Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. STÓRMANNLEG GJÖF í REIÐILEYSI ÞEGAR GUNNAR Gunnarsson skáld gaf íslenska ríkinu jarðareign sína að Skriðuklaustri árið 1948 með glæsi- legu húsi og öllu tilheyrandi, þá var það hin stórmannleg- asta gjöf. Gunnar hafði lengi látið sig dreyma um að flytja til íslands aftur þegar hann lét verða af því árið 1939 eftir langa og farsæla utandvöl. íbúðarhúsið sem Gunnar lét reisa á jörðinni er í anda danskra herragarða og til merkis um það hvernig Gunnar vildi standa að sínum búskap; þarna átti að reka mikið bú en jafnframt átti heimilið að verða menningarsetur. En að fáum árum liðnum ákváðu þau Gunnar og Franzisca að bregða búi og setjast að í Reykja- vík. Með því að gefa ríkinu Skriðuklaustur ætluðust hjónin til þess að jörðin yrði nýtt áfram á sama hátt og þau höfðu sjálf ætlað eða, eins og segir í gjafabréfi þeirra, til menning- arauka. En eins og fram hefur komið í skrifum hér í blaðinu á undanfórnum vikum hefur þiggjendunum ekki lánast að halda uppi þeim menningarbrag sem einkenndi þessa fornu klausturjörð meðan skáldið sat hana ásamt eiginkonu sinni. Rúm fimmtíu ár eru liðin frá því að Gunnar lét jörðina af hendi í góðri trú og því hlýtur að vera kominn tími til að byggð verði upp einhver starfsemi í húsinu sem því sæmir og er í samræmi við óskir gefendanna. Pað er beinlínis ský- laus skylda þiggjendanna. í gjafabréfi sínu nefna hjónin nokkra kosti sem þeim þótti æskilegt að teknir yrðu við nýtingu á jörðinni. Þau nefna til- raunastarfsemi í landbúnaði, byggðasafn, bókasafn, skjala- safn, listasafn, skóla, sjúkrahús, hressingarhæli, bamahæli eða elliheimili. Lengi vel rak ríkið reyndar tilraunabú í sauð- fjárrækt og jarðrækt á jörðinni en sá rekstur lognaðist út af fyrir röskum áratug. Síðan það gerðist hefur fátt verið til menningarauka á jörðinni. Fyrrverandi starfsmaður til- raunabúsins og fjölskylda hans eru hins vegar enn búsett í húsinu í algjöru heimildarleysi. Árið 1997 var Gunnarsstofnun sett á stofn að tilstuðlan Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra og mætti ætla að þar væri kominn vísir að starfsemi sem á heima á Skriðuklaustri og gegnir því hlutverki sem ætlast var til að hús Gunnars hýsti. Ráðherra hefur sett stofnun þessari starfsreglur sem eiga að tryggja að á jörðinni fari fram starfsemi í samræmi við ákvæði gjafabréfsins. Eins og fram kom í máli ráðherra hér í blaðinu á laugardaginn hefur verið unnið skipulega að undirbúningi þessarar starfsemi og telur hann að þar sé öll aðstaða til þess að efla Skriðuklaustur sem menningar- og fræðasetur á borð við Snorrastofu í Reykholti, slík stofnun yrði ekki aðeins byggðarlaginu held- ur öllu landinu til framdráttar, að mati ráðherra. Þrátt fyrir að hér virðist sem gjöf skáldsins til þjóðar sinnar sé loks að fá verðugt hlutverk sem menningar- og fræðasetur þá stendur á tilteknum formsatriðum að hægt sé að hefja eiginlega starfsemi. Deilt er um yfirráð hússins Skriðu sem reist var á jörðinni á tíma tilraunabúsins. Sam- þykkt hefur verið að Gunnarsstofnun fái húsið en dregist hefur að afhenda henni það vegna þess að landbúnaðarráðu- neytið telur að menntamálaráðuneytið eigi að greiða fyrir það. Telur menntamálaráðherra að slíkar greiðslur milli ráðuneyta tíðkist ekki. Ofan á þetta bætist að ábúendur á nálægri jörð í Fljótsdal hafa fengið Skriðuklaustursjörð leigða af landbúnaðarráðuneytinu vegna þess að brotið var á þeim í kaupum á annarri jörð í hreppnum. Er þetta mál þannig allt með ólíkindum og mjög til vansa fyrir hlutaðeig- endur. Ljóst má vera að Gunnarsstofnun sem slík uppfyllir óskir Gunnars og Franziscu um starfsemi til menningarauka en að öðru leyti er hér um málamiðlun að ræða eins og mennta- málaráðherra segir. Er við hæfi að ríkið taki við gjöfum án þess að uppfylla þá skilmála, sem þeim kunna að fylgja? Að sjálfsögðu ekki. Enda segir Björn Bjarnason í viðtali við Morgunblaðið sl. laugardag, að hann hefði kosið, að öll jörð- in fylgi. Það er rétt hjá menntamálaráðherra að Gunnarsstofnun getur orðið byggðarlaginu til framdráttar en þar vísar hann til reynslu af nýrri og sambærílegri stofnun