Morgunblaðið - 06.05.1999, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 06.05.1999, Qupperneq 68
68 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Fasteignaskattur - skattur óréttlætis VIÐ útreikning fast- eignamats er miðað við stærð fasteignar marg- faldað eftir reglum Fasteignamats rfldsins með endurstofnverði og síðan ákveðnum mark- aðsstuðli til þess að fá viðmiðunarverð, eða skattstofn, sem miðast við sambærilega stóra eign í Reykjavík og sambærilegt verðmat yfir allt landið. Til þess að fá út fasteignaskatt er þessi álagningar- stofn síðan margfaldað- ur með allt að 0,625% af íbúðarhúsnæði en allt að 1,650% af öðrum fasteignum. Af íbúðarhúsnæði, sem er metið á ca. 7 milljónir króna að stofnverði þarf að greiða í fast- eignaskatt allt að 43.750 kr. á ári, en markaðsverð þessarar fasteignar er jafnvel þrisvar sinnum lægra úti á landsbyggðinni heldur en fengist fyrir sambærilega húseign á höfuð- borgarsvæðinu. Pama eru því hús- eigendur úti á landi að greiða marg- falt hærri fasteignaskatt miðað við verðmæti svipaðrar eignar í Reykjavík, eða allt að þrisvar sinn- um hærri skatt af sama verðmæti. Svipað má segja um verðmat á öðr- um fasteignum. Fæstir sem kaupa sér húsnæði eða fasteign eiga fyrir henni og þurfa jafnvel að taka um 90% af kaupverðinu að láni hjá lánastofn- unum. í skattframtali þessara aðila og bókhaldslega séð hefur raun- veruleg nettó eign lítið sem ekkert breyst þar sem skuldir koma á móti eigninni. Peir þurfa hinsvegar, sem þinglýstir eigendur, að greiða fullan fasteignaskatt af eigninni, þó svo að hún sé veðsett lánastofnunum og þær geti leyst eignina til sín ef ekki er staðið í skilum með afborganir af lánunum. Það má því með nokkrum rétti segja að fasteignaskatturinn sé skattur af skuldum en ekki af eign. Menn ættu að greiða eignaskatt eftir raunverulegri nettó eign sinni, en ekki að vera mismunað eftir því hvort þeir leggja fjármuni sína í kaup á fasteign eða veija þeim til kaupa á verðbréfum, hlutabréfum, eða ávaxta þá á annan hátt. Þama er um gróflega mismunun að ræða og jafnvel fá stórefnamenn og braskar- ar ívilnanir og skattaafslætti fyrir að leggja fé sitt í ýmis tiltekin hlutafé- lög, en aðrir berjast við að halda fýr- irtækjum sínum gangandi með auknu hlutafé, án þess að gera sér vonir um nokkrar arðgreiðslur aðr- ar en að fyrirtækið geti starfað og haldið uppi atvinnu. Þessir menn fá enga skatta-afslætti, en fjármála- mennimir þurfa ekki að greiða Reynir Ragnarsson lime® y Negro Skólavörðustíg 21 a, 101 Reykjavik. Sími/fox 552 1220 Netfang: blanco@itn.is Veffang: www.blanto.ehf.is neina eignaskatta af verðbréfum sínum og hlutafé og aðeins 10% í tekjuskatt af þeim vaxtatekjum sem þeir afla sér með þessu móti. Þetta virðist rétt- lætt með þeim hætti að örva þurfi menn til spamaðar og fjárfest- ingar. Mér finnst það hart ef íslenskir fjár- málamenn eru orðnir svo óþjóðhollir að örva þurfi þá til spamaðar og gróða með einhverri „dúsu“ eða gulrót í formi skattaívilnana umfram lítilmagnann. Allar aðrar fasteignir en íbúðarhús, útihús í sveitum og sumarbústaðir flokkast undir einn hatt sem atvinnuhúsnæði og ekkert tillit tekið til starfseminnar í henni, eða hvort yfir höfuð nokkur starf- semi er í húsinu. Þannig þarf að greiða jafn háa álagningaprósentu og fasteignaskatt af fasteign sem eingöngu er notuð til geymslu og Landsbyggðin Fasteignaskattur tekur hvorki mið af markaðs- verði eignar né raun- verulegri eign manns í fasteigninni og hann mismunar þjóðfélags- þegnum. Reynir Ragn- arsson rökstyður hér þessar fullyrðingar. engum hagnaði skilar, eins og svip- að byggðu atvinnuhúsnæði í fullum rekstri sem veltir milljónum króna. Þarna gildir aðeins einhverskonar stofnverðsútreikningur uppfundinn á reiknistofu Fasteignamats ríkis- ins, sem fengið hefur uppgefna stærð fasteignar, efni og ástand og notar síðan sínar tölvuformúlur til þess að verðleggja eignina til jafns við eitthvað sem fáir skilja og geta þar af leiðandi ekki