Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 52
> 52 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Skák í hreinu lofti 1999 SKAK Ilellisheimilíð, Þönglabakka I SKÁK í HREINU LOFTI 22. apríl ÞRÍR keppendur urðu jafnir og efstir á Skák í hreinu lofti, einu glæsilegasta barna- og ung- lingaskákmóti ársins. Dagur Ai-ngrímsson, Sigurður Páll Steindórsson og Halldór Brynjar Halldórsson hlutu allir 8 vinninga í 9 umferðum. Mótsstjórn hafði ákveðið að láta fara fram auka- keppni um einstök verðlaunasæti og keppni þessara þriggja varð reyndar þríhliða barátta um verðlaunasæti. í fyrsta lagi kepptu þeir um það hver teldist sigurvegari á mótinu sjálfu. I öðru lagi var teflt um tvö sæti í sérstöku einvígi sem sjónvarps- stöðin SÝN stendur fyrir og verður á dagskrá nk. laugardag. I þriðja lagi tefldu þeir Halldór og Sigurður Páll um verðlaun í sínum aldursflokki en þau voru ferð á skákmót erlendis. Dagur sigraði í keppninni, Sig- urður Páll lenti í öðru sæti og Halldór í því þriðja. Dagur Arn- grímsson er því sigurvegari á „Skák í hreinu lofti 1999“. Dagur og Sigurður Páll tefla sérstakt einvígi á SÝN nk. laugardag. Sig- urður Páll varð hlutskarpastur í sínum aldursflokki þar eð hann vann Halldór í innbyrðis viður- eign. Allir keppendur á mótinu tefldu í einum flokki og voru keppendur rösklega 170 talsins. Aðalverðlaun mótsins voru ferðir á heimsmeistaramót bama og unglinga í Disney-garðinum í París næsta haust. I elsta aldurs- flokknum var keppt um ferð fyrir pilt og stúlku á mót erlendis. Sig- urvegarar í einstökum flokkum voru þessir: Stúlkur fæddar 1987-9: 1. Anna Lilja Gísladóttir. Piltar fæddir 1987-9: 1. Dagur Arngrímsson Morgunblaðið/Jón Svavarsson HERMANN Gunnarsson, sem var kynnir mótsins, ásamt þeim Onnu Margréti Sigurðardóttur, Önnu Lilju Gísladóttur og Ingi- björgu Eddu Birgisdóttur, en þær sigruðu í stúlknaflokkuni, og Helga Ólafssyni stórmeistara. Stúlkur fæddar 1985-6: 1. Anna Margrét Sigurðardóttir Piltar fæddir 1985-6: 1. Guðjón Heiðar Valgarðsson eftir bráðabana gegn Ólafi Gauta Olafssyni. Stúlkur fæddar 1983-4: 1. Ingibjörg Edda Birgisdóttir Piltar fæddir 1983-4: Sigurður Páll Steindórsson - eftir aukakeppni við Halldór Brynjar Halldórsson. Þessir keppendur fengu 50% vinningshlutfall eða meira: 1. Dagur Amgrímsson 8 v. 2. Sigurður Páll Steindórsson 8 v. 3. Halldór Brynjar Halldórsson 8 v. 4. Guðni Stefán Pétursson 7V4 v. 5. -13. Guðmundur Kjartansson, Birkir Örn Hreinssijn, Ingibjörg Edda Birgis- dóttir, Páll Óskar Kristjánsson, Bene- dikt Örn Bjamason, Harald Björnsson, Ólafur Kjartansson, Ólafur Gauti Ólafs- son, Guðjón Heiðar Valgarðsson 7 v. 14.-17. Stefán Bergsson, Hilmar Þor- steinsson, Arnljótur Sigurðsson, Stefán Guðmundsson 6Vi v. 18.-35. Heimir Einarsson, Daníel Richter, Máni Atlason, Stefán Ingi Amarsson, Kristinn Símon Sigurðar- son, Viðar Berndsen, Alfreð Ellertsson, Grímur Daníelsson, Elí Bæring Frímannsson, Hafliði Hafiiðason, Sig- urjón Kjærnested, Víðir Petersen, Andri Þór Sigurðsson, Björn Gestsson, Aldís Rún Lárusdóttir, Guðlaugur P. Frímannsson 6 v. 36.-46. Anna Lilja Gísladóttir, Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Jóhann Valur Sæv- arsson, Oddur Helgi Óskarsson, Daníel Helgason, Gísli Logi Logason, Stefán Atli Thoroddsen, Sigurður Þ. Guð- mundsson, Rúnar Geir Ólafsson, Viktor Orri Valgarðsson og Vilhjálmur Þórar- insson 51/2 v. 47.