Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 56
,56 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDA F. BJÖRNSDÓTTIR + Guðmunda F. Björnsdóttir, Fornasandi 1, Hellu, var fædd að Rauðnefsstöðum á Rangárvöllum 4. ágúst 1912. Hún andaðist á Sjúkra- húsi Suðurlands 27. apnl siðastliðinn. Foreldrar hennar voru Bjöm Guð- mundsson, f. 17. júlí -> 1887, d. 14. mars 1973, og Elín Hjart- ardóttir, f. 7. júlí 1886, d. 14. mars 1955. Systkini Guð- mundu em Guð- björg Svafa, f. 22. febrúar 1911, dvel- ur á Selfossi; Sigríð- ur, f. 18. mars 1920, d. 15. júlí 1964. Uppeldisbróðir, Ólafur Þorkelsson, f. 7. ágúst 1918, bú- settur í Reykjavík. títför Guðmundu fer fram frá Hlíðar- endakirkju í Fljóts- hlíð í dag og hefst athöfnin klukkan 11. í dag verður til moldar borin kæra móðursystir mín Guðmunda Bjömsdóttir frá Rauðnefsstöðum. Hún verður jarðsett við hlið Sigríð- ar systur sinnar sem lést 1964. Það er vor í lofti, birta og ylur framundan, gróður að lifna, far- fuglamir sem óðast að koma með tilheyrandi söng og lífi á komandi sumri. Eg segi þetta vegna þess að hún var mikill náttúmunnandi. Þá dregur skyndilega fyrir sól, í bili að minnsta kosti. Hún Munda lést eft- ir nokkurra daga sjúkrahúsvist. Ekki óraði mann fyrir þessu svona fljótt, hún var að vísu orðin vem- lega lasin á sumardaginn fyrsta. Þá hitti ég hana um kvöldið, hún lét ekki mikið yfir þessu heilsufari, þetta væri bara eitthvað tímabund- ið eins og stundum áður, „þetta lagast“ sagði hún. Nú síðustu árin hefur hún átt við veikindi að stríða, en hafði oftast betur. Hún var ávallt svo afar hress og meðvituð _ um nánast alla hluti, þótt aldurinn væri orðinn nokkuð hár. Munda talaði sjaldan eða aldrei um sín veikindi, en ég held í raun og vera að hún hafi þjáðst meira en hún lét uppi. Hún bar sig afar vel og þetta hefur villt um fyrir fólki. Nú þegar þetta er búið í þessari jarðvist er margs að minnast, á þeim 50 ámm sem maður hefur átt með henni. Hún lét sér frekar annt um velferð annarra en sjálfrar sín. Þegar móðir mín lést árið 1964 gekk Munda mér og okkur al- systkinunum eiginlega í móður- stað. Þannig höfum við alltaf htið á hana, enda finnst bömum okkar að hún væri sem sín eigin amma og nú - síðar kallaði elsta bamabam mitt hana Mundu langömmu. Hún var fjarskalega bamgóð og það er stór hópurinn sem hún gaf gjafir við öll tækifæri svo sem á jólum, afmæl- um o.s.frv. Guðmunda var greind kona, heilsteypt og hreinlynd. Mér finnst hún hafa farið hljóðlega gegnum lífið og samt hafði hún ákveðnar skoðanir á flestum hlut- um nánast milli himins og jarðar. Hún var fljót að átta sig á aðstæð- um og mynda sér skoðanir strax. Félagslynd var hún og vinsæl af öllum sem hún umgekkst, enda átti hún fjöldann allan af vinum og vandamönnum sem heimsóttu hana reglulega og þá mátti enginn fara án þess að fá eitthvað matarkyns, annað var ótækt. Mig langar að- eins að nefna ferðalag sem við fór- um með henni á áttræðisafmæli sínu. Þá var farið héðan yfir há- lendið í Eyjafjörð og um Norður- og Austurland. Hún hafði aldrei farið á þessar slóðir fyrr en samt gat hún frætt okkur um eitthvað markvert í flestum sveitum og bæj- um, þá ýmist um búsetu skálda, fræðimanna og landnámsmanna svo eitthvað sé nefnt. Mimda unni söng og tónlist mjög, hún spilaði sjálf á orgelið sitt af og til fram á síðasta dag. Einnig söng hún um árabil í kirkjukór Hlíðarendakirkju og víðar. Guðmunda tók nútíman- um sem sjálfsögðum hlut, hún gerði sér fullkomlega grein fyrir breyttri veröld frá því að hún var ung. Aðeins verð ég að minnast á blómin hennar, það var sama hvar hún bjó, alltaf var ógrynni af blóm- um í kringum hana sem hún um- gekkst með mikilli natni og árang- urinn var eftir því. Lengst af bjó hún einsömul