Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 11 FRÉTTIR Umræðufundur Hollvinasamtaka Háskólans um siðfræðina og kvótann Er kvótakerfið rétt- látt eða ranglátt? Morgunblaðið/Ami Sæberg FUNDUR Hollvinasamtaka Háskóla Islands var ágætlega sóttur á laugardag. Hollvinasamtök Há- skóla Islands gengust fyrir fundi um siðfræð- ina og kvótann í gömlu Rúgbrauðsgerðinni sl. laugardag. Arna Schram fylgdist með umræðum um það hvort kvótakerfið væri réttlátt eða ranglátt. ARANGUR í friðun físki- stofna og hagkvæmni má hvort tveggja mæla, en réttlæti eða ranglæti fískveiðikerfísins verður ekki mælt með hefðbundnum aðferðum. Rétt- læti lýtur ekki rökvísi afkasta og árangurs, en samt lýtur það rök- um. Þau rök eru mismunandi eftir því hvert viðfangsefnið er, en við- leitnin er jafnan sú sama; að svara því hvort hver og einn hafí fengið í sinn hlut það sem honum ber og að þeim, sem hafa sambærilega stöðu á tilteknu sviði, sé ekki mismunað," sagði Vilhjálmur Arnasonar pró- fessor í heimspeki í upphafí fundai’ Hollvinasamtaka Islands á laugar- daginn. Fundurinn var ágætlega sóttur og var markmið hans að ræða um kvótakerfið út frá sið- fræðilegu sjónarhorni. Framsögu- mennirnir voru tveir, Vilhjálmur, sem áður var nefndur, og Atli Harðarson heimspekingur. Að loknum erindum þeirra hófust líf- legar umræður og ljóst að mörgum var mikið niðri fyrir í þessum efn- um. Markmiðið með erindi Vilhjálms var að færa rök fyrir því að rang- læti kvótakerfisins stafaði af vinnu- brögðum sem viðhöfð voni þegar fískveiðikerfið var tekið upp 1983 og lögfest 1990, en Atli Harðarson efaðist hins vegar um þau rök sem færð hefðu verið fyrir ranglæti kvótakerfisins. Ef nánar er litið á erindi Vil- hjálms þá beindi hann sjónum sín- um einkum að eignarréttarrök- semdum þeim sem sóttar eru í smiðju heimspekingsins Johns Lockes, en að sögn Vilhjálms hvíla rök ýmissa verjenda núverandi fískveiðikerfis eimitt á kenningu Lockes um eignarrétt. Vilhjálmur benti á að í endurbættri gerð Atla Harðarsonar heimspekings hljóm- aði kenning Lockes um eignarrétt á þann veg, að menn eignuðust náttúrugæði með því að nota þau eða vinna við þau á einhvern hátt sem talist gæti undirbúningur und- ir notkun, en þó að því tilskyldu að þeir skerði hvorki kjör annarra frá því sem er né útiloki þá frá því sem þeir hafí þegar. Vilhjálmur velti því fyrir sér hvort núgildandi fískveiði- stjórnunarkerfi fullnægði þessum skilyrðum í kenningu Lockes og komst að því að svo væri ekki. I fyi-sta lagi vegna þess að það lægi ekki í augum uppi að útgerðar- menn hefðu eignast, miðað við kenningu Lockes, þau náttúrugæði sem hér um ræddi. „Þeir hafa ekki lagt fram það andlega og líkamlega atgervi sem sjómennirnir hafa „blandað" við aflann með því að innbyrða hann og búa hann undir notkun og fiskverkafólkið með því að gera hann að verðmætri sölu- vöru,“ sagði hann. Síðar í erindinu benti hann auk þess á að Islending- ar hefðu kynslóð fram af kynslóð búið í haginn fyrir þá arðvænlegu nýtingu á auðlindinni sem nú væri möguleg. „Þess vegna var það ranglát ráðstöfun að afhenda veiði- heimildirnar eingöngu afmörkuð- um hópi útgerðarmanna, þótt þeir hafi verið burðarásar í sjávarút- vegi, hver á sínum stað.“ I öðru lagi benti Vilhjálmur á að núgildandi kvótakerfi fullnægði ekki síðari skilyi’ðunum í áður- nefndri kenningu Lockes vegna þess að möguleikar annarra en út- gerðarmanna til að hefja útgerð hefðu verið skertir eða að engu gerðir. Vilhjálmur sagði í þessu sambandi að fískveiðilöggjöfin hefði fært útvegsmönnum heimild- ir jafngildar eignarrétti, verðmæt forréttindi sem þeir nutu ekki áð- ur. „Þar með voru möguleikar ann- arra skertir meira en skyldi,“ sagði hann. Röksemdir Vilhjálms hnigu því í stuttu máli að því að fískveiðikerfið væri ranglátt. „Ranglætið stafar af vinnubrögðum á árunum 1983 og 1990 og liggur í úthlutunarreglunni sem þá var lögð til grundvallar," sagði hann og benti á, að kjarna ranglætisins mætti orða með þeim hætti að þjóðin hefði verið hlunn- farin. „Ekki endilega fjárhagslega, heldur í þeim skilningi að fámenn- um hópi manna voru fengin rétt- indi, sem jafngilda eignarrétti, yfir sameiginlegri auðlind lands- manna.