Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 81

Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 81
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 81 ÞJONUSTA/FRETTIR Jóhann Ragnarsson sigrar á Voratskákmóti Hellis SKAK llellísheímilíð, Pönglabakka 1 VORATSKÁKMÓT HELLIS 26. apríl - 3. maí JÓHANN H. Ragnarsson sigr- aði á Voratskákmóti Hellis sem fram fór 26. apríl og 3. maí. Jó- hann hlaut 6 vinninga í 7 umferð- um. í 2.-4. sæti urðu Þorvarður F. Ólafsson, Leifur Ingi Vilmundar- son og Vigfús Óðinn Vigfússon með 5 vinninga. Eftir stigaút- reikning reyndist Þorvarður í 2. sæti, Leifur í því þriðja og Vigfús, sem sigraði á mótinu í fyrra, varð nú í fjórða sæti. Lokaúrslit á mótinu urðu sem hér segir: 1. Jóhann H. Ragnarsson 6 v. 2. Þorvarður Fannar Ólafsson 6 v. 3. Leifur Ingi Vilmundarson 5 v. 4. Vigfús Ó. Vigfússon 5 v. 5. -6. Gunnar Nikulásson og Rolf Stav- nem \'/z v. 7.-10. Stefán Amalds, Gústaf Smári Bjömsson, Valdimar Leifsson og Knútur Otterstedt 4 v. 11.-15. Finnur Kr. Finnsson, Andrés Kolbeinsson, Ingibjörg Edda Birgis- dóttir, Benedikt Egilsson og Baldur Már Bragason 3‘/z v. o.s.frv. Þátttakendur voru 21. Um- hugsunartími var 25 mínútur á skák. Skákstjóri var Vigfús Óðinn Vigfússon. Guðni sigrar og Ingibjörg nær jafntefli Fjöltefli við Hannes Hlífar Stefánsson, stórmeistara, var haldið fimmtudaginn 6. maí. Fjölteflið var opið öllum bömum og unglingum 15 ára og yngri. Þátttakendur voru 31. Úrslit urðu þau, að Hannes hlaut 29VÍ! vinn- ing. Hann vann 29 skákir, gerði eitt jafntefii og vann eina skák. Það var Guðni Stefán Pétursson sem náði að sigra Hannes, en Ingibjörg Edda Birgisdóttir náði jafntefli. Það er alltaf mikið afrek að halda jöfnu, hvað þá að sigra stórmeistara í fjöltefli, en Guðni og Ingibjörg hafa margsýnt að þau eru í hópi okkar efnilegustu skákmanna í sínum aldursflokki. Það var Taflfélagið Hellir sem stóð fyrir fjölteflinu, sem fram fór í Hellisheimilinu, Þönglabakka 1. Jussupow teflir íjöltefli í Noregi Á nákvæmlega sama tíma og Hannes Hlífar tefldi fjöltefli við íslenska unglinga atti annar stór- meistari, Artur Jussupow, kappi við norska skákmenn í Bergen í Noregi. Fjölteflið var öllum opið og voru skákmenn með yfir 2.000 stig á fímm efstu borðunum. Þátt- takendur voru 30, eða einum færri en hjá Hannesi. Úrslit urðu þau, að Jussupow fékk 25!/2 vinn- ing. Hann vann 22 skákir, gerði 7 jafntefli og tapaði einni skák. Það var Noregsmeistarinn og alþjóð- legi meistarinn Roy H. Fyllingen sem vann Jussupow. Sonsbeek SNS skákmótið Sonsbeek SNS skákmótið stendur nú yfir í Amhem í Hollandi. Mótið hófst 2. maí og því lýkur 9. maí. Tefld er tvöfóld umferð, allir við alla. Viktor Korchnoi sigraði Matthew Sadler í fjórðu umferð og náði þannig forystunni, en Sadler hafði verið efstur fram að því: 1. Korchnoi 3 v. 2. Sadler2>/2v. 3. Nijboer 2 v. 4. Xie Jun 'A v. Kosningaskákmót í dag Taflfélagið Hellir heldur Kosn- ingamót Hellis í dag klukkan 14 í göngugötunni í Mjódd. Tefldar verða sjö skákir með 7 mínútna umhugsunartíma. Þátttaka er ókeypis, en góð verðlaun eru í boði: 1. verðl. 