Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Ohapp á kolmunnaveiðum hjá Ola í Sandgerði Tjón útgerðarinnar um sex milljónir króna Enn engin veiði í Sfldarsmugunni Verðmætið um 800 milljónir ÓLI í Sandgerði AK landaði um 1.000 tonnum af kolmunna á Akra- nesi í gær en áður hafði skipið land- að tæplega 600 tonnum í Færeyj- um. I fyrri túmum voru aflanemar óvirkir og fyrir vikið missti skipið fullan pokann og dælu í sjóinn en talið er að vegna þessa sé tap Har- aldar Böðvarssonar hf., sem gerir skipið út, ekki undir sex milljónum króna. Marteinn Einarsson skip- stjóri sagði að veiðin hefði gengið vel og ekkert hefði verið hægt að gera til varnar nefndu óhappi vegna bilunarinnar. „Aflanemarnir, sem eru fjórir á trollinu og eiga að segja okkur til um hvað mikið er í því, voru ekki virkir. Við vissum ekki hvað var mikið í því og drógum áfram en pokinn, sem tekur 500 tonn, var fullur," sagði Marteinn. „Reyndar náðum við pokanum upp og okkur tókst að setja dæluna á en síðan slitnaði allt saman. Pokinn var eins og grjót og sökk en átökin voru gíf- urleg í kalda, sex til sjö vindstigum. Tjónið vegna pokans og dælunnar er um sex milljónir en þetta var al- gjört slys.“ ENN hefur engin síld veiðst úr norsk-íslenska síldarstofninum og er búist við að síldin verði seinna á ferðinni í Síldarsmugunni en undan- farin ár. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst munu fiskimjölsverk- smiðjur hér á landi borga um 3.500 til 4.000 krónur fyrir tonnið af norsk-íslensku síldinni. Komi allur kvóti Islendinga úr stofninum á þessu ári á land má því áætla að verðmæti aflans upp úr sjó nemi 700-800 milljónum króna. Búast má við að síldin fari að langmestu eða öllu leyti til bræðslu. Miðað við það verð sem nú fæst á mjöl- og lýsis- mörkuðum má varlega áætla að verðmæti þeirra afurða sem vinna má úr síldinni í ár nemi tæpum tveimur milljörðum íslenskra króna. Mjög litlar hreyfingar hafa verið á mjölmörkuðum undanfarna mánuði og miklar birgðir eru nú til í mjöl- geymslum hér á landi. Verð á á mjöltonni hefur því lítið sem ekkert breyst frá því loðnuvertíðinni lauk fyrr í vor og er nú um 300 sterl- ingspund eða um 35.700 íslenskar krónur. Sömu sögu er að segja af lýsismörkuðum. Spurn eftir lýsinu er lítil og verðið lágt, undir 300 doll- arar fyrir tonnið eða um 21.900 krónur. Sé miðað við að þurrefnisinnihald síldarinnar sé um 18% má áætla að hægt verði að vinna rúm 36.300 tonn af mjöli úr þeim heildarafla sem ís- lendingum er heimilt að veiða úr stofninum á þessu ári. Þannig má áætla verðmæti mjölframleiðslunn- ar um 1,3 milljarða króna. Lýsisinni- hald síldarinnar getur verið mjög breytilegt, allt frá 6% upp í 13% eft- ir því sem Morgunblaðið kemst næst. Samkvæmt því gæti fram- leiðslan orðið á bilinu frá 12.120 tonnum upp í 26.260 tonn. Verðmæti lýsisframleiðslunnar gæti því numið allt frá 256-575 milljónum króna miðað við það verð sem greitt er fyr- ir lýsistonnið á mörkuðunum í dag. Heildarverðmæti mjöl- og lýsis- framleiðslu norsk-íslensku sfldar- innar á þessu ári má þannig varlega áætla um 1,6-1,9 milljarða króna. Spurn eftir hágæðamjöli hefur aukist lítillega að undanförnu að sögn Elvars Aðalsteinssonar, hjá Fiskimiðum hf. Hann segir að menn verði þó varla varir við það fyrr en eftir mánuð vegna þess að fram- leiðsla á laxeldisfóðri sé nú um það bil að hefjast. Á móti komi að einnig séu til miklar birgðir af mjöli í Nor- egi og Danmörku eftir góða veiði í ársbyrjun, sérstaklega hjá Norð- mönnum. Verð á hágæðamjöli hefur lækkað mikið síðustu misseri og fást nú um 41.800 krónur fyrir tonnið. Meta fiskverð eftir gæðum farmsins Þórður Jónsson, rekstrarstjóri SR-mjöls hf., segir líklegt að öll sfld- in sem veiðist í Sfldarsmugunni fari til bræðslu, sérstaklega sú sem ber- ist fyrst á land. Hann segir sfldina ekki vera feita á þessum árstíma en vitanlega sé lítið hægt um ástand hennar nú að segja fyrr en fyrsti farmurinn komi að landi. Hann segir að SR-mjöl hf. muni verðleggja sfld- ina eftir ferskleika og efnainnihaldi. Verulegur munur geti því orðið á verði eftir fórmum. „Við höfum rætt við þær útgerðir sem fyrst og fremst hafa lagt upp hjá SR-mjöli um að verðlagningin taki mið af ferskleika og efnainnihaldi sfldar- innar. Við höfum verið að þreifa okkur áfram með þetta með því að greiða þeim bátum sem eru með kælingu ákveðna upphæð. En nú teljum við okkur geta metið hvern farm fyrir sig og verðlagt hann eftir því,“ segir Þórður. Sfldin seinna á ferðinni Nú eru fjögur íslensk skip við sfldarleit norðarlega í Sfldarsmug- unni en leitin hefur lítinn árangur borið til þessa. Grétai- Rögnvalds- son, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni SU, sagðist í gærmorgun enga sfld hafa fundið að gagni, þó sums staðar mætti sjá smábrot sem væru þó langt frá því að vera veiðanleg. „Við köstuðum einu sinni í gær á smá- torfu en fengum aðeins nokkur kfló af kolmunna. Þetta lítur því ekld vel út í augnablikinu og tala menn um að sfldin verði seinna á ferðinni en undanfarin ár. Það eru fjögur rann- sóknaskip komin, eða á leiðinni, á svæðið; norskt, færeyskt, þýskt og svo Árni Friðriksson. Þar um borð er Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð- ingur, og hann ætlar að vera í sam- bandi við okkur ef eitthvað finnst. Veðrið getur ekki verið betra, speg- ilsléttur sjór,“ sagði Grétar. Auk Jóns Kjartanssonar SU eru einnig Birtingur NK, Arnþór EA og Guðrún Þorkelsdóttir SU á miðun- um, ásamt 10 norskum og sænskum skipum. 90-40% áðu^ Laurel mosor 17'800t. 3SC»,i5»»J 62.930,- ríe N a t c h e s fi3öö° 37.800r Ö11 verfi mlfiast við staðgreiðslu Mörkinni 4 * 108 ReyUjavíU M'mi: 53 3 3500 * Fax: 53 3 3510 • www.marco.is Vlð styðjum við bakið á þér! Akstur a kjörstað í Reykjavík Ný fra Til að spara þér sporin bjóSum við akstur a kjörstað í Reykjavík. Hringdu í sínna 552 7045 552 7089 552 7103 552 7193 FRAMSÓKNARFLOKKURINH sókn til nýrrar aldar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.