Morgunblaðið - 06.05.1999, Page 34

Morgunblaðið - 06.05.1999, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Þjóðarbókhlaðan Áhugaljós- myndarar í Reykjavík 1950-70 Simon Armitag’e aldamótaskáld London. Morgunblaðið. SIMON Armitage hef- ur verið falið að yrkja opinbera aldamóta- drápu, sem flutt verður við ýmis tækifæri í haust, þegar aldamót- unum verður fagnað, og þá m.a. í aldamóta- hvelfingunni, sem nú rís í Greenwich. Simpn Armitage kom til ís- lands ásamt skáldbróð- ur sínum Glyn Maxwell fyrir tveimur árum og fetuðu þeir í fótspor Auden og MacNeice. Afrakstur þeirrar ferð- ar varð bókin Moon Country, ferðasaga með ljóðum, viðtölum og ýmsu efni. Simon Armitage sagði á blaða- mannafundi, þegar útnefning hans var tilkynnt, að hann hefði í hyggju að skrifa ljóð upp á þúsund línur og hann myndi nota rím; annað hefði hann ekki fast í hendi um þetta ljóð ennþá. Ef allt væri með felldu, væri þetta Ijóð á könnu lárviðarskálds Breta, en nú skipar ekkert Ijóðskáld það sæti eftir fráfall Ted Hughes. Armitage hefur verið í hópi þeirra, sem sagðir eru koma til greina, sem næsta lárviðarskáld þótt ekki hafi hann verið þar fremstur í flokki. En hann er mjög vinsæll meðal yngra fólks og hafa t.d. ungir skólanem- endur nefnt hann til lárviðarskálds, næst á eftir Seamus Heaney. Talið er, að útnefningin sem aldamóta- skáld geti komið Armitage til góða varðandi sæti lárviðar- skáldsins, en á blaða- mannafundinum svar- aði hann spumingum þaraðlútandi á þann veg, að aldamótadrápa hans væri ekki umsókn um starf lárviðar- skáldsins. Samningur Simon Armitage sem alda- mótaskálds er til sex mánaða og fær hann 5000 pund að launum, en ljóðinu skal hann skila í október. Alda- mótaljóðið mun koma út á bók, en skipa sinn sess í aldamótahvelf- mgunm. Bygginganefnd aldamótahvelf- ingarinnar segir allt stefna í að framkvæmdum verði lokið á til- skildum tíma án allt of mikils auka- kostnaðar og fi’amkvæmdanefnd hátíðarinnar, sem vinnur hörðum höndum að því að fá fyrirtæki til að leggja fram fé, tilkynnti á dögunum að nú vantaði aðeins 6 milljónir punda til að ná því 150 milljóna punda kostunarmarki, sem sett var. Alls kyns ráðir og nefnd hafa verið að skipuleggja sýningar og m.a. verður sýnd kvikmynd, þar sem Rowan Atkinson í hlutverki Blackadder og Tony Robinson sem þjónn hans Baldrick, munu fara á kostum gegn um brezka sögu þess- arar aldar með aðstoð margi-a ann- arra þekktra leikara. Simon Armitage ALFREÐ Alfreðsson, Viðurkenning stuðnings- fyrirtækja I.C. Art I.C. ART (The Icelandic Art Connection) veitti stuðningsfyrir- tækjum sínum viðurkenningu á dögnnum. Þau eru Gull- og silf- ursmiðja Ernu, Þóra Sigurþórs- dóttir, Gullsmiðja Hansínu Jen- sen, Guðlaugur A. Magnússon, TVG Zimsen, VÍS, Myndskjóðan, Prentstofa Reykjavíkur, ís- lenska útvarpsfélagið og G og G veitingar. I.C. Art hóf göngu sína í árs- byrjun 1997, og er tilgangur fé- lagsins að kynna og selja verk ís- lenskra listamanna á erlendri grund en fyrirtækið hefur aðal- lega sinnt markaðsstörfum í Am- eríku. A siðasta ári nam útflutn- ingsverðinæti íslenskra lista- verka rúmum 50 milljónum króna, og gera áætlanir forráða- manna I.C. Art ráð fyrir því, að sú upphæð muni tvöfaldast á þessu ári. Sýningum lýkur Listasetrið Kirkjuhvoll, Akranesi SYNINGU Jóhanns Maríussonar og Zoran Kokotovic „Duus Straum- ar“ lýkur nú á sunnudag. Jóhann sýnir skúlptúra unna í tré í bland með öðrum náttúruefnum, s.s. gleri, málmi, steinum og bein- um. Zoran sýnir grafíkmyndir, sem hann vann eftir gömlum ljósmynd- um frá Keflavík um síðustu alda- mót, aðallega fólki í fískvinnslu og nokkrum konumyndum. Listasetrið opið daglega frá kl. 15-18. --------------- Lesið úr ljóðabókinni Eftirkeimur RITLISTARHÓPUR Kópavogs lýkur vetrarstarfi sínu í dag fimmtudag. Þá mun Kópavogs- skáldið Steinþór Jóhannsson lesa úr nýrri ljóðabók sinni í kaffistofu Gerðarsafns. Bókin heitir Eftir- keimur og er hún sjötta ljóðabók skáldsins. Dagskráin stendur frá kl. 17-18 og er aðgangur ókeypis. --------------- Sýningum Kjar- valsstaða lokað SÝNINGUM