Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 88
MORGUNBLAÐIÐ
“' 88 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999
FÓLK í FRÉTTUM
Morgunblaðið/Breki Karlsson
LUCERO Garzon, Hrafn Gunnlaugsson, Gerardo Salcedo, Hilmar
Oddsson, Friðrik Þór Friðriksson og Breki Karlsson.
Islenskri kvikmynda-
hátíð lauk um síðustu
helgi í Mexíkó.
Sýndar voru átta
myndir við ágæta
aðsókn og voru þrír
íslenskir kvikmynda-
leikstjórar viðstaddir.
*
Stefán A. Guðmunds-
son fylgdist með
hátíðinni.
FRIÐRIK Þór og Hilmar Oddsson við breiðgötu hinna dauðu
í Teotihuacan.
Islensk kvikmynda-
hátíð í Mexíkó
ANN 28. apríl síðastliðinn
hófst íslensk kvikmyndahátíð
í Mexíkóborg. Kvikmynda-
samtökin Cineteca Nacional sýndu
þá átta íslenskar myndir í eina
viku, frá hinum ýmsu leikstjórum.
Hátíðin var opnuð með mynd Frið-
riks Þórs Friðrikssonar, Börnum
náttúrunnar, en aðrar myndir sem
Mexíkóar og Islendingar búsettir í
borginni fengu að berja augum
voru Hin helgu vé Hrafns Gunn-
* laugssonar, Tár úr steini Hilmars
Oddssonar, Dansinn Agústs Guð-
mundssonar, Magnús Þráins Ber-
telssonar, Svo á jörðu sem á himni
Kristínar Jóhannesdóttur, Agnes,
Egils Eðvarðssonar og A köldum
klaka Friðriks Þórs Friðrikssonar.
Viðstaddir hátíðina voru Breki
Karlsson frá Kvikmyndasjóði ís-
lands, og leikstjórarnir Friðrik Þór
Friðriksson, Hrafn Gunnlaugsson
og Hilmar Oddsson. Friðrik sagði
fáein og vel valin orð um mynd sína
við opnun hátíðarinnar og tjáði
undirrituðum eftir sýninguna, að
hann hefði verið mjög ánægður
með þau jákvæðu viðbrögð og góðu
aðsókn sem myndin fékk, en um
450 manns voru viðstaddir hana.
Ætlunin var að allir leikstjórarn-
ir kynntu myndir sínar fyrir áhorf-
endum. Þó vildi svo tii að Hrafn
Gunnlaugsson fór skyndilega til
Brasilíu strax á laugardeginum, 24.
apríl, sama dag og mynd hans var
sýnd, en Hilmar Oddsson sagði fá-
ein orð í staðinn. Hann kynnti svo
mynd sína, Tár úr steini, daginn
eftir og svaraði spurningum við lok
sýningar hennar. Hilmar sagðist
einnig vera mjög ánægður með við-
brögð almennings, hinar ýmsu
spurningar sem hann hefði ekki
fengið áður, og svo þann áhuga á
tónlist Jóns Leifs sem margir
sýndu.
I dagblöðum borgarinnar var
umfjöllun um hátíðina afar jákvæð
og flest gáfu þau stutta lýsingu á
hverri mynd, en undirstrikuðu
jafnframt hvernig hinum ýmsu
þáttum menningar þjóðarinnar og
stórbrotnu landslagi væri vel flétt-
að saman. Einnig lögðu La Jornada
og La Reforma áherslu á hve langt
á veg íslensk kvikmyndagerð væri í
raun og veru komin, sérstaklega
miðað við að eiga sér ekki langa
.sögu né „skóla“.
