Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Frambjóöendur Framsóknarflokksins í sálfræðimeðferö: Líður eins og Gunn ari á Hlíðarenda - segir Guðni Ágústsson sem settur var J hópefli ■VV [)R. SRLj 1 í$u»W! EFTIR mikla sálfræðilega klónun telja „litla undrið og félagar hans“ sig vera fornkappa hina mestu sem bregður hvorki við sár né bana. Undirbúningur að Norrænu málflutningskeppninni Dómarar við Mannrétt- indadómstól Evrópu koma UNDIRBÚNINGSNEFND Norrænu málflutningskeppninnar, skipuð útskrifuðum lögfræðingum og lagastúdentum ásamt Sif Konráðs- döttur héraðsdómslögmanni og formanni íslenska liðsins, (önnur f.v. í neðri röð), Gunnari Helgasyni, hæstaréttarlögmanni og heiðursfor- manni liðsins (f.v. í neðri röð), og dr. Jacob Sundberg, stofnanda keppninnar, (lengst t.h. í neðri röð). UNDIRBÚNINGUR að Norrænu málflutningskeppninni, sem fram fer í Reykjavík helgina 12.-13. júní, hef- ur staðið yfir að undanfomu, en vegna keppninnar koma hingað til lands 72 stúdentar úr lagadeildum háskóla frá Norðurlöndunum. Eru þá ótaldir alls 16 norrænir dómarar, þar af nokkrir af æðstu dómurum við Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg, sem taka munu sér dóm- arasæti í Héraðsdómi Reykjavíkur og í Hæstarétti til að dæma í keppn- inni. Sýndi fram á voðaverk Stalíns Stofnandi keppninnar er sænski lögspekingurinn dr. Jacob Sund- berg, sem á að baki langan starfsfer- il sem prófessor í lagadeild Háskól- ans í Stokkhólmi í almennum lögvís- indum. Hann stjómaði m.a. rann- sókn á árunum 1988-1990 á voða- verkum Stalíns á ámnum 1932-1933 í Úkraínu, sem Sovétstjómin hafði alfarið neitað, uns rannsóknin leiddi með óyggjandi hætti í ljós, að 7,5 milljónir manna hefðu verið drepnar í Úkraínu á áðumefndum tíma. Eftir að rannsókninni lauk viðurkenndi Sovétstjómin umrædda glæpi. Dr. Sundberg var hérlendis um síðastliðna helgi ásamt undirbún- ingsaðilum og meðal starfa hans var að vinna að undirbúningi keppninnar ásamt undirbúningsaðilum. Ljóst er að mikil vinna liggur að baki þátttöku hvers liðs og fá nor- rænir lagastúdentar þátttöku sína metna til eininga í námi sínu, en hins vegar hefur enn ekki orðið af því í Háskóla íslands. Að sögn formanns íslenska liðsins, Sifjar Konráðsdótt- ur, er líklegt að það muni þó breyt- ast í nánustu framtíð þar sem verið sé að taka upp einingakerfí í laga- deild HÍ. Að sögn Sifjar hafa um 60-70 ís- lenskir lögfræðingar tekið þátt í keppninni á námsámm sínum. Með þeim hætti hafa þeir kynnst Mann- réttindadómstólnum, sem gert hefur þeim betur kleift að takast á við fag sitt að námi loknu. í hverju keppnisliði era sex stúd- entar, þar af þrír vamarmegin og þrír sóknarmegin og samkvæmt keppnisreglum munu fjórir í hverju liði standa fyrir munnlegum mál- flutningi fyrir dómi. I keppninni í ár verður fjallað um tilbúna málavexti íslensks leigubif- reiðastjóra sem rak eigin bifreiða- stöð frá húsi í Grjótaþorpinu. Hin meintu brot á Mannréttindasáttmála Evrópu snúast um afturköllun á starfsleyfí bifreiðastjórans vegna aldurs og um takmörkun á eignar- ráðum hans yfir húsinu í Grjótaþorp- inu. Raunveruleikablær yfír keppn- inni þrátt fyrir tilbúning Dr. Sundberg segir að þótt