Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Vestnorræna ráðið kynnir starfsemi sína Stefnt að efl- ingu ráðsins Morgunblaðið/Rax ÍSÓLFUR Gylfi Pálmason, formaður forsætisnefndar Vestnorræna ráðsins, opnar heimasíðu ráðsins formlega. Að baki honum standa (f.v.) Haukur Már Haraldsson og Rúnar S. Birgisson sem komu að hönnun vefsíðunnar, Árni Johnsen alþingismaður, Páll S. Brynjars- son, framkvæmdastjóri ráðsins, og Auðunn Atlason, ritari Islands- deildar ráðsins. VESTNORRÆNA ráðið, sam- starfsvettvangur þjóðþinga Is- lands, Færeyja og Grænlands, hefur hafið kynningu á starf- semi sinni á Norðurlöndum. Ráðið starfar nú undir nýjum stofnsamningi, frá 1997, en samkvæmt honum er ráðið eflt og tengsl þess við Norðurlanda- ráð og alþjóðlegar stofnanir aukið. A fréttamannafundi ráðsins var viðstöddum afhentur nýr kynningarbæklingur á fjórum tungumálum og Isólfur Gylfi Pálmason, formaður forsætis- nefndar ráðsins, opnaði formlega heimasíðu þess. Ráðið, sem áður hét Vestnor- ræna þingmannaráðið og var stofnað 1985, hefur það megin- markmið að starfa saman að hagsmunum aðildarlandanna. Það vinnur að ýmsum verkefnum sem tengjast menningu og sam- starfi landanna. Fjölbreytt verkefni I Vestnorræna ráðinu sitja 18 þingmenn, 6 frá hverju þjóðþing- anna. Æðsta stjórn vestræna ráðsins er í höndum þriggja manna forsætisnefndar sem kos- in er á ársfundum ráðsins. I for- sætisnefnd starfsárið 1998-99 sitja ísólfur Gylfi Pálmason, al- þingismaður, formaður ráðsins; Lisbeth L. Petersen, Færeyjum, fyrsti varaformaður; og Johan Lund Olsen, Grænlandi, annar varaformaður. Skrifstofa ráðsins er í Reykjavík en framkvæmda- stjóri er Páll S. Brynjarsson. Helstu verkefni ráðsins sem nú er unnið að eru endurbygging Þjóðhildarkirkju og bæjar Eiríks rauða í Brattahlíð á Grænlandi. Reiknað er með að verkefninu ljúki árið 2000 þegar þess verður minnst að 1000 ár eru liðin frá því að Leifur heppni fann Ameríku. Um þessar mundir er unnið að lífsgildakönnun meðal ungmenna á Vestur-Norðurlöndum. Könn- unin nær til 18 ára unglinga og reiknað er með að 700 til 800 ung- menni taki þátt í henni. Markmið- ið er að afla upplýsinga um lífs- gildi og framtíðarsýn ungs fólks á norðurslóðum. Þá mun Vestnorræna ráðið gangast fjrir kvennaráðstefnu á Færeyjum í júní á þessu ári („Vestnordisk kvindepolitisk verkstæd“). Þátttakendur á ráð- stefnunni verða tæplega 60, frá íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Á þinginu verður t.d. fjallað um konur í stjórnmálum, konur og vinnumarkað, málefni fjölskyld- unnar, jafnréttismál og ofbeldi gagnvart konum. Lögð er áhersla á fagþekkingu á málefnum ráð- stefnunnar en hægt er að sækja um þátttöku á ráðstefnuna hjá Kvenréttindafélagi Islands. Á heimasíðu ráðsins (WWW.vestnordisk.is) er að finna upplýsingar um skipulag og starfsemi þess. Þá verða settar inn fréttir um framgang verkefna og fleiri upplýsingar sem tengjast starfsemi ráðsins. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt Háskóla íslands til að greiða Aitor Yraola 4 milljónir króna í skaðabætur auk dráttar- vaxta og málskostnaðar þar sem heimspeki- deild hafi skort lagaheimild til að segja upp ráðningarsamningi hans sem lektors í spænsku, í febrúar 1995. Menntamálaráð- herra einn hafi verið til þess bæ_r að veita lektor lausn frá störfum. Vésteinn Ólason, þá- verandi forseti heimspekideildar, hafi því hvorki verið til þess bær að segja Aitor upp starfi né til að leggja starf hans niður. Aitor Yraola var ráðinn stundakennari við heimspekideild HÍ árið 1981. Hann var lektor í spænsku frá 1. janúar 1984. I fyrstu var Aitor ráðinn til eins árs í senn en ótímabundið frá því í aprfl 1991. Honum var sagt upp störfum 6. febrúar 1995 með bréfi forseta heimspekideildar Há- skóla íslands. Þar var vísað til ákvæðis í ráðn- ingarsamningi um gagnkvæman þriggja mán- aða uppsagnarfrest. Uppsögnin var skýrð með þeirri stefnu heimspekideildar að kennarar skuli keppa um stöður eftir að þær hafa verið auglýstar og að enginn geti setið í stöðu nema hljóta hæfnis- dóm. Síðar kom fram af hálfu háskólans að í raun væri