12.000, 2. verðl. 7.000 og 3. 5.000. Á fimmtudaginn höfðu 29 skákmenn skráð sig til leiks. Öllum er heimil þátttaka í skákmótinu, en hugsanlega verð- ur að takmarka fjölda þátttak- enda. Atkvöld hjá Helli á mánudag Taflfélagið Hellir heldur eitt af sínum vinsælu atkvöldum mánudaginn 10. maí og hefst mótið kl. 20. Mótið er haldið í Hellisheimilinu, Þönglabakka 1 í Mjódd. Fyrst eru tefldar 3 hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur 5 mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár atskákir, með tutt- ugu mínútna umhugsun. Sigurvegarinn fær verðlaun, mat fyrir tvo frá Pizzahúsinu. Þá hefur einnig verið tekinn upp sá siður að draga út af handahófi annan keppanda sem einnig fær máltíð fyrir tvo hjá Pizzahúsinu. Þar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu. Þátttökugjald er kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir aðra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri). Allir eru velkomnir. Síðasta atkvöld Hellis var haldið í apríl, en þá sigruðu Björn Freyr Björnsson, Kristján Öm Elíasson, Þröstur Þráinsson og Halldór Grétar Einarsson. Björn varð efstur að stigum. Þátttakendur voru 22. Skákmót á næstunni Tilkynningar um skákmót og aðra viðburði sem eru á dagskrá má senda til umsjónarmanna skákþáttar Morgunblaðsins. Tölvupóstfangið er dadi@vks.is. Einnig má senda annað efni og at- hugasemdir við skákþættina á sama póstfang. 17.5. Hellir. Fullorðinsmót (25+ ára) 28.5. Hellir. Helgaratskákmót 29.5. SÍ. Aðalfundur 30.5. Hellir. Kvennamót Daði Örn Jónsson Hannes Hlífar Stefánsson sögn: Opið alla virka daga kl. 8-16. Bókasafn: Opiö þriðjud.-föstud. kl. 13-16. Aðgangur er ókeypis á mið- vikudögum. Uppl. um dagskrá á internetinu: http//www.natgall.is_____________________________ USTASAFN KÓPAVOGS - GERÐARSAFN: Opiö daglega kl. 12-18 nema mánud. ___________________________ USTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR: Safnið er opið laugardaga og sunnudaga milli kl. 14 og 17. Tekiö á móti gestum skv. samkomulagi. Upplýsingar í síma 653- _ 2906.__________________________________________ UÓSMYNDASAFN KEYKJAVÍKUR: Borgartflni 1. Opið aila daea fri kl. 13-16. Simi 563-2530.__________ LYFJAFRÆÐISAFNIÐ: Ncströð, Seltjarnarnesi. í sumar verður opið á sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. _ milli kl. 13 og 17.