Morgunblaðið - 06.05.1999, Side 72
72 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999
MINNINGAR
MORGUNB LAÐIÐ
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
KONRÁÐ ÓSKAR AUÐUNSSON
bóndi,
Búðarhóli,
Austur-Landeyjum,
sem lést á Landspítalanum að morgni mið-
vikudagsins 28. apríl, verður jarðsunginn frá
Stóra-Dalskirkju, Vestur-Eyjafjallahreppi laugardaginn 8. maí
Athöfnin hefst kl. 14.00.
Sigríður Haraldsdóttir,
Jóna Gerður Konráðsdóttir, Sigurjón Sveinbjörnsson,
Héðinn Konráðsson, Harpa Sigurjónsdóttir,
Haraldur Konráðsson, Helga Bergsdóttir,
Guðlaug Helga Konráðsdóttir, Andrés Ingólfsson,
Ingigerður Konráðsdóttir, Sigmar Gíslason,
Gunnar M. Konráðsson, Rosana Ragimova,
Auður I. Konráðsdóttir,
Margrét Ósk Konráðsdóttir, Ásgeir Ólafsson,
Unnur Brá Konráðsdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Útför systur okkar,
HELGU BJARNADÓTTUR
frá Hörgsdal,
Sléttuvegi 15,
Reykjavík,
verður gerð frá Prestbakkakirkju á Síðu laugar-
daginn 8. maí kl. 14.00.
Jón Bjarnason,
Friðrik Bjarnason.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, bróðir og afi,
HANNES EINARSSON
bóndi,
Eystri Leirágörðum,
sem lést laugardaginn 1. maí, verður jarðsung-
inn frá Leirárkirkju föstudaginn 7. maí kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Sjúkrahús Akraness
Ólöf Friðjónsdóttir
og aðstandendur.
t
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og vináttu við and-
lát og útför eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
HALLDÓRS BALDVINSSONAR
stýrimanns,
Álfaskeiði 36,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks
Vífilsstaðaspítala, einnig til starfsfólks Hrafnistu
Hafnarfirði.
Sigríður Þorleifsdóttir,
Baldvin Halldórsson, Ragnhildur Lýðsdóttir,
Margrét Halldórsdóttir, Gunnlaugur Gunnlaugsson,
Björgvin Halldórsson, Ragnheiður Reynisdóttir,
Helga Halldórsdóttir Sur, Rafael V. Sur,
Oddur Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför
ÍVARS NÍELSSONAR
frá Flögu,
Strandgötu 8,
Hvammstanga.
Guðrún Sigfúsdóttir,
Jón ívarsson, Guðrún Sigurðardóttir,
Sigríður ívarsdóttir, Ármann Olgeirsson,
Sigfús ívarsson, Elísabet Halldórsdóttir,
Halldóra l'varsdóttir, Páll Sigurðsson,
María ívarsdóttir, Símon H. ívarsson,
Níels ívarsson, Jónína Skúladóttir,
Ólafur fvarsson, Sigríður Fossdal,
Hermann ívarsson, Sigurbjörg Dagbjört Jónsdóttir,
Sigurður ívarsson, Ásdís S. Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
MARGRÉT ODDNÝ
JÓSEFSDÓTTIR
+ Margrét Oddný
Jósefsdóttir
fæddist 14. ágúst
1917. Hún lést 28.
apríl síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sigríður Jós-
epsdóttir og Jósef
Þorsteinsson. Fóst-
urforeldrar Mar-
grétar voru Þor-
steinn Konráðsson,
f. 16.9. 1873, d.
9.10. 1959, og Mar-
grét Oddný Jónas-
dóttir, f. 11.10.
1879, d. 4.7. 1961,
frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal.
Eiginmaður Margrétar var
Guðmundur Jóhannesson, f. 3.
október 1914, d. í maí 1976.
Þeirra börn: 1) Margrét Oddný
Guðmundsdóttir, f. 28.8. 1942,
maki Jónas G. Þorvaldsson.
Börn: a) Guðmundur Grétar
Lúðvíksson, f. 13.9. 1960, maki
Vala Björk Jóhannesdóttir, f.
16.10. 1971. Dóttir hennar er
Teresa Dröfn Freysdóttir.
