Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 15 AKUREYRI Samningur milli Kaupfélags Eyfírðinga og Rannsóknastofnunar fískiðnaðarins Samstarf um matvælagarð MATUR 2000+ er heiti á sarn- starfsverkefni Kaupfélags Eyfírð- inga og Rannsóknastofnunar físk- iðnaðarins sem nær til rannsókna, ráðgjafar, þjónustu og fræðslu á matvælasviði. Hjörleifur Einarsson, prófessor og forstjóri Rf, og Þórar- inn E. Sveinsson aðstoðarkaupfé- lagsstjóri undirrituðu samstarfs- samninginn í gær. Ríkisstjórn Islands samþykkti í síðustu viku tillögu um að stofna Matvælasetur við Háskólann á Akureyri en það mun taka til starfa í byrjun næsta árs. Matvælagarður KEA og Rf mun leita eftir samstarfi við háskólann um uppbyggingu þess. Miðað er við að Matvælagarð- urinn taki til starfa á þessu ári og er þess vænst að fleiri framleiðendur sjái sér hag í því að taka þátt í sam- starfinu. Starfsemi garðsins tekur til margra þátta, nefna má rann- sóknir varðandi vöruþróun og ný- sköpun, ráðgjöf á sviði innra eftir- lits, vottun, mælingar efna, gerla og aðrar mælingar og prófanir tengdar matvælaframleiðslu auk kennslu og námskeiða fyrir starfsfólk fyrir- tækja. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, sagði mat- vælaframleiðslu stóriðju Eyfirð- inga, en samkvæmt lauslegum áætl- unum veltir iðnaðurinn yfir 20 millj- örðum á ári. Rannsóknir og þróun- arstarf á sviði matvælaframleiðslu væru ekki í samræmi við umfangið, en þau mál væru að þokast til betri vegar. Matvælasetur Háskólans á Akureyri mun verða í svonefndu rannsóknarhúsi þess og hefur Ak- ureyrarbær boðist til að kosta byggingu þess. „Það er afar brýnt Morgunblaðið/Kristján ÞORARINN E. Sveinsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri KEA, lengst til hægri, Hjörleifur Einarsson, forstöðu- maður Rannsóknastofnunar flskiðnaðarins, og Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, við und- irritun samstarfssamnings KEA og Rf um matvælagarð. að stjórnvöld taki ákvörðun í mál- inu, sagði Þorsteinn. Aukin umsvif Þórarinn E. Sveinsson væntir mikils af samstarfinu og er þess fullviss að það muni verða farsælt. Mikil þekking og reynsla væri innan íyi-irtækisins á sviði matvælafram- leiðslu, en Þórarinn nefndi að Mjólkursamlag KEA hefði nýlega fengið ISO-2001 vottun fyrst mat- vælaframleiðslufyrirtækja og sama gilti um útflutningsleyfi þess til Evrópulanda. Hjörleifur Einarsson sagði um að ræða tímamótasamning fyiúr rann- sóknarsamfélagið allt. Samningur- inn við KEA gerði að verkum að úti- bú Rf á Akureyri fengi fieiri verk- efni, auka þyrfti við mannafla, húsa- og tækjakost þess. Þorsteinn Geirsson, ráðuneytis- stjóri í sjávarútvegsráðuneyti, sagði samninginn bera vott um mikla framsýni og taldi víst að hann myndi nýtast fleirum en KEA og Rf. JLAl 9.30-10.00 10.00-10.15 Bleikjudagur '99 Framtíöarsýn og þróun á markaði Ráðstefna haldin 30. apríl á Fosshótel KEA, Akureyri. Ráðstefnustjóri: Elín Antonsdóttir Skráning Setning Bleikjudags '99 Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra. 10.15-11.10 Staðsetning og rekstrarlegar forsendur fiskeldisstöðva Ólafur Sigurgeirsson - Hólaskóli. Vatnsnýting og eldisumhverfi Helgi Thorarensen - Hólaskóli. Kynbætur á bleikju Einar Svavarsson - Hólaskóli. Niðurstöður rannsókna á fóðrun bleikju Þuríður E. Pétursdóttir - Rannsóknarstofnun landbúnaðarins. Vinnsla og sala bleikjuafurða - framtíðarsýn á forsögulegum grunni Guðbrandur Sigurðsson - Útgerðarfélag Akureyringa hf. Umræður og fyrirspurnir 11.10-11.30 11.30-11.50 11.50-12.10 13.00-13.20 Bleikjuframleiðsla hérlendis og verðþróun Jón Örn Pálsson - Fóðurverksmiðjan Laxá hf. Erlend markaðssókn Vilhjálmur Guðmundsson - Útflutningsráð (slands. Bandaríkjamarkaður Marion Kaiser - Aquanor Marketing Inc. Fyrirspurnir Þróun aðferða til að meta gæði bleikju til útflutnings Þyrí Valdimarsdóttir - Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins. Samvinna og samskipti íslenskra bleikjuframleiðenda Birgir Þórisson - Glæðir