Morgunblaðið - 27.04.1999, Page 15

Morgunblaðið - 27.04.1999, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999 15 AKUREYRI Samningur milli Kaupfélags Eyfírðinga og Rannsóknastofnunar fískiðnaðarins Samstarf um matvælagarð MATUR 2000+ er heiti á sarn- starfsverkefni Kaupfélags Eyfírð- inga og Rannsóknastofnunar físk- iðnaðarins sem nær til rannsókna, ráðgjafar, þjónustu og fræðslu á matvælasviði. Hjörleifur Einarsson, prófessor og forstjóri Rf, og Þórar- inn E. Sveinsson aðstoðarkaupfé- lagsstjóri undirrituðu samstarfs- samninginn í gær. Ríkisstjórn Islands samþykkti í síðustu viku tillögu um að stofna Matvælasetur við Háskólann á Akureyri en það mun taka til starfa í byrjun næsta árs. Matvælagarður KEA og Rf mun leita eftir samstarfi við háskólann um uppbyggingu þess. Miðað er við að Matvælagarð- urinn taki til starfa á þessu ári og er þess vænst að fleiri framleiðendur sjái sér hag í því að taka þátt í sam- starfinu. Starfsemi garðsins tekur til margra þátta, nefna má rann- sóknir varðandi vöruþróun og ný- sköpun, ráðgjöf á sviði innra eftir- lits, vottun, mælingar efna, gerla og aðrar mælingar og prófanir tengdar matvælaframleiðslu auk kennslu og námskeiða fyrir starfsfólk fyrir- tækja. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, sagði mat- vælaframleiðslu stóriðju Eyfirð- inga, en samkvæmt lauslegum áætl- unum veltir iðnaðurinn yfir 20 millj- örðum á ári. Rannsóknir og þróun- arstarf á sviði matvælaframleiðslu væru ekki í samræmi við umfangið, en þau mál væru að þokast til betri vegar. Matvælasetur Háskólans á Akureyri mun verða í svonefndu rannsóknarhúsi þess og hefur Ak- ureyrarbær boðist til að kosta byggingu þess. „Það er afar brýnt Morgunblaðið/Kristján ÞORARINN E. Sveinsson, aðstoðarkaupfélagsstjóri KEA, lengst til hægri, Hjörleifur Einarsson, forstöðu- maður Rannsóknastofnunar flskiðnaðarins, og Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, við und- irritun samstarfssamnings KEA og Rf um matvælagarð. að stjórnvöld taki ákvörðun í mál- inu, sagði Þorsteinn. Aukin umsvif Þórarinn E. Sveinsson væntir mikils af samstarfinu og er þess fullviss að það muni verða farsælt. Mikil þekking og reynsla væri innan íyi-irtækisins á sviði matvælafram- leiðslu, en Þórarinn nefndi að Mjólkursamlag KEA hefði nýlega fengið ISO-2001 vottun fyrst mat- vælaframleiðslufyrirtækja og sama gilti um útflutningsleyfi þess til Evrópulanda. Hjörleifur Einarsson sagði um að ræða tímamótasamning fyiúr rann- sóknarsamfélagið allt. Samningur- inn við KEA gerði að verkum að úti- bú Rf á Akureyri fengi fieiri verk- efni, auka þyrfti við mannafla, húsa- og tækjakost þess. Þorsteinn Geirsson, ráðuneytis- stjóri í sjávarútvegsráðuneyti, sagði samninginn bera vott um mikla framsýni og taldi víst að hann myndi nýtast fleirum en KEA og Rf. JLAl 9.30-10.00 10.00-10.15 Bleikjudagur '99 Framtíöarsýn og þróun á markaði Ráðstefna haldin 30. apríl á Fosshótel KEA, Akureyri. Ráðstefnustjóri: Elín Antonsdóttir Skráning Setning Bleikjudags '99 Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra. 10.15-11.10 Staðsetning og rekstrarlegar forsendur fiskeldisstöðva Ólafur Sigurgeirsson - Hólaskóli. Vatnsnýting og eldisumhverfi Helgi Thorarensen - Hólaskóli. Kynbætur á bleikju Einar Svavarsson - Hólaskóli. Niðurstöður rannsókna á fóðrun bleikju Þuríður E. Pétursdóttir - Rannsóknarstofnun landbúnaðarins. Vinnsla og sala bleikjuafurða - framtíðarsýn á forsögulegum grunni Guðbrandur Sigurðsson - Útgerðarfélag Akureyringa hf. Umræður og fyrirspurnir 11.10-11.30 11.30-11.50 11.50-12.10 13.00-13.20 Bleikjuframleiðsla hérlendis og verðþróun Jón Örn Pálsson - Fóðurverksmiðjan Laxá hf. Erlend markaðssókn Vilhjálmur Guðmundsson - Útflutningsráð (slands. Bandaríkjamarkaður Marion Kaiser - Aquanor Marketing Inc. Fyrirspurnir Þróun aðferða til að meta gæði bleikju til útflutnings Þyrí Valdimarsdóttir - Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins. Samvinna og samskipti íslenskra bleikjuframleiðenda Birgir