Morgunblaðið - 06.05.1999, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.05.1999, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forystumenn félaga ASI utan löggiltra iðngreina funda um skipulagsmál Breytingar á skipulagi aðeins gerðar á þingi ASI Farsímanotendur um 120 þúsund Þriðji hver maður með GSM-síma NÆRRI lætur að þriðji hver ís- lendingur eigi GSM-síma og sam- tals eru skráðir um 120 þúsund far- símanotendur í GSM-kerfí Lands- símans og Tals og NMT-kerfi Landssímans. Áskrifendum Tals fjölgaði um 6- 700 í gær samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu en í tilefni eins árs afmælis þess voru um 350 símar seldir á eina krónu. Askrifendur Tals voru fyrir um 16 þúsund tals- ins. Landssíminn verðlaunaði í gær hundraðþúsundasta áskrifanda sinn með fullkomnum Ericsson GSM- síma og hundrað þúsund króna inn- eign á símareikningi. Áskrifendur í GSM-kerfi fyrirtækisins eru nú um 77 þúsund talsins og í NMT-kerfinu eru rúmlega 26 þúsund símar. ■ Á milli/10 ■ Fékk síma/10 MAGNÚS L. Sveinsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavík- ur, segir að það sé alvarlegt mál ef menn neiti að fara að leikreglum Al- þýðusambands íslands. Það sé al- veg skýrt að breytingar á skipulagi ASÍ verði einungis gerðar á þingum ASÍ. í gær ræddu forystumenn stéttarfélaga verkafólks, verslunar- og skrifstofufólks og iðnverkafólks um skipulagsmál sambandsins. Á fundinum voru fulltrúar um 50 þús- und launþega. „Tilgangurinn með þessum fundi var að reyna að koma umræðu um skipulagsmál ASÍ á eitthvert rök- rænt plan. Fram að þessu hefur umræðan verið mjög einhliða. Sann- leikurinn er sá að umræðan hefur ekki snúist um breytingar á núver- andi skipulagi heldur hefur Rafiðn- aðarsambandið ekki viljað una nú- verandi skipulagi. Það eiga allir að vita sem nálægt þessu koma að skipulagi Alþýðusambandsins verð- ur ekki breytt nema á þingum þess. Umræða um skipulagsmál er hins vegar nauðsynleg, m.a. til þess að skapa sátt á þingunum. Það er mjög nauðsynlegt að for- ysta verkalýðshreyfingarinnar ræði þessi mál á breiðum grundvelli og reyni að átta sig á hverjir veikleik- arnir eru, hverju þarf að breyta og reyni að ná samstöðu um breyting- ar,“ sagði Magnús. Verða að fara að leikreglunum „Meginatriðið er að menn geta aðeins gert breytingar á skipulagi á þingum ASI og menn verða að fara að leikreglunum. Ef menn geta ekki farið að leikreglunum steðjar mikill voði að verkalýðshreyfingunni. Ég tel að þessi umræða sem verið hefur undanfarið sé fallin til þess að skaða málstað launafólks og það er mjög alvarlegt mál,“ sagði Magnús. í ályktun frá fundinum segir að forystumenn stéttarfélaga verka- fólks og verslunar- og skrifstofu- fólks séu tilbúnir að ræða um skipulag verkalýðshreyfingarinnar. Bent er m.a. á þá leið að skoða reglur um lágmarksstærð sam- banda. Hafnað er hugmyndum um breytingar á skipulagi sem miðast við þrönga hagsmuni einstakra stéttarfélaga. „Tilfærsla á fólki ein og sér án vel skilgreindra markmiða og án und- angenginnar umræðu er ekki líkleg til árangurs í skipulagsmálum. Því miður hefur umræðan um skipu- lagsmál að undanförnu verið ómál- efnaleg og ómarkviss. Stóryrði og ásakanir í garð einstakra forystu- manna eiga ekkert erindi í umræð- una og dæma sig sjálf. Umræða af þessu tagi í fjölmiðlum er til þess fallin að skaða málstað launafólks og er ekki stuðningur við það starf sem fram þarf að fara um skipu- lagsmál. Þá hafa ekki komið fram haldbær rök sem styðja fullyrðing- ar að núverandi skipulag sé óhæft eða skipulagið hafi verið hemill á baráttu fyrir bættum kjönim fé- lagsmanna,“ segir í ályktun fundar- ins. Skipulagsmál ASÍ voru rædd á miðstjómarfundi ASÍ eftir hádegið í gær. Engin niðurstaða varð á fundinum, en forsetum ASI var falið að gera tillögu í málinu íyrir næsta miðstjómarfund sem verður síðar í þessum mánuði. Sfldarsmugan Sfldin finnst ekki enn TVÖ íslensk skip voru í gær kom- in í Síldarsmuguna, Guðrún