ehf. Fyrirspurnir I— 16.00-17.00 Umræður og niðurstöður ráðstefnu 17.00-17.10 Ráðstefnuslit Valgerður Kristjánsdóttir - Fóðurverksmiðjan Laxá hf. 17.20-18.30 Heimsókn í Fóðurverksmiðjuna Laxá hf. 20.00 Kvöldverður á Fosshótel KEA 13.20- 13.40 13.50- 14.20 14.20- 14.30 14.30-14.50 14.50- 15.10 15.10-15.30 Þátttökugjald er kr. 5.000 og skráning fer fram fyrir 28. apríl í síma 460 7200 milli kl. 8 og 16. Hafnaði á skilti ÖKUMAÐUR þessarar bifreiðar missti vald á henni með þeim af- leiðingum að bifreiðin hafnaði á auglýsingaskilti við bensínstöð ESSO við Hörgárbraut. Maður- inn hafði ekið suður Hörgárbraut og inn á hringtorg sem þar er, en lenti á skiltinu. Bfilinn var óöku- fær, en ökumann sakaði ekki. Á laugardagskvöld var ungur ökumaður með reynsluskírteini sviptum ökuréttindum en hann mældist á 109 kflómetra hraða á Hörgárbraut. Nokkrar annir voru hjá lögreglu um helgina, einkum vegna upphafs Kristnihá- tíðar, en að mestu leyti gekk hún óhappalaust fyrir sig. A for- setavakt ÁLFT sem öllu jöfnu held- ur sig á Andapollinum neðan Sundlaugar Akur- eyrar hefur verið á far- aldsfæti siðustu daga. Hún hélt niður í miðbæ á sunnudag og staldraði um stund við gatnamót Kaup- vangsstrætis og Drottn- ingarbrautar þar sem engu var Iikara en hún væri undir lögregluvernd. Kannski hefur hún boðist til að aðstoða lögregluna við umferðarstjórnun, en á sunnudagsmorgun komu fyrirmenn til Akureyrar til að vera viðstaddir setn- ingu Kristnihátíðar. Morgunblaðið/Kristján Kór Tónlistar- skólans á Akureyri Tónleikar í Skemm- unni KÓR Tónlistarskólans á Akur- eyri heldur „Gala tónleika" í Iþróttaskemmunni í kvöld, þriðjudaginn 27. apríl, kl. 20.30. Þar verða fluttar óperu- aríur og óperukórar. Frumflutningur verður á útsetningu Richards Simms á Polovetsian, Dönsum eftir Borodin fyrir kór og tvö píanó. I þeim flutningi fær Richard til liðs við sig Daníel Þor- steinsson píanóleikara. Á seinni hluta tónleikanna verð- ur flutt Missa Criolla, eftir Ramierz. Einsöngvarar eru Bjarkey Sigurðardóttir, Haukur Steinbergsson, Hildur Tryggvadóttir, Sigríður El- liðadóttir, Sigrún Arngríms- dóttir, Sveinn Arnar Sæ- mundsson og Þuríður Vil- hjálmsdóttir. Stjói’nandi er Michael Jón Clarke. Aðgang- ur er ókeypis. Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju Bókmennta- kvöld KIRKJULISTAVIKA hófst í Akureyrarkirkju við upphaf Kristnihátíðar en um er að ræða fjölbreytta listahátíð í sumarbyrjun með yfirskrift- inni „Kristni í 1000 ár“. Meðal dagskráratriða í dag, þriðjudaginn 27. apríl er bók- menntakvöld í Safnaðarheimili Akureyrarkh-kju kl. 20.30. Er það samvinnuverkefni Sigur- hæða - Húss skáldsins og Leikfélags Akureyrar. Eriing- ur Sigurðarson, forstöðumað- ur Sigurhæða, tók dagskrána saman, úr kveðskap til styrkt- ar kristni í landi á fyiTÍ tíð, en leikarar LA flytja ásamt hon- um. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir flytur fyrirlesturinn: „Vandinn að vera fjölskylda," á mömmu- morgni í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 10 á morgun, miðvikudag. Sýning á guðsorðabókum var opnuð á Amtsbókasafninu á Akureyri í gær og er liður í Kirkjulistaviku. Skautahöll á Akureyri Fjögur til- boð bárust FJÖGUR aðaltilboð og eitt frávikstilboð bánist í smíði yf- irbyggingar yfir skautasvellið á Akureyri og eru þau öll yfir þeim viðmiðunannörkum sem bæjarstjórn Akureyrar setti þegar ákveðið var að ráðast í bygginguna. SJS-verktakar áttu lægstu tilboðin, frávikstilboð fyrir- tækisins hljóðaði upp á 160,5 milljónir króna og aðaltilboðið upp á 192,9 milljónir. Ár- mannsfell bauð 268,1 milljón króna, Arnarfell 244,3 milljón- ir og Istak 276,5 milljónir króna. Miðað var við að kostn- aður við verkefnið í heild færi ekki yfir 150 milljónir króna. Guðmundur Guðlaugsson, yfirverkfræðingur hjá Akur- eyrarbæ, sagði að farið yrði yfir tilboðin í vikunni og af- staða til þeirra væntanlega tekin á fundi framkvæmda- nefndar næsta mánudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.