dóm- stóllinn í keppninni sé tilbúningur, hafi heildarmynd keppninnar yfír sér raunveraleikablæ þar sem dóm- aramir séu starfandi hæstaréttar- dómarar á Norðurlöndunum og við Mannréttindadómstól Evrópu. „Gildi keppninnar felst í þeirri þjálfun sem dómarar, lögmenn og stúdentar hljóta í henni,“ segir Jak- ob. „Dómaramir sextán starfa í fjór- um deildum og keppnislið stúdent- anna flytja mál sín fyrir þeim. Dóm- ararnir skrifa enga dóma um málin, heldur leggja einungis mat á það hver sé snjallasti málafærslumaður- inn og fara einkum eftir tvennu, ann- ars vegar gæðum rakanna og hins vegar þeim sannfæringarkrafti sem rökin era borin fram af.“ Norræna málflutningskeppnin fer ávallt fram á dönsku, norsku og sænsku og segir Jakob, sem nefnir sig Spiritus rector keppninnar, að ís- lensku keppendurnir standi þannig að vissu leyti höllum fæti gagnvart hinum keppendunum, en Sif Kon- ráðsdóttir segir þó að á það beri að líta, að þeir nemendur sem sækjast eftir því að komast í keppnina fyrir íslands hönd hafa gjama hlotið ákveðna tungumálaþjálfun utan hins hefðbundna skólakerfis. Lið íslensku laganemanna nefnist Club Lögberg, en hingað til hefur ís- lensku liði ekki tekist að vinna keppnina, þrátt fyrir ágætan árang- ur að öðra leyti. I fyrra var það lið Norðmanna, sem bar sigur úr býtum á heimavelli. Samræmdu prófunum lýkur í dag Foreldrar hvattir til að vera með börnum sínum Rúnar Halidórsson SAMRÆMDU próf- unum lýkur í dag, þriðjudag, hjá 10. bekkingum í grannskólum landsins. Undanfarin ár era dæmi um að nemend- ur á höfuðborgarsvæðinu hafi safnast saman í hópa þennan dag og stundum hafa þá gerst miður skemmtilegir atburðir. Þar sem ástandið var orð- ið frekar slæmt fyrir nokkrum árum tóku ' nokkrar stofnanir og for- eldrasamtök sig saman og reyndu að spoma við þessari hópamyndun ung- linga. Rúnar Halldórsson er forstöðumaður for- varnasviðs Félagsþjón- ustu hjá Reykjavíkur- borgar. „Það er vissulega stór og mikill áfangi að ljúka samræmdu próf- unum en við teljum afar mikil- vægt að koma í veg fyrir hópa- myndanir unglinga þennan dag og hvetjum alla foreldra 10. bekk- inga til að vinna með okkur og fylgjast vel með sinum börnum í dag og í kvöld. Allir þurfa að vera á varðbergi.“ Rúnar segir að fyrir nokkram áram, þegar fór að bera á hópa- mynduninni, hafi hluti ungling- anna verið undir áhrifum áfengis og jafnvel annarra vímuefna og ýmsir óæskilegir atburðir eins og ofbeldi og afbrot fylgt í kjölfarið. „Sumir þeirra einstaklinga sem þannig stigu sín fyrstu ógæfuspor fylla nú biðlista eftir meðferð á Stuðlum og meðferðarheimilum á vegum Barnaverndarstofu og í millitíðinni hafa foreldrar og aðrii- nákomnir þeim liðið miklar til- finningakvalir. Skólar, lögi-egla, foreldrar, félagsmiðstöðvar, ÍTR, foreldrar og Félagsþjónustan ákváðu í fyrra að taka höndum saman og m.a. var boðið upp á skipulagðar ferðir á vegum skól- anna sama dag og síðasta prófið var haldið. Þetta reyndist mjög vel og því var ákveðið að halda áfram á þessari braut í ár.