Morgunblaðið - 06.05.1999, Page 30

Morgunblaðið - 06.05.1999, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Fjörutíu og þrír fórust af völdum skýstrókanna í Bandaríkjunum HEILU borgarh verfiri jöfnuðust við jörðu í skýstrókunum. tryggir góðan veiðitúr Abu veiðistangirnar eru framleiddar að mestu úr grafít blöndu og trefjagleri, í mörgum stærðum og gerðum. Þær þola mikil átök því styrkur þeirra og sveigjanleiki er einstakur. Abu veiðistangirnar fást í öllum helstu sport- og veiðivöruverslunum landsins. mbu Garcia for life.. Upplýsinqasími Vciðimannsins GRÆN LÍNA Veiðimaðurinn 111 ?'! -T -T r BJÖRGUNARMAÐUR kannar rústir gistihúss í einu af úthverfum Oklahoma-borgar eftir skýstrókana í fyrradag. Tjónið nem- ur allt að milljarði dala Oklahoma. Reuters. BANDARÍSKIR embættismenn sögðu í gær að tjónið af völdum skýstrókanna í Oklahoma og Kansas í fyrradag gæti numið allt að milljarði dala, andvirði 73 millj- arða króna. Að minnsta kosti 43 fórust í náttúruhamförunum, að sögn bandarískra yfirvalda. Embættismenn sögðu að 38 hefðu beðið bana í Oklahoma-borg og 669 slasast af völdum hamfar- anna. Fimm manns fórust í bæn- um Wichita í Kansas. 1.500 íbúðar- hús gereyðilögðust í Oklahoma- borg á 30 km löngu og 800 m breiðu belti. Þetta er þó ekki mesta tjón sem orðið hefur af völdum skýstróka í Oklahoma-ríki, sem hefur verið kallað „Skýstrókasund Bandaríkj- anna“. Skýstrókarnir í fyrradag voru hins vegar hinir öflugustu sem gengið hafa yfir ríkið í mörg ár. Veðurfræðingar áætluðu að vindhraði nokkurra skýstrókanna hefði verið um 400-480 km á klukkustund. Frank Keating, ríkisstjóri Okla- homa, kynnti sér eyðilegginguna í úthverfum Oklahoma-borgar og í nokkrum bæjum sem skýstrókarn- ir jöfnuðu nær algjörlega við jörðu, að sögn aðstoðarmanna hans. íbúar bæjanna Mulhall og Bridge Creek fetuðu sig gætilega yfír rústir skóla, útimarkaða og húsa í leit að einhverju sem hægt væri að bjarga. Lögreglumenn og þjóðvarðliðar framfylgdu útgöngu- banni í úthverfum Oklahoma-borg- ar í fyrrinótt til að koma í veg fyrir hugsanlegar giipdeildir. Embættismenn sögðust óttast að íbúar hamfarasvæðanna kynnu að fara sér að voða með því leita að því sem eftir er af eigum þeirra í rústunum innan um rafmagnslínur og gasleiðslur sem hrundu í óveðr- Björgunarsveitarmenn héldu í gær áfram að kemba í gegn um rústimar og að sögn embættis- manna var ekki útilokað að fleiri fyndust látnir í þeim. Gjafir streyma til hjálparstofnana Rafmagnslaust var enn á stóram svæðum í úthverfum Oklahoma- borgar í gær. Fólk sem missti heimili sín í hamförunum safnaðist saman í skýlum Rauða krossins og gjafir frá öðrum Oklahomabúum streymdu til hjálparstofnana eftir að sjónvarpsstöðvar í Oklahoma höfðu hvatt íbúana til að gefa mat- væli og önnur hjálpargögn. Við- brögðin voru svo góð að starfs- menn hjálparstofnana sögðust hafa orðið agndofa. Keating ríkisstjóri sagði að eyði- leggingin af völdum skýstrókanna minnti sig á sprengjutilræðið í Oklahoma-borg 19. apríl 1995 sem varð 168 manns að bana. Hann bætti þó við að auðveldara væri að sætta sig við náttúruhamfarir en ódæðisverk tilræðismannanna fyr- ir fjórum árum. Fulltrúar tryggingafélaga reyna nú að meta tjónið. Samkvæmt upp- lýsingum frá einu stærsta trygg- ingafélagi Oklahoma-borgar, State Farm, má búast við að um 26.000 húseigendur fari fram á skaðabæt- ur sem gætu samtals numið yfir 