Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 83

Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 83
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 83t Frá Snævari Sigurðssyni: ÞETTA er flókin spurning sem margt ungt fólk er að velta íyrir sér þessa dagana. Ég get ekki svarað þessari spurningu fyrir alla en ég get komið skoðunum mínum á framfæri um það sem stendur til boða. Þau málefni sem skipta ungt fólk mestu máli eru umhverfismál og menntamál. Við verðum að hafa hreint land til að lifa í og menntun til þess að afla okkur tekna. Ef þetta eru málefnin sem við viljum kjósa um þá get ég ráðlagt öllum að kjósa ekki Framsóknarflokkinn. Framsóknai-flokkurinn er flokkur- inn sem leggur áherslu á stóriðjur í stað menntunar til þess að viðhalda góðum lífskjörum á íslandi. Á með- an menntakerfið hefur verið fjársvelt hafa þeir staðið fyrir því að eyða mflljörðum í undirbúning komu mengandi málmbræðslna. Framsóknarflokkurinn heldur því fram að Islendingar standi framarlega í umhverfismálum. Á hvaða sviði stöndum við framarlega í umhverfismálum? Ég vil að ein- hver svari þeirri spurningu. Eina ástæðan fyrir því að við höfum enn frekar hreint og ósnortið land er sú að við erum fámenn og höfum ekki haft tíma né tækifæri til að eyði- leggja allt. En við erum á góðri leið með dyggri forystu Framsóknar- flokksins. Halldór Ásgrímsson heldur því fram að við stöndum framarlega í umhverfismálum vegna þess að við notum manna mest af endurnýjan- legri orku. Athyglisverð fullyrðing í Ijósi þess að við myndum jafn mikið af gróðurhúsalofttegundum og aðr- ar vestrænar iðnþjóðir. Það að við notum mikið af orku lýsir aðeins því bruðli með orkulindir okkar sem einkennir samfélagið. Hvað á ég að kjósa? Endumýjanlegu orkuauðlindir Halldórs eru ekki sjálfkrafa um- hverfisvænar. Það er ekki umhverf- isvæn orka sem fæst með því að sökkva náttúruperlum sem eru margfalt meira virði bæði efna- hagslega og tilfinningalega en gróðinn af raforkusölunni nokkurn tímann. En andvirði náttúruperlna er umdeilanlegt. Norðmenn stór- græða á því að auglýsa sig með næststærstu ósnortnu víðerni Evr- ópu. Við viljum heimila álrisum að fá okkar gróða. Álverið í Straums- vík græddi meira á síðasta ári en Landsvirkjun hefur gert á tíu áram af allri sinni raforkusölu. Umdeilanleg er náttúra Islands. Framsóknarráðherrar hafa lýst yf- ir vilja til að ná sáttum milli virkj- anasinna og þeirra sem vilja varð- veita náttúruna. Sátt í þeirra huga er sú að þeir fái að virkja það sem þeir vilja gegn því að Dettifoss og Gullfoss verði varðveittir. Nátt- úruperlur eru umdeflanlegar. Til dæmis sagði Halldór það á stöð 2 þann 29.4 að hans skoðun væri sú að Eyjabakkar væru ekki nátt- úruperla. Hann hefur þessa skoðun og honum er það heimilt í lýðræðis- ríki. En þessi skoðun hans lýsir við- horfi stjórnmálaflokks sem svo óheppilega vill til að hann stjórnar. Eyjabakkar eru umdeilanlegir. En alþjóðlegir samningar sem Is- land hefur samþykkt eiga ekki að vera það. Ramsar-sáttmálinn kveð- ur á um verndun votlendis sem eru mikflvæg búsvæði fyrir fugla. Mý- vatn og Þjórsárver hafa verið skil- greind sem friðlönd skv. þessum sáttmála og Eyjabakkar uppfylla öll skilyrði til þess sama. Eina ástæðan fyrir því að náttúruperlan Eyjabakkar hefur ekki verið sett á lista með þessum friðlöndum er sú skoðun Éramsóknarflokksins að Eyjabakkar væru betur komnir undir gruggugu uppistöðulóni. Svona fór þá með hina umhverfis- vænu