Morgunblaðið - 27.04.1999, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 9
FRÉTTIR
Snjóflóðavarnir á
Seljalandssvæði
Skipulags-
stjóri fellst
á fyrirhug-
aðar varnir
SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins fellst
á fyrirhugaða byggingu snjóflóða-
varna á Seljalandssvæði á Isafirði og
endurbyggingu Seljalandsdalsvegar
með breytingatillögu Vegagerðarinn-
ar með því skilyrði að samráð verði
haft við Náttúruvernd ríkisins um til-
högun efnistöku og frágang svæða og
með fyrirvara um samþykki forn-
leifanefndar.
Níu athugasemdir bárust Skipu-
lagsstofnun á mati á umhverfisáhrif-
um vegna snjóflóðavarnanna á Selja-
landssvæði. I frummatsskýrslunni er
kynnt bygging um 700 metra leiði-
garðs, sem er allt að 16 metra hár.
Liggur hann frá Seljalandsbænum
upp Seljalandsmúlann, yfir Selja-
landsveg skammt ofan fjölbýlishúsa
ofan Múlalands og upp undir bíla-
stæði við Skíðheima. Fjallsmegin
verður djúp og breið skerðing vegna
efnistöku og rásar fyrir snjóflóð.
Lausu efni ofan á bergi verður rutt
tii hliðar og bergið sprengt til notk-
unar í garðinn en iausa efninu jafnað
yfir í lokin til að auðvelda frágang og
uppgræðslu. Fjallsmegin garðsins,
ofan Seljalandsvegar, er gert ráð fyr-
ir að byggja níu snjóflóðakeilur úr
sams konar efni og verður í garðin-
um. Leiðigarðurinn fer á tveimur
stöðum yfir Seljaiandsveg og hafa
verið kannaðar tvær leiðir til iausnar
samgöngum upp á skíðasvæðið á
Seljalandsdal, að endurbyggja Selja-
landsdalsveg eða leggja nýjan veg
upp úr Tungudal og hefur fyrri kost-
urinn verið valinn.
Varnarvirkin áberandi
Skipulagsstjóri kemst að þeirri
niðurstöðu að vamarvirkin verði
mjög áberandi og muni sjást víða að
úr Skutulsfirði og að útsýni úr þeim
húsum sem næst þeim standa muni
gjörbreytast. Seljalandsbærinn lendi
í farvegi snjóflóða sem leiðigarðurinn
stýrir og þarf því að flytja hann. Bent
er á að á framkvæmdatímanum megi
búast við ónæði í nágrenni svæðisins
m.a. vegna sprenginga og moldroks
og því sé mikilvægt að hefja upp-
græðslu sem fyrst. Tekið er fram að
líklegt sé að svæðið verði nýtt til úti-
vistar og að áformað sé að leggja
göngustíga yfir leiðigarðinn. Við
fullnaðarhönnun verða gerðar ráð-
stafanir til að draga úr slysahættu
gangandi vegfarenda.
Jafnframt segir að dregnar hafi
verið í efa þær forsendur sem lagðar
eru til grundvallar byggingu garðsins
og lýst efasemdum um virkni og það
öryggi sem hann á að skapa þeim
sem við hann búa. Fram kemur að
hættumat liggi ekki fyrii1 á Selja-
landssvæði en að unnið sé að gerð
svokallaðs tilraunahættumats fyrir
Isafjörð. Þar sem hættumat liggi
ekki fyiir á umræddu svæði eru for-
sendur hönnunar mannvirkja ekki
jafn góðar og æskilegt væri, segir í
niðurstöðu skipulagsstjóra.
Kæra má úrskurð skipulagsstjóra
ríkisins til umhverfisráðherra og er
kærufrestur til 21. maí 1999.
---------------
Ríkisspítalar
Reynir Kristins-
son sviðsstjóri
stjórnunarsviðs
STJÓRNENDUR Ríkisspítalanna
hafa ráðið Reyni Ki-istinsson, fram-
kvæmdastjóra endurskoðunar- og
ráðgjafarfyrirtækisins Pricewater-
house Coopers ehf., tímabundið sem
sviðsstjóra yfir stjórnunarsviði Rík-
isspítalanna. Mun Reynir gegna
starfinu til 1. júlí næstkomandi,
samkvæmt upplýsingum Magnúsar
Péturssonar, forstjóra sjúkrahús-
anna í Reykjavík.
ökuréttindi
(Meirapróf)
Leigubíll, vörubifreið, hópbifreið og eftirvagn.
Ný námskeið hefjast vikulega.
Gerið verðsamanburð.
Sími 568 3841, Dugguvogur 2
Full búð af flottum
undirfötum
Laugavegi 4, sími 551 4473.
Fyrsta vorsendingin af hinum fallegu og vinsælu
CLOUDMNE
kápum og jökkum er lcomin.
VerslunhfJ^
Laugavegi 47, sími 551 7345.
Aukin
Ökuskóli
íslands
PÓSTVERSLUNIN
SVANNI
Stangarhyl 5
pósthólf 10210, 130 Reykjavík,
sími 567 3718 - fax 567 3732
BUXUR OG BOLIR
MIKIÐ ÚRVAL
Stærðir S-3XL (36-52)
Sendum pöntunarlista
út á land, sími 567 3718
V £ R U L £ 6
V £ R U L £ 6
IITSALA
W EGGERT
Jeldskeri
Sími 551 1121
efstá Skólavörðustígnum
Töfraundirpilsin komin
TESS
Neðst við Dunhaga,
sími 562 2230.
Opið virka daga kl. 9-18,
laugardaga kl. 10-14.
UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSESfS
Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæð, 105 Reykjavík
Símar: 515 1735, 515 1736
Bréfasími: 515 1739
Farsími: 898 1720
Netfang: utankjorstada@xd.is
Utankjörfimdaratkvæðagreiðsla fer fram hjá Sýslumanninum
í Reykjavík, í Hafnarbúðum við Tryggvagötu, alla daga
frákl. 10-22.
Utankjörstaðaskrifstofan veitir allar upplýsingar og aðstoð við
kosningu utan kjörfundar.
Sjálfstæðisfólk!
Látið okkur vita um stuðningsmenn sem ekki verða heima
á kjördag, t.d. námsfólk erlendis.
Mikið úrval af
fallegum sumarvörum
POLARN O. PYRET
Kringlunni 8-12, sími 568 1822.
fSILKI JAKKAR
5900
ALLAR STÆRÐIR « MIKIÐ ÚRVfll
SERTILB0Ð
3 hluta eldhússett Skartgripaskrín
Aðeins
Aðeins
kr. 545,-
kr. 2390,-
/Quelle
VERSLUN
DALVEGI 2 • KÓPAVOGI
SÍMI: 564 2000 j