Forsvarsmenn Cineteca Nac-
ional sögðu að aðsóknin á hátíðina
hefði farið fram úr björtustu von-
um og telja þeir að um 1.500 manns
hafí séð íslensku myndirnar, og fá-
ar kvikmyndahátíðir nái slíkum
áhorfendafjölda. Lucero Garzón
Polanco, sem sá um að skipuleggja
hátíðina í samvinnu við Breka
Karlsson, sagði að allt hefði gengið
eins og í sögu varðandi undirbún-
ing og skipulagningu hennar, og
sama sem engin vandamál komið
upp. Mikil umfjöllun hafi verið í
dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi
sem greinilega hefði skOað sér, „en
einnig hafí dregið fólk að, sú nýj-
ung og frumleiki að fá íslenskar
myndir til Mexíkó.“
Aðspurður um á hverju val
myndanna væri byggt, svaraði
Lucero Garzón: „Við fengum yfír
30 myndir frá Kvikmyndasjóði ís-
lands. Við völdum þessar átta, því
okkur fannst þær lýsa íslensku
þjóðfélagi og íslenskri menningu
betur en aðrar. Einnig fannst okk-
ur myndatökurnar afskaplega fal-
legar. Valið var ekki auðvelt, en við
teljum okkur hafa gert menningu
Islands og íslenskri kvikmynda-
gerð góð skil.“
Breki Karlsson var einnig mjög
ánægður með skipulagningu hátíð-
arinnar, svo og aðsókn forvitinna
bíógesta og hina almennu umfjöll-
un fjölmiðla borgarinnar. Breki
sagði að sömu myndir yrðu sendar
fljótlega til Spánar, en þar verður
haldin önnur kvikmyndahátíð á
vegum Cineteca Nacional í Madrid,
og mun hún hefjast 11. maí. Hann
bætti jafnframt við að hann væri í
sambandi við önnur lönd Ró-
mönsku Ameríku, eins og Kúbu, en
vegna skorts á peningum hjá Kvik-
myndasjóði Islands, eins og hjá
þeim á Kúbu, væri þar frekar um
framtíðarverkefni að ræða að setja
upp aðra hátíð þar.
En hvaða þýðingu hefur þessi
sýning hér í Mexíkó, og auðvitað á
Spáni líka, fyrir íslenska kvik-
myndagerð? „Mexíkó er greinilega
nýr markaður fyrir íslenska kvik-
myndagerð og áhuginn, ekki bara
hjá Cineteca Naeional, heldur með-
al almennings, hefur komið þægi-
lega á óvart. Mexíkó hefur tekið
okkur ótrúlega vel og er það mjög
ánægjulegt þar sem landið er oft
talið vera inngangur að Rómönsku
Ameríku. Við vonum að þetta sé
einungis byrjunin að frekara sam-
starfi við svæðið.“
Kvikmyndahátíðinni verður svo
gerð frekari skil í Mexíkó í sjón-
varpsþætti á stöð 22, þann áttunda
og ellefta maí næstkomandi, en sú
stöð einbeitir sér að hinum ýmsu
menningarviðburðum í borginni.
Þrjár íslenskar kvikmyndir, Börn
náttúrunnar, Á köldum klaka og
Bíódagar, öllum leikstýrt af Frið-
riki, munu síðan á næstu vikum
verða sendar í aðrar sjö borgir
landsins tU sýninga. Það eru einu
myndirnar sem hafa spænskan
texta, en allar aðrar myndir sem
voru á hátíðinni höfðu samhliða raf-
textun.
Breka, Friðriki og Hilmari var
boðið að kynna hátíðina og tala um
ALÞINGISKOSNINGARNAR
8. maí nk. setja vaxandi svip á
dagskrá sjónvarpsstöðvanna og
stundum með hlægilegum hætti,
þegar reynt er að sýna hlutleysi
hjá sjónvörpum og útvörpum,
sem hvað ríkisútvarpið snertir er
þegar bjargarlaust í þessum efn-
um, þar sem fyrir löngu er búið
að koma fyrir hýsfylli af vinstra
fólki. Hefur svo verið
lengi og undrar eng-
an úrræðaleysi þeirr-
ar stofnunar. Hún
grípur nú helst tU þeirrar varn-
araðgerða að fella niður þáttinn
Kalda stríðið ef það skyldi verða
til þess að draga úr sárum minn-
ingum vinstri manna. En útvarp-
ið getur ekki frestað manndráp-
unum í Kosovo, því margir eru
þeir sem vilja láta Serbíukapp-
ann hafa einkaleyfi til mann-
drápa á Balkan. Það var helst að
stalínistum þótti skorta á slík
einkaleyfi á tímum kalda stríðs-
ins.
Stöð 2 og Dagblaðið eru m.a. í
eigu Jóns Olafssonar, sem
standa með þeim er standa með
Jóni í lóðabraski, popplágkúru
og kvikmyndafóndri. Það er því
ekki von að pólitískar umræður í
fjölmiðlum séu nokkurs virði,
enda standa kjósendur eftir með
galtóman haus eftir heitstreng-
ingar um smáatriði og kjósa
flokka eftir því sem flokkar
máttu eða máttu ekki gera. T.d.
fær Framsókn á baukinn fyrir að
hafa stjórnað með sjálfstæðis-
mönnum, af því stór hluti flokks-
ins heldur að hann sé vinstra
myndirnar á einni stærstu útvarps-
stöð landsins þar sem kom t.d.
fram að íslensk kvikmyndagerð
hefur undanfarin ár verið að reyna
að slíta sig burt frá bókmenntahefð
landsins, með það fyrir augum að
skapa íslenska kvikmyndahefð.
