Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 71 BRÉF TIL BLAÐSINS Herbalife er ekki skyndilausn Frá Sigurði Erni Leóssyni: HERBALIFE er meira á milli tannanna á fólki, bæði í bókstaflegri og yfirfærðri merkingu, en nokkrar aðrar heilsuvörur hér á landi. Það er ekki eins og neytendur séu fá- mennur illa upp- lýstur minni- hlutahópur. Neytendm' eru 35.000.000 manna í 43 löndum, úr öllum starfsstétt- um, hvort heldur það eru læknar, lyfjafræðingar, kennarar, bændur eða Bandaríkjaforseti. Tína Turner, unglegasta amma heims, er e.t.v. einn besti vitnisburðurinn um ágæti og öryggi vörunnar því hún hefur neytt hennar í um tvo áratugi eða allt frá upphafi fyrirtækisins. Eru vörurnar ómerkilegt blöff? Því hélt einn næringarfræðingur fram, blákalt og án rökstuðnings, um leið og hann talaði niður til 37 sérfræðinga, lækna, lyfjafræðinga og næringarfræðinga sem hver fyr- ir sig er doktor á sínu sviði, manna sem sumir hverjir störfuðu við að hanna hina fullkomnu fæðu fyrir geimfara Bandaríkjamanna en starfa nú fyrir Herbalife. Fyrirtæki sem býður 30 daga skilafrest, end- urgreiðslu á vörunum væri. löngu farið á hausinn ef fólk teldi sig vera blekkt og skilaði vörunum. Herbali- fe er því ekki blöff heldur töff. Arangurinn sem fólk nær staðfestir það. Auðvitað er einstaka næringar- fræðingur grenjandi sár yfir að missa viðskiptavinina yfír til Her- balife. Ég hvet þá næringarfræð- inga, sem vinna við að aðstoða fólk við að léttast eða að ná heilsu, til að koma yfir til Herbalife áður en þeir verða atvinnulausir. Verið sniðugir og veðjið á réttan hest. En hvað gerir Hei'balife svona sérstakt? í Herbalife er allur nær- ingai-pakkinn, öll þau efni sem vitað er að mannslíkaminn þarfnast sam- kvæmt bestu rannsóknum. Herbali- fe er einfalt og auðvelt í notkun. En það er meira í Herbalife. Fjöldinn allur af lækningagrösum frá Kína, Indlandi, Suður-Ameríku og víðar að er í vörunum. Þessi grös, rætur, blöð og stönglar eru uppsöfnuð þekking kynslóðanna í árþúsundir. Með reynslunni uppgötvuðu menn svör náttúrunnar við ýmsum kvill- um og vandamálum. í Herbalife er borin virðing fyiir reynslu kynslóð- anna sem er í raun árangur lang- tíma rannsókna. Þess vegna skilar Herbalife árangi'i. Fólki líður betur, það sefur betur, fær aukna orku, aukið starfsþrek og ýmsum kvillum og sjúkdómum er haldið niðri. Her- balife er ekki skyndilausn. Tíminn vinnur með Herbalife. Herbalife er Sigurður Örn Leósson ^mb l.i is ALLTAF eiTTHVAÐ NÝTl lífsstíll þeirra sem vilja ekki aðeins bæta árum við lífið heldur og lífi við árin. Að áliti margra sérfróðra manna er meirihluti kvilla og van- heilsu næringartengd vandamál. Herbalife læknar engan en líkami mannsins læknar sig sjálfur í flest- um tilfellum ef hann fær öll þau verkfæri sem tii þarf, næringarefni, vítamín, steinefni, snefilefni, prótein o.s.frv. I Herbalife ena einnig jurtir sem sjá um að hreinsa út eitur-, lit- ar-, rotvamar- og bindiefni sem safnast fyrir í líkamanum ásamt því að hreinsa út sindurefni eða fría radikala og þar með draga úr líkum á sjúkdómum. í Herbalife eru öll undirstöðuprótein líkamans. Há- gæða sojaprótein vegur þar þyngst. Hágæða soja er orðið eins konar lykilorð í sambandi við heilsu og krabbameinsvarnir. Fjöldi greina um þetta efni hefur undanfarið birst í Morgunblaðinu, nýlega gi-ein Laufeyjar