____________________________ MINJASAFN AUSTURLANDS, Safnahúsinu Uufskógum 1, Egilsstöðum er opið alla daga nema mánudaga kl. 11- 17 til 1. september. Alla sunnudaga frá kl. 14-17 má reyna sig við gamalt handbragð í tóvinnu undir leiðsögn eldri borgara. Safnbúð með mir\jagripum og handverks- munum. Kaffi, kandís og kleinur. Sími 471-1412, net- fang minaust@eldhorn.is._________________________ MINJASAFN RAFMAGNSVEITU Reykjavíkur v/rafstöð- ina v/Elliðaár. Opiö sunnudaga kl. 16-17 eða eftir sam- _ komulagi. S. 667-9009._________________________ MINJASAFN SLYSAVARNARFÉLAGS ÍSLANDS Þor- steinsbúð við Gerðaveg, Garöi. Opið á laugardögum og sunnudögum frá kl. 13-16. Hægt er að panta á öðrum timum 1 slma 422-7263.___________________________ MINJASAFNIÐ Á AKUREYRI: Aðalstræti 58 er Iokað I vetur vegna uppsetningar nýrrar sýningar sem opnuð _ verður sumarið 1999. S. 462-4162, bréfs: 461-2662. IDNAÐARSAFNIÐ Á AKUREYRI verður opið ftamvegis á sunnudögum kl. 14-16 í vetur. Að auki geta gestahópar og bekkjardeildir skóla haít samband við safhvörð í síma 462- 3650, scm opnar þá fúslega samkvæmt nánara umtali. MYNTSAFN SEÐLABANKA/ÞJÓÐMINJASAFNS, Ein holti 4, sími 569-9964. Opiö virka daga kl. 9-17 og á öðr- _ um tíma eftir samkomulagi._____________________ NÁTTÚRUFRÆÐISTOFA KÓPAVOGS, Digranesvegi 12. Opið miðvikud. og laugd. 13-18. S. 554-0630._____ NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ, sýningarsalir Hverfisgötu 116 eru opnir sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. kl. 13.30- 16.______________________________________ NESSTOFUSAFN, Yfir vetrartimann er safnið einungis _ opið samkvæmt samkomulagi._____________________ NÖRRÆNA HÚSIÐ. Bókasafnið. 13-18, sunnud. 14-17. Kaffistofan 9-18, mánud. - laugard. 12-18 sunnud. Sýn- _ ingarsalin 14—18 þriðjud.-sunnud. Lokað mánud._ PÖST- OG SÍMAMINJASAFNIÐ: Austurgötu 11, Hafnar- _ firði. Qpið þriðjudaga og sunnudaga 16-18. Sími 556-4321. SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR, Bergstaöastræti 74, s. 551-3644. Sýning á uppstillingum og landslagsmyndum. Stendur tii marsloka. Opin laugardaga og sunnudaga kl. _ 13.30-16. __________________________________ SJÓMINJASAFN ÍSLANDS, Vesturgötu 8, Hafnarfiröi, er opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-17 og eftir sam- komulagi fyrir skólanema og aðra hópa. S: 565-4242, _ bréfc. 565-4251._______________________________ SJÓMINJA- OG SMIÐJUSAFN JÓSAFATS HINRIKSSONAR, Súðarvogi 4. Opið þriðjud. - laugard. _ frákl. 13-17. S. 681-4677._____________________ SJÓMINJASAFNIÐ Á EYRARBAKKA: Hópar skv. samkl. __ Uppl. i s; 483-1165,483-1443._________________ STOFNUN ÁRNA MAGNÚSSONAR: Handritasýning opin þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 14-16 til 14. maí._____________________________________________ SÍIÍNAKlKI ÍSLANDS Á AKRANESI: Opið alla daga kl. _ !3-18 nema mánudaga. Sími 431-5566.____________ SÖGU- OG MINJASAFN Slysavarnafélags íslands, _ Garðlnum: Opið um helgar frá kl. 13-16.________ WÓÐMINJASAFN ÍSLANDS: Opið alla daga nema _ w&nudagakl. 11-17._____________________________ ÁMTSBÓKASAFNIÐ Á AKUREYRI: Minudagá til föstu- dagakl. 