Morgunblaðið - 27.04.1999, Side 79

Morgunblaðið - 27.04.1999, Side 79
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 79 £- rtSK 551 ■ .aiigiivcfti »4 ['digital; www.stjornubio.gs MAGNAÐ BÍÖ /DD/ Sýnd kl 4.30, 6.45, 9 og 11.25. Stranglega b.i. 16 ára. m DIGiTAL Nýjasti spennutryllir wiuw Yun Fat úr Repiacement KilleVs og Mark Wahlberg úr Boogie Nights. 0= = ALVORIIBIOI mpolby = £= ===;. STAFRÆNT stærsta tjalðið mhi ~= = = HLJQÐKERFI í | luv . . — ÖLLUIVI SÖLUM! JULLOL í Kína- hverfinu er ekkert réttiæti, engar reglur og enginn er öruggur TheCorruptor CHOW'YVN%AT MARK WAHÍBtHG Sýnd kl. 4.50, 6.50, 9 og 11.10. BRtHDAH FRASER CHfHSTOPHCR WALKCN SmSPACÍK JP DAVUOIÍY F-’fk-ý'- AIICIA SILVERSTONt Sýnd kl. 4.50, 6.50, 9 og 11.10. r X " M mmmmMMmmÉmm Sýnd kl. 5, 7, 9og11.B. i. 16. www.austinpowers.com PLÖTUUMSLAGIÐ Lundúnabúa héldu að nú væri þeirra hinsta stund runnin upp. Síð- an þegar við komum í skálann reiddum við fram þorramat svo þetta var mjög sérstök upplifun fyr- ir hópinn. Það er eflaust skýringin á þessum lýsingum að hluta,“ segir Stefán. -Súrir hrútspungar og blindhríð berjandi á glugga hljóta náttúrulega að staðfesta fyrírfram ákveðna hug- mynd um skrýtið fólk í skrýtnu landi? „Já, kannski. En þetta er okkar sérstaða og veðrið á Islandi er nátt- úrulega stór hluti af því sem gerh- ferð til þessa lands sérstaka. Þú veist aldrei við hverju er hægt að bú- ast og það er eðlilegt að lenda í aftakaveðri sama dag og hefur verið sól og blíða,“ segir Sigurður. „En stundum höfum við bara sýnt þeim það sem okkur finnst vera ósköp venjuleg íslensk helgi og fáum samt ailtaf sömu rulluna um þessa sér- stöku íslendinga og þetta furðulega land þai- sem allt getur gerst!“ -Skapar þessi ímynd íslenskum tónlistarmönnum eftirsóknarverða sérstöðu? „Það getur vel verið að frekar sé eftir okkur tekið út af þessu orð- spori,“ segh’ Stefán en bætir við að Gus Gus hafi þar að auki þá sérstöðu að vera ekki venjuleg hljómsveit. „Við erum með mjög fjölbreyttan bak- grunn og hópmúnn kom upphaflega saman til að gera stuttmynd sem þró- aðist út í að gera tónlist líka. Að því leyti erum við óvenjulegur hópur miðað við margar hljómsveitir." - Samkvæmt titli plötunnar er hið óvanalega eðlilegt, ekki satt? „Jú, af hverju ekki? Þetta er af- stætt hugtak og þess vegna er skemmtilegt að vinna með það því titillinn er ögrandi og býður upp á margar spurningar,“ segir Stefán. „Bara það að vekja fólk til umhugs- unar um hvað sé eðlilegt eða ekki eðlilegt er okkur mikils virði. Við göngum ekki að hlutunum sem gefn- um,“ segir Sigurður. - Hvað verður síðan á döfinni eftir tónleikaferðina ? „Hvað framtíðin ber í skauti sér veit enginn,“ segir Stefán. „Við vilj- um engu svara um framtíðina,“ segir Sigurður. „Framtíðin er núna!