Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 84
-í 84 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ BRIPS IIiiisj6ii Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag \ Suðurnesja LOKAMÓTIÐ í ár er tveggja kvölda barómeter með forgefnum spilum. í hverri setu þurfa pörin að leysa þrautir og eru gefin stig fyrir réttar lausnir. Staðan í barómeter: Karl G. Karlsson - Gunnlaugur Sævarsson 18 Gísli Isleifs - Bjöm Dúason 15 Jóhann Ben. - Sigurður Alb. 10 Heiðar Sigurjóns. - Daníel 9 I þrautakóngskeppninni hafa Jói og Svavar forustu með 15 stig. Karl og Gunnl. 14 stig, Þröstur og Pétur 10 stig. Bridsfélag eldri borgara í Kópavogi Föstudaginn 30. aprfl sl. spiluðu 26 pör Mitchell-tvímenning og urðu eftirtalin pör efst í N/S: Baldur Asgeirsson - Garðar Sigurðsson 367 Albert Þorsteinss. - Auðunn Guðmundss. 356 Þórður Jörundss. - Ólafur Lárusson 343 Lokastaða efstu para í A/V: Halldór Magnúss. - Páli Hannesson 406 Ólafúr Ingvarss. - Þórarinn Amason 368 Anton Sigurðsson - Hannes Ingibergss. 345 Þriðjudaginn 20. apríl spiluðu 29 pör og þá urðu úrslit þessi í N/S: Eysteinn Einarss. - Láms Hermannss. 427 Baldur Asgeirss. - Garðar Sigurðss. 371 Kristinn Guðmundss. - Guðm. Magnússon 343 Lokastaðan í A/V: Albert Þorsteinss. - Björn Amason 364 Anton Sigurðss. - Hannes Ingibergss. 359 Magnús Oddsson - Magnús Halldórss. 346 Meðalskor var 312 báða dagana. 'slim-line" dömubuxur frá gardeur Qhrntv tískuverslun v/Nesveg, Seltj., s. 5611680 EINFALT ■ AUÐVELT ■ HANDHÆGT ©DEXI0N APTON SMÍÐAKERFI -Snidið fyrir hvern og einn SINDRI -Þegar byggja skal með málmum Faxið til okkar hugmyndir og við sendum ykkur verðtilboð. Borgartúni 31 • 105 Rvík • sími 575 0000 • fax 575 0010 • www.sindri.is .* NÝJAR HÚSGAGNASENDINGAR ANNETTE 3-1-1 AÐEINS 179.500 ALKLÆTT ÚRVALS LEÐRI - 3 LITIR Mikið úrval af kommóðum. Tilvalin nóttborð við amerísk rúm. Verð frú kr. 7.100. 36 món. Opið í dag kl. 10-14. HÚSGAGNAVERSLUN Reykjavfkurvegi 66, Hafnarfirði, sími 565 4100 36 món. Fréttir á Netinu ^mbl.is ALLTAf= £ITTH\TA£) NÝTl í DAG VELVAKANPI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Öðruvísi ferðamáti VE LVAKANDA barst eftirfarandi bréf: „Eg heiti David Krispin (56 ára) og er fé- lagi í samyrkjubúinu Gazit í ísrael. Ég er kvæntur, hæverskur, hagsýnn og lista- og nátt- úruunnandi. Hinn 7. júní næstkom- andi til 7. júlí hafði ég hugsað mér að kanna og mynda hið stórkostlega ísland, hitta fólk og von- andi eignast vini. Ég hafði hugsað mér að dvelja 3-7 daga í hverj- um landsfjórðungi. Er einhver sem gæti hugsað sér að leyfa mér að dvelja hjá sér sem „einkagestur“ í nokkra daga, og jafnvel veita mér smá leiðsögn? Ef svo er væri það stórkostlegt. Þetta gæti leitt til gagnkvæmrar vináttu og væri góður grunnur ef viðkomandi hefði áhuga á að heimsækja ísrael. Ef einhver hefur áhuga á þessu er hann beðinn um að hafa sam- band við:“ David og Michal Krispin, Kibbutz Gazit 19340, D.N. Izrael, Israel. Fax: +972 6 6767712. Hneykslaður á grein ÉG er mjög hneykslaður á Morgunblaðinu, blaði allra landsmanna, að það skyldi birta grein, eins og um einhvem merkisat- burð væri að ræða, um væntanlega opnun nýs flatbökustaðar hér á landi á vegum amerískra braskara og hugmjmda- snauðra íslenskra tagl- hnýtinga þeirra. Ef þess- ir menn vilja hefja gerð og sölu flatbakna, ættu þeir að nota hugmynda- flugið, slá lán hér innan- lands, og demba sér út í það. Þannig byrja flestir ungir