Morgunblaðið - 27.04.1999, Page 63

Morgunblaðið - 27.04.1999, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 63 . ATM, leigulínur og loftkastalar BJÖRN Davíðsson, kerfisstjóri Snerpu á Isafirði, skrifar grein í Morgunblaðið 13. apríl síðastliðinn, sem svar við gi-ein minni í blað- inu 31. marz. í grein Björns gætir á köflum misskilnings, sem mér er ljúft og skylt að leiðrétta. Verð leigulína vel undir Evrópu- meðaltali Bjöm segir að gjaldskrá fyrir leigu- línur sé „ósanngjörn og raunar hreint og klárt okur sem engin rök standa undir“. Eins og fram kom í fyrri grein minni er þessi verðskrá til Síminn ATM-þjónusta, sem Landssíminn hyggst nú bjóða upp á, hefur reynzt vel annars stað- ar. Ólafur Þ. Stephen- sen segir í svari við grein Björns Davíðs- sonar að Landssíminn fagni samkeppni. endurskoðunar, sem mun að öllum líkindum leiða til lækkunar verðs á lengri línum en hækkunar á styttri línum. Nú hefur hver og einn sína skoðun á því hvað sé okur, en sé til dæmis horft til annarra Evrópu- landa er deginum ljósara að verð fyrir leigulínur hjá Landssímanum er vel undir meðaltalinu í ríkjum Evrópusambandsins, hvort sem lit- ið er á 3 km línu, 30 km eða 300 km en þessar lengdir eru oft notaðar í samanburði af þessu tagi. Björn gefur í skyn að Landssím- inn hafi dregið lappirnar hvað varðar endurskoðun verðskrárinn- ar fyrir leigulínur. Kostnaðargrein- ing á þessari þjónustu er flókið verkefni og tók vissulega nokkurn tíma. I grein minni var ekki verið að kenna einum eða neinum um að ný verðskrá lægi ekki fyrir. Stað- reynd málsins er hins vegar sú að tillögur Landssímans eru nú til skoðunar hjá Póst- og fjarskipta- stofnun og boltinn er m.ö.o. hjá stofnuninni nú, hvað sem síðan verður. ATM hefur reynzt vel annars staðar Björn fínnur ATM-tækninni, sem Landssíminn hyggst nú bjóða fyrirtækjum og stofnunum, allt til foráttu, kallar hana andvana fædda og verulega síðri kost en t.d. „Giga- bit Ethernet". Ekki ætla ég að íþyngja lesendum Morgunblaðsins með trúarbragðadeilum tækni- manna um þennan flutningsmát- ann eða hinn. Það dugar að segja að ATM er tækni, sem hefur reynzt vel víða um heim. Símafyr- irtæki lögðu grunninn að ATM en það eru ekki sízt fyrirtæki, sem hafa hag af ýmiss konar tölvusamskipt- um, einkum og sér í lagi intemetþjónustu- fyrirtæki, sem hafa ýtt undir þá þróun, sem orðið hefur í ATM. Um 70% allrar internetum- ferðar í heiminum fara yfir ATM-kerfi á ein- hverju stigi, þannig að sennilega er þessi tækni ekki algalin fyr- ir internetþjónustufyr- irtæki. Tölur Bjöms um að gagnapakkar taki 30% meira pláss á ATM en á leigulínu hafa ekki heyrzt áður og er talan 10% nær lagi. Hins vegar fæst betri stjórnun á gagnaflutn- ingnum en með hreinum IP-flutn- ingi. Landssíminn fagnar samkeppni Grein Bjöms útskýrir í raun í hnotskurn hvers vegna Landssím- inn fagnar allri samkeppni. Með aukinni samkeppni kemst umræð- an af því stigi að menn séu sífellt að bera þjónustu Landssímans og þær lausnir, sem fyrirtækið velur, saman við hugarfóstur, loftkastala eða tæknilausnir, sem ekki em orðnar að veruleika. Þess í stað fengju menn samanburð á raun- verulegri þjónustu og verðlagn- ingu annarra fyrirtækja og Lands- símans og gætu kosið með fótun- um, ef svo má segja, skipt um þjónustufyrirtæki ef þeir væm ósáttir. Það væri þess vegna æskilegt að Landssíminn fengi meiri sam- keppni í gagnaflutningum til að geta sannað sig áþreifanlega fyrir Birni Davíðssyni og öðmm. Senni- lega er þess skammt að bíða enda em nú engar hömlur á samkeppni í fjarskiptaþjónustu. Þangað til ger- ir fyrirtækið auðvitað sitt bezta, byggir á áralangri þekkingu og reynslu starfsmanna sinna og jafn- framt á reynslu annarra fjarskipta- fyrirtækja, sem náð hafa góðum árangri. Hvað ATM-tæknina varðar stendur Landssíminn við þá stað- hæfingu að með henni býðst fyrir- tækjum á landsbyggðinni mögu- leiki til öflugs gagnaflutnings á hagstæðu verði, sem mun leysa bæði leigulínur og háhraðanet af hólmi þegar fram líða stundir. Höfundur cr forstöðumaður upplýsinga- og kynningarmála hjá Landssfma fslands hf. UMRÆÐAN Ólafur Þ. Stephensen Eimr 1. fl. Eikgegnheil 10 mm kr. 2.150 pr. m2 stgr. 1. fl. EikClassic 14 mm kr. 2.695 ,- pr. m2 stgr. l.fl. Eik2st 14 mm kr. 2.850, - pr. rn stgr. l.fl. EikNature4st. 14 mm kr. f.880, l.fl. EikAccent.i4 mm kr. 2,880, l.fl. Eik Nature 14 mm kr. 2.990 pr. m2 stgr. pr.m stgr. r pr. m2 stgr. X d góðu ve HARÐVIÐARVAL EHF. Krókhálsi 4 llOReykjavík Sími: 567 1010 Veffang: http://www.parket.is E-mail: parket@parket.is Opið laugordag frákL10-16 IeíMW TIL ALLT AÐ 36 MANAÐA RA<CREI<SLUR i T7I_ 36 MÁNADA i lli vg> mbl.is -ALLTAE EITTHt/'AG NYTT mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is __ALLTAF E/TTHVAÐ NÝT7

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.