Dætur Grétars af fyrra hjóna-
bandi: Eva Björk Guðmunds-
dóttir, f. 5.8. 1980
og Auður Margrét
Guðmundsdóttir, f.
4.7. 1986. b) Arnar
Fahning Lúðvíks-
son, f. 31.5. 1964,
maki Sigríður Sæ-
mundsdóttir.
Þeirra barn: Oskírð
Arnarsdóttir, f. í
ágúst 1996. Dóttir
Arnars er Birna
Fahning Arnars-
dóttir, f. 1986. c)
Dóróthea Margrét
Fahning Lúðvíks-
dóttir, f. 29.4. 1967,
maki Jón Gíslason,_ f. 25.3.
1963. Barn: Hlynur Örn Inga-
son, f. 21.10. 1985. 2) Jóhannes
Guðmundsson, f. 15.4. 1948, d.
23.5. 1995. Börn hans: a) Birta
Jóhannesdóttir, f. 25.2. 1970. b)
Þór Jóhannesson, hans barn er
Daníel Þórsson. c) Guðmundur
Jóhannesson. d) María Jóhann-
esdóttir, f. 24.12. 1984. e) Anna
Jóhannesdóttir.
Utför Margrétar fer fram
frá Bústaðakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
En meðan árin þreyta hjörtun hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn og blómgast ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
(Tómas Guðm.)
Nú hefur Margrét kvatt þetta líf.
Móðir okkar og Magga, eins og
hún var alltaf kölluð, voru vinkonur
allt frá æskuárum, er þær voru
saman við nám við Kvennaskólann
á Blönduósi veturinn 1938-1939.
Vinátta þein-a hélst alla tíð á með-
an báðar lifðu og bar aldrei skugga
á. Fyrstu minningar okkar systkin-
anna tengjast Möggu, því stutt var
á milli heimila okkar. Magga og
maður hennar Guðmundur, sem nú
er látinn, bjuggu við Bergstaða-
stræti 64, en foreldrar okkar
+
Eiginmaður minn, fósturfaðir, faðir, tengdafaðir
og afi,
JÓHANN ÞÓRIR JÓNSSON
fyrrv. ritstjóri
tímaritsins Skákar,
....... Meistaravöllum 5,
Reykjavík,
sem lést sunnudaginn 2. maí, verður jarð-
sunginn frá Langholtskirkju mánudaginn
10. maí kl. 13.30.
Sigríður Vilhjálmsdóttir,
Kristín María Kjartansdóttir, Ingólfur Hauksson,
Hannes Jóhannsson, Beth Marie Moore,
Steinar Jóhannsson
og barnabörn.
+
Útför
GUÐRÍÐAR NIKULÁSDÓTTUR,
Droplaugarstöðum,
sem andaðist mánudaginn 26. apríl, fer fram
frá Fossvogskirkju á morgun, föstudaginn
7. maí og hefst athöfnin kl. 13.30.
Þeir, sem vilja minnast hennar, láti líknarstofn-
anir njóta þess.
Stefán Nikulásson
Edda Ingibjörg Eggertsdóttir, Guðrún Edda Gunnarsdóttir,
vinir og vandamenn.
+
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur sam-
úð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eigin-
manns míns, föður, tengdaföður og afa,
SOFFANÍASAR CECILSSONAR
útgerðarmanns,
Grundarfirði.
Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarfólki
Sjúkrahúss Akraness fyrir einstaka umönnun.
Hulda Vilmundardóttir,
Bára Bryndís Vilhjálmsdóttir,
Magnús Soffaníasson, Sigríður Finsen,
Kristín Soffaníasdóttir, Rúnar S. Magnússon,
Sóley Soffaníasdóttir, Sigurður Sigurbergsson
og barnabörn.
bjuggu á Bragagötu 26A. Magga
og Guðmundur áttu tvö böm,
Maggý og Jóa, og voru þau á svip-
uðum aldri og við systkinin. Lékum
við okkur oft saman. Seinna eign-
uðust Magga og Guðmundur sum-
arbústað í landi Helgafells, þar
sem foreldrar okkar áttu bústað
við hliðina og var stutt á milli
þeirra. Þar áttum við öll góðar
stundir. Þegar foreldrar okkar Ní-
elsar og Mörtu hófu búskap á
Helgafelli æxlaðist það þannig að
Jói kom í sveit til þeirra, sjö ára að
aldri. Hann dvaldi þar öll sumur og
varð heimilisfastur þar eftir skóla-
göngu. Var hann eins og bróðir
okkar og tengdi vináttu foreldra
okkar og Möggu fastari böndum.
