Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Forystumenn flokkanna í lokaumræðum kosningabaráttumiar Leiðtogar VG og Samfylk- ingar vilja vinstristjórn FORYSTUMENN stjómmálaflokk- anna, sem bjóða fram á landsvísu í kosningunum í dag, ræddu einna mest um fiskveiðistjómun, skatta- mál og utanríkismál í lokaumræðu- þætti beggja sjónvarpsstöðvanna í gærkvöld. Einnig var komið k'tillega inn á hugsanlega stjómarmyndun og kváðust leiðtogar ríkisstjómar- flokkanna ganga óbundnir til kosn- inganna en leiðtogar Vinstrihreyf- ingarinnar - græns framboðs og Samfylkingarinnar kváðust sjá fyrir sér vinstri samsteypustjórn. Davíð Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, kvaðst í umræðum um fískveiðistjómun þeirrar skoð- unar að byggja ætti á núverandi kerfi en sagðist tilbúinn að hlusta á tiliögur um breytingar frá gagn- rýnendum kerfísins. Hann sagði sjálfstæðismenn geta faUist á að sjávarútvegurinn greiddi í auknum mæli þau gjöld sem á aðra hafa faUið vegna hans, það væri hægt nú þeg- ar, hann væri farinn að skila hagn- aði. Hann sagði þýðingarmikið að um greinina ríkti sátt og ef til breyt- inga kæmi yrðu þær að leiða tU meiri sáttar en nú væri. Halldór Asgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, tók undir það að ná yrði sem mestri sátt um kerfið og kvað það ábyrgðarleysi hjá tals- mönnum annarra framboða að ætla að kasta kerfinu árið 2002 því það myndi skapa óvissu, þá yrði ekki fjárfest og enginn hagvöxtur með slíkri óvissu. Hann kvaðst vUja breyta framsalsreglum á kvóta og sagði mikinn hagnað þeirra sem fara út úr greininni vandamál sem hægt yrði að ráða við að nokkru leyti. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sagðist viija gera breyt- ingar án þess þær yllu of mikUli röskun í greininni, byggðatengja réttindi á grunnslóð og reyna að draga úr öryggisleysi sjávarútvegs- byggða. Nauðsynlegt að stjórna fiskveiðum Margrét Frímannsdóttir, tals- maður Samfylkingarinnar, sagði nauðsynlegt að stjórna fiskveiðum en endurskoða yrði kerfið í heild sinni og móta nýtt kerfi, ef til vill aflamarkskerfi í einhverri mynd. Hún sagði mörg byggðarlög hafa farið illa út úr kvótakerfinu og af því yrðu menn að læra og stýra málum þannig að ekki yrði um koll- steypur að ræða. I umfjöllun um skattamál benti HaUdór Ásgrímsson á að yrði tekinn 50% skattur af þeim sem hefðu tekj- ur yfir 200 þúsund krónur væri að- eins hægt að lækka skatta þeirra tekjulægri um 1,4% en í dag er skattþrepið 38,4%. Hann sagði slíka hugmynd eyðUeggja tekjuskatts- kerfið og kvað Vinstrihreyfinguna og Samfylkinguna hafa komist upp með það í kosningabaráttunni að veita viUandi upplýsingar um hvaða áhrif slík breyting hefði á tekjudreifing- una í landinu. Margrét Frímanns- dóttir kvaðst ekki vUja auka skatta en taka upp 5 til 7 skattþrep og sagði rangt að slíkar hugmyndir þýddu skattahækkanir. Hún sagði að af- nema ætti þann frumskóg sem fæUst í því sem hún nefndi skatta-bætur- skerðingar, og gera ætti tekjuskatts- kerfið sýnUegt þannig að þeir sem hefðu lágar tekjur vissu í raun hver skattbyrði þeirra væri. Húsdýragarðurinn Fjölgun í hreindýra- fjölskyldu HREINDÝRSKÝRIN Snotra, sem er sex vetra göniul, bar myndar- legum kvígukálfi aðfaranótt föstudags í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum í Laugardal og heilsast móður og barni vel, sam- kvæmt upplýsingum frá garðin- um. Faðir litlu kvígunnar er tarfur- inn Draupnir, sem er sex vetra eins og móðirin, en dvelst á hreindýrasvæðinu í garðinum ásamt kúnni Jóhönnu, sem er tíu vetra. Morgunblaðið/RAX Grútur og um hálft tonn af hráolíu í sjóinn á Seyðisfírði Sagt versta meng- unarslys síðan E1 Grillo forst TÆPLEGA hálft tonn af hráolíu fór í höfnina í Seyðisfirði síðdegis á fimmtudag og náði flekkurinn í gær um fimm kílómetra frá fjarðarbotn- inum, að sögn Sigurjóns Andra Guðmundssonar, aðstoðarvarð- stjóra í lögreglunni á Seyðisfirði. Hann kveðst ekki muna eftir öðru eins mengunarslysi í firðinum og segir hann að menn telji þetta hið