-73. Birgir Þór Magnússon, Haf- steinn Jónasson, Ásgeir Birkisson, Gylfi Davíðsson, Víkingur Fjalar Ei- ríksson, Einar Hallgrímsson, Sölvi Guðmundsson, Tómas Ami Gunnars- son, Aron Ingi Óskarsson, Ómar Logi Gunnarsson, Sigurður Finnbogason, Garðai' Sveinbjörnsson, Hendrik Tóm- asson, Árni Gunnar Eyþórsson, Árni Valur Sigurðsson, Árni Júlíus Arnar- son, Árni Jakob Ólafsson, Steinunn Kristjánsdóttir, Einar Orri Sveinsson, Magnús Guðmundsson, Oddur Ari Sig- urðsson, Darri Páll Einarsson, Elsa María Þorfinnsdóttir, Magnús Magnús- son, Daníel Þór Gerena, Óskar Ingi Magnússon, Guðmundur Magnússon 5 v. 74.-90. Anna Margrét Sigurðardóttir, Láms Helgi Ólafsson, Þorsteinn Páls- son, Magnús Norðfjörð, Baldvin Ingi Gunnarsson, Egill Þorláksson, Stefán Már Möller, Guðni Páll Kárason, Anna Margrét Rúnarsdóttir, Valdimar Garð- ar Guðmundsson, Ásbörn Ólafsson, Magnús Gunnlaugsson, Guðjón H. Hilmarsson, Guðbjörn Jansson, Ari Baldur Baldursson, Una Helga Jóns- dóttir, Flóki Sigurðsson 4‘/2 v. o.s.frv. Islenska útvarpsfélagið, VISA- Island, Tóbaksvamarnefnd og SAM-bíóin voru aðalstyrktaraðil- ar mótsins. Vaka-Helgafell og fjölmargir aðrir stuðningsaðilar koma einnig að mótinu með ein- um eða öðrum hætti. Skákskóli Islands, með Helga Olafsson stór- meistara í fararbroddi, sá um undirbúning mótsins ásamt Skák- sambandi Islands. Þetta er í annað skipti sem Skák í hreinu lofti er haldið og hefur mótið heppnast afar vel í bæði skiptin. Tilgangurinn með mótinu er að leggja baráttunni gegn reykingum lið. Auk fjölda verðlauna og happdrættisvinn- inga fengu allir keppendur bol með áletrun sem minnir á þetta baráttumál. Mótið var haldið í Hellisheimil- inu í Þönglabakka 1 í Mjódd. Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson BKIDS Umsjón Arnór G. R a g n a r s s u 11 Nútíma brids Nútíma bridge heitir ný íslensk bridsbók eftir Guðmund Pál Ai-n- arson. I inngangi segir höfundur að bókinni sé ætlað að þjóna nokkuð breiðum hópi spilara, bæði reynd- um keppnisspilurum og áhugasöm- um nýliðum. Fjallað er um öll svið spilsins: sagnir, úrspil og vörn. Bókin er í átta köflum. í þeim fyrsta eru Standard-sagntöflur í knöppu formi, en í síðari köflum er nánari umræða um einstakar stöð- ur, sem ekki eru beint bundnar grunnkerfl. Kaflar 2-8 hefjast allir á þraut, sem lesandinn er beðinn um að glíma við áður en hann ræðst til atlögu við efni kaflans. Umfjölluninni er svo skipt í þrennt: sagnir, spilamennsku sagnhafa og vöm, og er ætíð lagt út af inn- gönguspilinu í umræðunni sem á eftir fer. I bókinni er að finna fjölda sagnvenja, sem meistarar nútímans telja ómissandi. Þá er * i reynt að varpa Ijósi á margvíslega útspilstækni, eins og innkast, öfug- an blindan og kastþröng. Loks er mikil áhersla lögð á að byggja upp heilsteypt varnarkerfi: leiddar eru til sögunnar helstu hjálparreglur vamarinnar, eins og kall/frávísun, talning og hliðarkall, og settar fram reglur um forgangsröð í ein- stökum stöðum. I lok hvers kafla eru æfingar og svör. Nútíma bridge er 144 blaðsíður í gormabandi. Tvímenningsmót Vals að Hlíðarenda Lokastaðan í tveggja kvölda tví- menningsmóti Vals að Hlíðarenda eftir 2 lotur. Stefanía Skarphéðinsd. - Aðalsteinn Sveinss. 511 Sverrir Kristinss. - Símon Símonars. 509 Baldur Bjartmarss. - Halldór Þorvaldss. 495 Vilhjálmur Sigurðss. - Daníel M. Sigurðss. 482 Guðmundur Aronss. - Trausti Friðfmnss. 478 Guðný Guðjónsd. - Jón Hjaltas. 461 Vigdís Einarsd. - Marinó Einarss. 448 KristinnKarlss.-Porsteinn Joensen 441 Friðrik Jónss. - Friðjón Vigfúss. 440 Soffía Damelsd. - Stefán Garðarss. 431 Bridsfélag Suðurnejsa Eftir 8 umferðir af 13 í aðaltví- menningi félagsins er staða efstu manna sem hér segir: Karl G. Karlss. - Randver R. - Gunnl. S. 48 Garðar Garðarss. - Bjami Kristjánss. 