Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 67 x FRÉTTIR U Úr dagbók lögreglunnar — Margvísleg verkefni á borði lögreglunnar Helgin 23. til 26. apríl 1999 ’~mm m .. Morgunblaðið/Ingvar OKUMAÐUR bifhjóls var fluttur á slysadeild á laugardag eftir að hafa prjónað yfir sig að því er talið var. EKKI var fjölmennt í miðbænum aðfaranótt laugardags og ekki þurfti að hafa afskipti af börnum vegna aldurs þeirra ef undan eru skilin afskipti af einum pilti sem strokið hafði af unglingaheimili. Til átaka kom milli aðila í Hafn- arstræti síðla nætur og þegar lög- reglumenn voru að handtaka brotamann var veist að þeim. Tveir menn voru handteknir vegna ósæmilegrar hegðunar sem þeir sýndu í Austurstræti að kvöldi laugardags. Höfðu þeh' girt niður um sig brækur sínar og kastað af sér vatni. Piltarnir sem báðir eru 22 ára voru fluttir á lög- reglustöð til skýrslutöku. Fjölmennara var á miðborgar- svæðinu aðfaranótt sunnudags eins og gjarnan vill vera. Stúlka var handtekin eftir að hafa valdið skemmdum á bifreið. Hún reynd- ist óviðræðuhæf vegna ölvunar en tókst samt að bíta lögreglumann við handtökuna. Sást bregða hnífi í löggæslumyndavél Tveir menn voru handteknir eftir að lögreglumenn sem voru að vinna á eftirlitsmyndavélum veittu athygli slagsmálum í Austur- stræti. Þar sást meðal annars að einn málsaðila hafði brugðið hnífi. Ekki urðu alvarlegir áverkar í átökunum en telja má ljóst að í þessu tilviki hafi öryggismynda- vélarnar komið að góðum notum og hugsanlega komið í veg fyrir alvarlega áverka. Ökumaður sem grunaður er um ölvun ók bifeið sinni á tvo kyrr- stæða bíla á Flókagötu að morgni föstudags. Ökumaður var stöðvað- ur og síðan grunaður um ölvun við akstur eftir að hafa yfirgefið árekstrarstað á föstudagskvöld. Maðurinn hafði reynt að laga ákomu á bifreið sinni en ekki haft erindi sem erfiði. Opið hús Heima- hlynningar HEIMAHLYNNING verður með samverustund fyrir að- standendur í kvöld, þriðjudag kl. 20-22, í húsi Krabbameins- félags íslands, Skógarhlíð 8. Valgerður Sigurðardóttir læknir og Þorbjörg Guð- mundsdóttir hjúkrunarfræð- ingar segja frá líknardeild sem er nýtekin til starfa. Kaffi og meðlæti verður á boðstólum. ' Engir farþegar voru í strætis- vagni þegar eitt afturhjóla hans virðist hafa sprungið þar sem vagninn var kyrrstæður við bið- skýli á laugardaginn. Nokkrar skemmdir urðu á vagninum. Ökumaður bifhjóls slasaðist þegar hann féll af bifhjóli sínu á Sæbraut við Holtaveg á laugar- dag. Svo virðist sem ökumaðurinn hafi tekið full hraustlega af stað með þeim afleiðingum að hjólið prjónaði yfir sig og ökumaðurinn GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG íslands heldur ráðstefnu í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs, föstudag- inn 30. apríl kl. 8.30-12. Ráðstefn- an ber yfirskriftina „Gæðastjórnun og innra umhverfi fyrirtækja." „A ráðstefnunni eru tveir er- lendir og tveir innlendir fyrirles- arar. David Wilson starfar sem gæðastjóri hjá Pirelli Ltd. en fyi’- irtækið hefur um þriggja ára skeið haldið uppi samræmdu kerfi fyrir allar verksmiðjur fyrirtækisins til að mæla árangur í heilsu- og ör- féll af baki. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Ökumaður missti vald á öku- tæki sínu á Hringbrautinni á laug- ardagskvöld með þeim afleiðing- um að hann olli gróðurskemmdum á hringtorginu. Talið er að hann hafi ekki haft í heiðri gildandi reglur um hámarkshraða. Ekið var á 4 ára bam á Grettis- götu að kvöldi sunnudags. Barnið fékk áverka á fæti og var flutt á slysadeild af foreldrum. Ökumað- yggismálum," segir í fréttatikynn- ingu. „Martine Vanremoortele er frá belgíska gæðastjórnunarfélaginu og er verkefnastjóri evrópska E- quality-verkefnisins sem GSFI er að hrinda af stað hér á landi en aðrir þátttakendur era gæða- stjórnunarfélögin í Belgíu og Ir- landi,“ segir þar ennfremur. Loks segir: „Árelía Guðmunds- dóttir er lektor við Viðskiptahá- skólann og hefur unnið sem ráð- gjafi hjá Gallup sl. 3 ár. Hún er að ur ók brott af vettvangi. Tveh' menn vora handteknir á föstudaginn eftir að hafa reynt að nota illa fengin greiðslukort. í fyrstu sögðust mennirnir hafa fundið kortin á götunni framan við verslunina sem þeir voru hand- teknir í en