“ Blönduð stflbrigði TÓJVLIST Geisladiskur THIS IS NORMAL Þriðja breiðskífa Gus Gus hópsins. Hljóðrituð í Reykjavík af Páli Borg og Gus Gus. 4AD gefur út. TVÖ ÁR eru síðan Gus Gus gáfu út Polydistortion, sína síðustu geislaplötu, áður höfðu þeir gefið út geisladiskinn Gus Gus hér á landi sem var að nokkru leyti sami disk- ur. Um þessar mundir gefur hópur- inn, sem núorðið er líklega orðið óhætt að kalla hljómsveit, geisla- diskinn This is normal. Sveitin hefur ávallt verið höll undir tölvuvædda tónlist, „sömpl“ mikið notuð svo og síur ýmiss kon- ar, t.a.m. cutoff og resonance, tón- listin byggð upp af ýmsum stfl- brigðum á sálargrunni. Aðall sveit- arinnar hefur þó verið laglínurnar og á því er engin gi-undvallarbreyt- ing á This is normal, laglínurnar fara enn fremstar sem er vel, til- hneigingin er oft hjá „tölvusveitum“ að láta hryninn ganga fyrir tónlist- inni sjálfri. Geislaplatan einkennist nokkuð af mýkri stemmningu en á fyrri plötunum tveimur, stundum svo jaðrar við sveimtónlist. Fönk/sál- armettaðar bassalínur skipa botn- inn auk tölvugerðra trommutakta, ofan á það raðast rafstef ýmiss konar, stöku gítarar og svo raddir. Diskurinn er almennt séð mjög góður, lögin ellefu eru flest af- bragð popplaga og fáa veika bletti að finna, greinilegt er að vinna hefur verið lögð í geisladiskinn, hver nóta er úthugsuð. Tónlistin er eins og áður segir mýkri og ró- legri að mestu, hljóðsíurnar fá meiri hvíld enda ofnotaðar undan- farið af öðrum hljómsveitum og seiðandi hljóðgervlar eru ráðandi í þeirra stað. Ladyshave, fyrsta lag disksins, sker sig nokkuð úr, hraðinn er meiri og yfirbragðið gi-ófara, yfirkeyrt orgel og tvíræður texti keyra lagið áfram, minnir um margt á breska rokktónlist kennda við Manchester. Teenage sensation og Starlovers fylgja í kjölfarið, bæði ágætt popp en frekar tilþrifa- laus. Very import- ant people, fimmta lag plöt- unnar, hljómar í fyrstu sem ódýrt housepopp sem það kannski er en vinnur mjög á, falsettusöngur, klavhljómborð og skemmtilegt gít- arstef hljóta að teljast laginu til tekna þrátt fyrir á köflum klígjuleg- ann botn. Bambi, rólegasta lag plöt- unnar, er einnig lag sem vinnur á við hlustun, góð strengjaútsetning og væminn texti gerir lagið afar áheyrilegt, í réttu hugarástandi a.m.k. Dæmi skal tek- ið úr texta, „Bambi fly/ today is liv- ing/ we’re able to continue / ‘cause the world is still breathing/ It’s good to be here with you.“ Þar að auki er síðasta lag plötunnar, Dom- inique, skemmtilegt, tilbreytingar- laust stef, hreint sveim. Love vs Hate er svo eina vonda lagið á This is normal, því hefði mátt sleppa, tómlegt mjúkteknó með innantóm- um texta, „It’s not hate, it’s not rí - hate, it’s not hate/ It’s love.“ Hljóðfæraleikur og forritanir á This is normal er að öllu leyti til íyrirmyndar svo og hljóðfæraval, samspil söngs og tónlistar er einnig mjög gott. Daníel Ágúst Haralds- son hefur góða rödd og kann að nota hana, greinilegt er að reynslan er til staðar, Hafdís Huld á einnig góða spretti en rödd hennar er þó frekar loftkennd, einkum í laginu Teenage sensation, kannski skortir reynsluna sem Daníel Ágúst býr yf- ir. This is normal er rökrétt fram- hald Polydistortion án þess þó að verða fyrirsjáanleg. Gus Gus bland- ar saman ekki aðeins ólíkum stfl- • - brigðum heldur einnig góðum hljómi og tilfinningu fyrir laglínum svo úr verður góð og vönduð popp- plata sem ekki fer alltaf saman. Gísli Árnason www.nett.is/borgarbio 4ippl§®3s3SS)il!aM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.