Islendinga. Það er sama hvaða fógru loforð og fyrirheit gefin eru í stefnuskrám og kosningaloforðum. Ef hugur og hönd fylgja ekki líka þá eru fyrirheitin hjóm eitt. Verkin hafa talað. Framsóknarflokkurinn hefur sýnt sig og sannað sem sá stjómmálaflokkur sem ötulast geng- ur fram í að sökkva náttúruperlum. Formaður flokksins hefur talað. Halldór hefur lýst því yfir að hann telji hálendi Islands ekki þess virði að varðveita fyrir komandi kynslóðir og því sé best borgið undir vatni. Nú er komið að kjósendum að tala. Við höfum okkar atkvæðisrétt og verðum að kjósa. Við verðum að kjósa flokka sem vilja sýna frum- kvæði og framsýni í atvinnusköpun. Sem vflja efla menntun, tölvu- og tækniiðnað sem em vaxtarbroddar framtíðarinnar. Við verðum að kjósa flokka sem sýna að þeir hafa hugsandi menn í framboði sem sýna umhyggju fyrir náttúranni og verðmætum hennar. Flokk sem tekur ekki skammtímagróða af stóriðjum fram yfir langtímahags- muni heillar þjóðar. Ég legg það í þínar hendur, kjósandi góður, að velja þann flokk á kjördag. SNÆVAR SIGURÐSSON, Þórsgötu 17a, Reykjavík. íslensk erfðagreining Frá Guðbjarti Þorleifssyni: EITT er það einkenni meðal ís- lendinga hversu þrætugjarnir og dómsjúkir sumir þeirra geta verið, þetta leiðindaeðli gýs upp einkum ef einhver nýlunda er í augsýn. Ailt frá því umræðan um miðlægan gagnagrunn hófst heyrðist mikið bölsýnistal fámenns flokks manna með sjálfgefnu ofuiviti, að eigin áliti, og fólk er jafnvel ennþá varað við persónunjósnum, mannrétt- indamissi og helst að mönnum sé flett upp andlega og líkamlega sem opinni bók fyrir hvern sem er. Ann- ar hluti flokksins telur hins vegar að nú geti íslensk erfðagreining einokað rannsóknir á erfðastofnun landsmanna. Svona meðal Jón, sem ég er, á í Fögur nátt- úrusmíði Frá Þorsteini Guðjónssyni: I MIÐJUM asa stjórnmálabarátt- unnar gerðist það, að fegursta stuðlaberg kom undan Vatnajökli - eða a.m.k. fyrir augu sjónvarps- áhorfenda - og dró huga okkar að leiksviði áramilljónanna. Ég gæti Þ’úað, að það hefði heilnæm áhrif á flesta, að leyfa sér þann munað að staldra hér við. Vel væri það gert, ef einhver jarðfræðingur vildi fræða okkur um aldur þessara menja og myndun þeirra; leyfi ég mér að giska á, að aldurinn sé öðra hvoram megin við mörk hins yngra og eldra blágrýtis; það er nærri þriggja milijóna ára aldri. En þetta er stofuspádómur alveg út í bláinn og aðeins til þess að koma hugsun af stað. Greiningin milli eldra og yngra blágrýtis er jafn fullgild nú í fræð- unum og hún var fyrir nokkram áratugum, þegar ég var að læra skólabækur. Sumt er varanlegt í vísindum, en annað ekki. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, Rauðalæk 14, Reykjavík. talsverðum erfiðleikum með að skilja hugsunargang fjallgreindra manna sem hafa helst allt á hornum sér vegna starfsemi eins merkasta fyrirtækis sem ráðist er í hér á landi. Starfsemin var samþykkt á Alþingi, þannig að lúðrablástur þessa auma hóps er varla áheyri- legri en vindur úr mýflugurassi. En lengi sýður í grútnum, þegar hund- gáin lætur illa í landsmönnum er óhróðurinn fluttur til annarra landa; ennþá skal nöldra. Aumt er til þess að vita að læknar finnist í þessu niðurrifsliði. Sú er þó stéttin sem ætti að styðja með alefli rannsóknarstarf er leitt gæti til lækninga á sjúk- dómum sem herja á milljónir manna um allan heim. Spurningin er: „Hver er að fórna hverju og fyr- ir hvern?