Morgunblaðið - 06.05.1999, Síða 36

Morgunblaðið - 06.05.1999, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FRÁ sýningu Þórs Vigfússonar. I ál-lögum MYJ\PLIST Listasai'n Kópavogs SKÚLPTÚR ÓLÖF NORDAL Opið alla daga nema mánudaga frá 12:00 til 18:00. Aðgangseyrir 200 kr. Til 9. maí. „N0RDAL13" er yfirskriftin á sýningu Ólafar Nordal í Lista- safni Kópavogs. AL er skamm- stöfunin fyrir léttmálminn ál, sem hefur sætistöluna 13 í lotu- kerfinu. Eg sé því ekki betur en að Ólöf hafi umritað nafn sitt sem „Ólöf Norðurál". Orðaleikurinn er ekki úr lausu lofti gripinn, því málmurinn ljósi og létti er í aðal- hlutverki á sýningu hennar að þessu sinni. Ólöf hefur áður not- að efni á hugvitssamlegan hátt. Sumir minnast kannski sýningar hennar í Ingólfsstræti 8, á þásk- um í fyrra, þar sem sýningar- gestum var boðið að narta í mannslíkama steyptan í súkkulaði. Þetta merkilega frumefni, ál, hefur öðlast sérstakan sess í ís- lenskri menningarsögu. Það er tákngervingur fyrir iðnvæðingu íslensks þjóðfélags, innreið þungaiðnaðar og framleiðslu- hætti fjölþjóðlegra iðnaðarsam- steypa. Tilkoma álsins hefur einnig haldist í hendur við stór- fellda uppbyggingu raforkuvera. Meginstefinu í sýningu Ólafar má lýsa sem menningarárekstri iðn- vædds nútímaþjóðfélags við for- tíð sína og landið. Imyndirnar sem Ólöf varpar fram eiga sér augljósa skírskotun í vel þekkt minni: Valþjófsstaðar- hurðin og geirfuglinn steypt í ál. Stærstur hluti sýningarinnar er þó helgaður fjögurra laufa smár- anum, römmuðum inn í ávalan ál- ramma. Smárinn í túnfætinum, viðkvæm náttúran, rammaður inn af álinu, birtist okkur sem minning úr fortíðinni, hengd upp á vegg. Ólöfu er svo mikið í mun að táknræn merking komist til skila að hún velur ímyndir sem eru á gráu svæði hins klisjukennda. Með Islandskortinu, sem liggur eins og uppblásin lumma steypt í ál á gólfinu, er farið yfir strikið. En þetta er smávægilegt atriði sem hefur lítil áhrif á heildarsvip sýningarinnar. Ólöf hefur verið að gera góða hluti á síðustu sýningum og stað- festir það enn betur með þessari. Allir þættir sýningarinnar ríma vel saman, heildarmyndin er skýr og framsetningin einföld og sterk. Handan við glerið SKÚLPTÚR ÞÓR VIGFÚSSON Það er ekki ýkja eríitt að lýsa sýningu Þórs Vigfússonar í kjall- ara Listasafns Kópavogs. Þór sýn- ir þar fjórar gríðarstórar glerrúð- m-, ferkantaðar, u.þ.b. þrjá metra á kant. Þær standa á gólfínu og halla upp að vegg. Rúðumar eru Ktaðar, hver með sínum lit. Er rétt að kalla þetta skúlptúr, því flatari getur myndlist ekki orðið? Það era nokkrar ástæður fyrir því að það er meira viðeig- andi að lýsa þessum verkum sem rýmisverkum. Þegar flötur er orðinn svona stór fer hann að hafa áhrif á rýmið í kringum sig. Auk þess snúa rúðumar hver að annarri, þ.a. þær afmarka fjórar hliðar á salnum, með áhorfand- ann á milli þeirra. Rúðurnar sjálfar hafa líka áhrif á rýmis- skynjun, sérstaklega ef staðið er nálægt þeim, þær fylla út í sjón- sviðið. Speglunin er það mikil að maður sér allt rými salarins speglast í rúðunni