10-19. Laugard. 10-15.___________________ LKTASAFNIÐ Á AKUREYRI: Opið alla daga frá kl. 14-18. Lokað mánudaga.___________________________ SáTTÚRUGRIPASAFNIÐ Á AKUREYRI: Lokaö I vetur _ nema eftir samkomulagi. Simi 462-2983._________ NORSKA HÚSIÐ í STYKKISHÓLMI: Opið daglega í sum- arfrákl. 11-17.__________________________________ _ORÐ DAGSINS HgyKiavík síml 551-0000.__________ Áknreyri s. 462-1840.____________________________ SUNDSTAÐIB ______________________________________ SUNDSTAÐIR í REYKJAVÍK: Sundhöllin er opin v.d. kl. 6.30- 21.30, helgar kl. 8-19. Opið í bað og heita potta alla daga. Vesturbæjarlaug er opin v.d. 6.30-21.30, helgar 8- 19. Laugardalslaug er opin v.d. 6.60-21.30, helgar 8-19. Breiðholtslaug er opin v.d. kl. 6.50-22, helgar kl. 8-20. Grafarvogslaug er opin v.d. kl. 6.50-22.30, helgar kl. 8- 20.30. Árbæjarlaug er opin v.d. kl. 6.50-22.30, helgar kl. 8-20.30. Kjalarneslaug opin mán. og fímmt. kl. 11-16. _ þri., mið. og fóstud. kl. 17-21._______________ SUNDLAUG KÓPAVOGS: Opin mád.-fóst. 7-21. Laugd. og _ sud. 8-18. Sölu hætt hálftima tyrir lokun._____ GARÐABÆR: Sundlaugin opin mád.-fóst. 7-20.30. Laugd. _ og sud. 8-17. Sölu hætt hálftfma fyrir lokun.__ HAFNARFJÖRÐUR. Suðurbæjarlaug: Mád.-föst. 7-21. Laugd. 8-18. Sud. 8-17. Sundhöll Hafnarflarðar: Mád.- __föst. 7-21. Laugd. 8-12. Sud. 9-12.____________ VARMÁRLAUG í MOSFELLSBÆ: Opið virka daga kl. _ 6.30-7.45 og kl. 16-21. Um helgar kl. 9-18.____ SUNDLAUGIN í GRINDAVÍK:Opið alla virka daga kl. 7- _ 21 og kl. 11-15 um helgar. Sfmi 426-7555.______ SUNDLAUG KJALANESS: Opin v.d. 6.45-8.30 og 14-22, _helgar 11-18.___________________________________ SUNDMIÐSTÖÐ KEFLAVÍKUR: Opin mánud.-föstud. kL _ 7-21. Laugard. kl.8-17. Sunnud. kl. 9-16.______ SUNDLAUGIN í GARÐI: Opin mán.-fóst. kl. 7-9 og 15.30- _ 21. Laugardaga og sunnudaga. kl. 10-17. S: 422-7300. SUNDLAUG AKUREYRAR er opin v.d. kl. 7-21. Laugard. __og sunnud. kl. 8-18. Sfrni 461-2532.________ SUNDLAUG SELTJARNARNESS: Opin mád.-fóst. 7- _ 20.30. Laugard. og sunnud. kl. 8-17.30._____ JAÐARSBAKKALAUG, AKRANESI: Opin mád.-föst. 7- - 21, laucd. og sud. 9-18. S: 431-2643. Gönguferð um hluta af gömlu Suðurnesja- leiðinni GÖNGUFERÐ í ferðasyrpu Ferða- félags Islands og Umhverfis- og úti- vistarfélags Hafnarfjarðar verður farin sunnudaginn 9. maí kl. 13. en þá er genginn hluti af gömlu þjóð- leiðinni til Suðumesja, en byrjað verður við eyðibýlið Þorbjarnar- staði sem er á móts við álverið í Straumsvík og brunnurinn í Þor- bjarnarstaðatjörn skoðaður, auk þess sem litið verður á búsetuminj- ar tvíbýlisins Þorbjamarstaða. Síðan er stefnan tekin í vesturátt og varðaðri Suðurnesjaleiðinni fylgt að Gvendarbrunni og Gvendar- brunnshelli, þar sem áð verður. Þaðan verður gengið áfram að Smalaskálahæð þar sem hið mikla jarðfall Smalaskálaker verður skoð- að og því loknu haldið að