“ - Hvernig geta foreldrar hjálp- að til? „Fyrst og fremst með því að láta börnin finna hversu vænt okkur þykir um þau. Láta þau skynja það fullkomlega að okkur er ekki sama hvað um þau verður. Okkur er annt um framtíð þeirra. Eg tel mikilvægt að á þessum tímamótum séu foreldrar með barninu sínu, geri sér glaðan dag með því, ekki síst í kvöld. Ég vil sérstaklega brýna fyrir forráða- mönnum unglinga að það er al- gjörlega óheimilt að selja, veita eða afhenda einstaklingi undir tuttugu ára aldri áfengi. Við höf- um haft talsverðar áhyggjur af því hvem- ig krakkamir geta út- vegað sér vín. Sumir foreldrar virðast halda að það sé allt £ lagi að þeir kaupi áfengi fyrir börn sín. Það er á hinn bóginn mikill misskilningur að það sé betra að kaupa vín fyrir barnið en að það drekki til dæmis landa. Reynslan hefur sýnt okkur að slík viðbrögð foreldra eru grænt ljós fyrir börnin á að þau geti síðar notað önnur vímuefni líka. Böm sem byrja ung að drekka áfengi eru í mun meiri hættu en önnur á að ánetjast öðrum vímuefnum seinna á lífsleiðinni. Ég vil sér- staklega biðja foreldra um að vera vakandi fyrir því að samkvæmi ►Rúnar Halldórsson er fæddur í Reykjavík árið 1959. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum við Sund árið 1981 og lauk BA próil í uppeldisfræðum og starfsrétt- indanámi í félagsráðgjöf frá Há- skóla Islands. Hann hóf störf við Félagsmála- stofnun Reykjavíkur sem nú heit- ir Félagsþjónustan í Reykjavík árið 1985. Hann hefur verið for- stöðumaður forvarnasviðs Fé- lagsþjónustunnar frá stofnun þess árið 1997. Eiginkona hans er Ágústa Þor- bergsdóttir og eiga þau þijá syni. unglinga í heimahúsum, þar sem fullorðnir eru ekki heima, er mik- ið hættuspil og við slíkar aðstæð- ur hafa margir unglingar upplifað sínar fyrstu hremmingar og sumir aldrei beðið þess bætur.“ -Hvað með útivistartíma ung- linga? Virða þeir hann þennan dag? „Nei oft er það ekki en hér er mikilvægt að muna að fyrirmæli og skilaboð foreldra skipta miklu máli. Ég ítreka að vetrartíminn er enn í fullu gildi. Það þýðir að börn undir sextán ára aldri mega ekki vera úti eftirlitslaust eftir klukkan tíu á kvöldin. Það er afar mikil- vægt að foreldrar standi saman og virði þennan útivistartíma. Nöpur reynslan hefur sýnt okkur að eftir að lögbundnum útivistar- tíma lýkur eykst hættan á að börn lendi í hremmingum. Þau lenda í árásum, slagsmálum, verða fyrir kynferðislegri áreitni, leiðast út í afbrot eða prófa vímuefni sem þau myndu að öllu jöfnu ekki gera við aðrar aðstæður.“ „ -Hvaða uppákomur standa unglingum til boða þennan dag? „Flestir grannskólar í Reykja- vík bjóða upp á skipulagðar ferðir fyrir nemendm- í samstarfi við fé- lagsmiðstöðvar og for- eldrafélög. Það er mis- munandi eftir skólum hvað boðið er uppá en þetta era ævintýra- ferðir þar sem áfanga- staður er stundum ekki gefinn upp. Foreldrar ættu að kynna sér hvað stendur til boða í skóla barna sinna og hvetja þau til að taka þátt.“ Rúnar vill að lokum minna á að forvarnirnar byrja heima. „For- eldrar þekkja börnin sín best og því er sérstaklega mikilvægt að þeir séu á varðbergi í dag og hjálpi barni sínu að forðast hætt- urnar. Foreldrar mega aldrei gleyma því að „nei“ getur verið mjög jákvætt fyrir barnið þeirra." Nei getur verið mjög jákvætt fyrir barnið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.