Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 76
76 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Sameinaðir kraftar skipta öllu Svíar hafa náð mun lengra en nágranna- þjóðirnar í að koma tónlistarmönnum sín- um á framfæri og nam útflutningurinn 22 milljörðum króna árið 1997. Hildur Lofts- dóttir hitti Dag Hággqvist formann sam- bands hljómplötuframleiðenda í Svíþjóð. FYRIR fimm árum var fyrir- tækið Export Music stofnað í Svíþjóð af þarlendum hljómplötuframleiðendum, útgefendum, tónskáldum og félagi hljómlistarmanna. Það hefur haft stórfelld áhrif á sænskt tónlistarh'f og tónlistarútflutning að sameina þá krafta sem áður unnu jafnvel hver á móti öðrum og fá þá til að vinna ein- huga að sameiginlegum markmiðum. „Hæfíleikarnir skipta samt mestu máli. Export Music hefur auðvitað ekki skapað vinsældir tónlistar- manna, heldur aðstoðað þá við að ná útbreiðslu,“ segir Dag. ABBA lyfti upp tónlistariðnaðinum - Hvers vegna eni sænskir tónlist- armenn svo vinsælir? „Vinsældirnar eiga sér langa sögu, en ABBA hafði ótrúlega mikil áhrif. Þau sköpuðu jákvætt fordæmi fyrir aðra tónlistarmenn að reyna fyrir sér í að semja tónlist sem gæti notið vinsælda á alþjóðlegum markaði og um leið lyftist gæðastandardinn á tónlistariðnaðinum í heild; bæði á hæfni og atvinnumennsku. Þetta skipti sköpum. Það má líkja þessu við þegar Björn Borg var á hátindin- um og fram komu hundruð nýrra tennisleikara og auðvitað urðu nokkrir þeirra mjög góðir líka. Þið íslendingar hafið komið fram með það góða og áhugverða tónlist- armenn, eins og Björk, Sykurmolana og Mezzoforte, að þið sýnið fram á að það eru möguleikar á að ná langt á alþjóðamarkaði. Allir þurfa á heppni að halda, og ef þið skipulegg- ið ykkur betur, eru meiri möguleikar á að heppnin knýi dyra. Þeim mun betur sem staðið er að hlutunum við- skiptalega séð, þeim mun meira verður ykkur ágengt.“ Þjóðfélagið með á nótunum - Og hafið þið komið á fót skot- heldri hernaðaráætlun í markaðs- málum? „Eg held að hemaðaráætlunin sem öllu skiptir sé að sameina alla sem að tónlist standa til að skapa eitthvað gott og áhrifaríkt saman. Það hefur gert það að verkum að bæði hinni almenni Svíi og stjórn- málamenn gera sér grein fyrir mikil- vægi sænska tónlistariðnaðarins. Ég held að það yrði heillavænlegt fyrir íslendinga að gera hið sama.“ - Hvert myndir þú álíta að væri næsta skref fyrir Islendinga í þess- um málum? Að opna augu stjórn- málamanna fyrir útflutningsmögu- leikunum? „Já; það er mjög mikilvægt skref fyrir Islendinga. I Svíþjóð eiga stóru alþjóðaútgáfufyrirtækin um 75-80% markaðarins. A Islandi eru hins veg- ar allir hljómplötuútgefendur sjálf- stæðir og þeim mun meiri ástæða fyrir stjómvöld að styðja þar við.“ - Hefja Svíar tónlistarferilinn á sænsku eða er meira um að þeir syngi eingöngu á ensku með frama í útlöndum í huga? „Ég held að ástandið sé mjög heil- brigt í Svíþjóð hvað þetta varðar. Tónlistarmenn velja sér það tungu- mál sem þeir hafa áhuga á að syngja á. Það er ekki mikið um árekstra hvað þessi mál varðar, almennt við- horf er mjög jákvætt til tónlistar- sköpunar, hvert sem tungumálið er. Ungur tónlistarmaður vill auðvitað ná árangri, þótt hann hugsi ekki strax á heimsmælikvarða. Flestir era ánægðir með það að verða sæmi- lega vinsælir bara í Svíþjóð. Það sem þeir hugsa fyrst og fremst um er að fá tækifæri til þess að skapa sína tónlist og geta lifað af því. Markmið- ið er sjaldnast að verða Paul Simon eða Julio Iglesias, þó seinna gæti farið svo að málin þróist í þá átt.“ - Flytur góð tónlist sig ekki út sjálf? ' „Jú, ef tónlistarmenn finna sér einhvern umboðsmann erlendis. Hvað ísland varðar og þá skapandi hæfileika sem hér er að finna, er heimamarkaðurinn með eindæmum lítill, og þess vegna mjög mikilvægt að stækka markaðinn til þess að skapa rétt umhverfi þar sem tónlist- armenn fá almennilega notið sín og geta lifað af list sinni.“ Morgunblaðið/Halldór DAG Hággqvist hvetur Islendinga til að stækka tónlistarmarkað sinn. :• V-,., Nokkrir sænskir tónlistarmenn sem hafa náð langt á alþjóða- markaði. OABBA ruddi brautina fyrir komandi kyn- slóðir tónlistannanna í Svíþjóð. OMEJA sló í gegn í Japan áður en hún varð vinsæl í Svíþjóð. OACE OF BASE eru ein vinsælasta hljóm- sveit í heimi. OR0BYN seldi fyrstu sólóplötuna sína Ro- byn is Here í milljón- um eintaka, og ætlar að syngja inn á fyrstu sólóplötu Christias Falk Quel Bordel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.