í húsinu sínu að Fomasandi 1 hér á Hellu. Hún lét byggja það fyrir sig og flutti í það árið 1976. Áður bjó hún í sambýli við Öm systurson sinn og hans fjölskyldu að Freyvangi 20, og átti hún þar séríbúð. Þar á undan átti Munda heima á Hlíðarenda í 21 ár, var þar bústýra hjá afa mínum Helga Erlendssyni þar til hann lést árið 1967. Ég og systkini mín, sem áður vom nefnd, vomm hjá þeim meira og minna allan þennan tíma, þó með nokkmm hléum. Ég átti lögheimili hjá þeim síðustu ár þeirra að Hlíðarenda. Ég veit fyrir víst að oft höfðu þau áhyggjur af okkur, einkanlega á ungUngsárum BJÖRN BJARNASON + Bjöm Bjarna- son, Sæbóli í Hafnarfirði, fæddist í Hítardal, Hraun- hreppi, 8. septem- ber 1907. Hann and- aðist að Sólvangi í Hafnarfirði aðfara- nótt l. maí síðastlið- ins. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Elsku afi. f Nú kveð ég þig en ég veit að þú ert kominn á góðan stað við hlið ömmu. Þú varst alltaf svo góður við alla og sérstaklega við okkur syst- urnar. Ég man allar góðu stundirn- ar á Sæbóli þar sem þú og amma tókuð á móti mér með hlýju. Garð- urinn þinn var einstakur og iðulega fy'órst þú með mér út í garð og sýnd- ir mér nýjar plöntur eða blóm. Gott var þitt yndi og eftir að þú fórst upp á Sólvang varst þú alltaf að bíða eftir sumrinu svo þú kæmist heim í garðinn. Ég man alltaf þegar þú kenndir mér að tefla. Það em góðar minn- ingar um okkar sam- vistir og þú kenndir mér þolinmóður og með hlýju. Stundum leyfðir þú mér að vinna og þá var ég að springa af gleði og hljóp til ömmu með fréttimar. Elsku afi, þú varst svo góður við mig og stoltur þegar ég varð stúd- ent. „Takk fyrir hjálpina og guð geymi þig.“ Þín Bryndís. okkar. Munda og Helgi vom okkur sem foreldrar, slík var umhyggjan. Fyrir þetta viljum við systkinin þakka ástsamlega þótt seint sé, og fyrir mér fennir seint í sporin þeirra. Að leiðarlokum bið ég Guð að blessa minningu frænku minn- ar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hjörtur Guðjónsson. Þegar maður kemst á efri ár fækkar stöðugt vinum okkar og samferðafólki, en þótt vinur hverfi úr hópnum lifir minningin í huga manns og bregður birtu yfír geng- in spor og lýsir fram á veginn, sem ófarinn er. Þetta kemur mér í huga er ég minnist vinkonu minnar, Guð- mundu Bjömsdóttur frá Rauðnefs- stöðum, sem lögð verður til hinstu hvfldar að Hlíðarenda í Fljótshlíð í dag. Hún var dóttir merkishjónanna Elínar Hjartardóttur og Björns Guðmundssonar, er lengi bjuggu á Rauðnefsstöðum á Rangárvöllum. Heimilið á Rauðnefsstöðum var orðlagt rausnar- og menningar- heimili enda vom bæði hjónin mjög vel gefin og menntuð. Má segja að faðir hennar Björn hafi verið sérstakur fræðaþulur sem bjó yfir miklum fróðleik um sögu lands og þjóðar og kunni manna best að segja frá. Guðmunda erfði þessa eiginleika frá foreldmm sínum. Hún var margfróð, kunni vel að tjá hugsanir sínar, bjó yfir einstakri frásagnar- gáfu og var mikill „húmoristi". Mikill vinskapur var milli hjón- anna á Rauðnefsstöðum og for- eldra minna og var það fóst venja, að þau heimsóttu hvort annað til skiptis á hveijum vetri. Man ég vel sem strákur, samræður Bjöms og pabba, sem stóðu oft langt fram á nótt eftir að öll ljós vom slökkt, en ekki var langt milli rúma. Fræddist ég þá um ýmsa hluti, sem ég man enn þann dag í dag. Tengsl vora því mikil milli fjöl- skyldnanna á Rauðnefsstöðum og HUðarenda og síðar kvæntist bróð- ir minn Guðjón, Sigríði, yngstu systurinni á Rauðnefsstöðum. Hófu þau búskap sinn á Hlíðar- enda, en fluttust síðan að Rauðu- skriðum, þar sem Guðjón reisti ný- býli á landi Hlíðarenda, en fluttist eftir Heklugosið 1947 vestur í Borgarfjörð. Þau áttu saman fjög- ur efnileg börn, sem öll em á lífi. Leiðir þeirra hjóna skildu síðar. Faðir