Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 53 < Bláa lónið - Náttúruleg með- ferð við psoriasis NOKKUR umræða hefur orðið að undan- fömu um möguleika psoriasis-sjúklinga til náttúrulegrar meðferð- ar við sjúkdómnum og hefur þá einkum verið horft til loftslagsmeð- ferðar erlendis. I þeirri umræðu, sem hefur verið nokkuð tilfinn- ingaþrungin á köflum, hefur mér fundist að ágæti Bláa lónsins hafi ekki verið haldið á lofti. Vegna þess að ég hef persónulega mjög góða reynslu af með- ferð í Bláa lóninu lang- ar mig að vekja athygli á þeim möguleikum sem þar eru fyrir hendi. Það eru bráðum 20 ár síðan vís- indalegar rannsóknir hófust á áhrifum jarðsjávarins við orkuver Hitaveitu Suðurnesja á húð. Lækn- ingamáttur jarðsjávarins í Bláa lóninu við psoriasis er nú vel þekktur og einnig góð áhrif hans á heilbrigða húð. Um það þarf ekki að fara mörgum orðum. En ég leyfi mér að vitna til orða Sólveigar B. Granz yfirhjúkrunarfræðings við Göngudeildina við Bláa lónið, en hún segir eftirfarandi í Fréttabréfi Bláa lónsins 3. tbl. 1. árg. Sólveig segir sérstöðu meðferðarinnar fyrst og fremst felast í því að með- ferðin er náttúruleg. Síðan segir hún: „Algengt er að meðferðarúr- ræði hafi aukaverkanir I för með sér, en þar sem meðferðin við Bláa lónið er tilbúin frá náttúrunnar hendi hefur hún engar aukaverk- anir í för með sér. Einnig er mikill kostur hvað fólk nær góðri and- legri og líkamlegri slökun um leið og það stundar húðrækt í Bláa lón- inu.“ Ég kom fyrst til meðferðar í Bláa lóninu sumarið 1995. Þá var ég bú- settur á Húsavík og tók mér frí, dvaldi í tvær vikur í Reykjavík og ók daglega í Bláa lónið. Eftir 16 daga meðferð var árangurinn ótrú- legur, ekki var ég þó alveg ein- kennalaus, en batinn entist í all- marga mánuði. Síðan hef ég nokkrum sinnum sótt Bláa lónið með mjög góðum árangri. A árinu 1997 hafði ég náð mjög góðum bata í Bláa lóninu og fór í beinu fram- haldi á eigin vegum í frí til Kanarí- eyja og hugðist bæta yið árangurinn þannig. Ég varð hinsvegar fyr- ir nokkrum vonbrigð- um vegna þess að bat- inn virtist ekki halda áfram. Ég fór að verða var við ný útbrot með- an ég dvaldi í sólinni ytra. Út frá þessu má hinsvegar ekki alhæfa um gagnsemi þess að dvelja á heilsuhælum erlendis og njóta lofts- lagsmeðferðar þar. Eftir að ég fluttist suð- ur hef ég stundað Bláa lónið reglulega og er nú laus-við útbrot. Göngudeildin við Bláa lónið er í húsnæði sem stendur baka til við orkuverið, alveg útaf fyrir sig. Húsnæðið er snyrtilegt, umhverfið Psoriasis Meðferðin gagnast mörgum og því telur Einar Njálsson að möguleikum til náttúrulegrar meðferð- ar við psoriasis í Bláa lóninu þurfi að halda á lofti. mjög rólegt, þjónustan er persónu- leg og blátt áfram, viðmótið hlýtt og vingjarnlegt. Hver einstakling- ur fær umönnun sem honum hæfir. Tveir læknar starfa við göngu- deildina og skoða sjúklinga reglu- lega. Hjúkrunarfræðingur stjórn- ar daglegri meðferð. Félagsskapur sjúklinganna er líka mjög skemmtilegur, heimsmálin eru gjarnan rædd og leyst í baðinu, eða menn miðla öðrum af reynslu sinni í baráttunni við sjúkdóminn, eða menn bara njóta hvíldar og afslöppunar með hugsunum sínum. Ég tel að heilbrigðisráðuneytið hafí, á sínum tíma, unnið mjög gott verk í þágu psoriasis-sjúklinga þeg- ar ákveðið var að viðurkenna með- ferð í Bláa lóninu sem hluta af ís- lenska heilbrigðiskerfinu. Trygg- Einar Njálsson ingastofnun ríkisins greiðir nú hlut íslenskra