Morgunblaðið - 27.04.1999, Blaðsíða 70
70 ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Smáfólk
að myndinni, en of löng... endirinn...
ég er ekki viss...
sjá sýningar-
tjaldið...
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík • Súni 569 1100 • Símbréf 569 1329
Með renn-
blauta bleiu
Frá Árna Helgasyni:
ÉG má til með að þakka Kristni
Snæland fyrir snjalla og athyglis-
verða grein í Mbl. 30. mars sl. þar
sem hann ræðir um „fyrirmyndir í
vímu“. Þar eru orð í tíma töluð og
tek ég af heilum hug undir allt sem
hann segir.
Hræsni þeirra, sem þykjast vilja
berjast gegn vímuefnum og jafnvel
leggja til þeirrar baráttu tugmilljón-
ir af almannafé (sbr. Halldór Ás-
grímsson) en taka sjálfir þátt í
hverju drykkjusamkvæminu eftir
annað og stuðla að síauknu athafna-
frelsi þeirra vímuefnasala, sem með
áfengi höndla, ætti að vera öllum
hugsandi mönnum ljós. Ekki fer
milli mála að vímuefnið áfengi veld-
ur meira böli í okkar heimshluta en
öll ólögleg vímuefni samanlagt. Einn
þekktasti vísindamaður Norðmanna
á þessu sviði, Hans Olaf Fekjær yf-
irlæknir, segir að tíu sinnum fleiri
Norðmenn falli í valinn vegna áfeng-
isneyslu en notkunar allra annarra
vímuefna. Þar að auki viti menn að
þeir sem hefja neyslu ólöglegra
vímuefna hafa svo að segja allir
byrjað á áfengi.
Einhver vitringurinn á vegum
Samfylkingarinnar svokölluðu lýsti í
sjónvarpsþætti í gærkvöldi svipuð-
um skilningi á áfengisvörnum og
þeir aumustu allra í hópi stutt-
buxnaliðsins. Og framsóknarstúlkan
af Seltjarnarnesinu taldi nauðsyn að
færa áfengiskaupaaldur niður í 18
ár. Það reyndu nokkur ríki í Banda-
ríkjunum fyrir nokkrum áratugum.
Afleiðingarnar urðu svo hörmulegar
fyrir ungt fólk þar í álfu að þeir
miða nú þennan aldur við 21 ár.
Hafa þó miðað kosningarétt við 18
ár miklu lengur en við. Kosninga-
réttur og leyfi til vímuefnakaupa eru
nefnilega óskyldir hlutir þótt þeir
sem hag hafa af aukinni drykkju
reyni að spyrða þá saman og margt
fjölmiðlafólk og óþroskaðir ungling-
ar bíti á það agn. Mér er spurn: Get-
um við ekkert lært af reynslu ann-
arra? Þurfum við að gera íslenska
æsku að tilraunadýrum á þessu sviði
þegar fyrir liggur hvernig til tókst
vestra? Er það ekki nóg fyrir þá
sölumenn dauðans sem á áfengissölu
græða að drykkja unglinga hefur
stóraukist síðan farið var að leyfa
þeim að selja bjór? Þarf nauðsyn-
lega að útvega þeim fleiri fórnar-
lömb?
Borgarstjórn Reykjavíkur hefur
breytt ásýnd miðbæjarins á þann
veg að nú líkist hann helst sóðalegu
hafnarhverfi. Viðskiptavinir sjoppu-;
greifanna hafa fyrir löngu gert
venjulegt fólk útlægt af þeim slóðum
á vissum tímum sólarhrings vilji það
ekki hljóta alvarleg meiðsl af þeirra
hendi. Og nú á að verðlauna
vímusalana með því að leyfa þeim að
hafa stofnanir sínar opnar allan sól-
arhringinn, lengur en þekkist í
nokkru siðmenntuðu landi. Og hver
borgar þrifin á miðborginni eftir
sölunætur sjoppugreifanna? Gera
þeir sjálfir hreint fyrir sínum dyr-
um?
íþróttaiðkendur klifa sífellt á því
að íþróttir forði ungu fólki frá vímu-
efnum. Þó er siðferðisþrek þeirra
ekki meira en það að bjórauglýsing-
ar blasa við á íþróttavöllum og í
íþróttahúsum sem almenningur hef-
ur reist í þeirri trú að þar væri unn-
ið mannbótastarf.
Það er víða stuttbuxnafólkið,
erfitt er að sjá hver er í stystum
buxunum og sumir eru greinilega
buxnalausir með öllu. í mesta lagi
með rennblauta bleiu.
ÁRNI HELGASON,
Stykkishólmi.
Flóttamenn
Páls Péturssonar
Frá Jóni Kjartanssyni:
ÞAÐ RÍKIR neyðarástand á leigu-
markaði hér á höfuðborgarsvæðinu
án þess margir sjái ástæðu til að
nefna það, hvað þá krefjast úrbóta.
Þetta er að vísu ekki nýtt, en
óvenjuslæmt nú. Ástæðan er „sölu-
sprenging", sem stórhækkar allan
húsnæðiskostnað og skilur leigjend-
ur eftir á köldum klaka í bókstaflegri
merkingu. Daglega hringir íjöldi
fólks vegna sölu íbúða þess og kaup-
endur, seljendur eða fasteignasalar
láta hótanir dynja á fólkinu ef það
fer ekki helst strax, þrátt fyrir gild-
an leigusamning. Oft lætur fólk und-
an og fer ef það getur til að forðast
álagið vegna ólögmætra krafna.
Flestir verða þó að búa við hótanirn-
ar því þeir geta ekkert farið. Það er
hvergi leiguíbúð að fá nema þá á ok-
urverði sem fólkið ræður ekkert við.
Sumir taka reyndar íbúðir þrátt fyr-
ir það og þá byrja fljótt vanskil og
útburðarkröfur. Inní þetta „góðæri“
leigjendanna ætlar félagsmálaráð-
herra að senda flóttamenn frá
Kosovo samkvæmt upplýsingum
form. flóttamannaráðs í Mbl. 15.
þ.m. en formaðurinn er fyrrverandi
aðstoðarmaður Páls Péturssonar
ráðherra og meðreiðarsveinn í kjör-
dæminu.
Það er fallegt að taka á móti
hröktum fórnarlömbum stríðsbrjál-
æðinga, en ber ekki ráðherra að
huga fyrst að sínum eigin flótta-
mönnum? Hafa ráðherrar hér engar
skyldur við íslenska flóttamenn? Eru
þessir herrar kannski svo veru-
leikafirrtir að þeir vita ekki að ís-
lenskir leigjendur eru nú flóttamenn
í eigin landi? Leigjendur eru flótta-
menn Páls Péturssonar sem hælir
sér af því í Mbl. 16. þ.m. að hafa „í
farsælu samstarfi við Sjálfstæðis-
flokkinn“ haft forystu um það „að
hin hamslausu frjálshyggjuöfl innan
flokksins“ hafa nú rústað heimilis-
grundvelli fátækra íslendinga í stór-
um stíl og gert alla sem þeir geta að
skuldaþrælum. Það er fallegt að
hjálpa hrjáðum og það var fallegt af
Halldóri Ásgrímssyni að segja fólk-
inu að það mætti vera eins lengi og
það vill. En hvenær fá flóttamenn
Páls Péturssonar slíka kveðju frá yf-
irvöldunum?
JÓN KJARTANSSON
frá Pálmholti,
form. leigjendasamtakanna.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.