Magga og móðir okkar gerðu
margt skemmtilegt saman. Þær
fóm sína fyrstu utanlandsferð sam-
an með Gullfossi. Þær minntust oft
á þessa ferð og var mikið hlegið.
Þær skemmtu sér oft saman við að
minnast gamalla stunda og þá var
glatt á hjalla. Asa var þeim góð
vinkona og afar kær. Lifir hún þær
báðar. Bergstaðastræti 64 var
alltaf opið öllum, allir velkomnir og
þaðan eigum við góðar minningar.
Magga var föst fyrir og mjög góð
kona. Faðir okkar þakkar Möggu
fyrir góða vináttu gegnum árin.
Við sendum fjölskyldu Margrétar
okkar innilegustu samúðarkveðjur
og kveðjum Möggu með þessum
ljóðlínum sem afi okkar orti:
Veik er trú en vonin björt
vöxtur tærra linda.
Nótt þó dvelji svöl og svört
senn mun roða tinda.
(Steingrímur Davíðsson.)
Systkinin á Helgafelli,
Níels og Marta.
Til að minnast ömmu er eitt orð
líklegast til að segja allt, „HVÍTT“
sem er litur hreinleikans, sakleysis
og sannleikans. Það tók ekki lang-
an tíma fyrir ókunnugan að þykja
vænt um þessa konu sem alltaf tók
öllum opnum örmum og setti sjálfa
sig ætíð til þjónustu reiðubúna
bæði fjölskyldu sinnar sem öðrum.
Lýsandi dæmi þar sem hún stóð og
ætlaði að fara að vaska upp diska í
eigin stórafmæli og eftir að veislu-
gestir yfirgáfu samkvæmið var
reynt að gefa okkur hinum afmæl-
isgjafimar því hún taldi að við
þyrftum meira á þessu að halda en
hún. Þessi einstaka jákvæðni og
eiginleiki til að fyrirgefa er ekki
fundin í hverjum sem er og ekki
gefin af eins hreinu hjarta og henn-
ar. Það fór lítið fyrir þessari konu
sem sjaldan vildi hringja í nokkurn
mann nema af brýnni nauðsyn, því
hún var alltaf smeyk um að vekja
fólk eða trafla þó að væri um miðj-
an frídag flestra. Heimili ömmu
var alltaf miðja fjölskyldunnar, þó
meðlimir hennar tvístruðust.flyttu
eða færa af landi brott, var ekki
sjaldan skotið skjólshúsi yfir þá
sem áttu í vandræðum, vantaði
væntumþykju eða að leita hjálpar á
einn eða annan hátt, alltaf var hún
reiðubúin jafnt á nóttu sem degi.
Hún lifði fábrotnu lífi, gerði litlar
kröfur og gaf miklu meira en sjálf-
sagt þykir. Lítillæti var hennar lífs
mynstur og hjálpsemi hennar
áhugamál, kvartaði aldrei jafnvel í
sínum verstu veikindum talaði hún
um eymd þeirra sem bágt áttu og
hafði áhyggjur af okkar líðan. Eg
mun aldrei geta þakkað nóg fyi’ir
allt sem hún gerði fyrir mig og
mína og veit að allir sem henni
kynntust eru mér sammála um að
hún var besta amma í heimi.
Pú varst mér sem leiðandi ljós
lagðir veginn, aldrei brásL
Ei þáðir þakkir né hrós
þú átt mína eilífu ást.
Nú ertu flogin, burtu frá oss
falleg ei' minningin mín.
Ömmu ég sendi minn síðasta koss
svo innilega td þín.
(Guðmundur G. Lúðvíksson)
Guðmundur G. Lúðvíksson,
Vala Björk, Rafnar Máni og
Teresa.