Morgunblaðið - 06.05.1999, Page 86

Morgunblaðið - 06.05.1999, Page 86
86 FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM KVIKMYNDIR/Laugarásbíó sýnir framtíðarmyndina eXistenZ með Jenni- fer Jason Leigh og Jude Law í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um tölvu- vætt samfélag þar sem tölvuleikir eru raunverulegri en lífíð. ldritshöfundur eXistenX- han leikstjónog david Cronenberg Æsilegur leikur á mörk- um draums og veru BERGÞÓRA Árnadóttir vísna- söngkona hefur búið í Dan- mörku undanfarin ár en er nú hingað komin til að spila og syngja fyrir landsmenn. Hún ætlar að fara á puttanum um landið á milli tón- leikastaða, með gítarinn og sængina í farteskinu. Var aldrei hippi „Eg er ekki með bílstjóra og nenni ekki að keyra sjálf þegar ég er að spila, þannig að ég ætla að ferðast á puttanum á milli tónleika- staða. Eg mun nýta rútur þegar því verður viðkomið, annars verð ég að treysta á hugulsemi ökumanna á leið minni. Eg hef ferðast mikið um á puttanum og býð sjálf „puttaling- um“ alltaf far ef þeir verða á vegi mínum.“ - Er þessi ferðamáti ekki í anda hippakynslóðarinnar? „Það get ég nú ekki sagt til um FRAMSQKNARFLOKKURINN Vertu með á miðjunni Eg er á puttanum! * Bergþóra Arnadóttir mun halda tónleika víðs- vegar um landið á komandi vikum og ætlar að bjóða tónlistarmönnum á hverjum viðkomu- stað að taka þátt í tónleikahaldinu. Sunna Ósk Logadóttir ræddi við söngkonuna. því ég tilheyrði aldrei þeirri kyn- slóð. Eg fór alveg á mis við það, því miður. Eg var orðin kerling þegar ég var sautján ára og farin að búa!“ -Hvernig er dagskrá ferðarinn- ar? „Fyrstu tónleikarnir verða í Nor- ræna húsinu á fímmtudagskvöldið [6. maí]. Þann níunda fer ég síðan af stað út á land og byrja á Vík i Mýr- dal. Þaðan þræði ég staði strand- leiðina hringinn, allt til Akureyrar og jafnvel lengra. Ég verð á landinu fram í miðjan júní og þangað til ætla ég að reyna að spila á sem flestum stöðum. Á hverjum stað ætla ég síðan að fá til liðs við mig heimamenn. Það er alls staðar tón- listarfólk og mér fmnst tími til kom- inn að þetta fólk fái tækifæri." -Hvaða lög ætlarðu að spiia? „Ég mun flytja bæði nýtt og gamalt efhi. Ljósmynd/Charles Egill Hirt BERGÞÓRA Árnadóttir er á leiðinni í tónleikaferð um landið. -Hvernig tónlist flytur vísna- söngkona? „Ég finn ljóð sem mér líkar og síðan verður til lag við ljóðið í höfð- inu á mér, ég veit ekki hvemig. Þá er ekkert að gera nema að spila það og syngja.“ -Attu þér eftirlætis ljóðskáld? „Já, líklegast er Steinn Steinarr mitt uppáhalds skáld en þau eru mörg svo góð. Ég hef líka samið lög við ljóð Jó- hannesar úr Kötlum, Tómasar Guð- mundssonar og Davíðs Stefánsson- ar svo eitthvað sé nefnt. Einnig hef ég gert töluvert af því að semja texta sjálf og ég er nú ekki svo galin í því.“ - Ertu alflutt til Danmerkur? „Já, ég hef búið þar í ellefu ár en prófaði einu sinni að flytja hingað til Islands aftur en eftir fimmtán mán- uði gafst ég upp. Ég reikna samt með því að koma heim þegar ég fer á eiliheimili!" - Hvenær hélstu síðast tónleika á íslandi? „Það eru orðin tólf ár síðan. Ef ferðin gengur vel núna er alveg við því að Jbúast að ég komi aftur seinna. Ég vona að ég nái í rassinn á honum KK [Kristjáni Kristjáns- syni] einhvers staðar í ferðinni. Ég hefði helst viljað sitja á þakinu á húsbílnum hans.“ - Hafiðþið spilað saman? „Nei, en ég er mikill aðdáandi hans og hefði mjög gaman af því að taka með honum lagið,“ sagði Berg- þóra að lokum. Ég er núna að fylgja eftir disknum mínum „Lífsbókinni“ sem kom út fyr- ir jólin. Á honum er tónlist af tíu ára tímabili frá tónlistarferli mínum en ég mun einnig spila eldra og yngra efni en það.