Þor- kelsdóttir SU og Jón Kjartansson SU, en veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum máttu hefjast í fyrrinótt. Að sögn Emils Thorarensen, útgerðarstjóra Hraðfrystihúss Eskifjarðar hf. sem gerir skipin út, voru þau við leit nyrst í Síld- arsmugunni í gær, þar sem lög- sögur Noregs og Færeyja mæt- ast, en höfðu enga síld fundið. Gera má ráð fyrir að fleiri skip komi á miðin á næstu dögum en ágætisveiði var í Síldarsmugunni á þessum tíma í fyrra. Heildar- kvóti Islendinga úr norsk-ís- lenska síldarstofninum á þessu ári er rúm 202 þúsund tonn. Morgunblaðið/Golli Klippum beitt á bifreið ÖKUMAÐUR fólksbifreiðar var fluttur á slysadeild eftir árekstur við sendibifreið á gatnamótum Lista- brautar og Kringlumýrarbrautar skömmu fyrir klukkan 15 í gær. Kalla þurfti út tækjabifreið Slökkviliðs Reykjavíkur til að klippa framhurð bifreiðarinnar af svo unnt væri að ná ökumanninum út úr flakinu. Meiðsli hans voru ekki alvarleg, að sögn læknis, en hann var lagður inn á sjúkrahús til eftir- lits. Fólksbiíreiðin skemmdist tölu- vert en sendibifreiðin minna og gat ökumaður hennar ekið henni af slysstað. Fulltrúaráð sjómannadagsins sendir Rey kj avíku rb o r g erindi Vilja lóð SVR fyrir aldraða FULLTRÚARÁÐ sjómannadags- ins hefur sent Reykjavíkurborg er- indi þar sem falast er eftir lóð SVR við Kirkjusand til að byggja hjúkr- unarheimili og íbúðir fyrir aldraða. Óskað er eftir svai-i svo fljótt sem kostur er. Guðmundm- Hallvarðsson, for- maður ráðsins, kveðst telja um ein- stakan stað að ræða, auk þess sem dvalarheimili á þessum stað gæti verið í mjög nánum tengslum við dvalarheimili DAS í Laugarási. „Við getum byggt við það hús 60 ráma hjúkrunarálmu, en sú stækkun er takmörkuð og hrekkur skammt miðað við þörfina,“ segir hann. Vilja 10 hektara lands „í nóvember síðastliðnum sendum við borgarráði bréf þar sem við óskuðum eftir framtiðarathafna- svæði fyrir samtökin til að byggja upp bæði hjúkrunarheimili og íbúðir fyrir aldraða. Við sóttum um 10 hektara lands og það er ljóst að svo stórt svæði liggur ekki á lausu í eða við hjarta borgarinnar. Þegar umræðan um flutning SVR hófst ákváðum við að senda borgarstjóra bréf þar sem við óskum eftir þess- ari lóð, verði SVR flutt, til að byggja yfir áðurnefnda starfsemi,“ segir Guðmundur. Hann kveðst líta svo á að verði af flutningi höfuðstöðva SVR sé eðli- legt að ráðstafa lóðinni til handa þeim sem fyrstur óskar eftir henni, Fulltráaráði sjómannadagsins í þessu tilviki, og hann telji að hjúkr- unarheimili og íbúðir fyrir aldraða henti mjög vel skipulagi á svæðinu. Aðspurður hvort ekki megi búast við að lóð sem þessi yrði afar dýr, kveðst Guðmundur líta svo á að Reykjavíkurborg ætti að afhenda samtökum sjómanna lóðina til eignar án endurgjalds í þakklætis- skyni fyrir það starf sem sjó- mannasamtökin hafa innt af hendi í þágu aldraðra Reykvíkinga í gegn- um tíðina. I bréfi ráðsins til borgarstjóra segir m.a. að staðsetning lóðarinn- ar sé miðsvæðis og mjög ákjósan- leg. Hún geti fallið að stefnumótun og framtíðarsýn samtakanna í mál- efnum aldraðra, en þau stefna m.a. að uppbyggingu íbúðar- og þjón- ustukjama sem komi til móts við sem flest þarfa- og þjónustustig fyrir aldraða. „Regnhlíf fyrirtækja" Samtökin stefna að því að fyrir aldamót verði aukin umsvif og fjöl- breytni í starfsemi Hrafnistu og í framtíðinni verði um að ræða „regnhlíf fyrirtækja sem vinna að umönnun og þjónustu við aldraða. Þessi fyrirtæki munu samnýta þjónustuþætti og rekstrarþætti. Með þessari framtíðarsýn stefnir Hrafnista að því að stækka mark- hóp sinn,“ segir í bréfi samtakanna til borgarráðs í haust. Morgunblaðsins Sérblað um viðskipti/atvinnulíf H I ramiiiTiimflTOPj rylgstu með nýjustu fréttum Með Morgun- blaðinu f dag er dreift blaði frá BYKO, „Sumarblað BYKO“. Leiftursmenn sýndu samba takta í Frostaskjóli / B1, B2 www.mbl.is Arsenal komið með yfirhöndina í Englandi / B1, B3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.