minn Helgi hóf búrekstur á Hlíðarenda 1913. Sama árið og hann kvæntist móður minni Krist- ínu. Hún andaðist 1942. Var þá erfitt um vik fyrir pabba að halda búskap áfram, svo að Guð- jón bróðir minn var fyrir búi á Hlíðarenda í nokkur ár, eins og áð- ur segir. En 1947 hóf Helgi aftur búskap að Hlíðarenda og fékk Guð- mundu Bjömsdóttur sér til full- tingis. Er skemmst frá því að segja að hún bjó með honum þar til hann lést 1967 eða í tuttugu ár. Hlíðarendi er staður sem margir sækja heim. Margir innlendir og erlendir ferðamenn koma til að sjá þennan fræga sögustað. Þá er kirkja á staðnum og því oft einnig gestkvæmt vegna þess og fjöl- margra vina og kunningja frá fýrri tíð sem gjaman komu við og nutu gestrisni Mundu og Helga. Heimil- ishald var því oft erilsamt en þau Munda, sem Guðmunda var oftast kölluð, sameinuðust um að veita sem bestar viðtökur öllum þeim, sem þangað komu. Dáðist ég oft að Mundu fyrir dugnað og hversu miklu hún fékk áorkað þó að heils- an væri ekki alltaf sterk og pabbi mikið farinn að heilsu síðustu árin. Það má með sanni segja að þau stóðu fast saman þangað til yfir lauk, og pabbi lést. Eftir fráfall pabba fluttist Guðmunda að Hellu á Rangárvöllum og bjó þar til síð- ustu stundar. Guðmunda missti systur sína Sigríði á góðum aldri 1964. Böm Sigríðar vom þá á unglingsaldri og missir þeirra mikill. Tengsl bama Sigríðar við Mundu vom mjög náin og ríkur kærleikur milli þeirra, allt að leiðarlokum. Böm Sigríðar hjálpuðu líka afa sínum á Hlíðar- enda og Mundu við búskapinn síð- ustu árin sem þau bjuggu þar. Við Sirrí og bömin okkar voram á Hlíðarenda öllum þeim stundum sem tækifæri gafst og byggðum þar sumarhús, þar sem við dvöld- um um lengri og skemmri tíma á sumrin enda Már sonur okkar hjá afa sínum og Mundu í mörg sumur á æskuámm sínum. Við þökkum Mundu allar samverastundimar á Hlíðarenda og vináttu og tryggð á liðnum ámm og þá hjartahlýju sem hún ætíð sýndi okkur. Við fjöl- skyldan vottum frændfólki Mundu samúð og hluttekningu við fráfall hennar og biðjum því Guðs bless- unar. Gunnar Helgasson. í dag er til moldar borin Guð- munda Bjömsdóttir eða Munda eins og hún var kölluð, og langar mig að minnast hennar í örfáum orðum. Ég kynntist Mundu fyrst þegar ég kom tíu ára gamall, móð- urlaus í fóstur á Rauðnefsstaði sem var æskuheimili hennar og var þá Munda fimmtán ára gömul. Mér leið vel á heimili hennar og mynd- aðist vinskapur sem hélst alla tíð. Munda var dugnaðarkona, hjálp- söm, létt í skapi, hafði yndi af tón- list og oft settist hún við orgelið og spilaði og söng þegar gestir komu í heimsókn. Oft var mikill gesta- gangur í litla húsinu hennar á Hellu sem var hlýlegt og faflegt, hún hafði sérstaklega gaman af blómum og blómarækt og bar heimili hennar þess merki. Þegar ég kynnti Mundu fyrir konunni minni tók Munda henni vel og náðu þær strax vel saman. Oft fóram við hjónin með henni í stuttar ferðir, meðal annars upp að Rauðnefs- stöðum. Munda var skemmtilegur ferðafélagi, fróð um landið og höfðum við mikla ánægju af þess- um ferðum og alltaf var Munda jafn þakklát fyrir sama hversu stutt var farið. Þessar ferðir hefðu mátt vera fleiri síðustu ár en heils- an hennar Mundu var farin að gefa sig. Við hjónin minnumst all- ar heimsóknanna til þín með hlýju og þakklæti og þykir okkur sér- staklega vænt um að hafa verið með þér síðustu helgina sem þú áttir heima, því að fimm dögum seinna varstu flutt á sjúkrahúsið á Selfossi þar sem þú áttir ekki aft- urkvæmt og lést nokkram dögum síðar. Elsku Munda við hjónin þökkum þér fyrir góðar stundir og allan þann hlýhug sem þú sýndir okkur. Blessuð sé minning þín. Lýs, milda ljós, í gegnum þennan geim, mig glepur sýn, því nú er nótt, og harla langt er heim. 0, hjálpin