“ Hryggbrotnaði í bflslysi - Hvað hefurðu verið að fást við í Danmörku? „Það hefur verið hitt og þetta. Ég var t.d. í hótelrekstri í eitt ár og síðan hef ég verið að flytja inn til Danmerk- ur hákarlalýsi og hákarlabrjósk. Ég lenti í bílslysi árið 1993 og hrygg- brotnaði, fór mjög illa út úr því og er nú öryrki. Það lá við að ég hætti í tón- listinni eftir slysið en ég hef undan- farið verið að byrja aftur.“ Söngkonan Bergþóra Árnadóttir á tónleikaferðalagi Frumsýning ALLEGRA Geller (Jennifer Jason Leigh) er kynþokka- fullur tölvuleikjasmiður sem lifir fyrir sköpunarverk sitt, leikinn eXistenZ. Allegra á ekki auðvelt með mannleg samskipti og hefur mun meira sjáifstraust í umhvei'fi tölvuleikja. I fyrirtækinu Antenna Research eru allir fullir spennings þegar prófa á nýja tölvuleikinn eXistenZ, leik sem á eftir að má út mörk fantasíu og veruleika. Örfiaga er tengd við taugakerfi hvers þátttakanda sem nemur til- finningasvið viðkomandi og hefur áhrif á í hvaða átt leikurinn æsi- legi þróast. Innsta hræðsla hvers þátttakanda er numin af örflög- unni og ákvarðar hvaða stefnu leikurinn tekur. Þegar leikurinn fer úr böndum beinist reiði þátttakenda að höfundi leiksins, Allegru, en einn öryggis- vörður fyrirtækisins, Ted Pikul (Ju- de Law), kemur henni til aðstoðar. Eftirleikurinn færir þau Allegru og Ted um draumkennt svið sem gæti bæði verið leikurinn eða raunveru- leikinn, í veröld þar sem aldrei er að vita hverjum er að treysta þar sem hugarheimur þátttakenda mótar og skapar hvert sviðið á fætur öðru. Leikstjórinn og handritshöfund- urinn David Cronenberg fékk hug- myndina að eXistenZ eftir að hann tók viðtal við rithöfundinn Salman Rushdie árið 1995, sem eins og frægt varð var ofsóttur eftir að hann skrifáði bókina Sálmar Satans. Eftir viðtalið varð Cronenberg heillaður af hugmyndinni um höf- und sem er ofsóttur vegna sköpun- arverks síns og verður að fara huldu höfði. Rithöfundurinn varð að tölvuleikjasmið og smám saman tók handritið á sig endanlega mynd. Þó kviknaði hugmyndin um sviðsetn- inguna sem æsilegan tölvuleik síðar og að sögn Cronenbergs kom að því í handritsgerðinni að hann var orð- inn svo spenntur fyrir veröld leiks- ins að hann hugsaði með sér að ef hann væri svona spenntur þá hlytu áhorfendumir að vilja komast í inn- viði leiksins líka. Cronenberg á að baki fjölda kvik- mynda eins og Shivers, Scanners, Videodrome, The Fly, Dead Rin- gers og Naked Lunch svo nokkrar séu nefndar. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir myndir sínar og fékk Óskai-sverðlaun fyrir mynd sína The Fly. Síðasta mynd hans var byggð á sögu J.G. Ballard, Crash, sem fjallaði um tengsl tækni, hættu og erótíkur og vann verðlaun á síðustu kvikmyndahátíð í Cannes sem nýstárlegasta kvikmyndin auk þess að sópa að sér verðlaunum í heimalandi Cronenbergs, Kanada. Cronenberg hafði lengi haft hug á að vinna með Jennifer Jason Leigh og þegar handrit eXistenZ var til- búið sá hann að hún væri kjörin í hlutverk hinnar taugaveikluðu en bráðsnjöllu Allegru. Leigh er m.a. þekkt úr kvikmyndunum Kansas City, Single White Female, Miami Blues og Rush. Mótleikari hennar, hinn breski Jude Law, gat sér gott orð sem ástmögur Oscars Wilde í myndinni Wilde, en hefur einnig leikið í myndunum Gattaca og Midnight in the Garden of Good and Evil. Aðrir þekktir leikarar í eXistenZ eru Ian Holm, Willem Dafoe og Christopher Eccleston.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.