“ Margs er að gæta Atli Harðarson lagði í erindi sínu áherslu á að margs bæri að gæta þegar talað væri um að kvótakerfíð væri ranglátt. „Ymsir sem hafa haldið því fram á opinberum vett- vangi að kvótakerfið sé ranglátt segja, að þorra fólks hafi verið mis- munað með upphaflegri úthlutun aflakvóta og fámennum hópi út- gerðarmanna gefin verðmæti sem réttara hefði verið að skipta jafnt á milli landsmanna. Hér er margs að gæta. Það má til að mynda nefna að fiskiskip lækkuðu verulega í verði þegar kvótakerfið var tekið upp. í sumum tilvikum um helming eða meira. Hefði kvótanum einfaldlega verið skipt jafnt á milli landsmanna og útgerðarmenn síðan þurft að kaupa rétt til veiða þá hefðu þeir þurft að þola það kvótalausir að eignir þeirra lækkuðu í verði á meðan allir aðrir fengju í hendur seljanleg verðmæti. Með þessu hefðu þeim verið mismunað. Málið getur því ekki verið alveg svo ein- falt, að úthlutun ókeypis kvóta til útgerðai-manna mismuni þorra fólks en jöfn skipti kvóta milli allra landsmanna hefði engri mismunun valdið og því verið réttlát og eðli- leg.“ Atli benti auk þess á að megintil- gangur kvótakerfisins hefði verið að vinna gegn ofveiði og skapa um leið aðstæður til að reka útgerð með hagkvæmari hætti en áður. Þegar svo útgerðarfyrirtæki hefðu nýtt sér þessar aðstæður hafi verð- gildi kvótans aukist sem og verð- gildi fyi-irtækjanna. Með umræddri ráðstöfun löggjafans hafi því orðið til verðmæti sem ekki voru til áður. Atli sagði því að það væri afskap- lega ei-fitt að fullyrða mikið af eða á hvort kvótakerfið væri ranglátt fyr- h’ þá sök að það mismunaði fólki. Atli gat þess einnig, að það væri erfitt að svara því hvort kvótakerfið fæli í sér vítaverða skerðingu á at- vinnufrelsi, nema með því að fara í saumana á tæknilegum rökum íyrir því hvers konar kei’fi væri fram- kvæmanlegt og mögulegt. „Þeir sem-andmæla kvótakerfinu á þeim forsendum að það svipti landsmenn eða þorra þeirra einhverjum hluta þess atvinnufrelsis, sem mönnum ber, hljóta að hafa einhvers konar hugmyndir um hvemig kerfi eigi að koma í stað kvótakerfisins og hvaða breytingar eigi að gera á fískveiði- stjórnuninni. Ein tillaga, sem stundum hefur heyi’st, er að kvóta skuli ekki úthlutað með skömmtun heldur skuli ríkið bara selja hann á frjálsum markaði eða skipta honum jafnt milli allra landsmanna. Væri þessari leið fylgt út í æsar er hins vegar hætt við að gengið yrði gegn þeim réttindum sem ríkinu ber að verja. Annars vegar atvinnm'étt- indum þeirra sem lifa á útgerð og hins vegar staðbundnum réttind- um.“ Tímabundin aðlögun I umræðunum á eftir tók Atli m.a. fram um breytingar á núver- andi fiskveiðstjórnun, að það væri sama hvaða leið yrði farin, hún yrði aldrei réttlát ef hún yrði gerð með skyndilegri byltingu. Aðspurður ít- rekaði Atli það, að hann væri ekki tilbúinn til þess að segja til um það hvaða lausnir væru hagkvæmar á núverandi kvótakerfi heldur þyrftu menn að nota þá hagfræðilegu þekkingu sem til væri til þess að reyna að finna hagkvæmustu leið- ina sem stuðlaði að sem bestum lífskjörum í landinu. Fundargestir tóku einnig til máls á fundinum og sagði Tryggvi Agnarsson m.a. að þær dygðu skammt yfirlýsingar forystumanna í stjórnmálum um að þeir ætluðu að skoða fiskveiðistjórnunarkerfið „einhvern tíma seinna þegar búið væri að kjósa“. Menn vildu heldur vita það núna hvað stjómmála- mennirnir hygðust gera. Þá benti Hannes Hólmsteinn á, að fullyrð- ingin um að kvótinn væri að færast á æ færri hendur væri bæði rétt og röng. Rétt í þeim