Morgunblaðið - 06.05.1999, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 5 5 ,
UMRÆÐAN
Fína fólkið og
almúginn
ÉG SÉ mig tilneydd-
an til að skrifa nokkrar
línur um réttlæti og
ranglæti þjóðfélagsins.
Nú verður kosið í vor,
hvað viljum við?
Obreytt ástand eða
breytt þjóðfélag? Ráða-
menn þjóðarinnar hafa
öðru hvoru haft á orði
um hið mikla góðæri
sem ríkir í landinu. En
því miður hefur það
ekki náð að skila sér til
allra, kannski til fárra
útvalinna, þeirra sem
hafa fengið eigur þjóð-
félagsins gefins, t.d.
sægreifa, hlutabréfa-
braskara eða annarra
sem skammta sér launin sjálfir.
Hver hefur ekki tekið eftir hækk-
unum þjónustugjalda t.d. í heil-
brigðiskei'finu, sundstöðum eða
samgöngum svo ég nefni ekki mat-
vörumarkaðina nú á síðustu misser-
um, svo eitthvað sé nefnt? En aðal-
málið sem mig langar til að nefna
eru jaðarskattar, tekjutengingar
ýmiskonar bóta og afborganir
námslána, sem valda því að meðal-
tekjufjölskyldan með börn á fram-
færi, öryrkjar og ellilífeyrisþegar
eiga sér ekki viðreisnar von ef
möguleiki er á að bæta við sig heið-
arlegri vinnu til að auka við fram-
færslu heimilanna.
Ef einstaklingar með meðaltekj-
ur hafa áhuga á því að auka við tekj-
ur sínar með meiri vinnu er þeim
refsað fyrir dugnað sinn með því að
vaxtabætur og barnabætur eru
skertar og jafnvel teknar af þeim.
Einstaklingar og fjölskyldur eru
orðin fangar bótakerfisins og sjá
enga leið opna til að auka við tekjur
sínar. Ef aukið er við vinnu koma
bara hlutfallslega fæn-i aurar í vas-
ann. Vegna jaðaráhrifanna frá
tekjutengingunni getur það ekki
verið hvetjandi fyrir duglegan
mann að vinna ef fjárhagslegur
ávinningur skilar sér ekki nema að
litlu leyti í vasa launamannsins.
Einnig eru þúsundir einstaklinga
sem þurfa að borga meðlög með
börnum en geta ekki staðið í skilum
vegna lágra launa.
Sambúðarfólk neyðist
til að skilja til að sjá
fjölskyldu sinni far-
borða. Með því að skrá
sig úr sambúð geta
ráðstöfunartekjur auk-
ist allt að milljón króna
í formi bama-, vaxta-
bóta og annama niður-
greiðslna.
Stórir hópar þjóðfé-
lagsins fá laun sín
greidd í öðru formi t.d.
geta dagpeningar,
risna, fjármagnstekjur,
bílapeningar eða aðrar
skattfrjálsar auka-
sporslur tvöfaldað laun
þessara hópa. Pessir
hópar eru í þeirri aðstöðu að geta
dregið neyslu og kostnað frá laun-
um sínum og skammtað sér lága
framfærslu mánaðarlega. Hjá for-
réttindahópum virðist það vera
einskonar þjóðaríþrótt að spila á
keifið eins og sagt er. Þessir hópar
Kosningar
/
Eg tel það sé svipað
komið fyrir skattakerf-
inu og kvótaúthlutunar-
kerfinu, segir Arelíus
Orn Þórðarson, þau
eru bæði óréttlát.
fmna alltaf smugur á öllum lögum
og reglum þjóðfélagsins til að hagn-
ast. Sem dæmi má nefna kvótaeig-
endur sem hafa fengið úthlutaðan
kvóta frá þjóðinni og veiða hann
ekki sjálfir heldur leigja hann út
öðrum fyrir himinháar upphæðir,
síðan taka þeir sjálfh' á leigu kvóta
sem þeir láta síðan sjómennina
gi'eiða hluta leigunnar.
I framtíðinni með óbreyttri út-
hlutun veiðiheimilda verður draum-
ur sjómannsins að komast yfir bát
að engu. Draumurinn um dugnað og
atorkusemi sjómannsins um að
Árelíus Örn
Þórðarson
veiða og hagnast verður að engu.
Ungir menn sjá ekki möguleika á því
að kaupa bát og kvóta. Það mun
aldrei verða reksti'argrundvöllm' fyr-
ir útgerð sem þyrfti að kaupa kvóta á
þúsund krónur kílóið, slík fjárfesting
yrði nokkuð lengi að borga sig.
Ég tel það sé svipað komið fyrh'
skattakeifinu eins og kvótaúthlutun-
arkeifinu, þau er bæði óréttlátt og
geta ekki gengið upp. Þau eru ói'étt-
lát gagnvart fólkinu í landinu, auka á
misréttið og auka bilið milli forrétt-
indahópa og þeiira sem reyna að
framfleyta sér með heiðarlegri launa-
vinnu.