“ Mitt svar er það, að góð- fúslega má þessi stofnun fá að not- færa sér sjúkraskrá mína, ég er svo lánsamur að búa í lýðræðisríki og get nýtt öðrum tfl gagns eigin mannréttindi. Hver er siðgæðistil- finning þess manns sem aftrar öðr- um með hræðsluáróðri að vera þátttakandi í svo göfugu starfi sem Islensk erfðagreining vinnur að? Það er það að verið sé að selja inn- viði landsmanna, er ekki nálægðin með slíkum áburði komin að at- vinnurógi? Mikill meirihluti Islendinga er bjartsýnn á þessa starfsemi og ekki að ástæðulausu. I landinu búa ótrú- lega margir einstaklingar með hug- vit og atgervi sem hver stórþjóð mætti vel við una. En allt of margir dragbítar og afturhaldsdurtar reyna hvað hægt er til að sporna við framþróun og ávöxtun frjáls framtaks. Þessu fólki er vorkunn, ef til vill tekst íslenskri erfðagreiningu að finna genið sem veldur dómsýki og öfund, hver veit? Að lokum óska ég Kára Stefáns- syni og hans starfsmönnum Guðs blessunar í þessu göfuga starfi. GUÐBJARTUR ÞORLEIFSSON, Lambastekk 10, Reykjavík. Sölusýning á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hótel, Reykjavík, í dag, laugardag, frá kl. 12-19 á morgun, sunnudag, frá kl. 13-19 HÓTEL reykjavTk Afgangar: 3 stk. gömul persnesk Tabriz, 2x3 m 1 stk. persnesk Hamadan, ca 1x1,8 m 4 stk. Indian Gabbeh, ca 0,7x1,4 m Áður Nú stgr. 105.000 61.500 40.100 28.900 9.900 7.400 10% staðgreiðslu- afsláttur RAÐGREIDSLUR Island áfram í NATO Einari Björgvin Eiðssyni: ÍSLAND og NATO hafa verið órjúfanleg heild allt frá því að ís- land var stofnaðili að NATO í árs- byrjun 1949. Nú þegar NATO á í stríði við Serba ber okkur að standa við bakið á þeim og styðja NATO. Stríðsrekstur er aldrei góð- ur kostur en oft nauðsynlegur, og nú er nauðsyn. Takmarkið með loftárásunum hjá NATO er að stöðva þjóðarmorð Milosevics á Kosovo-Álbönum. Þessu er reynt að ná fram með því að stöðva að- flutning vista og hergagna til Jú- góslavíuhers, sem nú situr um Kosovo og myrðir saklaust fólk. Svona framkoma hjá Serbum við annað fólk getur enginn Islending- ur með snefil af réttlætiskennd lið- ið. Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð vill binda enda á aðild okkar að þessu bandalagi, og binda enda á vera herafla hér á Islandi. Hún vill binda enda á innkomu ótaldra milljarða króna í þjóðarbú- ið, enda á um 4-6% af gjaldeyris- tekjum þjóðarinnar og binda enda á notkun flugflota þeirra til að bjarga íslendingum í lífshættu. Vinstri- hreyfingin - grænt framboð vill binda enda á vera okkar í bandalagi sem er tilbúið að vemda sjónarmið okkar, og vernda lítilmagnann þeg- ar hann getur ekki hjálpað sér sjálfur. Tvær milljónir Kosovo-Al- bana era á vergangi í Evrópu núna og margir hverjir í hryllilegu ásig- komulagi og það ástand má ekki líða. Þetta stríð er óeigingjarnt, stríð, það er engin olía í Kosovo, að- eins venjulegt fólk eins og ég og þú sem er verið að myrða á skipulegan hátt. Miðað við grimmdina í Ser- bum þá er þetta ekki fyrsta stríðið á 21. öldinni heldur það seinasta á þeirri 14. og við íslendingar þurf- um að styðja hernaðarlega viðleitni annarra ríkja í NATO tfl þess að stöðva slátranina í Kosovo. Með því að kjósa Vinstrihreyfmguna - grænt framboð ertu að kjósa að hætta stuðningi við NATO og áframhaldandi þjóðarmorð Serba. EINAR BJÖRGVIN EIÐSSON, Grundarstíg 4, Sauðárkróki. Tilboðsdagar í Dekor Bæjarhrauni 14 Dekor 220 Hafnarfirði Freemanshúsinu sími 565 3710 Stjörnuspá á Netinu ^mbl.is ALLTAF= GITTH\SA£J NÝTl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.