sú frásögn hefur síðan tekið nokkram breytingum. Brotist var inní íbúðarhús í Stekkjahverfi í Breiðholti um helgina og þaðan stolið skartgrip- um og öðram verðmætum. Svo virðist sem innbrotið hafi verið um miðjan dag á laugardag. Lögreglan vill ítreka við for- eldra þeirra barna sem era að ljúka samræmdum prófum að hvetja ungmennin til að taka þátt í þeim dagsferðum sem skólayfir- völd standa fyrir. Því miður hefur alltaf nokkuð verið um ölvun ung- menna á þessum tímamótun þrátt fyrir að mörg ár séu þar til þau munu ná tilskildum aldri til neyslu áfengis. Þrátt fyrir þá staðreynd era því miður til uppalendur sem bregðast illa við þegar lögreglu- menn neyðast til að hafa afskipti af ungmennunum vegna áfengis- neyslu þeirra. Lögreglan ásamt ýmsum öðrum félagasamtökum og borgaryfirvöldum mun fylgjast með ástandinu og bregðast við með tilheyrandi hætti. Góð foreldravakt í Mosfellsbæ Ábyrgir foreldrar hafa nú um nokkurt skeið unnið með lögreglu og öðram yfirvöldum að því að virt- ar séu reglur um útivist bama og ungmenna. Þannig var t.d. mjög gott eftirlit í Mosfellsbæ á fóstu- dagskvöld sem varð tO þess að ekki hlutust vandamál vegna hópa- myndana bama á svæðinu. Lög- reglan er mjög ánægð með þessa samvinnu við foreldra sem nú er að finna í mörgum hverfum í lögsagn- aramdæminu. skrifa doktorsritgerð um breyting- ar í stjórnun út frá kenningum um sveigjanleika (flexibility) og breyt- ingum á samskiptum aðila vinnu- markaðarins. Árelía mun fjalla um þróun í innra skipulagi íslenskra fyrirtækja Jón Ásgeirsson er verkfræðing- ur hjá ISAL og hefur m.a. umsjón með þjálfun, fræðslu og starfs- mannamálum í steypuskála fyrir- tækisins. Hann mun kynna þróun fjölskylduvæns starfsumhverfis hjá ÍSAL.“ Ályktun fundar á Lækjartorgi Loftárásum mótmæit EFTIRFARANDI ályktun var gerð á útifundi sem haldinn var á föstudag á Lækjartorgi: „Loftárásir NATO á Júgóslavíu hafa nú staðið í mánuð og ekkert bendir til þess að þeim linni í bráð. Þær eru gerðar undir því yfírskini að verið sé að stilla til friðar á Balkanskaga og vernda óbreytta borgara í Kosovo. Þessar aðgerðir hefur íslenska rikisstjórnin stutt frá upphafi. En NATO er ekki friðarbandalag og markmið þess era ekki að bjarga Kosovo-Albönum. Árásirnar hafa ekki aðeins beinst gegn hemaðar- skotmörkum heldur einnig verk- smiðjum, brúm og jafnvel lestum og íbúðarhverfum um alla Júgóslavíu. Þetta er hluti af þeirri ætlun NATO-ríkja að ná hernaðarítökum á svæðinu. Straumur flóttamanna frá Kosovo er mikill en takmarkanir era settar á hversu mörgum er leyft að fara til nærliggjandi landa. Ríki sem hafa boðist til að taka við flótta- fólki hafa einungis tekið við litlum hópum og stjórnvöld veigra sér við að veita þeim borgaraleg réttindi. I Kosovo á sér hins vegar stað víðtæk barátta fyrir sjálfsákvörðun- arrétti íbúa héraðsins sem leidd er af Frelsisher Kosovo. íbúar Kosovo eru ekki ósjálfbjarga fórnarlömb, heldur fólk sem berst fyrir réttind- um sínum. NATO styður ekki kröf- ur þeirra. NATO vill að íbúar Kosovo fái takmarkað sjálfræði inn- an Júgóslavíu sem verði viðhaldið af hersveitum NATO. Kosovobúar verða að fá að ákveða sjálfir hvort héraðið verður áfram hluti af Jú- góslavíu eða hlýtur sjálfstæði. Það er gi-undvöllur fyrir lausn deilunnar því hana getur enginn leyst nema íbúa Balkanskaga sjálfir. Við krefjumst þess að landamæri verði opnuð fyrir flóttafólki og því veitt full borgaraleg réttindi. Við styðjum sjálfsákvörðunarrétt Kosovobúa. Við mótmælum loft- árásum NATO á Júgóslavíu.“ ■ AÐALFUNDUR Starfsmannafé- lags Mofellsbæjar, haldinn í Varm- árskóla 20. apríl sl, samþykkti ein- róma eftirfarandi tillögu: „Aðal- fundur Starfsmannafélags Mosfells- bæjar átelur harðlega vinnubrögð bæjarstjórnar Mosfellsbæjar í kjaramálum, en samkvæmt ákvörð- un bæjarstjómar átti endurskoðun á launakjörum allra starfsmanna Mosfellsbæjar að vera lokið fyrir 1. október 1998.“ Ráðstefna um gæðastjórmm og innra umhverfi fyrirtækja ^ m m Olafur Orn Haraldsson þingmaður Reykvfkinga hefur barist fyrir mannréttindum minnihlutahópa í samfélaginu. Ný framsókn til nýrrar FRELSI FESTA FRAMSÓKN w w w . x b . i s / r ey kj a v i k aldar B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.