sjúklinga, sem njóta með- ferðar við göngudeildina. Fjölmarg- ir íslendingar sækja meðferð í Bláa lóninu og fá góðan bata. Á síðasta ári voru rétt tæplega 5000 komur Islendinga á göngudeildina, fjölgun- in milli ára var 25%. Útlendingar sækja líka í vaxandi mæli lækningu í lónið og er það vel. Jafnframt því að geta veitt sjúklingum lækningu og betri líðan er þama um mikil- væga atvinnustarfsemi að ræða, virkjun á íslenskri þekkingu og ár- angur af hugmyndaauðgi frum- kvöðlanna. Núverandi heilbrigðisráðherra Ingibjörg Pálmadóttir gerði samn- ing árið 1997 um opnun sjúkrahót- els við Bláa lónið. Með þeim samn- ingi var stigið mjög mikilvægt skref til þess að auðvelda fólki hvar sem er á landinu að njóta lækning- ar í lóninu. Þama er á ferðinni mik- ið réttindamál fyrir landsbyggðar- fólk. Samningurinn felur í sér að Tryggingastofnun greiðir sem svarar 4 rúmum á ársgrundvelli fyrir sjúklinga sem stunda með- ferð. Sjúklingar dvelja á hótelinu sér að kostnaðarlausu. Meðaldval- artími er 3 - 4 vikur, en lengd með- ferðar er ákveðin af lækni allt eftir ástandi hvers og eins. Með þessu móti getur fólk komist út úr dag- legu umhverfi, streitu og áreitis; hvílst við slakandi böð og holla hreyfingu í gönguferðum um ná- grennið og einbeitt sér að því að ná bata. Það ber að þakka Grími Sæ- mundsen, framkvæmdastjóra Bláa Lónsins hf. og starfsfólki við göngudeildina fyrir frumkvæði í þessu mikla hagsmunamáli okkar sem eigum við þennan sjúkdóm að stríða. Einnig á núverandi heil- brigðisráðherra heiður skilið fyrir að taka myndarlega á málinu og koma því í höfn. Að lokum er rétt að hafa í huga, að það gildir jafnt um meðferð í Bláa lóninu og aðrar meðferðir, hún gagnast ekki öllum, enda sjúkdóm- urinn með afbrigðum kenjóttur. En vegna þess að meðferðin gagnast mörgum tel ég að möguleikum til náttúrulegrar meðferðar við psori- asis í Bláa lóninu þurfi að halda á lofti og kynna þá enn frekar en gert hefur verið. Ég fagna samstarfi sem Samtök psoriasis- og exemsjúklinga hafa átt við Bláa Lónið h/f um kynn- ingarstarf. En Bláa lónið hefur styrkt kynningarfundi félagsins þar sem m.a. er kynnt starfsemin við Bláa lónið. Ég vil hvetja alla sem eiga við erfiðleika að stríða vegna psoriasis að kynna sér starfsemina við Bláa lónið rækilega og ræða málið við sinn lækni. Það er aldrei að vita nema þar bíði lækning fyrir þig- Höfundur cr bæjarstjóri í Grindavík. Að hika er sama og tapa RÓTGRÓNIR Reykvíkingar hafa talið flugvöllinn nánast óaðskiljanlegan hluta af Reykjavík. Hávær dynur, drun- ur og skerandi há- tíðnitónar flugvéla á leið til lendingar yfir miðborginni voru sem tónlist í eyrum okkar strákanna, þar sem við stóðum á vaðstígvélum að vori og veiddum hornsíli við Reykjavík- urtjöm. Douglas Da- kóta þristar, Skymast- er og Viee Count flug- vélar voru farkostir draumanna og boðberar tækni og þróunar. En þessir dagar era löngu liðnir og nýir tímar runnir upp. Það hlýtur að vera flestum ljóst Flugvöllur Keflavíkurflugvöllur, segir Uggi Agnarsson, virðist vera langeðlileg- asti kosturinn fyrir flug- samgöngur til Reykja- víkur og nágrennis. að nú er tækifæri til að gera nauð- synlegar breytingar á skipulagi og uppbyggingu Reykjavíkur. Nýta besta byggingarlandið undir vist- væna borgarbyggð og ómetanleg útivistarsvæði. Hugsum okkur byggðina tengda Fossvogi, Öskju- hlíð og Nauthólsvík, ef til vill með heitum pottum, hrein og falleg fjara með möguleikum á sjóböðum