skilningi að færri fyrirtæki hefðu meiri kvóta en röng í þeim skilningi að þessi sömu fyrirtæki hefðu eignast miklu fleiri eigendur. „Og þegar málið er skoð- að kemur í ljós að þorrinn af við- bótarkvótanum sem þessi fyrirtæki hafa keypt hafa verið keypt fyrir fé sem hefur verið lagt inn í það af nýjum eigendum." Markús Möller varaði við þeirri „þjóðsögu að útgerðarmenn hefðu komið kvótakerfinu á“ heldur hefði vinnuhópur á vegum Þjóðhags- stofnunar, undir forystu þáverandi forstjóra Þjóðhagsstofnunar, stað- ið að breytingunum. Jón Sigurðs- son kvaðst telja að við gætum verið sammála um það, að fiskveiði- stjórnun væri í ógöngum og Sig- urður Björnsson sagði frá því þeg- ar allur kvóti hefði verið seldur úr sínum heimabæ. „Enginn afli er unninn þarna lengur og þegar maður á leið norður finnur maður óttann í fólkinu og reiðina í garð þessara manna [þeirra sem seldu kvótann] sem gerðu þó ekkert ann- að en að leika eftir reglum." Undir lok fundai’ins benti Þor- kell Sigurlaugsson hins vegar á, að ef breyta ætti kerfinu þyrfti að varast það að búa til meira rang- læti. Hafa þyrfti í huga að pening- arnir sem hefðu farið í útgerðina á undanförnum árum hefðu að stór- um hluta komið frá almenningi. Nýr Selfoss í rekstri hjá Eimskip EIMSKIP hefur tekið á þurr- leigu gámaskipið m.v. Hannes SIF. Leigan er til tveggja ára en Eimskip hefur rétt á að kaupa skipið á leigutímanum. Nafn skipsins verður Selfoss, en samkvæmt þurrleigusamn- ingnum mun Eimskip sjá um rekstur, viðhald og mönnun skipsins. Skipstjóri verður Finnbogi Finnbogason sem áð- ur var skipstjóri á Dettifossi og Guðjón Vilinbergsson verður yfirvélstjóri. Skipið mun sigla á Ameríkuleið félagsins og kem- ur i stað Goðafoss sem fer í önnur verkefni hjá félaginu. Selfoss er smíðaður í Ör- skovsværft í Fredrikshavn í Danmörku árið 1991. Skipið hefur 8.675 tonna burðargetu, er 126 metra langt og tekur 724 gámaeiningar (TEU’s). Selfoss hefur tvo 40 tonna krana, tekur 140 frystigáma í lest og á dekki. Aætlað er að skipið verið af- hent félaginu á morgun, mið- vikudag, í Halifax. Skipið siglir þaðan til íslands og er væntan- legt til landsins 4.-5. maí, eftir viðkomu á áætlunarleið Eim- skips á Nýfundnalandi. Plastendur við Islands- strendur? BANDARÍSKUR sérfræðing- ur í rekaldi á úthöfum telur að innan skamms muni baðleik- föng úr plasti fara að reka upp að Islandsströndum. Leikföngin voni í gámi sem tók út af flutningaskipi fyrir sjö árum á miðju Kyrrahafi og hluta þeirra hefur á síðustu ár- um rekið á land við vestur- strönd Bandaríkjanna. Þetta kemur í netútgáfu bandaríska dagblaðsins LA Times. Vísindamaðurinn Curtis C. Ebbesmeyer, sem hefur það að aðalstarfi að reikna út dreif- ingu olíuleka og annarrar mengunar í höfunum, telur að hluti af 29 þúsund plastöndum skjaldbökum, froskum og bifr- um, sem voru í farmi áður- nefnds skips, hafi nú borist um Ishafið yfir til Atlantshafsins og að gera megi ráð fyrir að þau berist fyrst upp að strönd- um Islands eða Bretlands. Barn á hjóli með hjálm slapp ómeitt eftir árekstur við bifreið LÖGREGLAN á Sauðárkróki telur fullvíst að öryggishjálmur hafi komið í veg fyrir alvarlegt slys á sunnudagskvöld þegar sjö ára gamalt barn á reiðhjóli lenti í árekstri við bifreið með þeim afleiðingum að barnið kastaðist upp á bifreiðina og braut framrúðuna með hjálmi vörðu höfðinu. Atvikið átti sér stað á gatnamótum Mosahlíðar og Furuhlíðar á Sauðárkróki og mun barnið hafa hjólað á bifreiðina með fyn’greindum afleiðingum. Ökuhraði bifreið- arinnar var ekki mikill að sögn lögi-eglu, enda var ökumaður- inn nýbúinn að aka yfir hraða- hindrun áður en áreksturinn varð. Barnið, sem var með hjálminn góða á höfðinu, var flutt á slysadeild en reyndist ómeitt að undanskildum nokkrum marblettum. Lítið sá á hjálminum eftir höggið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.