verið að leggja stöðu hans niður. Jafnframt kærði Aitor uppsögnina til menntamálaráðuneytisins sem vísaði kærunni frá og til háskólaráðs sem staðfesti ákvörðun heimspekideildar. Aitor dvaldist á Spáni í rannsóknaleyfi frá störfum þegar honum var sagt upp en sótti um sérstaka tímabundna lektorsstöðu í spænsku, sem var auglýst í framhaldi af upp- sögninni. Þriggja manna nefnd mat Aitor, sem hefur doktorsgráðu, og annan umsækj- anda, sem hafði masterspróf, hæfa til að gegna starfinu. Sá umsækjandi var hins vegar ráðinn eftir atkvæðagreiðslu á deildarfundi í heimspekideild. Umboðsmaður Alþingis fjallaði um mál Aitors og komst að þeirri niðurstöðu að heim- spekideild hefði skort heimiid til að segja upp ráðningarsamningnum. Dómur Héraðsdóms Sömu niðurstöðu komst Héraðsdómur Reykjavíkur að á föstudag í máli þar sem Aitor gerði þrenns konar kröfur. Hann krafð- ist viðurkenning- ar á því að ráðn- ingarsamningur hans væri í gildi og að hann ætti rétt til van- greiddra launa; að viðurkenndur verði forgangs- réttur sinn til lektorsstöðu, í spænsku máli og/eða bók- menntum og/eða menningu spænskumæl- andi þjóða, sem auglýst var til umsóknar 20. mars 1995. Þá 4. m.kr. bætur vegna ólögmætrar uppsagnar í HI krafðist hann 26 milljóna króna skaðabóta frá Háskóla íslands, með dráttarvöxtum frá 1. nóvember 1995 til greiðsludags. í dóminum segir að Aitor þyki hafa öðlast réttarstöðu lektors hvað ráðningarstöðu varð- aði þegar honum var sagt upp. „Þar sem menntamálaráðherra var einn bær til að veita stöðu lektors gat hann einn veitt stefnanda lausn frá stöðunni og einungis með þeim hætti sem þágildandi starfsmannalög nr. 38/1954 mæltu fyrir um. Samkvæmt því var stefnandi ekki bundinn af ákvæði ráðningarsamnings- ins um þriggja mánaða uppsagnarfrest enda hafði hann lengi barist fyrir því að honum yrði tryggð ríkari ráðningarfesta. Því verður að líta svo á að forseti heimspekideildar hafi ekki verið til þess bær að segja stefnanda upp stai-fi lektors frá 1. ágúst 1995. Með sömu rökum var hann heldur ekki bær til að leggja starf stefnanda niður,“ segir í dóminum. Þá segir um þá kröfu stefnandans að viður- kennt verði að ráðningarsamningurinn sé í gildi að hún þyki jafngilda kröfu um að hann verði dæmdur inn í starfið aftur. Síðar segir: „í þágildandi starfsmannalög- um nr. 38/1954 var hvergi gert ráð fyrir að starfsmenn ríkisins gætu fengið störf sín aft- ur þótt þeim væri vikið úr starfi án saka. Samkvæmt 3 mgr. gr. laganna var þeim hins vegar tiyggður bótaréttur vegna ólögmætrar brottvikningar úr starfi. Samkvæmt framan- sögðu og með hliðsjón af almennum reglum vinnuréttar verður að líta svo á að ákvörðun um starfslok stefnanda hafi verið endanleg og verður ekki fallist á kröfu stefnanda um við- urkenningu á því að ráðningarsamningur hans sé í gildi,“ segir ennfremur og er því hafnað kröfu Aitors um vangreidd laun aftur í tímann. Dóminum þótti Háskóli íslands ekki hafa sýnt fram á neitt það sem réttlætt geti að Áitor var ekki ráðinn í þá tímabundnu lekt- orsstöðu, til þriggja ára sem auglýst var eftir uppsögnina, þrátt fyrir að hafa verið annar tveggja umsækjenda sem fengu þann dóm matsnefndar að þeir væru hæfir til að gegna henni. Ráðningartími þeirrar stöðu rann út í september sl. og vegna þess var ekki tekin af- staða til kröfu Aitors um viðurkenningu á for- gangsrétti sínum til þessarar stöðu. Hins veg- ar sé fallist á að Aitor hafi átt forgangsrétt að stöðunni samkvæmt starfsmannalögum „og verður litið til þess við úrlausn um bótakröfu stefnanda“, segir í dóminum. Án ávirðinga Loks fjallar dómurinn um skaðabótakröfu Aitors, sem var á því byggð að honum bæru skaðabætur og miskabætur vegna ólögmætr- ar uppsagnar. Þar segir að Aitor Yraola hafi gegnt stöðu lektors í spænsku í 14 ár án ávirðinga að því er séð verður og að gerður hafði verið við hann ótímabundinn ráðningar- samningur árið 1991. „Þá hafði stefnandi varið doktorsritgerð frá spænskum háskóla 1992 og var því fyllsta ástæða til að ætla að hann yrði dæmdur hæf- ur til að gegna stöðu lektors eins og síðar var í ljós leitt. Verður að fallast