Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 75 FÓLK í FRÉTTUM Iff XL. /Ssi ip L Lágmenningarhátíð hefst í kvöld Viljum ekki taka þátt í mismunun fólks vegna aldurs MEÐLIMIR Fugazi eru mjög líflegir á tónleikum og þar nýtur tónlist þeirra sín best. HLJÓMSVEITIN Fugazi ber að margra mati höfuð og herðar yfir bandarískar neðanjarðarsveitir og er um margt ólík flestum þeirra. Þeir Guy Piceiotto og Ian MacKaye, sem syngja og spila á gítar, Joe Lally bassaleikari og Brendan Canty trommuleikari gefa allt sitt efni út sjálfir, veita sjaldan viðtöl og hafa aldrei gert myndband. Pönk hefur enga merkingu í dag „Fólk skilgreinir tónlist okkar oft sem „hardcore". Aður fyrr sagðist ég vera í pönkhljómsveit en pönk hefur enga merkingu í dag, reyndar tel ég að hardcore hafi litla merkingu líka, svo við getum kallað tónlist okkar rokktónlist eða bara einfaldlega tónlist.“ -Hefur tónlist ykkar breyst í gegnum árin? „Ég held að hún hljóti að hafa gert það. Það er eins og með rithönd fólks, ef þú skrifar nafn þitt mörgum sinnum á dag í tólf ár þá er næsta víst að skriftin breytist eitthvað." Þið spilið ætíð þar sem ekkert aldurstaknmrk er, afhverju? „Þegar við vorum ungir komumst við hvergi inn til að hlusta á uppáhaldshljómsveitimar okkar því við vorum ekki nógu gamlir til að kaupa áfengi. Það er út í hött að fólki sé meinaður aðgangur af þessum ástæðum. Okkur finnst þetta mismunun, við myndum aldrei spila á tónleikum þar sem t.d. konur mættu ekki vera eða ákveðnir trúarhópar eða þjóðarbrot. Því ættum við þá að mismuna fólki vegna aldurs? Tónlist er fyrir alla og allir ættu að geta notið hennar.“ - Þið gefíð allt út sjálfír? „Við erum með okkar eigið útgáfufyrii'tæki sem varð til árið Ungir sem aldnir geta mætt á tónleika rokksveitarinnar Fugazi í bílageymslu Útvarpshússins í kvöld. Sunna Osk Logadóttir ræddi við Ian MacKaye, annan söngvara sveitarinnar, um pönk, lífsstíl og sitthvað fleira. 1980. Ég gaf út tónlist hinna í sveitinni áður en við fórum að spila saman en það endaði með því að við stofnuðum Fugazi árið 1987. Síðan þá höfum við stanslaust verið að. Við höfum gefið út sex plötur og ferðast um allan heim og spilað. Það er skrítið að vera kominn til íslands því okkur langaði að koma hingað fyrir svona tíu árum og það er fyrst að rætast núna og þess vegna er alveg frábært að vera héma.“ - Ykkur er eignuð „straight edge“-bylgjan? „Ég var í hljómsveit snemma á níunda áratugnum og gaf út lag sem ég kallaði „Straight Edge“ sem fjallar um það þegar ég var að alast upp og allir í kringum mig voru í vímu. En ég er ekki þannig, ég vil ekki vera í vímu. Fólk var sífellt að fetta fingur út í það og hélt því fram að það væri ekki hægt að vera svalur nema að vera í vímu. En ég vildi fá að lifa mínu lífi í friði og að fólk bæri virðingu fyrir því líkt og ég ber virðingu fyrir lífsstíl annarra. Síðar var þetta nafn tekið og sett í samhengi við ákveðna hreyfingu sem ég er þó á engan hátt tengdur. Það er Jjúft að heyra að eitthvað sem ég gerði fyrir löngu haldi lífi enn í dag en hins vegar er margt innan þessarar „straight edge“- hreyfingar sem ég er ekki ánægður með. Ég hef engan áhuga á bókstafstrú, mér mislíkar að fólk noti ofbeldi til að ná sínu fram og skorti umburðarlyndi. Þetta er margt af því sem tengist hreyfingunni víðsvegar um heiminn og ég er alls ekki ánægður með það en þar sem ég er ekki hluti af þessari hreyfingu get ég ekki talað fyrir hana. Ég er aðeins sá sem kom með nafnið. Ég er ekki sá sem fann upp ástandið að vera edrú jafnvel þótt ég bragði ekki áfengi sjálfur." - Þið gerðuð heimildarmynd um hljómsveitina, hvernig tilfínning var að horfa á hana? „Það var svolítið skrítið. Ég er 37 ára í dag og á þeim tólf árum sem hljómsveitin hefur starfað hef ég ekki breyst mjög mikið. Ef ég væri 27 ára og hefði byrjað 15 ára í sveitinni þá hefði ég séð mikla breytingu. Það sem er skemmtilegt að sjá er hvernig umhverfið og andrúmsloftið hefur breyst og það kemur greinilega fram í myndinni." - Eruð þið enn á fcrðalögum um heiminn? „Já, já, en tónleikadagskráin okkar hefur breyst töluvert á undanfórnum ái-um, orðið mun þéttari. Trommarinn er faðir, hann og Joe ei-u líka báðir giftir svo að lífið hefur breyst. Aður vorum við vanir að ferðast í sex mánuði á ári en í fyrra voru það um sex vikur! Hljómsveitin er hluti af lífi okkar allra og ferðalögin líka og við erum mjög sáttir við það,“ sagði Ian sem var að fara í kajakasiglingu og hlakkaði mikið til að sjá sólarlagið á íslandi. Lagersala við Laugawg Laugavegi 96 Kvenfatnaður, t.d. kápur, jakkar og síðbuxur. Herraskyrtur, geisladiskar, myndbönd og margt margt fleira. Frábart verð Opið frá kl. 12-18 mán.-fös. og kl. 10-14 á laugard.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.