100 milljónum dala, þ.e. yfir 7 millj- örðum króna, og skaðabætur fyrir eyðilagðar bifreiðar gæti numið 48 milljónum dollara, eða um 3,5 millj- örðum króna. Að viðbættu þeim skaða sem varð af völdum skýsti’ókanna víðs vegar um Oklahoma-ríki og Kansas gizka embættismenn á að heildar- tjónið gæti numið allt að einum milljarði dala, andvirði 73 milljarða króna. Súdanstjórn krefst bóta Khartoum. Reuters. STJÓRNVÖLD í Súdan sögðu í gær, að þau vonuðu, að Banda- ríkjastjórn bætti þann skaða, sem hún olli á síðasta ári er bandarísk- ar herflugvélar sprengdu upp lyfjaverksmiðju í landinu. Banda- ríýamenn hafa í raun viðurkennt, að þeim hafi orðið á mistök. Bandaríkjamenn töldu fyrst, að um væri að ræða efnaverksmiðju í ríkiseigu en viðurkenndu fljótlega, að hún væri í eigu Salah Idris, kaupsýslumanns í Saudi-Arabíu. Þau héldu því þó fram, að hann væri í vitorði með hryðjuverka- mönnum og frystu eignir hans í Bandaríkjunum, rúmlega 1,7 milljarða ísl. kr. Nú hefur sú ákvörðun verið afturkölluð og er litið á það sem óbeina viðurkenn- ingu á því, að árásin hafi verið ástæðulaus og verksmiðjan lyfja- verksmiðja en ekki efnaverk- smiðja. Ahern enn í vanda HART var sótt að Bertie Ahern, forsætisráðherra Ir- lands, á þingi í gær en Ahem neyddist í íyiTakvöld til að biðja Mary Hamey, aðstoðar- forsætisráðherra og leiðtoga Framsækna lýðræðisflokks- ins, samstarfsflokks Fianna Fáil-flokks Aherns, afsökunar á því að hafa ekki skýrt frá af- skiptum sínum af nýlegu dómsmáli. Stjómarandstaðan reyndi í gær að nýta sér vand- ræðaganginn enda vora sam- skipti stjómarflokkanna sögð afar erfið, þótt fréttaskýrend- ur teldu að Ahem hefði með afsökun sinni afstýrt hugsan- legum stjórnarslitum. Verkfall í Færeyjum? VERKFALL vofir nú yfir enn á ný í Færeyjum og gæti verkfallið haft áhrif á alla vömflutninga, flugsamgöngur og sjávarútveg ef því verður. Opinberii' staifsmenn efndu til tuttugu og þriggja daga verkfalls í mars og nú stefnir allt í að frjálsu verkalýðsfé- lögin hefji einnig verkfall en þau hafa gert kröfu um kaup- hækkun upp á fimmtán danskar krónur á tímann næstu tvö árin. Samtök vinnu- veitenda vilja hins vegar ein- ungis sættast á launahækkun upp á eina og hálfa danska krónu. Lögmenn Oealans barðir? LÖGFRÆÐINGAR Kúrda- leiðtogans Abdullahs Öcalans hótuðu í gær að hætta afskipt- um af máli Öcalans bæti tyrk- nesk stjómvöld ekki aðstæður þeirra, og skjólstæðings þeirra, en Ócalan er í haldi á fangaeyju í Marmarahafi. Staðhæfa lögmennirnir að lögreglumenn hafi veitt þeim áverka eftir að Öcalan kom fyrir rétt í Ankara á fostudag og segjast aldrei hafa orðið fyrir jafn mikilli niðurlæg- ingu. Aukinn þrýstingur á Mordeehai AUKINN þrýstingur var í gær á Yitzhak Mordechai, frambjóðanda Miðflokksins í ísrael, að draga sig í hlé og iýsa yfir stuðningi við Ehud Barak, leiðtoga Verkamanna- flokksins, til að auka lík- Mordechai urnar á því að Barak tækist að bera sigurorð af Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra ísraels og leiðtoga Likud- bandalagsins, í þingkosning- um sem fara fram 17. maí. Fylgi Mordechais hefur und- anfarnar vikur fallið úr tólf prósentum í fimm til sjö, ef marka má skoðanakannanir. Mordechai, sem er fyrrver- andi hershöfðingi og vamar- málaráðherra Netanyahus, sagðist hins vegar ekki ætla að gefa baráttu sína upp á bátinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.