Steingrímsdóttur nær- ingarfræðings hjá Manneldisráði. í Herbalife er einnig afar gott te, grænt te, sem unnið er úr fjölmörg- um þekktum jurtum. Rannsóknir hafa sýnt að tíðni krabbameina er mun minni hjá þeim sem drekka svokallað grænt te eins og algengt er hjá Asíuþjóðum. Flestir telja að með því að borða bara hollan mat þá fái maður alla næringuna og ekki sé þörf á fæðubótarefnum. Gott væri ef satt reyndist. Víða er jarðvegur gjörnýttur, mengaður af skordýra- eitri og tilbúnum áburði. Aðeins lít- ill hluti lífvera er eftir í jarðveginum til að annast niðurbrot efna sem síð- an leiðir til þess að næringargildi uppskerunnar takmarkast. Þetta flyst áfram upp fæðukeðjuna. Einnig á margt fólk í erfiðleikum með að nýta næringuna úr fæðunni. í Herbalife eru t.d. vítamínin óunn- in í náttúrulegu formi jurtanna og eru því bundin í trefjum sem þýðir að vítamínin brotna ekki niður í sýrubaði magans heldur berast óskemmd til þarmanna sem annast frásog efnanna. Þess vegna finna flestir mun á sér við að nota þessar vörur. Allt hráefnið í Herbalife er 100% náttúrulegt, ýmist lífrænt ræktað eða tínt úti í óspilltri náttúr- unni. Herbalife hefur leyst stærsta vandamál þeirra sem vilja grennast en það er svengdin. Herbalife nær að halda niðri svengdinni og er númer eitt í heiminum í að grenna fólk. Það eru ekki einungis þeir sem vilja gi-ennast eða þeir sem glíma við ýmis heilsuvandamál sem neyta Herbalife. Iþróttamenn eru stór hluti neytenda og fjölmargir hafa nefnt Herbalife sem mikilvægan þátt í glæstum árangi-i án þess að þeir eigi þar hagsmuna að gæta. Háar tekjur sölumanna Herbalife hafa einnig orðið umræðuefni fjöl- miðla. Meira en heimingur þeiiTa tekna sem íslenskir sölumenn hafa eru af erlendum mörkuðum. Islend- ingar eru öflugir í markaðssetningu en fyrirtækið greiðir sölumönnum umboðslaun íyrir að þjálfa upp nýja sölumenn en auðvelt er að vinna milli landa í Herbalife. Flest fyrir- tæki setja stóran hluta veltunnar í auglýsingar en því minna til starfs- manna. Þessu er öfugt farið hjá Herbalife. Það auglýsir ekki. Her- balife er jafnframt gjaldeyrisskap- andi, veitir fólki vinnu og stórbætir heilsu þjóðarinnar. Ekki má heldur gleyma því að Herbalife er stærsti aðiíinn sem styrkir uppbyggingu Amazon-regnskóganna auk þess sem Herbalife setur mikla peninga til líknarmála, sérstaklega til mun- aðar- og heimilislausra barna. Það er skynsamleg langtíma fjár- festing í heilsu og sparnaður að til- einka sér strax á yngri árum hollan lífsstfl, góða hreyfingu, hollan mat og fæðubótarefni á við Herbalife. Reynsla þeirra sem haldið hafa heimilisbókhald er sú að heimilisút- gjöldin aukast ekki við notkun á Herbalife, matarinnkaup breytast, áhugi fyrir óhollustu minnkar, áhugi á íþróttum eykst. Herbalife er einfaldlega heilbrigður lífsstfll. SIGURÐUR ÖRN LEÓSSON, Grenibergi 13, Hafnarfirði. SúrefViisvömr Iíarin Herzog Vita-A-Kombi olía Léttur og nieðfærilegur GSM posi með iniibyggðuiii prentara Les allar tegundir greiöslukorta sem notuð eru á íslandi. Er með lesara fyrir snjallkort og segulrandarkort. Hraðvirkur hljóðlátur prentari. ®point Hlíðasmára 10 Kópavogi Sími 544 5060 Fax 544 5061 Látum pólitík vera pólitík Frá Ingvari Gíslasyni: STJÓRNMÁLAFLOKKAR eru undirstaða þingræðis. Án skipulegra stjórnmálasamtaka mundi slík óreiða ríkja í lýðræðissamfélagi, sem