í einum lit, þ.e. það er eins og að horfa á einlitan heim hinum megin við glerið. Yfirskrift sýningarinnar, „Brott- hættir staðir“, bendir líka til þess að Þór líti á verkin sem skúlptúra frekar en t.d. málverk á gler (mér sýnist hann mála á bakhlið glers- ins). Þessi sýning er nokkuð frá- bragðin fyrri sýningum Þórs, að því leyti, að hann hefur byggt verk sín á því að raða saman ein- litum flötum í ýmsum tilbrigðum. Hér, aftur á móti, standa litaflet- irnir einir og sér, og athyglin beinist meira að eiginleikum efnis- ins sjálfs. Hvor leiðin sem farin er, þá er Þór tryggilega innan hefðar naumhyggjunnar, ef hægt er að tala um hefð í þessum efnum. Verkin era því ekkert sérstaklega frumleg, en þegar þau era skoðuð í samhengi við fyrri verk Þórs er mjög skiljanlegt að hann skuli hafa tekið þetta skref, þ.a. það er ekki hægt að líta á þessi verk sem handahófskennda endurtekningu. Þetta er djarfasta sýning Þórs, sem ég man eftir, því verkin era ekki aðeins stór, í amerískum yfir- stærðum, heldur hefur hann gengið lengra í átt til einföldunar en áður. Ég held það þurfi svolítið sér- stakt fegurðarskyn til að kunna að meta svona verk. Þó ekki sér- viskulegt fegurðarskyn, því hver sá sem heillast af nútímalegu stór- borgaramhverfi, skýjakljúfum, glerveggjum og gljáfægðu bíla- lakki, þekkir það af eigin raun. En það vill svo undarlega til, að mörgum sem kunna að meta slíkt fegurðarskyn finnst það ekki eiga heima í myndlist. Það er því best að nálgast þessi verk með því hug- arfari, að líta á þau sem eðlilegan hluta af umhveríinu, eins og þau tilheyri húsinu, frekar en að líta á þau sem aðskotahlut uppi á vegg. Það er í þessari samverkan um- hverfis og verkanna sem einhver „brothætt“ tengsl myndast. Gunnar J. Árnason Yortón- leikar Vals- kórsins VORTÓNLEIKAR Valskórsins verða haldnir í Friðrikskapellu að Hlíðarenda í kvöld, íimmtudagskvöld, kl. 20:30. Á söngskránni eru innlend og erlend lög fyrir blandaðan kór. Valskórinn hefur starfað í sex vet- ur og eru félagar nú 33 talsins. Gylfi Gunnarsson hefur stjórnað kórnum frá upphafí. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. --------------- Barnakóra- mót í Víði- staðakirkju ÞRIÐJA Barnakóramót Hafnar- fjarðar fer fram í Víðistaðakirkju laugardaginn 8. maí kl. 17. Á mótinu koma fram tíu kórar með um 300 nemendum. Kórarnir munu syngja hver fyrir sig en sameinast í lok tón- leikanna og syngja þrjú lög. Kórarnir starfa í grannskólum og kirkjum Hafnarfjarðar og Álftaness. STYRKÞEGARNIR: Björn Bergsteinn Guðmundsson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Edda Heiðrún Backman og Hilmir Snær Guðnason. Elva Ósk Ólafsdótt- Viðurkenning fyrir ágæt störf í þágu leiklist- ir, Edda Heiðrún ■ i* * 1 * 1 ar og þá jafnframt Backman og Hilmir SlÖFI 1 IGIKíISLRF Þjóðleikhússins í Snær Guðnason, og Björn Bergsteinn Guðmunds- son, Ijósahönnuður fengu ný- lega viðurkenningu úr Menn- ingarsjóði Þjóðleikhússins, en hann var stofnaður á sumar- daginn fyrsta 1950 á vígsludegi Þjóðleikhússins. I heiðursskjali sem viður- kenningunni