vefengt. Fast- eignagjöld af gistihúsnæði eru reiknuð eftir sömu formúlu og af at- vinnuhúsnæði og greiða sömu álagningarprósentu, hvort sem um er að ræða gististað úti á landi, sem starfræktur er í þrjá mánuði á ári, eða gististað á höfuðborgarsvæðinu sem starfræktur er allt árið, með milljónatuga veltu og margfaldan íburð í innanstokksmunum. O . laWllllliHi V G FlN^S Skólavörðustíg 35, sími 552 3621. Til brúðárgjafa Uppsetningabuðin Hvcrfisgötu 74, sími 552 5270. Hvers vegna er öll þessi mismunun? Ég hef margspurt sveitarstjóm- armenn og alþingismenn þessarar spumingar, en fengið lítil og loðin svör. Helst hefur því verið svarað að fasteignaskatturinn sé tekjustofn sveitarfélaganna og til þess að sveitarfélögin geti haft svipaðar tekjur þá verði að verðleggja og skattleggja húseignir á sama hátt yfir allt landið eftir verðstuðli en ekki eftir verðmæti, sem væri ógjömingur, þar sem svo margir þættir valda sveiflum á verðmæt- inu. Mér finnst þetta aðeins sanna að þessi skattstofn er óalandi og óferjandi og ætti að leggjast niður, enda til annar eignaskattur, sem breyta ætti þannig að allar nettó- eignir (eignir að frádregnum skuld- um) væm þar metnar til skatts, hvort sem það em fasteignir, verð- bréfaeignir, peningaeignir eða hlutabréfaeignir. Skatturinn dreifð- ist þá á fleiri og breiðari herðar skattborgaranna og ætti þá að sama skapi að geta lækkað. Það er beðið fyrir ráðamönnum þjóðarinnar í hverri einustu kirkju landsins og í næstum hverri einustu messu allan ársins hring, að þeim verði gefin viska og réttlæti til þess að fara sem best með sitt umboð í þágu þjóðar- innar. Það væri nú óskandi að þessar fyrirbænir fæm að bera þann árang- ur að löggjafarvaldið endurskoðaði skattalögin og farið yrði að skatt- leggja þegnana eftir raunverulegum eignum þeirra og tekjum, en ekki að ráðast sífellt á garðinn þar sem hann er lægstur. í tilefni þess að kosninga- baráttan er núna að hefjast, skora ég á framboðsflokkana að gefa nú skýr og afdráttarlaus svör um stefnu sína eða stefnuleysi í skattamálum. Ég leyfi mér að fullyrða að þessi fast- eignaskattur er að grafa undan at- vinnuþróun á landsbyggðinni og ver- ið er að blóðmjólka og mergsjúga þá menn sem af veikum mætti em að reyna að halda uppi og reka heimili og fyrirtæki vítt og breitt um landið. Samkvæmt tölum Hagstofunnar em meðaltekjur íbúa á landsbyggðinni að jafhaði tugum próseta lægri en á höfuðborgarsvæðinu. Af þessum lág- markstekjum eiga þeir svo að greiða allt að þrefaldan fasteignaskatt mið- að við verðmæti, sem í mörgum til- fellum er óseljanlegt. Er unnt að kalla svona fasteigna- skatt annað en skatt óréttlætis? Höfundur er lögregluvarðstjóri. Hendur fram úr ermum, fram- sóknarmenn Framsóknarmenn á Vesturlandi eiga framundan skemmti- legan lokaslag í kosn- ingabaráttunni. Skoð- anakannanir em eins og svo oft áður flokkn- um óhagstæðar en það er einmitt þá sem framsóknarmenn sýna hversu öflugir þeir em. Þessi góða vika sem eftir er mun duga okkur til að tryggja kosningu Magnúsar Stefánssonar af því að nú látum við hendur standa fram úr ermum framsóknarmenn. Fylkjum fram til sigurs Framsóknarflokkurinn er eina framboðið sem í raun hefur dreift valdi og ákvarðanatöku um landið. Með því tryggir flokkurinn að önn- ur sjónarmið en þau sem vilja sam- þjöppun valds og auðs á einn stað verði allsráðandi. Fylgið er jafnt og mikið í öllum landshlutum, sem Kosningar Framsóknarflokkurinn, segir Sveinbjörn Eyj- ólfsson, er eina fram- boðið sem í raun hefur dreift valdi og ákvarð- anatöku um landið. sýnir að áherslur flokksins á bætt mannlíf um land allt samfara sterku atvinnulífi í sátt við um- hverfið er stefna sem fólk hefur trú á. Stórir hópar fólks koma að flokksstarfinu sem tryggir að for- ystumennirnir vita hvar hjartað slær og hversu öflugt. En þegar vel árar eiga menn til að fyllast væru- kærð, falla fyrir ódýrum slagorðum og gleyma því að oft bylur hæst í tómri tunnu. Vöknum af dvalanum framsóknarmenn og