mín, styð þú minn fót; þótt fetin nái skammt, ég feginn verð, ef áfram miðar samt. (Þýð. M. Joch.) Ólafur Þorkelsson. Bernskuminningar mínar era frá Hlíðarenda í Fljótshlíð. Ég fór sex ára gamall í sveit til Helga afa og Mundu. Næstu sjö sumur dvaldi ég hjá þeim og aðstoðaði þau við bú- skapinn og hin ýmsu sveitastörf. Þetta var framandi heimur fyrir mig borgarbamið, en Munda og afi tóku mér opnum örmum. Munda fæddist á Rauðnefsstöð- um 3. ágúst 1912 undir Heklurót- um og ólst þar upp. Við Heklugosið 1947 fór bærinn í eyði vegna ösku- falls. Hún flutti þá að Hlíðarenda til að aðstoða Helga afa minn við heimilið og búskapinn, en hann missti Kristínu eiginkonu sína fimm ámm áður. Munda hélt mflrið upp á sinn uppvaxtarstað, enda óvíða fegurra. Eg minnist þess sérstaklega þegar hún seinna fór með okkur afa að líta á heimaslóðir sínar. Hún greindi okkur frá öllum kennileit- um og staðháttum og lýsti með myndrænum hætti hvemig lífið gekk fyrir sig á Rauðnefsstöðum, þegar hún var ung stúlka. Þetta' var ógleymanleg ferð, því Munda gaf mér innsýn í bemsku sína og hugarheim. Munda og afi vom samhent við búskapinn og Munda var myndar- leg húsmóðir. Saman gengum við til mjalta alla daga, kvölds og morgna. Munda mjólkaði sínar fjórar kýr og við afi hinar. Eftir á að hyggja vom þetta yndislegir tímar og afar eftirminnilegir. Munda kenndi mér, hvemig átti að fara að dýranum og þar var tillit- semin mikilvægust. Kýmar, hest- amir, kindumar, hænumar að ógleymdum Sámi og kisu vom öll vinir okkar. Munda kenndi mér einnig að umgangast náttúmna í fallegustu sveit sem til er, í Fljóts- hlíðinni. Það má með sanni segja að Munda hafi verið með græna fingur, því blómin hennar vom mörg og falleg svo af bar. Þau vom í öllum gluggum og vom stolt hennar. Hún lét ekki þar við sitja, heldur ræktaði einnig skógarplönt- ur af græðlingum í skógarreit for- eldra minna. Þetta var hennar framlag til þess að skapa betra og lífrænna líf. Munda og afi settu mig einnig í hlutverk leiðsögumanns á þessum merka sögustað landsins, Hlíðar- enda í Fljótshlíð. Þau kenndu mér að bera virðingu fyrir staðnum og gera gestum grein fyrir stórkost- legri sögu hans, enda er mér minn- isstætt sem ungum dreng að hafa frætt marga ferðamenn um Gunn- ar á Hlíðarenda. Þetta var ánægju- legt og gefandi starf. Allir dagar í sveitinni vom langir dagar. Það var farið snemma á fæt- ur og nóg að gera allan daginn. En á kvöldin var sest niður eftir eril dagsins og spáð í lífsgátuna. Þá vom einnig sagðar lífsreynslusög- ur. Afi sagði söguna þegar óarga- dýrið réðst á hann um niðdimma nótt um hávetur á söndunum við Markarfljót, og hvemig hann komst undan við illan leik, sár og rifinn heim að Hlíðarenda. Við Munda hlustuðum á. Mörg kvöldin era ógleymanleg ungum dreng sem drakk í sig sögur og fróðleik þeirra sem eldri og reyndari vom. Munda var mikill persónuleiki og gat slegið á létta strengi og átti það til að vera smá stríðin. Hún var mér alltaf ljúf og góð og reyndist mér sérstaklega vel. Hún og Helgi afi vom mjög samhent allar götur þar til hann andaðist 1967. Þá brá hún búi og flutti að Hellu. I huga mínum er Munda órjúf- anlegur hluti tflvera minnar. Ég minnist hennar með virðingu og kæra þakklæti fyrir allt. Megi al- góður Guð blessa hana og vernda. Már Gunnarsson. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Við kveðjustund minnar kæra frænku, hennar Mundu, rifjast upp minningar er ég og fjölskylda mín heimsóttum hana að Hlíðarenda í Fljótshlíð þar sem Gunnar og Hall- gerður bjuggu forðum. Eins og all- ir muna neitaði Hallgerður Gunn- ari um hár úr höfði sínu en það var hárið sem þær áttu sameiginlegt þessar tvær konur fyrir utan að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.