fylgir segir að úr sjóðnum skuli veita viðurkenn- heild. I úthlutunarnefnd eni nú Stef- án Baldursson, þjóðleikhússtjóri, Birgir Thorlacius, fyrrverandi ráðuneytisstjóri og Jóhann Sig- urðarson, leikari. Nýjar bækur • DULMAGN Snæfellsjökuls, „The mystique of Snæfellsjökull" er heiti sömu hókar eftir Guðrúnu G. Berg- mann. I kynningu segir: „Eins og heitin bera með sér er fjallað um það dulmagn sem löngum hefur sveipað hinn formfagra Snæ- fellsjökul sér- stæðri dulúð og gert hann umtal- aðari og athyglisverðari en flesta aðra jökla á landinu. Vitnað er í margar ritaðar heimildir og frásagn- ir fólks, sem hefur með rannsóknum sínum og upplifunum skynjað hina sérstæðu orku sem einkennir svæðið kringum Jökulinn. Allar bera heimildirnar að sama brunni. Snæfellsjökull er ekki neinn venjulegur jökull. I bókinni er fjöldi litmynda sem sýna mismunandi hliðar á Jöklinum og Stapafellinu. Þetta er ellefta bók höfundai-. Útgefandi er Leiðarljós. • ÞISTLAR og fleiri ljóð hefur að geyma 23 ljóð eftir Ted Hughes. Þýðandi er Hallberg Hallmundsson. Þetta er þriðja kverið í flokki sem hófst með Blávindi eftir pakístanska skáldið Daud Kamal árið 1997 og hélt áfram með Gítarnum eftir Frederico García Lorca á sl. ári. í fréttatilkynn- ingu segir að Ted Hughes sé senni- lega kunnur á ís- landi sem eigin- maður banda- rísku skáldkon- unnar Sylviu Pl- ath. Skömmu fyr- ir dauða sinn í október 1998 gaf hann út endur- minningar sínar í Ijóðaformi um sam- búð þeirra Sylviu og nefridist „Birí> hday Letters". Eitt ljóð úr þeirri bók er teldð með í þetta nýja kver. Þistlar og fleiri Ijóð eru sótt í úr- val úr kvæðum Hughes frá 1957-1981. Útgefandi erBRÚ. Kverið er 32 bls. Það verður til sölu í bókabúðum Máls og menningar, einnig er hægt að panta hana hjá Blávind og Gítar- inn. Verð: 490 kr. • SILKI er þriðja skáldsaga ítalans Alessandro Barrico og er í íslenskri þýðingu Kolbrúnar Sveinsdóttur. I kynningu segir að Silki sé Ijóðræn saga af Frakkanum Hervé Joncour sem hefur þann starfa að kaupa egg silkiormsins fyrir silkirækt- endur í heima- héraði sínu. Silki- ormunum ógnar hins vegar faraldur sem breiðst hef- ur út um öll Miðjarðarhafslönd og Joncour heldur til Japans að kaupa þar heilbrigð egg. Þar bíður hans töfraveröld, svo fínlega ofm að hún virðist ekki vera annað en ævintýri hugans. Alessandro Bariceo fæddist í Tórínó á Ítalíu árið 1958. Hann er heimspekingur og tónlistai'fræðing- ur að mennt og hefur um árabil fjall- að um tónlist fyrir dagblöð og sjón- varpsstöðvar á Italíu. Fyrsta bók hans, Andinn í fúgunni, sem kom út árið 1988, var ritgerð um hið þekkta tónskáld Rossini en einnig hefur hann gefíð út greinasafn um tónlist sem ber nafnið Sál Hegels og kýrnar í Wisconsin (1992). íslenska þýðingin á Silki telst vera þrítugasta þýðingin. Útgefandi er Mál og menning. Silki er 120 bls., unnin í Prentsmiðj- unni Odda hf. Kápuna gerði Robert Guillemette. Verð: 1.990 kr. Alessandro Barrico Hallberg Hallmundsson Guðrún G. Bergmann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.