fylkjum fram til sigurs. Sjálfstæðisflokkurinn sækir stærstan hluta af óskiljanlega miklu fylgi sínu til Reykjavíkur og Reykjaness. Þar liggur líka hið Sveinbjörn Eyjólfsson raunverulega vald hans. Þar eru formað- ur og varaformaður og hafa verið lengi. Þar búa allir ráðheiTar flokksins og þótt tveir þeirra séu -munstraðir úti á landi þá eru þeir Reykvíkingar. Það eru engar líkur á að þetta sé að breytast, a.m.k. ekki Vesturlandi í vil. Þar komast menn ekki hærra í virðingarstig- ann en að vera orðaðir við varaformannsslag en þora ekki. Vestur- land hefur ekkert að gera við slíka forystu- menn. Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum á Vesturlandi tryggir áframhaldandi gíslingu landsbyggðarinnar hjá Reykjavík- urvaldi íhaldsins. Samfylkingin glímir við mörg þau sömu vandamál og hrelia íhaldið. En málefnafátæktin og andleysið er þó öðru yfirsterkara. Stefnuskráin er innantóm og forystumennimir tala hver í sína áttina. Fortíðin á að vera gleymd og einungis bjart og fagurt framundan. En hinn napri og dapri raunveruleiki er allt annar. Engin sátt hefur náðst um stefnu í landbúnaði, sjávarútvegi og byggðamálum og alls ekki utanrík- ismálum. Ég skora hér með á þá íbúa Vesturlands sem ætla að kjósa Samfylkinguna að lesa greinar Magnúsar Ama Magnússsonar al- þingismanns um stöðu Reykjavíkur og ekld síður að kynna sér framtíð- arsýn Agústs Einarssonar alþingis- manns í landbúnaði og sjávarútvegi. Það skulu þeir bera saman við mál- flutning þeirra félaga Jóhanns og Gísla hér á Vesturlandi. Og ef ein- hver heldur að á Vesturlandi sé að finna ráðherraefni Samfylkingar- innar þá fer hinn sami mjög villur vegar. Vestlendingar. Nú er við kjósum í síðasta sinn í Vesturlandskjördæmi getum við styrkt landshlutann með því að kjósa áhrifamanninn Ingi- björgu Páknadóttur til áframhald- andi forystu. Um leið búum við í haginn fyrir framtíðina og tryggj- um Vesturlandi forystu í nýju kjör- dæmi. Það verða ekki aðrir til þess. Höfundur er forstöðumuður á Hvanneyri. Fasteignagj öld - byggðamál Sjálfstæðisflokkur- inn hefur heitið því að breyta álagningaregl- um fasteignagjalda, fái hann til þess aðstöðu. Slík breyting yrði til þess fallin að bæta lífs- kjör á landsbyggðinni, örva fasteignamarkað og gera búsetu utan höfuðborgarsvæðisins eftirsóknarverða. Nú eru fasteigna- gjöld lögð á sérstakan álagningarstofn, sem er annar og mun hærri en fasteignamatið er raunverulega á lands- byggðinni. Óréttlætið er augljóst gagnvart því fólki sem býr í húsnæði með lágu markaðsvirði. Breytingin sem Sjálfstæðisflokkurinn leggur til myndi breyta þessu. Ég lét reikna út fyrir mig hvað Einar K. Guðfinnsson þetta þýddi í raun- verulegu dæmi. Kann- aðar voru aðstæður á Patreksfirði og í Bol- ungarvík, sem gætu átt við víða um land. Dæmi voru tekin af húseignum þar sem fasteignamat var 6,5- 6,8 milljónir króna, en álagningarstofninn 11,2-11,8 milljónir króna. Núverandi reglur leiða til 82-104 þúsund króna árs- greiðslna. Eftir breyt- ingarnar myndi álagn- ingin lækka um 31- 32% ig verða 56-72 þúsund á ári, eftir stærð og verðmæti húseignanna. Sparnaður fjölskyldnanna yrði þá 26-32 þúsund krónur á ári. Hér er því um að ræða mjög verulega kjarabót fyrir fjölskyldur Kosningar Sjálfstæðisflokkurinn hefur heitið því, segir Einar K. Guðfínnsson, að breyta álagningar- reglum fasteignagjalda, fái hann til þess aðstöðu. á landsbyggðinni. Líklegt er í dag að venjuleg fjölskylda þurfi að þéna a.m.k. 50 þúsund krónur til þess að geta greitt 30 þúsund króna reikning, að teknu tilliti til skatta. Þessar breytingar sem Sjálfstæðisflokkurinn leggur til myndu leiða til samsvarandi kjara- bóta. Ljóst má vera að sveitafélög á landsbyggðinni geta ekki tekið á sig tekjuskerðingu sem þessu fylg- ir. Tillaga Sjálfstæðismanna er að þeim sveitarfélögum verði bætt þetta upp með aukinni hlutdeild í eignarskatti á kostnað ríkissjóðs. Höfundur er 1. þingmaður Vestfirðinga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.