byggist á kjörnu þjóðþingi, að ekki yrði böndum komið á löggjafarstarf og myndun ríkisstjórna. Stjórnmála- flokkar fleiri en færri tryggja auk þess valfrelsi kjósenda. Sérvitringa- framboð eiga sinn rétt. Alþingi þarf að vera þannig skip- að, að það beri með sér flókna sam- setningu íslensks samfélags. Stjórn- málaflokkar eiga því að vera breiður vettvangur almennrar umi'æðu og umburðarlyndir að því er varðar skoðanaágreining, ekki síst um leiðir að markmiðum. Hins vegar rista deilur um markmiðin sjálf oft dýpra en svo að þar dugi málamiðlanir. Þær geta verið upphaf klofnings í flokki, afleiðing ósættanlegra sjónar- miða. Það er eðlileg og heiðarleg pólitík að láta brotna á ósætti um markmið. En sífellt karp um leiðir er oft ekki annað en jag um keisarans skegg. Kjósendur: Sundurleitur hópur Kjósendur eru vakandi fyrir þessu. Þeii' vilja að flokkar séu opnir fyrir umræðum og skoðanamun, að forustumenn flokkanna þoli gagn- rýnar umræður. Kjósendur eru sundm-leitur hópur. Þeir vilja hafa úr nokki-u að velja. Þeir ætlast til þess að stjórnmálaflokkar séu víð- sýnir að því er varðar áhuga- og hagsmunasvið, almenn baráttumál og ýmis afmörkuð málefni. Stjórn- málaflokkunum kunna að vera mis- lagðar hendur í þessu efni, enda býsna hörð krafa að þeir verði við hvers manns bón. En hvað sem því líður er víst að enginn alvörustjórn- málaflokkur gerir sjálfan sig út upp á málefnalega einhæfni, þegar fjöl- hyggju er þörf. Auðvitað hafa allh' stjórnmálaflokkar gert sér stefnu- skrá, þar sem fjallað er um alla helstu málaflokka þjóðfélagsins og mest varða almannahagsmuni, þjóð- málin vítt og breitt eins og leiðir af margbreytni samfélagsins. Að sumu leyti eru þessar stefnuskrár alltof orðmargar, en þær eru fyrir hendi og kjósendur geta skemmt sér við að lesa þær. Það er rétt, að efnisflokkar stefnuskráa stjórnmálaflokka eru hinir sömu. Það merkir ekki að allir flokkar hljóti að líta málefnin og margbreytileikann sömu augum. Öðru nær. Stjórnmál lúta eigin lögum Fjölbreytnin skapar skoðanamun. Mai'gbreytninni fylgja hagsmunaá- rekstrar. Hagsmunaái-ekstrar leiða af sér vandamál, sem þai’fnast úr- lausnar. Þess er varla von að vandi flókinna hagsmunaárekstra sé auð- leystur á vettvangi stjórnmála. Hann er það alls ekki. Hann verður ekki leystur með formúlum. Pólitík snýst um margs konar hagsmuni. Þar velk- ist allt í hagsmunaágreiningi. Orðið sjálft, hagsmunir, er afsleppt hugtak, þótt það sýnist gagnsætt. Hagsmunir eins eru ekki hagsmunir annars. Þeg- ar ólíkum hagsmunum lýstur saman verður harla lítið lið að hreinlífis- heimspeki, skólabókarökfræði og rektorasiðfræði. Pólitík lýtur sínum eigin lögum, m.a. lögmálinu um „gentleman’s-agreement“, sem er einfalt og fljótrirkt tæki tfl að ná sátt- um og eðlisskylt salomonsdómum. í guðs bænum! Látum pólitík vera pólitík! INGVAR GÍSLASON, Eikjuvogi 1, Reykjavík. Umhverfi og mannlíf í Reylcjavílc Kosningafundir í Reykjavík í dag kl. 17.30 mun K£féfrsted alþingismaður flytja erindi í Kosningamiðstöðinni, Skipholti 19. Miðvikudaginn 28. apríl kl. 17.30. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson: Umhverfismál Fimmtudaginn 29. apríl kl. 17.30. Guðmundur Hallvarðsson: Sveigjanleg starfslok Allir velkomnir ÁRANGUR/]!7JALLA Sími: 562-6353. netfang: x99@xd.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.