Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 37
LISTIR
Helga Rós Indriðadóttir ráðin
að óperunni í Stuttgart
Hún hefur ekki lokið námi, en er þegar komin
með tveggja ára samning við óperuna í Stuttgart.
Sigrún Davíðsdóttir sló á þráðinn til Helgu
Rósar Indriðadóttur söngkonu.
FYRIR skömmu var viðtal
við hana í Stuttgarter
Zeitung í tilefni af því að
hún söng hlutverk Freyju
í nýrri og rómaðri uppsetningu
Stuttgart-óperunnar á Rínargulli
Wagners. Þar sagði hún frá því hve
mjög það kom henni á óvart að fá
hlutverkið. Nú er hún ekki síður
undrandi og glöð að hún hefur í
höndunum tveggja ára samning við
þetta virta óperuhús. Helga Rós
Indriðadóttir lýkur þó ekki námi
iýrr en í vor, en þeir hjá óperunni í
Stuttgart hafa augun á ungum og
efnilegum söngvurum, sem þeir vilja
gjaman laða til starfa hjá sér. Óper-
an í Stuttgart var valin óperahús
ársins 1998 af þýska óperublaðinu
Opernwelt og ein sýning hússins var
sömuleiðis valin sýning ársins af
tímaritinu, sem gefur tóninn í skrif-
um um þýskt og alþjóðlegt óperulíf.
Freyja í Rínargullinu
Helga Rós er fædd og uppalin í
Skagafirði, en fór í Fjölbrautaskól-
ann á Akranesi og þar sem hún hafði
spilað á píanó síðan hún var sjö ára
og var upptekin af tónlist tók hún
stúdentspróf á tónlistarbraut. Þá lá
leiðin í Tónlistarskólann í Reykja-
vík, þar sem hún tók tónmennta-
kennarapróf. En söngurinn var
kominn til sögunnar og 1996 lauk
hún einsöngvaraprófi og söngkenn-
araprófí frá sama skóla, eftir að hafa
stundað nám hjá Sieglinde Kah-
mann. Það var ekki síst fyrir hvatn-
ingu Sieglinde að leiðin lá í óperu-
skólann við tónlistarháskólann í
Stuttgart, en þar stundaði Sieglinde
einnig nám á sínum tíma, auk þess
sem hún hóf síðan feril sinn við
Stuttgart-óperuna.
Náminu við óperuskólann er
Helga Rós að ljúka nú í sumar, en
þar stundar hún nám hjá France
Simard. í upphafí áleit hún sig
mezzó-sópran, en þegar til Stuttgart
kom voru kennarar hennar sammála
um að hún væri sópran. „Það var í
raun ekki mikil breyting fyrir mig,
heldur aðeins spurning um að
syngja aðra hluti. Röddin var þegar
á þessari leið,“ segir Helga Rós.
í fyrra söng Helga Rós fyrir í óp-
erunni í Stuttgai-t og var síðan valin
í tvö lítil hlutverk í Krýningu Popp-
eu eftir Monteverdi. En henni til
mikillar undrunar var hún einnig
valin til að syngja hlutverk Freyju í
Rínargullinu, sem var frumsýnt 12.
mars. Sú sýning hefur fengið gríðar-
góða gagnrýni. Sviðsetning Joachim
Schlömer ballettstjóra í Basel þykir
takast með eindæmum vel. í Stutt-
garter Zeitung er talað um að bæði
söngur og leikur sé gæddur áleitn-
um ákafa. Freyja í túlkun Helgu
Rósar er sögð „skýr og eðlileg" og í
fleiri blöðum er talað um hrífandi
túlkun hennar.
Uppsetning RínarguOsins er liður
í heildaruppsetningu á Niflunga-
hring Wagners í Stuttgart-óperunni,
þar sem sú leið er farin að fá fjóra
leikstjóra til að setja upp hver sína
óperu. í Götterdámmerung mun
Helga Rós fara með hlutverk 1. Rín-
ardóttur, en einnig syngja hlutverk
Ninettu í Astin á appelsínunum
þremur eftir Prókoffíeff og lítið
hlutverk í Leðurblökunni, auk þess
sem hún mun halda áfram í Rínar-
gullinu og Krýningu Poppeu. Alls
mun hún syngja í 45 sýningum á
næsta leikári, en hefur hug á fleiri
verkefnum eftir því sem þau bjóð-
ast. Nú þegar er hún bókuð til að
syngja á nokkram tónleikum „og
svo er kannski kominn tími til að
halda tónleika heima á íslandi,"
bætir hún við, en þar hefur hún ekki
sungið síðan hún hélt utan 1996.
Stór og lítil hús
„Það er gott að vera í Þýskalandi,"
segir Helga Rós, „þótt þar vanti auð-
vitað fossa og ár og um leið kraftinn í
umhverfíð," segir hún. Frá sjónar-
miði söngnema og söngkonunnar er
staðurinn eins og best verður á kos-
ið. Það ríkja eilífðarumræður meðal
söngvara hvar best sé að byrja feril-
inn, hvort betra sé að byrja í litlum
eða stórum húsum. „Það hefur allt
sína kosti og galla,“ segir Helga Rós.
