Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 MESSUR A MORGUN MORGUNBLAÐIÐ /I Sýnum nú hlýhug „ístran má ekki vera ofáberandi, a.m.k. verður maðurþá að ráða yfir þokka og hæfileikum sem yfirgnæfa þannig lýti. Taka verður fataskápinn í gegn og fleygja gömlu terlínbuxunum, snjáðu skyrtunum og þreytulegu úlpunni. Skórnir mega ekki lengur vera ópússaðir. “ AUtaf finnst mér að einn hópur fólks gleymist þegar verið er að velta fyrir sér niðurstöðum kosn- inga. Huga þarf að því í tæka tíð að veita þeim áfallahjálp sem beð- ið hafa í mörg ár eftir því að kom- ast á þing, hlotið loksins náð fyrir augum uppstillingarnefnda eða þátttakenda í prófkjöri en verða svo að horfast í augu við hroll- kaldan veruleikann á kosninga- nótt: Við viljum þau ekki. Hvar er VIÐHORF Eftir Kristján Jónsson mannúðin? Frambjóðend- umir hafa sáð og vænta nú uppskeru. St- anslaust stritið fyrir flokkinn, jafnvel áratugum saman, hring- ingar í mismunandi geðvonda stuðningsmenn á kjördag. Baslið við að hóa í örvæntingu saman einhverju liði þegar formaðurinn heldur fund í kjördæminu; sjón- varpið gæti auglýst háðungina ef enginn mætti. Það getur ekki verið satt að fyrirhöfnin öll þessi ár hafi verið til einskis. Oft hafa menn byrjað að leggja drög að ferlinum í skóla, reynt að setja sig inn í hin flóknustu mál sem venjulegu fólki finnst alveg drepleiðinleg. En hvar værum við stödd ef allir væru venjulegir? Auðvitað hefur puðið ekki alltaf verið án umbunar. Stöku sinnum kemur sér vel í daglega amstrinu eða fyrirtækjarekstrinum að vera með sambönd. Og á landsþingum gefst tækifæri til að hitta ráð- herra og finna að maður er ekki bara einhver ómerkingur og van- metaskepna. Allt er þetta gott og nauðsyn- legur undirbúningur en jafnast ekkert á við fiðringinn sem fylgir því að gjóa augunum á þingsæti, ræða þetta í hálfum hljóðum, fyrst við makann, síðan böm og ættingja, þá vinina. A ég mögu- leika? Ekki er víst að gamlir baráttu- félagar í flokksfélaginu reynist hollir þegar á reynir, kannski hafa þeir sjálfir ætlað að reyna fyrir sér. Þá finna þeir sér alls konar undankomuleiðir til að hunsa bónir um liðveislu, bera við annríki eða einhverju öðru. Þeir geta ekki unnt öðrum að hreppa hnossið. Loks rennur stundin upp og maður les það svart á hvítu að í eftirsótta sætinu sé nafnið sem allir vonuðu að yrði þar. Öll ættin vonaði það. Þá tekur við erfiður tími, sjálf kosningabaráttan. Nú er þetta orðið svo snúið vegna þess að umbúðimar verða að vera í lagi, frábært innihald er ekki nóg. Röddin má ekki vera allt of skræk, grá hár geta verið vara- söm ef ætlunin er að höfða til bamungra kjósenda. Vissara að lita þau og huga þarf að reglu- legri klippingu og tannviðgerðum. Reykingar em á bannlista, en nef- eða munntóbak getur stund- um gengið, svona í hófi. Istran má ekki vera of áberandi, a.m.k. verð- ur maður þá að ráða yfir þokka og hæfileikum sem yfirgnæfa þannig lýti. Taka verður fataskápinn í gegn og fleygja gömlu terlínbux- unum, snjáðu skyrtunum og þreytulegu úlpunni. Skómir mega ekki lengur vera ópússaðir. Og voðinn er vís ef maður myndast illa. Sé makinn hálfgert greppitrýni líka og krakkarnir ekki eftir nýjustu stöðlum er að- eins eitt til ráða: Reyna að fela fjölskylduna. En þetta er neyðar- úrræði. Þó er bót í máli að fari illa í kosningunum getur maður kannski í hljóði kennt fjölskyld- unni um. Markaðssetningin er aðalatrið- ið, segja þessir sérfræðingar sem flokkurinn leigir dýram dómum. Hann þorir víst ekki annað en fara að ráðum þeirra. Það gera allir hinir og þá hlýtur það að vera rétt. Verst er að þurfa að koma sér