Hvað er til bóta? Gæti réttlætið
verið fólgið í því að afnema tekju-
skattinn, eða afnema hann að stórum
hluta? Hver veit. Mín skoðun er sú
að allt bamafólk eigi að fá sömu fjár-
hæð í formi bamabóta óháð tekjum
eða að bótakerfið sé hreinlega lagt
niður og tekjuskattsprósentan lækk-
uð um einhver tugi prósenta og þeir
sem minna mega sín fái sérstaka úr-
lausn sinna mála. Ég skora á ráða-
menn þjóðarinnar að búa til hvetj-
andi umhverfí þannig að fjölskyldan í
landinu fái að blómstra.
I góðæri ráðamanna þjóðarinnar
hafa skuldir heimilanna aukist um
tugi milljarða, mikil neysla er í formi
greiðslukortaviðskipta og annarra
lánaíyrirkomulaga, sveitarfélögin
hafa aukið við sig skuldum, viðskipta-
halli er við útlönd og boltinn heldur
áfram að rúlla. Fólk utan af landi flýr
til höfuðborgarinnar, skilur eignir
sínai' eftir og getur ekki selt eða leigt
þegar kvótinn er hoifinn úi' byggðar-
laginu. Framsóknaifiokkurinn sagð-
ist vera fyrir síðustu kosningar með
fjölskylduna í fyrirrúmi. Stjómar-
flokkamir hafa þegar náð að kroppa
um 2200 milljónir af bamabótum á
síðustu þremur árum vegna þess að
viðmiðunarmörk bóta hafa verið mið-
uð við hungurlús. Ég ætla ekki að
skrifa um sægreifa og kvóta að þessu
sinni, það bíður betri tíma. Ég hef
ákveðið að styðja nýtt afl, Frjáls-
lynda flokkinn, sem er með mjög
góða stefnu í öllum málum og boðar
jafnrétti þegnanna. Ég bið fólk að
hugsa um það á næstu vikum hvort
það vilji hafa tvær þjóðir í þessu
landi. „Fína fólkið" og almúgann. Þar
sem almúginn þarf sífellt að herða
sultarólina. Ég skora á alla, unga
sem aldna, sem vilja réttlæti að
hugsa vel áður en það ráðstafar at-
kvæði sínu.
Höfundur er fyrrverandi
stýrimaður.
NÚ UM helgina var
borið til mín blað Sam-
fylkingarinnar um
helstu stefnumál henn-
ar. Það sló mig að sjá
mynd af Guðnýju Guð-
björnsdóttur með til-
lögum Samfylkingar-
innar um sjávarútvegs-
mál. Þá minntist ég
þess að í umræðum um
sjávarútvegsmál og
veiðiheimildir sagði hún
eitthvað á þá leið, að því
meira sem hún hugsaði
um kvótamál því meir
kæmist hún á þá skoð-
un að best væri að
leigja allar veiðiheim-
ildimar til útlendinga.
Vissulega væri hægt að leigja ís-
lenskar veiðiheimildir til erlendra
aðila fyrir jafnvel meiri fjármuni en
þá sem við erum að fá út úr rekstri
Fiskveiðistjórnun
Ég tel það skyldu Sam-
fylkingarfólks að svara
því, segir Svanur Guð-
mundsson, hvort það
standi til að Samfylk-
ingin standi í braski
með veiðiheimildir.
íslensks sjávarútvegs í dag. Reynd-
ar þyrftum við þá að afskrifa allar
fjárfestingar í útgerð, frystihúsum,
höfnum, einbýlishúsum, þjónustu-
fyrirtækjum og öllu því er sjávarút-
vegi tengist á einhvern hátt. En af
hverju að hætta þar? Við getum
flutt inn mun ódýrari landbúnaðar-
afurðir en þær sem eru hér á
boðstólum. Vinnuafl í Asíulöndum
er mun ódýrara en hér á landi og
myndi vera hagkvæmt að flytja það
inn í stórum stíl. Ekki vil ég gera
henni Guðnýju upp
þessa skoðun en miðað
við þessi ummæli
hennar um framsal
veiðiheimilda til er-
lendra aðila gæti þetta
alveg eins verið hennar
skoðun. Reyndar er
það tillaga Samfylking- ’
arinnar að taka 5-10%
af núverandi veiði-
heimildum af útgerð-
inni og leigja aftur,
þ.e.a.s. 75-150 þúsund
tonn. Eflaust vildu
margar þjóðir taka
þátt í þessum kvóta og
borga mikið fyrir en
aftur á móti margir
myndu missa vinnuna
sína hér á landi.
Ég tel það skyldu Guðnýjar og
samfylkingarmanna að svara land-
verkafólki og sjómönnum því hvort
það standi til að Samfylkingin ætli
að standa í braski með veiðiheimild-
ir með útlendingum og ógna þar *
með atvinnuöryggi landverkafólks.