„Kosturinn við að byrja í litlu húsi er
að maður fær strax að syngja stór
hlutverk og það getur auðvitað verið
gott, en um leið hefur maður færri
fyrirmyndir. I Stuttgart fæ ég lítil
hlutverk, en vinn með stórgóðu fólld
ogþað er mjög lærdómsríkt."
Onnur hætta fyinr unga söngvara
er að vera ofnotaður af óperuhúsun-
um. „Það er oft talað um að það sé
meiri hætta á slíku í stóra húsunum,
en ég held það eigi ekki síður við í
litlum húsum. Það er alltaf verið að
spara og í litlum húsum er þá hætta
á að söngvarar séu látnir syngja upp
fyrir fagið sitt, notaðir jafnt í óperar,
óperettur, söngleiki og á tónleika."
Helga Rós segist þegar hafa haft
mikla ánægju af kynnum sínum af
Stuttgart-óperunni og starfsfólkinu
þai-. „Eg kem til með að fá tækifæri
til að vinna með ýmsum leikstjóram
og góðum undirleikurum og af því
get ég lært mildð. I litlum hlutverk-
um verður álagið á röddina ekki
mjög mikið, sem er gott meðan ég
er að læra að fóta mig í faginu. Það
hefur allt sína kosti og galla, en ég
er mjög ánægð að byrja hér, fínnst
það góð byrjun og gott vegamesti."
Samstarf við leikstjóra er Helgu
Rós ofarlega í huga, því kröfur til
leiklistarhæfileika söngvara vaxa
stöðugt. „Fólk heldur kannski að
söngvari þurfí aðeins að geta sungið,
en í raun eru söngvarar orðnir
syngjandi leikarar,“ segir hún.
„Þetta er eðlilegt, því áherslan á hið
sjónræna er stöðugt að aukast og
þar verður óperan að fylgja með.“
Með góðar umsagnir um túlkun
Helgu Rósar á Freyju vaknar sú
spurning hvort hún sjái Wagner
sem sitt framtíðarfag, en því tekur
hún hikandi. „Sem stendur vil ég
helst halda mig við lýrísk verkefni
og fara ekki of snemma út í dramat-
ísk hlutverk, en hvað verður seinna
meir er ómögulegt að segja. En
Wagner á í mér tök vegna sagnanna
okkar, sem hann notar. Það er ótrú-
legt hvemig hann gat sett þessa
tónlist saman og svo textana," segir
Helga Rósa. „En í söngnum lærir
maður fljótt að taka aðeina eitt skref
í einu og reyna að gera vel það sem
maður fæst við þá stundina. Annað
verður að koma í ljós síðar.“
Ljósmynd/A.T. Schaefer
HELGA Rós Indriðadóttir í hlutverki Freyju í Rfnargulli Wagners.
Með henni á myndinni er söngvarinn Roland Bracht.
Leið-
rétting
ÞAU leiðu mistök urðu við
birtingu viðtals við Sigur-
björgu Þrastardóttur í blað-
inu á laugardag að síðasta
lína ljóðs úr nýútkominni
Ijóðabók hennar, Bláloga-
landi, féll niður. Því er ljóðið
birt aftur um leið og beðist er
velvirðingar á mistökunum.
För
Tálga sverð úr innvið
að höggva mér leið
gegnum skóginn
kannski
verð ég lögð í gegn fyrir vikið
kannski mæti ég gömlu ljóni
kannski er þetta ekki skógur
heldur runni
en allur er varinn góður
þorpsfíflið sver
að enginn komist vopnlaus í gegn.
íslendingahótelið
Picasso
á Benidorm
9. júni
irá b 49.855
í 2 vikur
Viðbótarsæti
26. maí
Nýja íslendingahótelið okkar á Benidorm, Picasso,
hefur fengið hreint frábærar viðtökur í sumar og nú
þegar er uppselt í fjölda ferða í sumar. Hótelið er
staðsett í hjarta Benidorm, þaðan sem er örstutt að ganga í allar áttir og aðeins 5
mínútna gangur niður á strönd. Rúmgóðar, vel búnar íbúðir með einu svefnher-
bergi, stofu, eldhúsi, baði og stórum svölum. Garður með sundlaug og veitinga-
stað og íslenskur starfsmaður Heimsferða í móttökunni. Bókaðu meðan enn er
laust og tryggðu þér góðan aðbúnað á góðu verði á Benidorm í sumar.
Verð kr.
59.990
M.v. 2 í íbúð. 2 vikur, 9. júní,
Picasso.
Verð kr.
49.855
M.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára,
2 vikur, 9. júní.
HEIMSFERÐIR
KRINGLUNNI \c3
SÍMI 553 7355
Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is
£