menn hér á landi. Hvað hlutverk Moggans snertir, efast ég um að stórblöð í Bandaríkjun- um, eins og N.Y. Times eða Washington Post, myndu birta grein um það ef til dæmis eigendur Staldursins, sem selur ósvikna nautakjötsham- borgara, vildu færa út kvíamar til Ameríku. Auk þess leyfi ég mér að benda Morgunblaðinu á það, að grein þessi er móðgun við íslenska flat- bökugerðarmenn, hún ber vitni um klíkuskap. S.I. Ólafsson, Trðnuhólum 3. Hytium sandkassana ÉG bý rétt hjá bama- heimilinu við Njálsgötu. Kettimir sækja mikið í sandkassana þar. Nú veit ég að þar em til net til að setja yfir sandkassana þegar þeir eru ekki í notkun, en þau virðast ekki vera notuð. Vil ég hvetja til þess að þessi net verði notuð á sand- kassana. íbúi. Góð þjónusta ÉG vil benda á mjög góða þjónustu í snyrti- vöruversluninni í Hag- kaupi í Smáranum. Sér- lega þakka ég Birnu fyrir þolinmæði hennar og lip- urð. Viðskiptavinur. Góð grein BESTA grein sem fram að þessu hefur verið skrifuð um óréttmæta skattálagningu er grein Vilhjálms Þ. Vilhjálms- sonar, borgarfulltrúa, er birtist í Morgunblaðinu í kringum miðjan apríl sl. Fjallar hún um eigna- skatt, álagningu hins svonefnda „ekknaskatts" sem felur í sér nánast hægfara eignaupptöku. Ekki hefí ég orðið vör við að nokkur hinna fram- bærilegu frambjóðenda hafi séð ástæðu til að ljá málstað þessum lið. Vek- ur það furðu þar sem líka er um tvísköttun að ræða. Eignaskattur greiddur til ríkisins og fasteignagjöld til borgar- innar af sama húsnæði. Þetta er vægast sagt óþolandi ástand sem næg rök eru fyrir að leiðrétta. Skattgreiðandi og kjósandi. Tiltölulega ánægð MIG langaði að lýsa yfir ánægju minni með að þátturinn „Þetta helst“ skuli vera búinn og eins Spunaþátturinn. Þótti mér þetta ákaflega leið- inlegir þættir. Annars er ég tiltölulega ánægð með sjónvarpið. Guðný. Export-baukur óskast ÁSTA hafði samband við Velvakanda og óskar hún eftir að fá gefins Export- bauk (Johnson og Kaaber) í skiptum fyrir gamlan hlut. Upplýsing- ar í síma 553 8237. Tapað/fundið Gleraugu týndust GLERAUGU, merkt Alain Mikli, í blágrænni kisulaga umgjörð týnd- ust fyrir u.þ.b. fjórum vikum, líklega á leiðinni frá MH og niður í bæ. Þegar þau týndust voru þau í mjúku brúnu hulstri. Hafi einhver fundið gleraugun er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 551 0563. Gullarmband týndist á Broadway GULLARMBAND með viðhengjum á týndist í Broadway laugardaginn 3. apríl. Finnandi vin- samlega hringi í síma 557 6343. Dýrahald Högni týndist frá Logafold ÞESSI högni týndist frá Logafold 184 3. maí. Hann er eyrnamerktur R-5049. Þeir sem hafa orðið hans varir vinsam- legast hafi samband í síma 5671520 eða við Kattholt. Fundarlaun. Dúri er týndur DÚRI er ársgamall, svartur og hvítur, með gyllta ól og rautt merki sem á stendur Álfholt 56a, Hafnarfirði. Finn- andi vinsamlega hafi samband í síma 565 2528 eða 515 1417. Kettlingar óska eftir heimili FIMM gullfallegir kassa- vanir sjö vikna kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 568 7939 eða 554 1400, Ragnheiður. Kettlingar óska eftir heimili ÞRÍR kettlingar, fallegir og kassavanir, fást gef- ins. Einn er kolsvartur, hinir svartir og hvítir. Upplýsingar í sima 561 8486. Víkverji skrifar... IDAG eru kosningar og Víkverji er staðráðinn í að nýta sér kosningaréttinn og hafa með því áhrif á stjóm landsmálanna. I þessu felst styrkur lýðræðisins. Lýðræðið í hnotskum. Að vísu hef- ur það