Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 39 RIKEY Ingimundardóttir ásamt myndverki sínu af hr. Sigur- birni Einarssyni biskup. Ríkey sýnir í Eden MYNDLISTARKONAN Ríkey Ingimundardóttir sýnir málverk og leirverk í Eden í Hveragerði. Við- fangsefni hennar er ástir, ævintýri og önnur undur úr ríki náttúrunnar, þar sem hún leikur við raunveru- leikann með fantasíublæ, segir í fréttatilkynningu. A meðan á sýningunni stendur tekur Ríkey að sér að gera handa- og andlitsmót af gestum. Sýningin stendur til 10. maí. Óþello eftir langt hlé London. Morgunbladið. KONUNGLEGA brezka Shakespeare-félagið sýnir nú Oþelló eftir 40 ára hlé og er Ray Fearon þar í aðalhlutverki, fyrstur blökkumanna síðan Paul Robeson lék það á sviði í Stratford-upon-Avon 1959. Félagið hefur ekki sýnt Óþelló síðan 1985, þar sem ekki hefur þótt við hæfí að hvítur leikai-i færi með hlut- verkið. Óperusöngvarinn Williard White, sem er blökku- maður, fór með hlutverkið á upplestrarsýningu hjá Shakespeare-félaginu 1989. Mótleikkona Fearon er Zoe Waites, en þau hafa nýlega farið með hlutverk Rómeo og Júlíu, og leikstjóri er Michael Attenborough. Ritgerða- samkeppni Máls og menningar TIMARIT Máls og menningar fagnar sextugsafmæli sínu í ár og efnir af því tilefni til ritgerðasam- keppni. Efnið er „Islensk menning í aldarlok“. Lengd ritgerðanna skal vera sem næst 10 bls. í venjulegu tölvuútprenti. Skilafrestur er til 1. september og verða úrslit kynnt mánuði síðar. Ritgerðin póstsendist til Tímarits Máls og menningar, Laugavegi 18, 101 Reykjavík, undir dulnefni og skal nafn höfundar fylgja með í lokuðu umslagi. Þrjár bestu greinamar, að mati ritnefnd- ar, verða birtar í tímaritinu í árslok. Veitt verða vegleg bókarverðlaun fyrir þrjár bestu ritgerðimar og fyrir þá bestu fær höfundur aukin- heldur peningaverðlaun að upphæð 50.000, auk ritlauna. Nánari upplýsingar veitir Friðrik Rafnsson, ritstjóri TMM. Ráðizt á brattann TOÍVLIST S a 1 u r i n n EINLEIKSTÓNLEIKAR Verk fyrir flautu án undirleiks eftir Magnús Blöndal Jóhannsson, Atla Heimi Sveinsson, Fukushima, Atla Heimi Sveinsson, Varese, Hjálmar H. Ragnarsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Ferneyhough. Kolbcinn Bjarna- son, C-flauta og bassaflauta. Sunnu- daginn 25. apríl kl. 20.30. AÐSTANDENDUR Caput-hóps- ins, flaggskips hérlendra hljóðfæra- túlkenda á nýrri tónlist, hafa nýlega faiáð af stað með kynningu á sumum helztu framsækinna smíða 20. aldar tónsköpunar í tile&i af aðsteðjandi ár- þúsundslokum. Liðui- í því vom tón- leikar Kolbeins Bjamasonar í Saln- um, nýju tónleikahúsi Kópavogs, sl. sunnudagskvöld við allgóða aðsókn. „Solitude“, íhugult og líðandi melódískt einleiksverk Magnúsar Blöndals Jóhannssonar, frumsamið 1983 fyrir Manúelu Wiesler, rauf fyrst þögnina með stökum köllum, líkt og ofan úr öræfum ellegar iðandi mann- kös stórborgar. Þarnæst kom ein af fleirum Flautumínútum Atla Heimis með klið kvöldfugla. Hinn þegar sí- gildi shakuhachi-litaði minningaróður Kazuos Fukushima um látinn félaga, „Mei“, kjöki’aði látlaust um Salinn í innlifaðri túlkun Kolbeins, og eftii- enn aðra Flautumínútu Atla, „Morguntón- ar“, tónuðu nútímalegir þéttbýlislitir flautunnar óð verksmiðja og bílflautna í stað hefðbundnu Pan-minnanna fornu í „Density 21,5“ eftir fransk- bandaríska fram-framúrstefnuhöf- undinn Edgar