37 Kjartan Ólas. - Óli Kjartanss. 37 Þröstur Þórhallss. - Vignir Sigurðss. 35 Karl Hermannss. - Amór Ragnarss. 16 Karl Einarss. - Björn Dúason 12 Þá má minna á Reykjanesmótið í tvímenningi sem verður spilað í Mánagrund laugardaginn 24. apríl. Suðurnesjamenn geta skráð sig hjá Kjartani í síma 421 2287. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Nú er lokið aðalsveitakeppninni. 18 sveitir spiluðu 10 umferðir sam- kvæmt Monrad-útreikningi. Sigur- vegari varð sveit Ara Más Arason- ar með 202 stig, meðaltal 20 stig í leik. I sveitinni voru Ari Már Ara- son, Páll Jónsson, Páll Þórsson, Frímann Stefánsson og Steinar Jónsson. I öðru sæti varð Nota Bene með 196 stig. Spilarar Sig- mundur Stefánsson, Hallgrímur Hallgrímsson, Guðmundur Bald- ursson, Jens Jensson og Magnús Aspelund. I þriðja sæti sveit Guð- rúnar Jörgensen 177 stig. Þar spil- uðu Guðrún Jörgensen, Guðlaugur Sveinsson, Þórður Bjarnason, Er- lendur Jónsson, Birgir Jónsson, Friðjón Þórðarson. Verðlaun fyrir 3 efstu sveitirnar verða afhent á spilastað hinn 10. maí nk. Mánudaginn 26. apríl nk. verður spilaður eins kvölds Mitchell-tví- menningur. Rauðvín í verðlaun fyr- ir bestu skor í N/S og A/V. Skrán- ing á spilastað í Þönglabakka 1 stundvíslega kl. 19.30. Bridsfélag Hafnarfjaðrar Vortvímenningur félagsins fór rólega af stað og er heldur dræm þátttaka. Eftir fyrsta kvöldið af þremur eru þessi pör efst: Hjálmar S. Pálss. - Gisli Steingrímss. 136 Höpi Friðþjófss. - Gunnlaugur Óskarss. 121 Guðmundur Magnúss. - Ólafur Jóhannss. 121 Jón N. Gíslas. - Gísli Hafliðas. 111 Meðalskor 108 Ekkert mál er að bæta við pör- um ef einhverjir vilja taka þátt tvö seinni kvöldin. Spilastaður er Hraunbolt, Dalshrauni 15. Alþj óðavæðing atvinnulífs á Islandi SUNNUDAGINN 18. api-fl sl. bh-tist í Morgunblaðinu grein eftir ungan lögfræð- ing, Baldvin Björn Haraldsson, undir fyr- irsögninni: Vínar- og New York-samningur- inn eru forsendur al- þjóðavæðingar. Segir höfundur tilefni grein- arinnar vera það, að afar mikilvægir al- þjóðasamningar hafi orðið útundan í um- ræðunni um alþjóða- væðingu atvinnulífs á íslandi. Meðal þeirra séu Vínarsamningur- inn frá 1980 um lausafjárkaup (CISG) og New York-samningurinn frá 1958 um viðurkenningu er- lendra gerðardóma. Lætur höfund- ur það álit sitt í ljósi, að aðild að þessum samningum sé mikilvæg forsenda alþjóðavæðingar atvinnu- lífs á Islandi. I grein sinni bendir lögfræðing- urinn á, að sökklar alþjóðavæðing- ar séu steyptir með breytingum á löggjöf og aðlögun löggjafarinnar að leikreglum hins alþjóðlega sam- félags. Alþjóðavæðingin snúist um margt fleira en frjálst flæði. Hún snúist einnig og ekki síður um gild- istöku alþjóðlegra leikreglna í víð- ara samhengi. Hann bendir á, að sú staðreynd, að lögfesting alþjóð- legra leikreglna á viðskiptasviðinu hafi orðið útundan hér á landi, leiði til þess, að erlendir aðilar líti tor- tryggnisaugum til íslensks markað- ar, þegar þeir meti stöðu sína í við- skiptum við íslenska aðila. Þeir lesi almennt ekki íslenska löggjöf og þurfí því að kynna sér með öðrum hætti hvort íslensk löggjöf sé við- skiptavæn fyrir erlenda aðila. Það gerist með athugun á því, hverjir alþjóðasamningar gildi hér á landi. Höfundur fjallar síðan stuttlega í grein sinni um Vínarsamninginn frá 1980 um alþjóðleg lausafjár- kaup (CISG) og segir biýna nauð- syn að Island gerist aðili að samn- ingi þessum svo hægara sé og ör- uggara fyrir ei'lenda aðila að eiga viðskipti við íslenska aðila á