Því vil ég spyrja Guðnýju Guð-
björnsdóttur: Hvaða áhrif hafa þær
breytingar á kvótakerfinu, sem
Samfylkingin hefur boðað, á at-
vinnuöryggi fólks í sjávarútvegi og
á sjávarútvegsfyrirtækin í þeim
byggðum sem algerlega eru háð
sjávarútvegi?
Ég leyfi mér að fullyrða að þessar
tillögur Samfylkingarinnar verða
ekki til þess að bæta afkomu sjávar-
útvegs og þar með afkomu íslend- .
inga.
Höfundur er sjávarútvegs-
fræðingur.
mb l.i is
/\LLTAf= GITTHXSAÐ /VÝT7
Á að leigja
kvótann
til útlendinga?
Svanur
Guðmundsson
Samvinnunefnd um svæðis-
skipulag í Mýrarsýslu
Samvinnunefnd um svæðisskipulag í Mýrar-
sýslu boðartil tveggja kynningarfunda um
væntanlegt svæðisskipulag fyrir Mýrarsýslu.
Fyrri fundurinn verður í Hótel Borgarnesi mánu-
daginn 10. maí 1999 kl. 21.00 og seinni fundur-
inn í Félagsheimilinu Þinghamri, Varmalandi,
þriðjudaginn 11. maí 1999 kl. 21.00.
Allir þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta,
eru hvattirtil að mæta á fundina og kynna sér
skipulagið.
Samvinnunefnd um svæðis-
skipulag í Mýrarsýslu.
TÓNUSMRSKÓU
KÓPWOGS
Innritun
nýrra nemenda í forskóla, skólaárið 1999—2000,
stendur yfir til 15. maí. Skráning fer fram á
skrifstofu skólans Hamraborg 11,2. hæð. Sími
554 1066. Staðfesta þarf umsóknir í haust í
samræmi við auglýsingar frá skólanum þar
að lútandi.
Skólastjóri.
Veljum X-D
Dagar senn með djörfung í nýja öld og árþús-
und. Sigur með Sjálfstædisflokki.
Kjósum D-listann fyrir land og lýð.
TILKYNNIISIGAR
Lumene
snyrtivörukynning í Nesapóteki, Eiðis-
torgi, Seltjarnarnesi, föstudaginn 7. maí
kl. 14.00-18.00.
10% kynningarafsláttur.
Lumene snyrtivörur.
Mosfellsbær
Frá kjörstjórn í Mosfellsbæ
Kjörfundur vegna Alþingiskosninga hinn 8.
maí 1999 verður haldinn í Varmárskóla.
Kosið er í þremur kjördeildum samkvæmt nán-
ari skilgreiningu á kjörstað.
Kjörfundur stendur frá kl. 9 til 22.
Kjörstjórn í Mosfellsbæ.
Björn Ástmundsson,
Leifur Kr. Jóhannesson,
Fróði Jóhannsson.
SMAAUGLYSINGAR
FELAGSLÍF
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533
Laugardagur 8. maí kl. 10.00
Fuglaskoðunarferð „Suður
með sjó".
Árleg ferð, farin í 30. sinn. Leið-
sögn: Gunnlaugur Pétursson og
Hallgrímur Gunnarsson. Hafið
með sjónauka og fuglabók. Hvað
skyldu sjást margar tegundir nú,
en metið er 59. Kjörin fjölskyldu-
ferð. Verð 1.800 kr., frítt f. börn
m. fullorðnum.
Sunnudagur 9. mai kl. 13.00
Þorbjarnarstaðir — Alfara-
leiðin:
Um 3 klst. fróðleg ganga. Verð
900 kr. Brottför frá BSÍ, austan-
megin og Mörkinni 6.
Helgarferðir 14.—16. maí.
1. Þórsmörk — Langidalur.
2. Eyjafjallajökull — Fimm-
vörðuháls, skíðaganga.
Hvítasunnuferðir: 1. Snæ-
fellsnes — Snæfellsjökull. 2.
Öræfajökull — Hvannadals-
hnúkur. 3. Þórsmörk. Uppl.
og miðar í helgarferðir á
skrifst.
9 daga spennandi vorferð til
Færeyja 26/5—3/6. Kynnið
ykkur fjölbreytt úrval sumar-
leyfisferða og staðfestið
pantanir strax. Uppl. um
ferðir eru á textavarpi bls.
619 og á heimasíðu:
www.fi.is.
I.O.O.F. 11 - 180567'/2 = Lf.
I.O.O.F. 5 s 180567 = Lf.
Hjálpræóis-
herinn
Kirkjustræti 2
Kl. 20.30 Kvöldvaka i umsjón
Fataverslunar Hjálpræðishers-
ins. Allir hjartanlega velkomnir.
TILKYNNINGAR
" Frá Sálar-
rannsóknar-
félagi íslands
Hugleiðslukvöld
I kvöld, fimmtudaginn 6. maí kl.
20.30, leiðir Jórunn Sigurðardótt-
ir hugleiðslu í Garðastræti 8.
Húsið opnað kl. 20.00. Verð kr.
200 fyrir félaga og 300 fyrir aðra.
SRFl.
Dilbert á Netinu