Var'ese. „Guðstónar" Atla þöndu síðan sinn hjálpræðis-ör- sálm aðra mínútu, áður en Kolbeinn upplífgaði tvær Etýður eftir Hjálmai- H. Ragnarsson, aðra með regndropa- áferð, hina síðari með meira líðandi tónferli, unz enn ein tónamínúta Atla flögraði hjá í líki hvikulla físka, að virtist í einhverju suðrænu kóralrifí. Síðast fyrir hlé kom „Kalais", ein- leiksverk Þorkels Sigurbjömssonar frá 1976, sem eftir kynningu að dæma hefur náð sem næst sígildri stöðu í nýrri flautubókmenntum. Kalais var Bóreas son, hins þrakneska norðanvinds Forngrikkja, og með því að „hug skal kenna við vind eður tröllskessu“ skv. Snon-a mátti kannski lesa samanlagt nor- rænt-suðrænt prógramm úr þessu bráðskemmtilega verki, sem Kol- beinn túlkaði af klassískri yfirvegun, að viðbættum dulúðugum yfirtónum í niðurlagi frá vindsveifðri loftslöngu ónefnds hjálparkokks úr augsýn hlustenda. Til hvers klífa ókleift fjall? Allir kannast við fleygt svar alpínistans: „Af því það er þarna.“ Svona mann- gerðir era líka til í starfsgrein tóntúlkunai-. Meðal þeirra er Kol- beinn Bjarnason, sem við þetta tæki- færi réðst - ef að líkum lætur fyrstur íslenzkra flautuleikara - til atlögu við einhvern ókleifasta tind nýrra flaututónmennta, er nefnist „Unity Capsule“, saminn 1974-75 og eftir brezka tónskáldið Brian Femey- hough (f. 1943) sem búsett hefur ver- ið í Kaliforníu um árabil. Það þurfti svosem ekki að útlista frekar með orðum hvað var á seyði. Nótunum var varpað upp á tjald, meðan Kol- beinn kynnti verkið, og mátti fljótt taka undir með svaðilfaranum, að sjaldan hefði maður séð það svart- ara. Líkt og einsteiningur í eyðimörk hefur þetta sérstæða verk fyrir flautu án undirleiks, samið 1974-75 og gefið út af Peters í Leipzig, sárasjaldan verið klifið af flautu- virtúósum heimsins, enda auðsæjan- lega nánast óspilandi, og fylgir sögu, að litlu hafi verið við bætt af nýjung- um í flaututækni síðan. Rakið dæmi fyrir Guinness Book of Records. Kolbeinn lagði á 14 mínútna bratt- ann, útbreiddan á 18 nótnastólum, af stöku æðruleysi, og þó að verkið væri af því tagi, þar sem feilnótur heyrast varla, nema hlustandinn hafi nóturnar beinlínis til hliðsjónar hvert augnablik, voru úthaldskröf- urnar einar nægilegar til að gera út af við hvern meðalmann, sbr. túlkun- arfyrirmæli höfundar undir lokin, „with hysterical relief‘. Það vai- því ekki nema hæfilegt að enda á öðra en öllu ljúflegra verki Ferneyhoughs frá 1984, „Mnemosyne“ (Minningar) í höfuð skáldgyðjumóður Grikkja, fyrir níu bassaflautur, eða eins og hér var, með blæstri einnar lifandi bassaflautu í höndum Kolbeins og hinna átta af segulbandi, líkast til allar „yfirdubbaðar" af einleikaran- um fyrirfram. Kayserling greifi, hinn vansvefta tileinkunai'þegi Goldberg- tilbrigða Bachs á 18. öld, hefði án efa kunnað að meta þetta kliðmjúka nú- tímaverk, sem vakti holla svefnhöfgi hlustenda í lok einna metnaðar- fyllstu einleiksflaututónleika sem hér hafa verið haldnir um árabil. Ríkarður Ö. Pálsson Morgunblaðið/Árni Sæberg BJORG Þórhallsdóttir tekur við styrknum úr hendi Ilauks Björnssonar. Söngmenntasjóður Marinós Péturssonar Björg Pór- hallsdóttir hlýtur styrk sjóðsins BJÖRG Þórhallsdóttir sópran- söngkona hlaut styrk Söng- nienntasjóðs Marinós Pétursson- ar, sem veittur var á sumardag- inn fyrsta. Styrkurinn, sem er að fjárhæð 500 þúsund krónur, er