Þórisson - Glæðir ehf. Fyrirspurnir I— 16.00-17.00 Umræður og niðurstöður ráðstefnu 17.00-17.10 Ráðstefnuslit Valgerður Kristjánsdóttir - Fóðurverksmiðjan Laxá hf. 17.20-18.30 Heimsókn í Fóðurverksmiðjuna Laxá hf. 20.00 Kvöldverður á Fosshótel KEA 13.20- 13.40 13.50- 14.20 14.20- 14.30 14.30-14.50 14.50- 15.10 15.10-15.30 Þátttökugjald er kr. 5.000 og skráning fer fram fyrir 28. apríl í síma 460 7200 milli kl. 8 og 16. Hafnaði á skilti ÖKUMAÐUR þessarar bifreiðar missti vald á henni með þeim af- leiðingum að bifreiðin hafnaði á auglýsingaskilti við bensínstöð ESSO við Hörgárbraut. Maður- inn hafði ekið suður Hörgárbraut og inn á hringtorg sem þar er, en lenti á skiltinu. Bfilinn var óöku- fær, en ökumann sakaði ekki. Á laugardagskvöld var ungur ökumaður með reynsluskírteini sviptum ökuréttindum en hann mældist á 109 kflómetra hraða á Hörgárbraut. Nokkrar annir voru hjá lögreglu um helgina, einkum vegna upphafs Kristnihá- tíðar, en að mestu leyti gekk hún óhappalaust fyrir sig. A for- setavakt ÁLFT sem öllu jöfnu held- ur sig á Andapollinum neðan Sundlaugar Akur- eyrar hefur verið á far- aldsfæti siðustu daga. Hún hélt niður í miðbæ á sunnudag og staldraði um stund við gatnamót Kaup- vangsstrætis og Drottn- ingarbrautar þar sem engu var Iikara en hún væri undir lögregluvernd. Kannski hefur hún boðist til að aðstoða lögregluna við umferðarstjórnun, en á sunnudagsmorgun komu fyrirmenn til Akureyrar til að vera viðstaddir setn- ingu Kristnihátíðar. Morgunblaðið/Kristján Kór Tónlistar- skólans á Akureyri Tónleikar í Skemm- unni KÓR Tónlistarskólans á Akur- eyri heldur „Gala tónleika" í Iþróttaskemmunni í kvöld, þriðjudaginn 27. apríl, kl. 20.30. Þar verða fluttar óperu- aríur og óperukórar. Frumflutningur verður á útsetningu Richards Simms á Polovetsian, Dönsum eftir Borodin fyrir kór og tvö píanó. I þeim flutningi fær Richard til liðs við sig Daníel Þor- steinsson píanóleikara. Á seinni hluta tónleikanna verð- ur flutt Missa Criolla, eftir Ramierz. Einsöngvarar eru Bjarkey Sigurðardóttir, Haukur Steinbergsson, Hildur Tryggvadóttir, Sigríður El- liðadóttir, Sigrún Arngríms- dóttir, Sveinn Arnar Sæ- mundsson og Þuríður Vil- hjálmsdóttir. Stjói’nandi er Michael Jón Clarke. Aðgang- ur er ókeypis. Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju Bókmennta- kvöld KIRKJULISTAVIKA hófst í Akureyrarkirkju við upphaf Kristnihátíðar en um er að ræða fjölbreytta listahátíð í sumarbyrjun með yfirskrift- inni „Kristni í 1000 ár“. Meðal dagskráratriða í dag, þriðjudaginn 27. apríl er bók- menntakvöld í Safnaðarheimili Akureyrarkh-kju kl. 20.30. Er það samvinnuverkefni Sigur- hæða - Húss skáldsins og Leikfélags Akureyrar. Eriing- ur Sigurðarson, forstöðumað- ur Sigurhæða, tók dagskrána saman, úr kveðskap til styrkt- ar kristni í landi á fyiTÍ tíð, en leikarar LA flytja ásamt hon- um. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir flytur fyrirlesturinn: „Vandinn að vera fjölskylda," á mömmu- morgni í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju kl. 10 á morgun, miðvikudag. Sýning á guðsorðabókum var opnuð á Amtsbókasafninu á Akureyri í gær og er liður í Kirkjulistaviku. Skautahöll á Akureyri Fjögur til- boð bárust FJÖGUR aðaltilboð og eitt frávikstilboð bánist í smíði yf- irbyggingar yfir skautasvellið á Akureyri og eru þau öll yfir þeim viðmiðunannörkum sem bæjarstjórn Akureyrar setti þegar ákveðið var að ráðast í bygginguna. SJS-verktakar áttu lægstu tilboðin, frávikstilboð fyrir- tækisins hljóðaði upp á 160,5 milljónir króna og aðaltilboðið upp á 192,9 milljónir. Ár- mannsfell bauð 268,1 milljón króna, Arnarfell 244,3 milljón- ir og Istak 276,5 milljónir króna. Miðað var við að kostn- aður við verkefnið í heild færi ekki yfir 150 milljónir króna. Guðmundur Guðlaugsson, yfirverkfræðingur hjá Akur- eyrarbæ, sagði að farið yrði yfir tilboðin í vikunni og af- staða til þeirra væntanlega tekin á fundi framkvæmda- nefndar næsta mánudag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.