jafn- réttisgrundvelli. I lokaorðum skor- ar hann á stjórnvöld að taka til höndunum og hefja strax undirbún- ing að fullgildingu samninganna. Hér er hreyft athyglisverðu máli og má undir flest af því taka, sem lögfræðingurinn hefur fram að færa. Askorun hans um að taka til höndunum og hefja undirbúning að fullgildingu samninganna er þó óþörf. V ínarsamningurinn frá 1980 Á síðasta löggjafarþingi lagði ég fram og mælti fyrir frumvarpi til nýrra laga um lausafjárkaup, sem m.a. hefur að markmiði að leiða í lög hér á landi efnisákvæði Vínar- samningsins. Fnimvarp þetta varð því miður ekki útrætt á síðasta þingi, en því er ætlað að leysa af hólmi gildandi lög um lausafjár- kaup, sem eru frá árinu 1922. Nýja kauplagafrumvarpið hefur fjögur meginmarkmið að leiðar- ljósi. í fyrsta lagi að laga íslenska viðskiptalöggjöf að breyttum við- skiptaháttum og breyttri þjóðfé- lagsumgjörð, enda bráðum 80 ár liðin frá lögfestingu gildandi kaup- laga. I öðru lagi að efla réttarstöðu neytenda. í þriðja lagi að tryggja norræna réttareiningu á sviði kauparéttar og í fjórða lagi að leiða í lög hér á landi efnisá- kvæði samnings Sam- einuðu þjóðanna um sölu á vöru milli ríkja frá 1980, The 1980 United Nations Con- vention of the International Sale of Goods (CISG). Æski- legt er, að sem mest samræmi sé á milli þjóðlegra og alþjóð- legra reglna á sviði lausafjárkaupa. Ástæðan er m.a. sú, að þeir, sem viðskipti stunda, geta þá fremur reitt sig á, að svipaðar reglur gildi í megin- dráttum um sömu réttaratriðin, hvort sem kaupin gerast á innlend- um eða erlendum vettvangi. Er hinu nýja frumvarpi ætlað að tryggja þetta. Kauplagafrumvarp Mikilvægt er, segir Finnur Ingdlfsson, að nýkjörið Alþingi taki strax næsta haust nýja kauplagafrumvarpið til meðferðar og tryggi framgang þess. N Y-sanmingurinn frá árinu 1958 I bréfi er ég ritaði til utanríkis- ráðherra fyrir tæpum tveimur ár- um vakti ég athygli hans á nauðsyn þess að staðfestur verði samningur SÞ frá 1958 um gerðardóma. Á fundi embættismanna ráðuneyt- anna var ákveðið að frekari undir- búningur þess máls yrði í höndum utanríkis- og dómsmálaráðuneyt- anna. Þess er því að vænta að nauð- synlegri undirbúningsvinnu Ijúki innan tíðar og samningurinn verði lagður fyrir Alþingi til staðfesting- ar. Við setningu laga hér á landi um viðskipti þarf að hyggja að mörgu fleiru en því einu að treysta réttar- stöðu erlendra aðila. Neytendarétt- ur hefur verið í örri þróun á síðustu árum jafnt hérlendis sem erlendis. Hefur mikil áhersla verið lögð á aukna vernd neytendum til handa á öllum sviðum hér á landi. I frumvarpi því til nýrra kaup- laga, sem ég lagði fram og mælti fyrir á síðasta þingi, er að finna margvísleg ákvæði um neytendur, sem verða nýmæli í íslenskri lög- gjöf, ef frumvarpið verður að lög- um. Horfa ákvæði þessi öll tví- mælalaust í þá átt að styrkja og efla réttarstöðu neytenda. Lögfest- ing slíkra reglna mun fylla inn í þá eyðu, sem myndast hefur hér á landi á sviði neytendaverndar, og mun vernd neytenda á íslandi að þessu leyti verða sambærileg og í nágrannaríkjum okkar, ef frum- varpið verður að lögum. Mikilvægt er að nýkjörið Alþingi taki strax næsta haust, þegar það kemur saman, nýja kauplagafrum- varpið til meðferðar og tryggi framgang þess. Með lögfestingu þess mun réttarstaða neytenda hér á landi aukast mjög og jafnframt yi'ði stuðlað að alþjóðavæðingu ís- lensks atvinnulífs. Höfundur cr iðnnðnr- og viðskiptn- ráðherra. Finnui' Ingólfsson vg'mbUs LLTAf= eiTTH\SA£> /VÝ/ /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.