og sundi. Smábáta- og skútuað- stöðu, veitinga- og afþreyingar- staði og fleira og fleira. Olíustöð Shell f Skerjafirði verð- ur auðvitað einnig að fara, enda fallin á tíma. Hér gefst því langþráð tækifæri til að losna við sæg gamalla, úr- eltra og löngu gagnslausra skúr- og braggahjalla sem skreytt hafa flugvallarsvæðið, okkur borgarbú- um til armæðu og ergelsis. Skapa aðstöðu til bættra samgangna í borginni, land íyrir nýjar bygging- ar, sem þörf verður á að reisa. Tími þessa gamla flugvallar, draugur úr fortíðinni, byggður af breska setu- liðinu í kappi við tím- ann í styrjaldará- standi, er hðinn. Notum nú loks tæki- færið, ef ekki nú þá sitjum við uppi með flugvöllinn til eilífðar- nóns og munum ekki njóta þeirrar ánægju sem ný byggð á þessu fagra svæði myndi ann- ars færa flestum okkar. Nú er rétti tíminn til að staldra við og skipu- leggja til langs tíma. Tíminn til að spyrja grandvallarspuminga um eðli flugsins, kosti og galla. Meta þá þætti sem myndu bæta mannlíf í hjarta Reykjavíkur, draga úr mengun, há- vaða og hættu. Komið hefur fram í fjölmiðlum, að meirihluti aðspurðra Reykvíkinga vill að flugvallarsvæðið í Skerjafirði verði notað með öðram hætti í framtíðinni, og að önnur lausn verði fundin á flugsamgöngum við Reykjavík og nágrenni. En hvar á flugvöllurinn þá að vera? Hvar er best að finna honum stað? Einhvers staðar verða vondir að vera! Stendur til að byggja nýj- an flugvöll úti í Skerjafirði? Kosta miklu til í fjármunum og valda miklu umhverfisraski. Það virðist mun eðlilegra að notast við einn flugvöll á þessu svæði, Keflavíkur- flugvöllur virðist vera langeðlileg- asti kosturinn fyrir flugsamgöngur til Reykjavíkur og nágrennis. Bæta mætti samgöngur héðan við Keflavíkurflugvöll veralega frá því sem nú er. Löngu er tímabært að tvöfalda Reykjanesbraut, sem gera mætti fyrir brot af þeim kostnaði sem nýr flugvöllur myndi kosta og er auk þess nauðsynleg framkvæmd hvort sem er. Byggja þyrfti sérstakt sam- göngumannvirki sem tengdi höfuð- borgina við Keflavíkurflugvöll og mætti þá á s.s. 20-30 mínútum flytja farþega milli þessara staða. Þannig gætu flugfarþegar fengið alla afgreiðslu við upphaf ferðar á brautarstöð í Reykjavík, náð flugi á Keflavíkurflugvelli og komist fljótt og greiðlega á áfangastað t.d. á Egilsstöðum eða Akureyri eða öf- ugt, svo dæmi séu tekin. Ég vil því hvetja til þess að hætt verði við áform um áframhaldandi starfrækslu flugvallar í Reykjavík. Höfundur er læknir. Uggi Agnarsson ÞU ERT A BESTA ALDRI ÞAÐ ER REGLULEGA GOTT AÐ SPARA Það er mjög mikilvægt að fólk á aldrinum 20-40 ára byrji að leggja fyrir reglubundið. Þannig má byggja upp öflugan varasjóð til að forðast lántökur seinna meir og eiga meira til ráðstöfunar á efri árum. Aðalmálið er að byrja strax að spara en vera ekki sífellt að bíða betri tíma. Það er nefnilega betra að njóta vaxtanna en að greiða þá til annarra. Hqfðu samband ogfáðu bækl- inginn okkar„Þú ert á besta aldrí“. Þarfinnur þú ítarlegrí upplýsingar um spamaðarkosti okkar. SÍMI 525 6060 Við bendum þeim sem eru 40 ára og yngri að kynna sér sérstaklega: • Kosti í reglubundnum sparnaði • Möguleika í lífeyrisspamaði • 2% viðbótar lífeyrissparnað • Skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa • Langtímabréf og Veltubréf • Alþjóðasjóði Búnaðarbankans BIJNAÐARBANKINN VERÐBRÉF — byggir á trausti Hafnarstræti 5 www.bi.is verdbref@bi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.