Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 27 ÚR VERINU Umtalsverð aukning í verðmæti fiskaflans VERÐMÆTI fiskaflans jókst um- talsvert í janúar 199 samanborið við sama mánuð í fyrra. Samkvæmt til- kynningu frá Hagstofu fslands var heildarverðmætið 3.655 milljónir króna í janúar sem leið en 2.240 millj. kr. í janúar 1998. Verðmæti botnfiskaflans var 1.774 millj. kr. í janúar 1998 en 2.878 millj. kr. í janúar 1999. Verð- mætið var meira í öllum þorskfisk- tegundum, fór samtals úr 1.409 millj. kr. í 2.402 millj. kr. en verð- mæti þorskafla fór úr 1.065 millj. kr. í 1.820 millj. kr. Verðmæti flat- fiska var um 85 millj. kr. 1998 en 117 millj. kr. 1999 og verðmæti ann- ars botnfiskafla fór úr tæplega 280 millj. kr. í liðlega 359 millj. kr. Uppsjávaraflinn skilaði rúmlega Verðmæti fiskafla í janúar1998 og 1999 Milljarðar króna fisk- sjávar- krabbaafli, afli afli annar afli 163 millj. kr. í janúar 1998 en tæp- lega 576 millj. kr. í janúar 1999. Verðmæti síldarinnar fór úr 73 millj. kr. í 209 millj. kr. og loðnunn- ar úr 90 millj. kr. í 363 millj. kr. Kolmunni var ekki skráður í janúar í fyrra en verðmæti hans var um 3 millj. kr. í janúar í ár. Samdráttur Minni rækjuafli gerði það að verkum að verðmæti skel- og krabbaafla dróst saman um þriðj- ung, fór úr 302 millj. kr. í 200 millj. kr. Verðmæti rækjunnar var 260 millj. kr. í janúar 1998 en 151 millj. í janúar í ár. Einnig varð samdráttur í verð- mæti hrognkelsa, fór úr 421 þús. kr. í 256 þús. kr. Morgunblaðið/Friðrik J. Hjartar Dýpkað á mestu fjöru ársins Ólafsvik. Morgunblaðið. Landamærastöð ESB Schengen- skoðunar- stöð opnuð ísaljörður. Morgunblaðið. VERIÐ er að leggja síðustu hönd á frágang Schengen-skoðunarstöðvar að Sindragötu 11 á ísafírði en hún tók til starfa um miðjan mánuðinn. Reyndar er skoðunarstöðin sjálf til- búin en verið er að leggja simalínur inn á skrifstofuna og hefur starfs- maður stöðvarinnar, því sinnt skrif- stofustörfum heima. Hlutverk stöðvarinnar er að annast skoðun á frosnum fiskafurðum sem hingað berast frá löndum utan Schengen- svæðisins, t.d. Rússafiski, Kanada- fiski og Færeyjafiski. Schengen-stöðvar eru útverðir Evrópu, eins konar tollgæsluhlið inn til í-íkja ESB sem aðild eiga að Schengen-samkomulaginu og þar með verður ísafjörður ein af landamærastöðvum ESB. Rússa- fiskur og aðrar fiskafurðir frá lönd- um utan Schengen-svæðisins sem héðan fara til ESB-ríkja þurfa því ekki lengur að fara í gegnum skoð- un þar við komuna þangað. Ellert Guðjónsson er starfsmaður skoðunarstöðvarinnar en undanfar- in tvö ár hefur hann verið fastur starfsmaður Fiskistofu á Vestfjörð- um með búsetu á ísafirði. Hérlendis eru þegar komnar Schengen-landamærastöðvar í Hafnarfirði, á Eskifirði og á Akur- eyri, auk flugstöðvarinnar í Kefla- vík. Á Vestfjörðum verða væntan- lega einnig í framtíðinni svonefndar B-stöðvar (aukastöðvar) á Þingeyri og Tálknafirði. MESTA fjara ársins var í síðustu viku vetrar. I Snæfellsbæ var stærsta fjaran mínus 20 sentímetrar miðað við meðal stórstraumsfjöru og notuðu hafnaryfirvöld sér þetta tækifæri til framkvæmda við dýpkun bæði í Ólafsvík og á Amarstapa. Á Arnarstapa er sandburður inn í