Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Oddhvass hlutur fannst í slátri 3 til 5 tonnum af slátri fleygt ODDHVASS glerkenndur hlut- ur fannst í lifrarpylsu frá Slát- urfélagi Suðurlands um helgina, en það var viðskiptavinur úr Reykjavík sem fann hlutinn,og lét foiTáðamenn SS vita. Jón Gunnar Jónsson, framleiðslu- stjóri SS, sagði að verið væri að rannsaka hvaða hlutui’ þetta væri og hvaðan hann hefði kom- ið, en hann taldi víst að um slys væri að ræða en ekki skemmd- arverk. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, sagði öryggi viðskiptavin- anna vera það sem skipti máli og því hefði fyrirtækið ákveðið að biðja fólk um að henda allri blóðmör og lifrarpylsu, en halda eftir umbúðum eða búðarkvitt- un. Eftir að farið hefur verið yf- ir framleiðsluferlið, hefst fram- leiðsla á slátri á ný og verður það komið í verslanir á fimmtu- dag. Þá getur fólk farið með umbúðir eða kvittun í þá versl- un sem það keypti slátrið og fengið tvöfalt það magn sem það upphaflega keypti til baka frá versluninni. Talið er að SS hendi um 2 til 3 tonnum af slátri og sagðist Steinþór búast við því að um 1 til 2 tonn væru í umferð hjá við- skiptavinum. Það má því búast við því að um 3 til 5 tonnum af slátri verði fleygt á haugana á næstu dögum. Steinþór sagði að SS myndi tapa einhverjum miiljónum vegna þessa, en hann sagði samt mikilvægast fyrir fyrirtækið að halda trausti við- skiptavinanna. ÞRIR slösuðust þegar tveir fólksbílar, sem komu úr gagnstæðum átt- um, skullu saman við afleggjarann að Skíðaskálanum í Hveradölum síðdegis í gær. Þrír fluttir á slysa- deild eftir árekstur ÞRIR voru fluttir á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur síðdegis í gær eftir að tveir fólksbflar, sem komu úr gagnstæðum átt- um, lentu saman við afleggjar- ann að Skíðaskálanum í Hvera- dölum. Að sögn lögreglunnar á Sel- fossi voru hinir slösuðu fluttir með tveimur sjúkrabflum til Reykjavíkur og var ekki talið að um alvarlega áverka væri að ræða. Svartaþoka var og lélegt skyggni þegar áreksturinn varð og telur lögreglan að rauður Volvo á leið af heiðinni hafí ver- ið valdur að slysinu en ökumað- ur hans segir að skömmu áður hafí hvítur sendibfll á austurleið ekið utan í hlið Volvosins og m.a. brotið hliðarspegil. Er öku- maður sendibflsins beðinn um að gefa sig fram við lögregluna á Selfossi. Loka varð þjóðveginum við Hveragerði í um klukkustund vegna slyssins og var allri um- ferð beint um Þrengslin á með- Morgunblaðið/Ásdís Atlanta leigir nýja Boeing' 737-300 ATLANTA hefur tekið á leigu nýja Boeing 737-300 vél frá Air New Zealand, sem aðeins hefur verið flogið í 400 klukkustundir frá því hún kom úr verksmiðjunni. Að sögn Arngríms Jóhannssonar, stjórnar- formanns og annars eigenda Atl- anta, var vélin þegar í stað endur- leigð til Novair í Svíþjóð. Vélin verður í Ósló og flýgur sólarlanda- flug fram á haustið. Arngrímur sagði að Atlanta hefði gert samning við Air New Zealand, sem á vélina, um að Atlanta nýtti vélina í sumar, en Air New Zealand nýtti hana í vetur. Síðan væri í und- irbúningi frekari samnýting, þar sem slíkt hentaði vel, vegna þess að háannatími þeirra væri á veturna, en hjá okkur á sumrin. mbl.is Aðgangur að fréttum RUV auðveldaður AÐGANGUR lesenda mbl.is að útvarps- og sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins hefm’ nú verið auðveldaður, en Morgunblaðið og Ríkisútvarpið hafa undan- farna þrjá mánuði átt samstarf um dreifíngu efnis á vefjum hvor annars. Settir hafa verið upp tveir hnappar á forsíðu mbl.is innan flokksins Smellir. Vísar annar á sjónvarpsfréttir en hinn á út- varpsfréttir. Þá má á upphafssíðu kosninga- vefjar Morgunblaðsins finna hnapp sem vísar í kosningavef RÚV. Þar er hægt að hlusta á og skoða útvarps- og sjónvarpsfrétt- ir tengdar kosningabaráttunni. Tenging við Britannicu á mbl.is Menntamálaráðherra hefur gert samning um aðgang allra Islendinga að netútgáfu Enc- yclopædia Britannica. Nú er hægt að tengjast þessari netút- gáfu frá forsíðu mbl.is og upp- hafssíðu Gagnasafns Morgun- blaðsins með því að smella á hnapp sem merktur er Britann- ica. Umfangsmikil Islandsvika og vörukynning átta íslenskra fyrirtækja í Danmörku 260 NETTO- verslanir í Dan- mörku taka þátt í VIKUNNI 17.