í Reykholti sem kennd er við Snorra Sturluson. Það virðist því einboðið að menntamálaráðherra verði gefinn kostur á að leiða þetta mál til lykta að fullu en ekki aðeins að hluta. Það er algjör- lega óviðunandi að láta þessa stórmannlegu gjöf skáldsins og eiginkonu hans drabbast niður í reiðileysi öllu lengur. Kristnihátíð sett við hátíðlega athöfn í Akureyr; FORSETI íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson heilsar Sigurbirni Ein- JÓHANN Smári Sævarsson, Óskar arssyni biskup að lokinni setningu Kristnihátíðar, en einnig má sjá Ólaf voru einsöngvarar á hátíðartónlei Skúlason biskup, sr. Birgi Snæbjörnsson og sr. Hannes Örn Blandon. lands og samkórs ki Áningarstaðir öllum byggðum lai PRESTAR og biskupar ganga fylktu liði til kirkju við setningu Krist FJÖLMENNI var við setningu Kristnihátíðar í Akureyrarkirkju, en hún stendur í tvö ár, allt til páska árið 2001. KRISTNIHÁTÍÐ var sett við hátíðlega athöfn í Akureyrarkirkju á sunnu- dag, 25. aprfl, en hún stendur í tvö ár, allt til páska árið 2001. Forseti íslands, herra Olafur Ragnar Grímsson, setti Kristnihátíð við hátíðarguðsþjónustu í kirkjunni, prestar voi-u sr. Birgir Snæbjöms- son, sr. Svavar Alfreð Jónsson og sr. Hannes Örn Blandon. Lesarar voru Guðrún Jónsdóttir og Valgerð- ur Valgarðsdóttir, meðhjálpari var Heiðdís Norðfjörð. Kór Ákureyrar- kirkju og Barna- og unglingakór Akureyrarkirkju sungu, organisti var Björn Steinar Sólbergsson og Björg Þórhallsdóttir söng einsöng. Viðstaddir athöfnina voru ráðherr- ar, þingmenn, forsetar Alþingis og Hæstaréttar, biskupar, sóknar- prestar í Eyjafirði, bæjarfulltrúar og fleiri. „Við hefjum förina hér, í kirkju Matthíasar, guðsmannsins sem gaf okkur þjóðsönginn, sálminn um titr- andi smáblóm og íslands þúsund ár. Áningarstaðir verða í byggðum landsins alls, helgistundir í sóknar- kirkjum, hátíðir söngs og lista líkar þeirri sem nú hefst á Akureyri, á næstu mánuðum og misserum uns við sameinumst í hámessu á helgum völlum og göngum svo vegamót og krossgötur allt til páskadaga á fyrsta ári nýrrar aldar, nýs árþús- unds,“ sagði forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, við setn- ingu Kristnihátíðar. Um leið og forseti ýtti Kristnihá- tíð formlega úr vör bað hann þjóð- inni Guðs blessunar og vænti þess að hún fylgdi hátíðinni frá upphafs- stefi til lokasöngs. Varðaði gæfuleið okkar þjóðar „Lífið á svo oft í vök að verjast gegn dauðanum og hver er komin til með að fullyrða að hann sé vegurinn þegar ótal vegir blasa við, að hann sé sannleikurinn þegar svo ótal margt gerir kröfur til þess að vera hið eina sanna?“ sagði biskup ís- lands, herra Karl Sigurbjörnsson, í predikun sinni. „Á kristnihátíð minnumst við og þökkum samfylgd þjóðar og kristni í 1000 ár og við leggjum áherslu á að kristnihátíð varðar þjóðina alla, sérhvern ís- lending. Kristnihátíð verður því röð atburða, ekki aðeins bundnir ein- stökum helgistöðum heldur í hverri byggð, frá ystu nesjum til innstu dala.“ Hann sagði kristnihátíð ekki að- eins upprifjun sögu heldur fögnuð yfir samtíðarstaðreynd. „Sá at- burður sem varð á Alþingi árið 1000 hefur varðað gæfuleið okkar þjóðar allt til þessa dags.“ Fjöl- breytni í trúarefnum væri meiri en áður og sem kristið fólk ættum við að gefa enn betur gaum að þeirri kröfu sem kristni legði okkur á herðar um umburðarlyndi, mis- kunnsemi og kærleika. Fordómar gegn öðrum trúarbrögðum væru oft vísbending um vantrú eða ör- yggisleysi. Ekki einstakur atburður í fyrndinni Kristnitaka væri ekki einstakur atburður í fyrndinni, heldur endur- tekin með hverri nýrrí kynslóð. „Þriðja árþúsundið stendur við dyr og við stöndum á tæpustu nöf með hik okkar og efa og hálfvolga skoð- un. Margir efast um að guð sé til og æ fleiri missa sjónar á tilgangi lífs- ins. Já, vonin er á undanhaldi í heiminum okkar og sýnin til hins góða og fagra daprast. Sprengju- dunurnar í Kosovo og kvalastunur hinna þjáðu bræðra og systra eru skelfíleg áminning. Afstaða okkar til lífsins og náungans bergmálar í senn í orðum Kains: Á ég að gæta bróður míns og axlaypptingu Pílatusar: Hvað er sannleikur?"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.