höfnina og þarf árlega að fram- kvæma dýpkun, en að sögn hafnar- stjórans, Björns Arnaldssonar, hafa þar orðið nokkrar breytingar á botn- lagi á liðnum árum. Áð þessu sinni voru fjarlægðir um 530 rúmmetrar. í Ólafsvíkurhöfn var mokað upp um 1.680 rúmmetrum næst olíudælu, en uppgröfturinn var fluttur í fyrir- hugaða lóð Olíudreifingar við Norð- urgarð. Unnið er að því að koma þar upp fullkominni aðstöðu með tilliti til mengunarvarna, auk þess sem að- flutningsæð verður þar mjög stutt. Núverandi olíutanka á að flytja á þetta nýja svæði. Verktaki við þess- ar framkvæmdir er Bjarni Vigfús- son. I Rifshöfn verður á næstu dögum hafist handa við styrkingu og hækk- un á elsta hluta norðurgarðsins á um 230 metra kafla og tekur sú fram- kvæmd einn til tvo mánuði. Sjóvörn við Ólafsbraut í Ólafsvík er einnig á dagskrá hafnaryfirvalda á komandi sumri. Úr forystugrein Oags Ellert B. Schram forseti ÍSÍ „ Verstur er þó hlutur öryrkj- anna, sem aldrói hafa beðið um sína örorku en eru háðir þeim smánarskammti sem hrekkur af borðum allsnægt- arinnar." Október 1998. „Aðeins lítið brot af öllum þeim milljörðum sem ríkissjóður hefur bætt við sig í skatttekjum á þessu ári og því næsta myndi duga til að gera hér nauðsynlegar úrbætur." Desember 1998. Úr forystugrein Morgunblaðsins: „í Ijósi réttsýni og sanngirni er tímabært, að ekki sé fastar að orði kveðið, að endurskoða stöðu öryrkja, sérstaklega þeirra sem urðu öryrkjar ungir." Desember 1998. 52 Oryrkjabandalag Islands Jon og Siggo skipuleggjo sumarfríia mea nýja fjölskyldumealiminum i ■Æh'. NYJRSTI FJOLSKYLDU- MEÐLIMURINN ... NY KYNSLOÐ fl F PRESflRIO KOMIN 41 islandia intemet KR - slcer ölltim viö Nýja heimilistölvan frá Compaq, Presario, er ein öflugasta og fullkomnasta heimilistölva sem fáanleg er í dag. Auk alls búnaðar sem finna má í öðrum góðum heimilistölvum, svo sem öflugs mótalds fyrir Intemetið og allt að 8,0Gb harðs disks, er Presario 5240 með innbyggt DVD drif sem gerir notendum kleift að horfa á bíómyndir á skjánum í bestu hugsanlegu myndgæðum. Compaq Presario er tilbúin til notkunar beint úr kassanum. TAKMARKAÐ MAGN FRfl COMPflQ fl VERÐI FRfl 99.900 6 mánaðo fríir á netinu PRESARI0 Presario býður upp ó ótal möguleika til vinnu og leiks ó heimilinu, m.a. að: • fara inn ó Internetið • sjó bíómyndir (DVD) • færa heimilis- bókhaldið • læra heima • senda og fó tölvupóst • stunda bankaviðskipti ... og svo mætti enda- laust telja Gerðu þér ferð i Tæknival og kynntu þér eina fullkomnustu heimilistölvu sem markaðurinn hefur upp á að bjóða - á einstöku verði. Tæknival www.taeknival. Skeifunni 17 • Sími 550 4000 • 0piðvirkadaga09:00-18:00»laugardaga10:00-16:00 AKRANES - Tðlvuþjónustan - 431 4311 • AKUREYRI - TÆKNIVAL - 461 5000 • EGILSSTAÐIR - Tölvuþjónusta Austurlands - 470 1111 » HORNAFJÖRÐUR - Tölvuþjónusta Austurlands - 478 1111 « HÚSAVÍK - E.G. Jónasson - 464 1990 • (SAFJÖRÐUR - Tölvuþj. Snerpa - 456 3072 REYKJANESBÆR -Tölvuvæöing - 421 4040 SAUÐÁR KRÓKUR - Skagfirðingabuð - 455 4537 • SELFOSS - Tölvu- og rafeindaþj. - 482 3184 VESTMANNAEYJAR - Tölvun - 481 1122 Tæknival - í fararbroddi í 15 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.