vafist dálítið fyrir Víkverja um hvað er kosið að þessu sinni, en hann treystir „sínum mönnum“ fullkomlega til að stýra þjóðarskút- unni fimlega á milli skers og báru í ólgusjó stjómmálanna, það er að segja ef þeir komast þá að, sem Víkverja þykir líklegt. Annars er pólitíkin svo lúmsk og margslungin að maður veit aldrei hvað kann að gerast að loknum kosningum og hverjir fara að vinna með hverjum. í fjölflokkakerfi ís- lenska lýðræðisins getur allt gerst og samsteypustjórnir fela í sér að samkomulag verður að nást um stefnuna. Þá þurfa flokkarnir að slaka örlítið á sínum kröfum og bræða saman stefnuskrá sem allir geta sætt sig við. Fyrir bragðið fara mörg kosningaloforðin fyrir lítið og einhvern veginn finnst Vík- verja, þegar hann lítur til baka, að oftar en ekki hafi það einmitt verið þau mál, sem hann bar hvað mest fyrir brjósti, sem þannig dagaði uppi sem skiptimynt á markaðs- torgi samsteypustjórnanna. En við því er ekkert að segja. Svona er lýðræðið. AÐ MATI Víkverja hefur þessi koningabarátta annars verið í daufara lagi. Það er af sem áður var, þegar Víkverji var ungur drengur og lék sér í túnfætinum fyrir austan. Þá voru kosningafundir einhver besta skemmtun sem boðið var upp á í kjördæminu. „Leikför um landið“ og Héraðsmótin komust ekki í hálf- kvisti við kosningafundina, fram- bjóðendumir voru svo orðheppnir og skemmtilegir. Og oft var látið fjúka í kviðlingum. Nú er þjóðin bú- in að glata brageyranu, búin að missa hæfileikann til að yrkja rímað og með stuðlum og höfuðstöfum. Það þykir ekki lengur fínt. Já, kosningabaráttan hefur verið í daufara lagi. Víkverji hefur mátt hafa sig allan við að halda sér vak- andi yfir stjómmálaumræðunni í sjónvarpinu. Frambjóðendur hafa þar komið fram hver af öðmm, syfjulegir, áhugalausir og sumir hverjir niðurdregnir, eins og það sé þeim kvöl og pína að þurfa að standa í þessu. Sem er líklega rétt. Stjóm- endur þáttanna hafa nú heldur ekki lagt sig neitt sérstaklega fram um að lífga upp á umræðumar og oft mætt illa undirbúnir til leiks. XXX AÐ SEM Víkverja finnst þó merkilegast við þessar kosning- ar er nýja talningarvélin, sem feng- in var til landsins í tilefni kosning- anna. Nú mun talning ganga mun fijótar fyrir sig og í stað þess að þurfa að bíða í klukkutíma, eftir að kjörfundi lýkur, eftir áreiðanlegri tölvuspá um úrslit kosninganna verður spáin komin eftir tíu mínút- ur - korter. Víkverji getur þá tekið á sig náðir fyrr en ella, sem er hið besta mál þar sem hann er fremur kvöldsvæfur maður. Víkverji hefur fyrir satt að nýja talningarvélin okkar íslendinga sé af annarri gerð en sambærilegar vélar í nágrannalöndunum. Stafar það af því að kjörseðlar okkar ís- lendinga em stærri en í útlöndum og því þurfti aðra gerð af vél, sem fannst að lokum í fjarlægri heims- álfu. Af hverju kjörseðlar okkar ís- lendinga era stærri en hjá öðrum þjóðum hefur Víkverji ekki fengið viðhlítandi skýringu á. Tæplega af því að flokkarnir hér em fleiri? Kannski er letrið á okkar kjörseðl- um haft stærra til að gamla fólkið getið lesið á þá gleraugnalaust? Að minnsta kosti kom aldrei til álita að breyta kjörseðlunum til samræmis við þá sem notaðir em í nágranna- löndunum, svo að nota mætti sams- konar vélar. Enda kannski engin ástæða til. Stóru kjörseðlamir hafa reynst okkur íslendingum vel og óþarfi að vera að hringla eitthvað með það mál fram og til baka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.