Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 63 . ATM, leigulínur og loftkastalar BJÖRN Davíðsson, kerfisstjóri Snerpu á Isafirði, skrifar grein í Morgunblaðið 13. apríl síðastliðinn, sem svar við gi-ein minni í blað- inu 31. marz. í grein Björns gætir á köflum misskilnings, sem mér er ljúft og skylt að leiðrétta. Verð leigulína vel undir Evrópu- meðaltali Bjöm segir að gjaldskrá fyrir leigu- línur sé „ósanngjörn og raunar hreint og klárt okur sem engin rök standa undir“. Eins og fram kom í fyrri grein minni er þessi verðskrá til Síminn ATM-þjónusta, sem Landssíminn hyggst nú bjóða upp á, hefur reynzt vel annars stað- ar. Ólafur Þ. Stephen- sen segir í svari við grein Björns Davíðs- sonar að Landssíminn fagni samkeppni. endurskoðunar, sem mun að öllum líkindum leiða til lækkunar verðs á lengri línum en hækkunar á styttri línum. Nú hefur hver og einn sína skoðun á því hvað sé okur, en sé til dæmis horft til annarra Evrópu- landa er deginum ljósara að verð fyrir leigulínur hjá Landssímanum er vel undir meðaltalinu í ríkjum Evrópusambandsins, hvort sem lit- ið er á 3 km línu, 30 km eða 300 km en þessar lengdir eru oft notaðar í samanburði af þessu tagi. Björn gefur í skyn að Landssím- inn hafi dregið lappirnar hvað varðar endurskoðun verðskrárinn- ar fyrir leigulínur. Kostnaðargrein- ing á þessari þjónustu er flókið verkefni og tók vissulega nokkurn tíma. I grein minni var ekki verið að kenna einum eða neinum um að ný verðskrá lægi ekki fyrir. Stað- reynd málsins er hins vegar sú að tillögur Landssímans eru nú til skoðunar hjá Póst- og fjarskipta- stofnun og boltinn er m.ö.o. hjá stofnuninni nú, hvað sem síðan verður. ATM hefur reynzt vel annars staðar Björn fínnur ATM-tækninni, sem Landssíminn hyggst nú bjóða fyrirtækjum og stofnunum, allt til foráttu, kallar hana andvana fædda og verulega síðri kost en t.d. „Giga- bit Ethernet". Ekki ætla ég að íþyngja lesendum Morgunblaðsins með trúarbragðadeilum tækni- manna um þennan flutningsmát- ann eða hinn. Það dugar að segja að ATM er tækni, sem hefur reynzt vel víða um heim. Símafyr- irtæki lögðu grunninn að ATM en það eru ekki sízt fyrirtæki, sem hafa hag af ýmiss konar tölvusamskipt- um, einkum og sér í lagi intemetþjónustu- fyrirtæki, sem hafa ýtt undir þá þróun, sem orðið hefur í ATM. Um 70% allrar internetum- ferðar í heiminum fara yfir ATM-kerfi á ein- hverju stigi, þannig að sennilega er þessi tækni ekki algalin fyr- ir internetþjónustufyr- irtæki. Tölur Bjöms um að gagnapakkar taki 30% meira pláss á ATM en á leigulínu hafa ekki heyrzt áður og er talan 10% nær lagi. Hins vegar fæst betri stjórnun á gagnaflutn- ingnum en með hreinum IP-flutn- ingi. Landssíminn fagnar samkeppni Grein Bjöms útskýrir í raun í hnotskurn hvers vegna Landssím- inn fagnar allri samkeppni. Með aukinni samkeppni kemst umræð- an af því stigi að menn séu sífellt að bera þjónustu Landssímans og þær lausnir, sem fyrirtækið velur, saman við hugarfóstur, loftkastala eða tæknilausnir, sem ekki em orðnar að veruleika. Þess í stað fengju menn samanburð á raun- verulegri þjónustu og verðlagn- ingu annarra fyrirtækja og Lands- símans og gætu kosið með fótun- um, ef svo má segja, skipt um þjónustufyrirtæki ef þeir væm ósáttir. Það væri þess vegna æskilegt að Landssíminn fengi meiri sam- keppni í gagnaflutningum til að geta sannað sig áþreifanlega fyrir Birni Davíðssyni og öðmm. Senni- lega er þess skammt að bíða enda em nú engar hömlur á samkeppni í fjarskiptaþjónustu. Þangað til ger- ir fyrirtækið auðvitað sitt bezta, byggir á áralangri þekkingu og reynslu starfsmanna sinna og jafn- framt á reynslu annarra fjarskipta- fyrirtækja, sem náð hafa góðum árangri. Hvað ATM-tæknina varðar stendur Landssíminn við þá stað- hæfingu að með henni býðst fyrir- tækjum á landsbyggðinni mögu- leiki til öflugs gagnaflutnings á hagstæðu verði, sem mun leysa bæði leigulínur og háhraðanet af hólmi þegar fram líða stundir. Höfundur cr forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Landssfma fslands hf. UMRÆÐAN Ólafur Þ. Stephensen Eimr 1. fl. Eikgegnheil 10 mm kr. 2.150 pr. m2 stgr. 1. fl. EikClassic 14 mm kr. 2.695 ,- pr. m2 stgr. l.fl. Eik2st 14 mm kr. 2.850, - pr. rn stgr. l.fl. EikNature4st. 14 mm kr. f.880, l.fl. EikAccent.i4 mm kr. 2,880, l.fl. Eik Nature 14 mm kr. 2.990 pr. m2 stgr. pr.m stgr. r pr. m2 stgr. X d góðu ve HARÐVIÐARVAL EHF. Krókhálsi 4 llOReykjavík Sími: 567 1010 Veffang: http://www.parket.is E-mail: parket@parket.is Opið laugordag frákL10-16 IeíMW TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA RA<CREI<SLUR i T7I_ 36 MÁNADA i lli vg> mbl.is -ALLTAE EITTHt/'AG NYTT mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is __ALLTAF E/TTHVAÐ NÝT7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.