á Kjarvalsstöðum verður lokað frá kl. 14 á morgun, fóstudag, vegna alþingiskosning- anna. Þær verða opnaðar aftur kl. 10 á mánudagsmorgun. Leiðsögn um sýningarnar fellur niður sunnu- daginn 9. maí. Morgunblaðið/Golli talsmaður IC-Art, þakkar fulltrúum stuðningsfyrirtækjanna. Vel heppnuð frumraun KVIKMYJVÐIR Sambfðin PERMANENT MIDNIGHT ★★★ Leikstjórn og handrit: David Veloz. Byggt á samnefndri ævisögu Jerry Stahl. Aðalhlutverk: Ben Stiller, Maria Bello og Elizabeth Hurley. Artisan Entertainment 1998. JERRY Stahl afgreiðir hamborg- ara þegar ung stúlka fær hann upp í ból til sín. Þar sem þar er lítið ann- að hægt að gera en að elskast og tala, segir þessi fyrrverandi eftir- sótti handritshöfundur í Hollywood ástmeynni frá því hvernig honum tókst að eyðileggja ferilinn með eit- urlyfjaneyslu. Þetta er frumraun Senior Veloz sem leikstjóra, en hann er reyndur handritahöfundur. Það er því kannski engin tilviljun að hann fjalli um einn slíkan í sinni fyrstu mynd, hann ætti að þekkja vel til. Honum hefur ekki bara tekist vel upp með handritið sem er skemmtilegt og hnitmiðað. Leikstjórnin er fín og allar myndrænar úrlausnir í frá- sögn vel til fundnar. Það er í sjálfu sér ekki nýjasta hugmyndin að gera mynd um eitur- lyfjaneytanda. Veloz kýs að hafa frásögnina alla mjög hógværa og raunsæja, með léttu yfirbragði og nær þannig auðveldlega til áhorf- andans. Honum tekst að nýta sér húmorinn til að gagnrýna og sýna fram á fáránleika eiturlyfjaneyslu. Þetta nær mjög auðveldlega til áhorfandans. Ben Stiller er mjög sannfærandi í aðalhlutverkinu, þar sem hann sýn- ir á sér margar hliðar og sannar að hann er alvöru leikari. Bara virkilega fín og skemmtileg mynd. Hildur Loftsdóttir LJÓSMYNDASÝNING áhuga- ljósmyndara í Reykjavík árin 1950-70 verður opnuð í anddyri Þjóðai’bókhlöðunnar á morgun, föstudag, kl. 17.30. Helsti vaxtarbroddur listrænnar ljósmyndunar á Islandi á árunum 1950-70 var meðal áhugaljósmynd- ara í faginu, segir í fréttatilkynn- ingu. Allnokkrir klúbbar voru stofnaðir í þessu sambandi en þeir helstir voru Litli ljósmyndaklúbb- urinn, Ljósmyndafélag Reykjavík- ur, síðar kallað Félag áhugaljós- myndara, og Fótóklúbburinn Iris. Félagsmenn þein’a héldu fundi reglulega og ræddu myndir sínar. Litli Ijósmyndaklúbburinn hafði ákveðna sérstöðu hvað varðar formlega uppbyggingu verkefna sinna. A sýningunni í Þjóðarbókhlöð- unni getm- að líta bæði æfingar í myndskurði og myndbyggingu sem gefa ákveðna innsýn í hvað félagar klúbbsins voru að glíma við í þess- um efnum á sjötta áratugnum. Auk ÚR MJÓLKURBÚÐ. Ljósmynd eftir Ralph Hannam. þessa eru á sýningunni myndir eft- ir áhugaljósmyndara úr áðurnefnd- um félögum, en þeir eru Freddy Lausten úr Fótóklúbbnum írisi, Gunnar Pétursson, Kristinn Sigur- jónsson, Óttar Kjartansson og Rafn Hafnfjörð úr Litla ljos- myndaklúbbnum og Hjálmar R. Bárðarson og Ralph Hannam úr Félagi áhugaljósmyndara. Sýningin er á vegum Mynddeild- ar Þjóðminjasafns Islands og lýkur 28. maí. Kvennaraddir syngja sumrinu lof GrundarQörður. Morgunblaðið. KVENNAKÓR Bolungarvikur var á túnleika- ferð á Snæfellsnesi um síðustu helgi. Kórinn hélt tónleika í Ólafsvíkurkirkju þann 30. aprfl og í Grundarijarðarkirkju daginn eftir. Efnisskráin var fjölbreytt, bar lit vorkom- unnar en einnig var hluti dagskrárinnar helg- aður konum. Kórinn tók líka þátt í 1. maí há- tíðarhöldum í Grundarfírði, en var svo með sjálfstæða tónieika í kirkjunni. Grundfírðingar tóku sérlega vel á móti kórnum og var mikil stemmning í Grundar- íjarðarkirkju og kórinn klappaður upp aftur og aftur. Kvennakór Bolungarvíkur sem heldur ár- lega tónleika sína á sumardaginn fyrsta í Bol- ungai-vík, þótti tilhlýðilegt að leggja siðan land undir fót á Snæfellsnes til að gleðjast yf- ir vorkoinunni og ljúka vetrarstarfínu. Stjórnendur kórsins eru þær Guðrún Bjarn- veig Magnúsdóttir og Margrét Gunnarsdóttir. Kynnir á tónleikunum var Soffía Vagnsdóttir. Morgunblaðið/Karl HVÍLDARSTUND Kvennakórs Bolungarvíkur í Grundarfjarðarkirkju.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.