á með stefnanda að önnur og vægari úrræði hafi verið nærtaik- ari en það að segja stefnanda upp störfum og auglýsa stöðuna eins og t.d. að ganga úr Aitor Yraola lítur á mál sitt sem vopn gegn spillingu og valdníðslu „ÉG VIL í fyrsta lagi geta þess að málið hefur verið mér mjög þung- bært vegna þess að ég hafði bund- ið tryggð við Island og unnið að mikilvægu kynningarstarfi á ís- lenskri menningu á Spáni, m.a. með þýðingum á íslenskum bók- menntum, rannsóknum á sögu- og menningarlegum samskiptum þjóðanna og tengingu Háskóla ís- lands við háskóla á Spáni og víð- ar,“ sagði Aitor Yraola í samtali við Morgunblaðið. “Margir íslenskir rithöfundar hafa látið í ljósi mikil vonbrigði með Segir Yéstein eiga sökina alla að ég var hrakinn úr stöðu minni og einnig mótmæltu spænskunemar skipulagsbreytingum deildarinnar og kennaraskiptum,“ sagði Aitor. „Ég vil taka það sérstaklega fram að þessi þungi áfellisdómur yfir Há- skóla Islands fellur að mínu mati fyrst og fremst á eina persónu, pró- fessor Véstein Ólason, fyirverandi deildai-forseta heimspekideildar. skugga um hæfni hans til lektorsstarfa í spænsku með því að skipa hæfnisnefnd. Þess í stað var honum sagt upp störfum og annar ráðinn til að gegna starfanum þrátt fyrir að þá lægi fyrir niðurstaða um hæfni hans til að gegna lektorsstarfinu," segir í dóminum. ,Á- grundvelli heildstæðs mats á framangreind- um vinnubrögðum heimspekideildar verður að líta svo á að brotið hafi verið gegn meðal- hófsreglu 12. greinar stjórnsýslulaga nr. 37/1993 með uppsögn stefnanda og ráðningu annars umsækjanda í stöðuna. Ekki skiptir í því sambandi máli þótt ráðið hafi verið í stöð- una í samræmi við niðurstöðu atkvæða- greiðslu á deildarfundi heimspekideildar, segir síðan. Brotinn andmælaréttur Þá segir að skipt hefði verulegu máli fynr Aitor ef honum hefði verð gefinn kostur á að tala máli sínu áður en ákvörðun um starfslok var tekin. „Með því að leita ekki eftir sjónar- miðum stefnanda var brotið gegn 1. mgr. 11- gr. starfsmannalaga og andmælarétti stefn- anda samkvæmt 13. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993,“ segir einnig. „Þar sem ákvörðun um uppsögn stefnanda var tekin af stjómvaldi sem ekki var til þess bært og vegna þeirra al- varlegu annmarka sem voru á undirbúnmgi hennar telst uppsögnin hafa verið ólögmæt. Samkvæmt því telst vera um óréttmætan stöðumissi að ræða og á stefnapdi því i'étt til bóta úr hendi stefnda Háskóla íslands." Bætur voru taldar hæfilegar 4 milljónir króna sem beri dráttarvexti frá 1. nóvember. M.a. var til þess litið að eftir uppsögn hafi hann vart átt kost á vinnu við hæfi á íslandi, kona hans og þrjú börn á skólaaldri hafi búið hérlendis og hafi verið haldin tvö heimili í íjöl- skyldunni. Hins vegar var talið að lagaheimild skorti til að dæma jafnframt miskabætur enda þyki Aitor ekki hafa sýnt fram á að í ákvörðunum starfsmanna Háskólans hafi falist ólögmæt meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu hans. Loks var Háskólinn dæmdur til að greiða 500 þúsund krónur í málskostnað, sem renna í ríkissjóð, þar sem 950 þúsund króna gjafsókn- arkostnaður til lögmanns Aitors, Brynjars Ní- elssonar hæstaréttarlögmanns, greiðist úr ríkissjóði. Lögmaður Háskóla Islands var Hörður Fehx Harðarson, hdl. Jón G. Tómas- son ríkislögmað- ur var lögmaður ríkisins, sem var sýknað af kröf- um í málinu. PáU Skúlason, háskólarektor, sagði í samtali við Morgunblað- ið í gær að dóm- ur Héraðsdóms væri til skoðunar í Háskólanum og ekki væri ákveð- ið hvort honum yrði áfrýjað. Lögin sem brotin voru á mér, fern að tölu, skrifast á þann aðila. Það er því sorglegt til þess að vita að nú þurfi almenningur í landinu að bæta tjón sem hann var valdur að og ber ábyrgð á. Það er ljóst að Vésteinn Ólason hefur litið á mig sem fullkomlega réttlausan einstakling vegna upp- runa míns, sem unnt væri að ryðja úr vegi fyrir Islendingi sem minni menntun og reynslu en ég. Ég lít á mál mitt sem vörn mína gegn spill- ingu og valdníðslu. Dómurinn talar sínu máli,“ sagði Aitor Yraola.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.