-24. maí verður haldin um- fangsmikil íslandsvika í 260 NETTO-versl- unum í Danmörku þar sem kynntar verða framleiðsluvörur átta íslenskra matvæla- fyrirtækja. Undirbúningur stendur nú yfír hjá Út- flutningsráði Islands í samvinnu við fyrir- tækin átta og markaðsráðgjafann Torben Vogter sem hefur haft veg og vanda af skipulagningu Islandsvikunnar. Þau átta fyrirtæki sem munu eiga vörur á kynningunni eiu AKVA, íslenskt sjávarfang, íslenskar sjávarafurðir, Pottagaldrar, SS, Nói-Síríus, SH og Catco, sem framleiðir m.a. Geysissnafs. Rækilega kynnt í fjölmidlurn Islandsvikan verður rækilega kynnt í Danmörku, en auk umfangsmikillar auglýs- ingaherferðar í vöi-ukynningarblaði NETTO-verslananna, hefur verið boðað til fjölmenns blaðamannafundar hinn 11. maí í tilefni af Islandsvikunni, viku áður en kynn- ingin sjálf hefst. Verður blaða- og frétta- mönnum allra dönsku fjölmiðlanna boðið til hádegisverðar þar sem gestum gefst kostur á að bragða á sýnishornum þeirra vara, sem kynntar verða á íslandsvikunni. Við sama tækifæri verða ennfremur sex yfirmenn frá NETTO-verslunum, þar af þrír innkaupa- stjórar, sem að sögn Sigrúnar Guðbjarts- dóttur, upplýsingafulltrúa hjá Útflutnings- ráði íslands, skiptir miklu máli fyrir mark- aðssetningu íslensku varanna hjá dönsku NETTO-verslununum. Umtalsverð söluaukning íslenskra vara Umtalsverð söluaukning hefur orðið á vörum íslenskra fyrirtækja í Danmörku síð- astliðna 15 mánuði, sem rekja má til mark- vissrar dreifingar og markaðssetningar í samvinnu íslenskra fyrirtækja og Útflutn- ingsráðs. Sem dæmi má nefna að á þessu ári hefur íslenskt lambakjöt frá SS verið selt fyrir jafnmikil verðmæti og fengust á öllu ái’inu í fyrra, eða um 2 milljónir danskra króna. Þá seldi AKVA nokkur þúsund flöskur af íslensku vatni í Danmörku í fyrra á móti ríf- lega einni milljón flaskna sem er áætluð sala þessa árs, einkum til dönsku ríkisjárnbraut- anna og til danskra veitingahúsa. Að sögn Sigrúnar má ekki síst þakka aukna sölu á íslenskum vörum þeirri sam- vinnu sem íslensk fyrirtæki hafa tekið upp sín á milli auk samstarfs við Útflutningsráð í þeim tilgangi að ná góðri vörudreifingu í Danmörku. Að auki hefur Útflutningsráð notið starfs- krafta markaðsráðgjafans Torbens Vogter um tveggja ára skeið, en þess má geta til gamans, að Vogter gekk í hjónaband á Akur- eyri fyrir skemmstu, eins og greint var frá hér í blaðinu. Auk reynslu af íslenskum vinnumarkaði og góðrar þekkingar á íslenskum fram- leiðsluvörum á Vogter ennfremur að baki áralangan feril í danskri verslun, en hann var verslunarstjóri í einni af NETTO-versl- ununum um árabil uns hann hóf störf hjá Út- flutningsráði árið 1997. Vogter, sem á drjúgan þátt í velgengni ís- lenskra framleiðsluvara í danskri verslun, sem tengiliður milli íslenski’a seljenda og danskra kaupenda, telur að íslenskar fram- leiðsluvörur eigi góða möguleika á mikilli dreifingu í danskri verslun sökum gæða og því skipti miklu máli að kynna þær vel og halda þeim að neytendum í Danmörku. Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM ••••••••••••••••••••••••••• Stjarnan íslandsmeistari kvenna annað árið í röð/B3 Arsenal er komið í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar/B12 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.