Frítímann nýttu þeir síðan m.a. til
þess að skoða hið glæsilega mann-
fræðisafn, rústir Teotihuacan og
silfurborgina Taxco, en einnig var
þeim boðið í hádegisverð af fram-
kvæmdastjóra Cineteca Nacional,
þar sem rætt var um möguleikann
á að halda mexíkóska kvikmynda-
viku á íslandi. Og varð Friðriki að
orði að fljótlega ættu íslenskir
kvikmyndaunnendur eftir að eiga
þess kost að sjá mexíkóskar mynd-
ir á Fróni.
megin við vinstrið. Á sama tíma
og framsóknarmenn kjósa til
vinstri í þessum kosningum
binda vinstri menn í VG vonir við
að ná fylgi til að geta stjórnað
með sjálfstæðismönnum, án þess
að búast við að þeim verði hegnt
fyrir.
Spaugstofan kvaddi í bili s.l.
laugardag. Þeir ætla víst að
frílista sig í
sumar. Kon-
umar tvær,
sem fríkkuðu
upp á selskapið eins og sagt var,
voru prýðilegir skemmtikraftar
og þarf þó ýmislegt að hafa til að
mæta í svona partíi. Það vill til
að önnur þeirra er lík Monicu og
því var tekin svolítil Monicu-
rispa í síðasta þætti. Kvæði, sem
var sungið í tilefni af þessu Mon-
icu-hjali, væntanlega eftir Karl
Ágúst, fjallaði anatómískt um
samband Clintons forseta við
ungfrúna, en meinið var að hið
meinta anatómíska samband
varð aldrei ljóst. Misfærslur af
þessu tagi nefnast klámhögg,
auk þess varla sæmilegt að tala
um ákveðið líffæri Bandaríkja-
forseta, eins og gert var í ljóð-
inu, nema ef það hefur verið gert
af mannúðarástæðum til að
gleðja hið sorgmædda lið, sem
komið er oní fjóra í Keflavikur-
göngum. Annars hefur Spaug-
stofan staðið sig frábærlega vel
og vonandi heldur hún áfram
næsta vetur. Við erum öll fyrir
dulítið grín.
Kvikmyndin Frú Brown var
sýnd á Stöð 2 á sunnudagskvöld
ENGLAR alheimsins: Friðrik
Þór Friðriksson og Mikael við
kirkju meyjarinnar frá
Guadalupe í Mexíkóborg.
og kom nokkuð á óvart af því hún
fjallaði um það sem Bretar,
hlynntir konungsfjölskyldunni
bresku, hafa lítið viljað halda á
lofti. Viktoría Bretadrottning átti
níu börn með manni sínum, Al-
bert, en hann dó á miðjum aldri
úr taugaveiki. Viktoría syrgði
hann mjög. Þá kom skoskur
hestasveinn og einkaþjónn til
sögunnar, John Brown að nafni,
en svo kært varð með þeim, að af
því spunnust sögur. Þær fóru
hins vegar dult en bötnuðu ekki
við það. Myndin er um þetta sér-
kennilega samband; um trúan
þjón og virðingarverða drottn-
ingu. Maður getur svo getið sér í
hugarlund hvernig samband
þeirra hefði litið út hefðu þau
verið uppi á tímum Monicu
Levinsky.
Norðmenn halda áfram að
sýna okkur sérútgáfu af fremsta
snillingi sínum í rithöfundastétt,
eins og þeir vilja að hann vaki í
augum umheimsins og byggja
ranghugmyndir sínar á breskum
höfundi. Hamsun lá ekki á skoð-
unum sínum, hvorki sem ungur
maður eða öldungur. Skoðanir
hans féllu ekki alltaf að síbreyti-
legu viðhorfí almennings, enda lá
hann ekki á þeirri skoðun sinni,
að hann hefði ekkert til norsks
almennings að sækja eða hylli
hans. Danir gáfu út Sult og Þjóð-
verjar þökkuðu honum fyrir Pan.
Það heyrðist svo sem ekkert frá
Norðmönnum fyrr en aðrir höfðu
viðurkennt hann. Nú gera þeir
hann hlægilegan.
Indriði G. Þorsteinsson
j^zturjjaíinn
Smiðjuvegi 14, ‘Kópavofii, sími 587 6080
Dans- og skemmtistaður
í kvöld leika
Hilmar Sverrisson og
Anna Vilhjálms
Opið ffrá kl. 22—3
Næturgalinn — alltaf lifandi tónlíst
Spaugstofan stund-
ar líffærafræði
SJONVARPA
LAUGARDEGI