Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ VORFERÐ TIL VÍNARBORGAR Hinn 12. maí næstkomandi býður Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar stutta vorferð í beinu leiguflugi til hinnar heillandi og fögru Vínarborgar. Vínarborg er ein helsta menn- ingarborg Evrópu og á hún sér langa og litríka sögu. Þar var framrás Tyrkja stöðvuð árið 1683, þar voru landamæri Evr- ópu dregin á Vínarfundinum 1815 og þaðan eru upprunnin Sacher-terta, vínarsnitsel og vínarvalsar. Farið verður til Vínar hinn 12. maí og komið aftur að kvöldi þess 15. maí. Verð á mann er 47.900 krónur og er innifalið flug, flugvallarskattar, akstur milli flugvallar og hótels, gisting í tveggja manna herbergi, morg- unverður, skoðunarferð um borgina og íslensk fararstjóm. Leitið nánari upplýsinga hjá utanlandsdeild okkar Feröaakrifstofa GUDMUNDAR JÖNASSONAR EHF. Borgartúni 34, sími 511 1515 íþróttir á Netinu ^mbl.is ALLTAf= eiTTH\SA£) AJÝTl ________VIÐSKIPTI_____ Varðandi útboð hlutafjár í Baugi MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Albert Jónssyni, forstöðumanni verðbréfa- miðlunar Fjárvangs: „I framhaldi af umræðum sem hafa átt sér stað varðandi verðmat á hlutabréfum í Baugi vil ég koma á framfæri atriði sem vakti sérstaka athygli hjá mér við lestur útboðs- og skráningarlýsingar Baugs. Það sem vekur sérstaka athygli í ársreikningi Baugs hf. fyrir árið 1998 er að þar kemur fram að aðrar rekstrartekjur hafí numið um 179 millj. kr. árið 1998, en þar af voru 163 millj. kr. á síðari árshelmingi. Til annarra rekstrartekna telst söluhagnaður hlutabréfa, m.a. í Föris í Færeyjum, auk söluhagnaðar rekstrarfjármuna og annarra tekna skv. útboðs- og skráningarlýsingu. Það sem vekur athygli er að í ársreikningi Baugs fyrir árið 1998 er ekki sérstök skýr- ing með þessum lið en flestfr gætu verið sammála um að söluhagnaður hlutabréfa og rekstraifjármuna félli frekar undir óreglulegar tekjur og því verður meðferð þessara tekna að að teljast óvenjuleg en samkvæmt góðri reikningsskilavenju á ársreikn- ingur að gefa glögga mynd af af- komu félagsins samkvæmt áritun endurskoðenda félagsins. í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið að undanfórnu um verðmat á hlutabréf- um félagsins þar sem mismunandi skoðanir hafa verið um verð hluta- bréfa félagsins þá verður að telja það mjög mikilvægt að Ijóst sé hvað telst reglulegur hagnaður og hvað telst til óreglulegs hagnaðar í starfsemi fé- lagsins. I viðtölum við forstjóra FBA og Kaupþings í vikunni fyrir útboðið vai' haft eftir þeim að menn ættu ekki að venjast svona markaðsá- hættu og þeir væru fyrst og fremst að selja sjóðstreymi. í viðtali við undirritaðan kom fram að verð á hlutabréfum Baugs væri verulega hátt og nefndi ég í því sambandi samanburð við hlutabréf í Samherja með fyrirvara um að þau væru ekki fyllilega samanburðarhæf en gæfu engu að síður vísbendingu. I fram- haldi af því hélt frkvstj. markaðsvið- skipta FBA því fram að það væri frá- leitt að bera saman sjóðstreymi Baugs og Samherja og aðstoðarfor- stjóri Kaupþings hélt því fram að eðlilegra væri að bera saman V/H hlutfóll og í því sambandi gerði hann grein fyrir V/H hlutföllum fyrir- tækja í öðrum löndum. Eðlilegt hefði verið að þessi samanburður-væri í útboðslýsingunni auk þess sem hann vísaði til úttektai’ Merrill Lyneh. I útboðs- og skráningarlýsingunni er gerð grein fyrir því að áætlaður hagnaður árið 1999 nemi 627 millj. kr. sem er 2,9% af veltu en bætt af- koma í áætlunum stafar annars veg- ar af auknum tekjum og þar með framlegð, og hins vegar af lægri hlutafallslegum kostnaði. í Ijósi þess að hagnaður ársins 1998 nam 401 millj. kr. og aðrar rekstrartekjur sem innifela söluhagnað hlutabréfa og söluhagnað rekstrarfjármuna námu 179 millj. kr. sem undir öllum eðlilegum kringumstæðum væru færðar sem óreglulegar tekjur næmi hagnaður af reglulegri stai'fsemi ekki nema 222 millj. kr. á árinu 1998. Áætlaður hagnaður eftir skatta að fjárhæð 627 millj. kr. er samkvæmt því 405 millj. kr. hærri en hagnaður ársins 1998. Af ofangreindu má vera ljóst að markaðurinn gerir þær kröf- ur tO þeirra, sem framkvæma verð- mat á félögum sem eru að fara á markað, að þefr byggi mat sitt á for- sendum sem eru hafnar yfir gagn- rýni og að skýringar séu með tölum sem hafa veruleg áhrif á hagnað fyr- irtækjanna sérstaklega þegar verð- mat fyrirtækjanna tekur mið af hagnaði." Ford kaupir endur- vinnslustöð Dearborn. Reuters. FORD Motor Company, annar stærsti bílaframleiðandi heims, ætlar að hefja endurvinnslu á bif- reiðum og hefur það að markmiði með kaupunum að verða stærsti einstaki framleiðandi varahluta fyrir ökutæki í heiminum. Fyrirtækið hefur fest kaup á ökutækjaendurvinnslustöð í Tampa í Flórída í þessum tilgangi og áætlar að stækka hana umtals- vert á næstum mánuðum. Ford telur að sala á endurunn- um bílapörtum geti skilað fyrir- tækinu milljarði dollara í tekjur á ári, eða um 73 milljörðum ís- lenskra króna. Endurvinnslustöðin mun taka í sundur bíla og vörubifreiðar, líkt og hún hefur hingað til gert, og endurvinna bílapartana í vara- hluti. finndu frelsið í fordfiesta á aðeins milljón og tólf www.brimborg.is ISIOKIA 5110
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.