Óttars- staðaborg og stefnt á tóftir Smala- skála, áður en haldið er í rútuna. Þetta er um 3 klst. fjölskyldu- ganga undir leiðsögn þeirra Lovísu Asbjörnsdóttur og Auðar Magnús- dóttur frá Umhverfis- og útivistar- félaginu og þátttökugjald er 900 kr. fyrir fullorðna, en það kostar ekkert fýrir börn með foreldrum sínum. Brottför er frá BSÍ, austanmegin kl. 13 og er komið við í Mörkinni 6 og við kirkjugarðinn í Hafnarfirði. Þeir sem koma í rútuna í Hafnar- firði ættu að vera mættir við kirkjug. fyrir kl. 13.30. -------------- Ferðasýning fjölskyldunnar ÍB&L FERÐASÝNING fjölskyldunnar verður haldin um helgina í B&L, Grjóthálsi 1. Þar verður til sýnis flest sem tengist ferðalögum og úti- vist fjölskyldunnar í sumar. Eins og t.d. tjöld, tjaldvagnar, viðlegubún- aður útivistarfatnaður og margir ferðabúnir bílar af gerðunum Land Rover, Renault, Hyundai og BMW verða þar til sýnis. Á staðnum verður mikið fyrir bömin, leiktæki og fleira; eins og bílabraut, hoppkastali, andlitsmáln- ing, trampolin og veiðistangakast og bíómiðar. Einnig verður boðið upp á ís fró Emmess, pizzur frá Hróa hetti og grillpylsur frá SS, gos, kaffí og fleira. Þau fyrirtæki sem verða á þess- ari sýningu em Ferðamiðstöð Aust- urlands, Bátafólkið, Hestamaður- inn, Veiðimaðurinn, Sprellfólkið, Seglagerðin, Ölgerðin, Hópbílar, Emmess ís, Shell Selet, Hrói höttur, SS og fleiri. Opnunartíminn er frá kl. 10-17 á laugardag og 12-17 á sunnudag og em allir velkomnir. Vorsýning Kvöldskóla Kópavogs VORSÝNING Kvöldskóla Kópa- vogs verður haldin sunnudaginn 9. maí nk. kl. 14-18 í Snælandsskóla við Furugmnd en þar er aðalsetur skólans. Góð aðsókn var í skólanum í vetur og vom nemendur á vorönn- inni tæplega 500, segir í fréttatil- kynningu. Á þessari sýningu verður aðal- lega sýndur afrakstur af vinnu nem- enda í verklegum námskeiðum frá liðnum vetri: Bókband, bútasaumur, fatasaumur, glerlist, kántrýföndur, körfugerð, silfursmíði, skrautritun, trésmíði, trölladeig, útskurður og vatnslitamálun. Hér er að finna margs konar gripi sem menn hafa hannað og útfært undir leiðsögn kennara sinna. Námskeið í sjálfsþekkingu Sjájlfsþekkingarnámskeiðið Hug- ljómun verður haldið í Bláfjöllum 12.-15. maí nk. „Markmið námskeiðsins er að þátttakandinn öðlist milliliðalausa reynslu af sannleikanum um það hver hann er, hvað hann er, hvað annar er, hvað lífið er eða hvað kærleikurinn er,“ segir í fréttatil- kynningu. Leiðbeinandi námskeiðsins er Guðfinna S. Svavarsdóttir, kripalujógakennari og ölduvinnu- * þjálfari. Námskeiðið hefst miðvikudags- kvöldið 12. maí kl. 20 og lýkur um kvöldið laugardaginn 15. maí og fer fram á íslensku. Kynningarkvöld verður haldið sunnudaginn 9. maí kl. 20 í sal Sjálfeflis, Nýbýlavegi 30, Kópa- vogi. Þar gefst kostur á að hitta Guðfinnu og kynna sér nánar um hvað námskeiðið snýst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.