki vera eini möguleikinn, því
unga konan í dæminu hér'að ofan
notar ekki hraðbanka, heldur
notar kortið einungis í verslunum
og á veitingahúsum, svo það
bendir til að það séu aðrir mögu-
leikar að ná í kort en aðeins í
hraðbönkunum. Þar sem í hennar
tilfeOi er tekið út af kortinu á
fleiri stöðum á nokkurn veginn
sama tíma leikur grunur á að
svindlararnir þurfi í raun ekki að
taka peningana út, heldur færi þá
til með tölvum.
Það var ekki konan sjálf, sem
tók eftir þessu, heldur hafði
bankinn samband við hana strax
eftir að tekið hafði verið af kort-
inu. Einn liður í tölvukerfi bank-
anna er að það gerir viðvart ef
það kemur fram óvenjulegt
mynstur í kortnotkun, meðal
annars ef tekið er út af sama
korti á fleiri en einum stað í einu
og eins ef stórar upphæðir eru
teknar út á stuttum tíma.
Kennslugögri frá Ziff Davis
fylgja. (Bók og geisladiskur)
Kennari er íslenskur og
hefur alþjóðlega vottun
(Certified Lotus Notes
Professional and Instructor)
og mikla reynslu í
Lotus Notes kennslu.
Forritvm
Notes forritun 1
17-20 mcri
Notes kerfisstjórnDin 1
25-28 maí
Notes forritnn 2
31. mcri - 3. júní
Nýjungar frá
Ericsson
SÆNSKA símafyrirtækið Erics-
son kynnti á dögunum vörunýj-
ungar á farsímamarkaði, sem
félagið mun markaðssetja á
þessu ári. Alls er um að ræða sjö
nýjar símategundir, auk þriggja
tækninýjunga (WAP, Symbian
og Bluetooth) sem eiga það m.a.
sammerkt að stuðla að auknum
samruna tölvu- og símtækni.
Meðal nýjunga í farsíinafjöl-
skyldu Ericsson má nefna högg,
ryk- og vatnsþéttan síma auk
þess sem notendur munu í vax-
andi mæli geta nálgast upplýs-
ingar af Netinu í gegnum far-
síma. Á næstu dögum koma
tvær nýjar tegundir síma frá
Ericsson á markað hér á landi
og bera heitin T18 og A1018.
Á meðfylgjandi mynd má sjá
fulltrúa Ericsson, Peter Kirring,
með nýjar vörulínur fyrirtækis-
ins.
Morgunblaðið/Sverrir
Upplýsingcir og irmritvm í símd 555 4980 og 555 4984
Nýi tölvu- &
viðskiptaskólinn
Hólshrauni 2 - 220 Hafnarfirðl - Símf: 555 4980 - Fax: 555 4981
Tölvupóstfang: skoli@ntv.is - Heimasíða: www.ntv.is