versta síðan E1 Grillo var sökkt þar á stríðsárunum. „Þetta er virkilega slæmt,“ segir Sigurjón. Grútur fór samanvið Kolmunnaveiðiskipið Bjarni Ólafsson AK 70 var að taka olíu og þegar verið var að dæla á milli tanka í skipinu urðu þau mistök, sem talin eru mannleg, að hátt í fimm hund- ruð lítrar af olíu láku í sjóinn. „Olían fór í höfnina og dreifðist um allan fjörðinn. Ekki bætti úr skák að um svipað leyti losnaði grútur frá verksmiðju SR-mjöls út í fjörðinn, þannig að þetta var hinn versti kokkteill," segir Sigurjón. „Allur fjörðurinn er meira eða minna undirlagður og þegar ég fór síðdegis með bát út fjörðinn sást að flekkurinn teygði sig um fimm kíló- metra frá botni fjarðarins og er ef- laust farinn lengra núna.“ Hafnarvörður og bæjarstjóri ákváðu að senda út vinnuflokk í kjölfar þessa mengunarslyss til að dæla bindiefnum ofan á olíuna í von um að hún botnfélli, en að sögn heimamanna var fjörðurinn þó enn „löðrandi" í gærkvöldi. Auk þess reyndu menn frá SR-mjöli að brjóta niður fituna frá verksmiðjunni. Var farið út á einum báti með háþrýsti- dælu til að úða efninu yfir, en svo dreifð var olían að vonlaust þótti að hemja hana með girðingu eða öðr- um ráðum. Tankurinn yfirfylltist Óskar Friðriksson hafnarvörður segir að þegar verið var að dæla olí- unni á milli tanka í skipinu hafi ann- ar þeirrar yfirfyllst með þeim af- leiðingum að olían lak út í sjó. „Við dreifðum á olíuna olíueyðingarefni og það dugði eins og hægt var, það er ekki unnt að komast yfir svo stóran flekk fullkomlega," segir hann. „Við vorum fram í myrkur á fimmtudagskvöld og til klukkan fimm i dag [gær] en það er ekki mikið annað hægt að gera.“ Fíkniefni fundust á ísafírði Fjórir hand- teknir í þrem- ur byggðar- lögum LÖGREGLAN á ísafirði lagði í fyrrakvöld hald á rúmlega 76 grömm af hassi ásamt tækjum til fíkniefnaneyslu. Lagt var hald á efnin við húsleit sem framkvæmd var samkvæmt úrskurði Héraðs- dóms Vestfjarða í húsnæði rúm- lega þrítugs manns í ónafngreindu þorpi í ísafjarðarbæ. Maðurinn var handtekinn og í kjölfarið fóru fram þrjár handtökur, ein önnur í Isa- fjarðarbæ, ein í Kópavogi og sú þriðja í Hafnarfirði. Sama kvöld og húsleitin var gerð handtók lögreglan í Kópavogi mann ríflega þrítugan í tengslum við rannsókn málsins og gerði jafn- framt húsleit hjá honum. Þar fund- ust áhöld til fíkniefnaneyslu. Tæpast til einkaneyslu í gær handtók lögreglan á Isa- firði síðan karlmann í ísafjarðarbæ vegna rannsóknarinnar og var hann yfirheyrður í kjölfarið. Þá gerði lögreglan í Hafnarfirði hús- leit þar í bæ ásamt því að handtaka karlmann sem talinn var tengjast málinu. Þar fundust hins vegar engin fíkniefni eða áhöld til neyslu þeirra. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á ísafirði er magn þeirra fíkniefna sem lögreglan lagði hald á umtalsvert og tæpast ætlað til einkaneyslu. ------------- Eldur í mjölgeymslu ELDUR kviknaði í mjölgeymslu- skúr bakarís við Heiðmörk í Hvera- gerði á sjötta tímanum í gær. Slökkviliðið í Hveragerði kom á staðinn og greiðlega gekk að slökkva eldinn. Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni á Selfossi er ekki talið að verulegt tjón hafí orð- ið. Eldsupptök eru ókunn. Kosninga- vakt á mbl.is KOSNINGAVAKT verður á Fréttavef Morgunblaðsins í kvöld og nótt og verður fylgst með framvindu talningar at- kvæða í alþingiskosningunum þar til úrslit liggja fyrir. Leitað verður eftir við- brögðum frambjóðenda þegar tölur liggja fyrir og unnið úr tölunum á Kosningavef mbl.is með kosningaspám fyrir hvert kjördæmi og allt landið. msuur ÁLAUGARDÖGUM U~«l MoiuáUjíÐsiNS LIjoDOii, KOSNINGAHANDBÓK - KOSMiNGAK -**! “».* ’ rr nuwKB ^ cZZ*. _ r “2- Morgun- biaðinu í dag fylgir fjögurra síðna -mm • . i ■ i »i Lli .1 •**-.»>«Uféwfsf* kosninga- handbók. (J 1 i! i.l'i.xi 1 L_iJ.JJ,.JA. ■■ 'r • ' . Lárus Orri Sigurðsson kominn á sölulista hjá Stoke/B1 •••••••••••••••••••••••••••••••• Leikmenn Utah Jazz sigur- stranglegastir í NBA/B2 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.