veittur árlega til að styrkja efni- lega söngvara til framhaldsnáms erlendis. Þetta er í fimmta sinn sem úthlutað er úr sjóðnum, en áður hafa hlotið styrk Þóra Ein- arsdóttir sópransöngkona, Jón Rúnar Arason tenórsöngvari, Auður Gunnarsdóttir sópran- söngkona og Magnea Tómasdótt- ir sópransöngkona. Björg Þórhallsdóttir stundaði söngnám við Tónlistarskólann á Akureyri árin 1991 til 1996 hjá Michael Jóni Clarke söngkenn- ara og Guðrúnu Önnu Kristins- dóttur píanóleikara. Hún lýkur námi við Konunglega tónlistar- skólann í Mancheseter á Englandi í júní næstkomandi. I náminu hefur hún m.a. notið leiðsagnar Teresu Cahill, Johns Cameron, Ludmillu Andrews og Dame Gwyneth Jones. Jafnframt náminu hefur Björg margsinnis komið fram á tónleikum og í óp- erum. Tuttugu umsóknir bárust sjóðnum að þessu sinni. Marinó Pétursson, stofnandi Söngmenntasjóðs Marinós Pét- urssonar, var kaupmaður og sjó- maður lengst af ævi sinni og gaf allar eigur sínar eftir sinn dag til að mynda styrktarsjóð fyrir efni- lega söngvara til framhalnds- náms erlendis. Er sjóðurinn öfl- ugasti styrktarsjóður söngvara í landinu, segir í fréttatilkynn- ingu. Marinó var tónelskur, spil- aði í tómstundum á pianó og átti þennan draum að efla söngmennt í landinu. Vortónleikar Karlakórsins Þrasta KARLAKÓRINN Þrestir úr Hafnarfirði halda þrenna tón- leika á næstu dögum. Fyrstu tónleikamir verða í Bústaða- kii'kju á morgun, miðvikudag, kl. 20.30. Aðrir tónleikar verða í Víðistaðakirkiu í Hafnarfirði fimmtudaginn 29. apríl kl. 20.30. Þriðju og síð- ustu tónleikamir verða svo haldnir í Víðistaðakirkju laug- ardaginn 1. maí kl. 17. Kórinn flytur erlenda og innlenda tónlist af ýmsum toga, en allt er þó flutt á ís- lensku. Kórinn flytur m.a. lag Jóns Asgeirssonar við Blómarósir, ljóð Helga Sæ- mundssonar. Nýr sönghópur kvenna, Kyrjur, munu ástamt Þröst- um flytja nokkur lög. Nanna María Cortes mezzosópran- söngkona syngur nokkur ein- söngslög, auk þess að syngja með Þröstum og Kyrjum. I Karlakórnum Þröstum eru um 60 söngmenn. Stjórn- andi kórsins er Jón Kristinn Cortez. Píanóleikari er Sigrún Grendal. Ragnheiður Guð- mundsdóttir söngkennari hef- ur aðstoðað kórinn við radd- þjálfun. ÞOR HF Reykjavík - Akureyri Reykjavík: Ármúla 11 - sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - sími 461-1070 SAMTOK FERÐAÞJ ONUSTUNNAR boða til fiindar með frambjóðendum stjórnmálaflokka SAMTÖK FERÐAJÞJÓNUSTUNNAR halda morgunverðarfund á Grand Hótel Reykjavík (Gullteig A) fimmtudaginn 29. apríl kl. 8.15. Fundi lýkur kl. 10.00. Gestir fundarins verða: Geir H. Haarde, firá Sjálfstæðisflokki, Kristín Halldórsdóttir firá Vinstri hreyfingunni, grænu framboði, Ólafur Örn Haraldsson firá Framsóknarflokki, Ami Þór Sigurðsson firá Samfylkingunni. Fundarstjóri verður Einar Bollason. Frambjóðendurnir munu kynna stefnu flokka sinna í málefnum ferðaþjónustunnar og svara fyrir- spurnum. Sérstök áhersla verður lögð á umhverfismál og rekstrarskilyrði ferðaþjónustufyrirtækja. Félagsmenn SAF eru hvattir til að mæta á fundinn og taka með sér gesti. Allir velkomnir. Þátttökugjald með morgunverði er kr. 1.200 fyrir félagsmenn og kr. 1.500 fyrir utanfélagsmenn. MÆTIÐ STUNDVÍSLEGA. Skráning þátttakenda fer firam á skrifstofu SAF í síma 511-8000, fax 511-8008 eða með tölvupósti info@saf.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.