Morgunblaðið - 06.05.1999, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Góð karfaveiði á Reykjaneshrygg
Er að færast
inn fyrir línu
GOÐ karfaveiði hefur verið á
Reykjaneshrygg að undanfömu og
hefur skipum fjölgað jafnt og þétt á
svæðinu en í gær voru þar 60 skip,
þar af 16 íslensk, að sögn Landhelg-
isgæslunnar.
„Þetta hefur gengið þokkalega,"
sagði Þórður Magnússon, skipstjóri
á Þerney RE, við Morgunblaðið, sem
hefur verið á veiðum í þrjár vikur og
gerir ráð fyrir að landa eftir helgi.
„Veiðin byrjaði rólega en síðan hefur
gengið ágætlega nema hvað hún datt
niður í gær og fyrradag vegna
brælu. Hins vegar sýnist mér hún
vera að stíga upp aftur.“
Þerney var komin með um 500
tonn í gær. „Við höfum pláss fyrir
um 5.000 kassa í viðbót og vinnum
um 1.200 til 1.300 kassa á dag þegar
vel veiðist. Við höfum fengið mjög
góðan karfa en tíðin hefur verið frek-
ar þung, kaldinn gerir okkur alltaf
erfiðara íyrir. En þetta er ekkert
öðruvísi en undanfarin ár, reyndar
ósköp keimlíkt, og ég er hóflega
bjartsýnn á framhaldið þó best sé að
segja sem minnst um það.“
Þórður sagði að skipum á svæðinu
fjölgaði stöðugt, einkum frá Rúss-
landi og öðrum fyrrverandi austan-
tjaldslöndum. „Við höfum alfai’ið
verið utan Mnu og erum nú á línunni
en svo virðist sem karfinn sé að
ganga inn fyrir línuna. Þá léttist að-
eins að eiga við þetta.“
Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
GÓÐ veiði hefur verið á Reykjaneshrygg að undanförnu og hér má sjá skipveija á Klakki
SH eftir gott hal en skipið er nýkomið af svæðinu með fullfermi af úthafskarfa.
7 efstu frombjódendur ó listo Sjóifstæðisflokksins ó Reykjonesí.