upp hæfilega breiðu brosi ásamt hæversku og ábyrgu fasi sem alltaf era tilbúin þegar myndavél- ar era í grennd. Það er nú meiri þolraunin. Svo er líka bráðnauðsynlegt að temja sér djarfmannlega fram- komu, geisla af nokkurra megatonna orku og framtaks- semi, lofa miklu en bæta þó alltaf við vamagla af títuprjónsstærð. Tjá sig í örstuttum setningum ef fréttavargamir era á stjái. Þá er einhver von tii þess að þeir vitni í mann, þeim hundleiðast langar og hikandi skýringar á að því miður sé hitt eða þetta ekki hægt. Þeir vita nefnilega að frambjóð- andi í vafasæti hefur ekkert leyfi til að hafa sérskoðanir á einhverju sem máli skiptir. Hann er bara að reyna að afsaka hollustuna við lín- una og enginn getur láð honum að gera allt til að lenda ekki utan- garðs hjá flokksforystunni. Þar er svo kalt. En það er þetta með ósigurinn. Kosningakerfið er þannig að ekki er nóg að geta vélað til sín at- kvæði; tilviljanir geta valdið því að samt komist einhver óverðug- ur fram fyrir mann. Bestu menn hafa lent í því að vera ýmist inni eða úti nokkram sinnum yfir nótt- ina, enda loks úti. I fyrsta viðtal- inu á skjánum höfum við séð him- inlifandi þjón almennings sem varla á orð til að lýsa þakklæti sínu, í því næsta er hann gráti næst og skilur ekkert í þessu. Þetta er ósköp vont og það versnar enn þegar dregur fram á nóttina. Langt er síðan það var sannað með tilraunum á hundum að þeir verða smám saman algert flak sé stöðugt verið að ragla þá með væntingum sem reynast svo hjómið eitt. Við eram ekki hundar og ættum ekki að bjóða nokkram karli eða konu miskunnarlaust upp á langt hundalíf af þessu tagi á kosninganótt. Þar sem ekki verður hjá því komist er lágmarkið að til staðar sé á sjónvarpsstöðvum og flokksmiðstöðvum fólk með fag- menntun í áfallahjálp. Strax og fyrstu tölur birtast einbeiti það sér að þeim sem era í hættu, telji í menn kjarkinn, huggi þá og minni þá á að líf sé eftir þetta líf. Guðspjall dagsins: Biðjið í Jesú nafni. (Jóh. 16) ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Ámi Bergur Sigurbjömsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með bömunum. Guðsþjónusta kl. 14. Lögreglumessa. Lögreglukórinn syngur. Prestur sr. Kjartan Öm Sig- urbjömsson. Tónleikar Kirkjukórs Bústaðakirkju kl. 17:00. Fjölbreytt tónlist. Bjöllukór Bústaðakirkju leik- ur ásamt hljóðfæraleikurum. Stjóm- andi Guðni Þ. Guðmundsson. DÓMKIRKJAN: Aðalfundur Safn- aðarfélags Dómkirkjunnar í safnað- arheimilinu kl. 12. Vorhátíð Dóm- kirkjunnar verður í Fríkirkjunni í Reykjavík kl. 14:00. Hátíðin hefst með fjölskylduguðsþjónustu, þar sem böm í TTT-starfi sýna leikþátt. Það kemur skemmtilegur gestur úr Brúðubílnum til guðsþjónustunnar. Einnig kemur Heiðar Guðnason lög- regluþjónn í heimsókn. Að lokinni guðsþjónustu verður farið í rútu að Reynisvatni og þar heldur hátíðin áfram. Prestur sr. Jóna Hrönn Bolladóttir. Organisti Kjartan Sigur- jónsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10.15. Prestur sr. Lárus Halldórsson. Organisti Kjartan Ólafsson. GRENSÁSKIRKJA: Vorferð sunnu- dagaskólans kl. 10.30. Guðsþjón- usta kl. 14. Athugið breyttan messutíma. Prestur sr. María Ágústsdóttir. Bamakór Grensás- kirkju syngur undir stjóm Margrétar Pálmadóttur. Organisti Ámi Arin- bjamarson. Kaffisala Kvenfélags Grensássóknar að guðsþjónustu lokinni. Sr. Ólafur Jóhannsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa og bamastarf kl. 11. Hópur úr Mótettukór syngur. Organisti Hörð- ur Áskelsson. Sr. Jón D. Hróbjarts- son. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ingileif Malmberg. HATEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Ath. breyttan messutíma. Organisti Jakob Hallgrímsson. Sr. Helga Soff- ía Konráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Eftir guðsþjónustuna verður farið í leiki og gríllað. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Kór Laugar- neskirkju syngur. Organisti Gunnar Gunnarsson. Prestur sr. Bjami Karlsson. Kyn-ðarstund kl. 13 í Dag- vistarsalnum Hátúni 12. Samveran er ætluð íbúum Hátúns 10 og 12. Kvöldmessa kl. 20.30. Kór Laugar- neskirkju syngur. Djasskvartett Gunnars Gunnarssonar leikur frá kl. 20:00. Prestar sr. Bjami Karlsson og sr. Jóna Hrönn Bolladóttir. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 í safnaðarheimilinu. Ath. breyttan messutíma. Prestur sr. María Ágústsdóttir. Organisti Reynir Jón- asson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Mæðradagurínn. Kór Sel- tjamarneskirkju syngur. Organisti Fríkirkjan í Reykjavík Messa kl. 11.00 Fermd verða: Eiríkur Örn Jóhannesson, Jóhanna Berta Bernburg. Sumartónleikar verða í kirkjunni mánudagskvöldið 10. maí kl. 20.30 á vegum kórs Fríkirkjunnar. Á efnisskránni verða nokkur falleg kirkjuleg tónverk. Allir hjartanlega velkomnir. Organisti og kórstjóri Guðmundur Sigurðsson. Hjörtur Magni Jóhannsson, fríkirkjuprestur. se Sigrún Steingrímsdóttir. Prestur sr. Guðný Hallgrímsdóttir. ÓHÁÐI SÓFNUÐURINN: Guðs- þjónusta kl. 14. Skólakór Landa- kotsskóla og Bamakór Háteigs- kirkju syngja saman. Veislukaffi fyrir ný safnaðarsystkini. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Messa kl. 11. Fermd verða: Eiríkur Öm Jó- hannesson og Jóhanna Berta Bem- burg. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta á bænadegi þjóðkirkjunnar kl. 11. árdegis. Organleikari: Pavel Smid. Sérstaklega beðið fyrir friði á Balkanskaga. Prestamlr. BREIÐHOLTSKIRKJA: Mæðra- og bænadagurinn. Messa með altar- isöngu kl. 14. í umsjá Kvenfélags Breiðholts. Guðrún K. Þórsdóttir, djákni, prédikar og kvenfélagskonur lesa ritningariestra. Kaffisala kven- félagsins að lokinni messu í safnað- arheimili kirkjunnar. Organisti Daní- el Jónasson. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Kl. 11. Messa. Prestur sr. Magnús Bjömsson. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Léttar veitingar eftir messu. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti. Lenka Mátéová. Bamaguðsþjónusta á sama tíma. Umsjón: Hanna Þórey Guðmundsdóttir og Ragnar Schram. Prestamir. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Anna Sigríður Páls- dóttir prédikar og þjónar fyrir altari Kór Grafarvogskirkju syngur, stjóm- andi: Hörður Bragason. Prestamir. HJALLAKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. íris Kristjándsdóttir þjónar. Sr. Hjörtur Hjartarson prédikar. Jógvan Purkhus kynnir starfsemi Gídeonfé- lagsins og Gídeonfélagar lesa ritn- ingariestra. Eva Dögg og Hulda Björk Sveinsdætur syngja tvísöng. Félagar úr kór kirkjunnar leiða safn- aðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sig- urðsson. Aðalsafnaðarfundur Hjallasóknar að messu lokinni. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18. Prestamir. KÓPAVOGSKIRKJA: Vegna messuheimsóknar kór Kópavogs- kirkju, organist og sóknarprests til Blönduóss og þátttöku í guðsþjón- ustu þar kl. 14.00, fellur guðsþjón- usta niður í Kópavogskirkju en kirkj- an verður opin á guðsþjónustutíma. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir pré- dikar. Organisti er Gróa Hreinsdótt- ir. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morgunguðsþjónusta að Bíldshöfða 10, 2. hæð, kl. 11. Bjöm Peterson frá Arizona í Bandarikjunum talar. Samkoma kl. 20. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Bjöm Peterson prédikar. Allir velkomnir. FRÍKIRKJAN VEGURINN: Kvöld- samkoma kl. 20. Lofgjörð og fyrir- bæn. Prédikun Samúel Ingimars- son. Allir hjartanlega velkomnir. Ath. engin morgunsamkoma en í staðinn verður farið út í Viðey. Lagt verður af stað kl. 11.30 frá Sunda- höfn. KROSSINN: Almenn samkoma að Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir vel- komnir. KLETTURINN: Samkoma kl. 20. Stefán Ágústsson prédikar. Allir vel- komnir. FÍLADELFÍA: Almenn samkoma kl. 16.30. Lofgjörðarhópurinn syngur, vitnisburðir. Allir hjartanlega vel- komnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudag- ur kl. 20: Hjálpræðissamkoma. Kaf- teinn Miriam Óskarsdóttir talar. Allir hjartanlega velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Fjöl- skyldusamkoma kl. 17. Uppskeru- hátíð, leikir og verðlaun. Síðasta eftirmiðdagssamkoman í vor. Nokk- ur orð og bæn: Einar Kr. Hilmars- son. Beðið fyrir bömum og fjöl- skyldum í Kosovo. Stutt hugvekja, Helgi Gíslason æskulýðsfulltrúi. Að lokinni samkomunni verður boðið upp á grillaðar pylsur. Allir vel- komnir. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messur sunnudaga kl. 10.30, 14. Messa kl. 18 á ensku. Laugardaga og virka daga messur kl. 8 og 18. MARÍUKIRKJA, Raufarseli 8: Messa sunnudag kl. 11. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa sunnudag kl. 10.30. Messa virka daga og laugardaga kl. 18. KARMELKLAUSTUR, Hafnar- firði: Messa sunnudaga kl. 8.30. Messa laugardaga og virka daga kl. 8. BARBÖRUKAPELLA, Keflavík: Skólavegi 38. Messa sunnudag kl. 14. STYKKISHÓLMUR, Austurgötu 7: Messa sunnudag kl. 10. Messa laugardag og virka daga kl. 18.30. RIFTÚN, Ölfusi. Messa sunnudag kl. 17. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Samkoma kl. 14. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Prestur sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson. Kirkjukór Lága- fellssóknar. Organisti Guðmundur- Ómar Óskarsson. Athugið að guðsþjónustan er kl. 14 en ekki kl. 11 eins og auglýst er í einu héraðs- blaða. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 14. Ath. breyttan tíma. 50, 60 og 70 ára fermingarbörn heimsækja kirkjuna. Organisti Na- talía Chow. Prestur sr. Gunnþór Ingason. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta bænadag 9. maí kl. 11. Bama- kór syngur. Stjómandi Kristín Helgadóttir. Organisti Úlrik Ólason. Sigurður Helgi Guðmundsson. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Hin ár- lega fjölskylduhátíð í Kaldárseli, sumarbúðum KFUM og K fyrir ofan Hafnarfjörð, kl. 13 sunnudag. Fjöl- breytt dagskrá, leikir, skipulögð gönguferð um nágrennið. Að því búnu verður safnast saman til sam- komu í íþróttasal sumarbúðanna, þar munu bamakórar kirkjunnar koma fram og unglingahljómsveit á vegum æskulýðsfélags kirkjunnar leiða almennan söng. Að lokum verður bömunum boðið til grill- veislu en fullorðnir setjast að kaffi- borði í húsnæði sumarbúðanna. Þeim sem ekki koma á eigin bílum er bent á rútuferð frá kirkjunni kl. 12.30. Allir eru hjartanlega vel- komnir. Einar Eyjólfsson. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kór kirkjunnar leiðir almenn- an safnaðarsöng. Sr. Þórey Guð- mundsdóttir þjónar við athöfnina. Hans Markús Hafsteinsson, sókn- arprestur. BESSASTAÐAKIRKJA: Bæna- stund kl. 20.30 sunnudag. Biðjum fyrir hinum striðshrjáðu í Kosovo. Sóknarprestur. KEFLAVÍKURKIRKJA: Uppstign- ingardagur. Kirkjudagur eldri borgara. Guðsþjónusta kl. 14. Böm borin til skírnar. Eldri borgarar lesa lexíu og pistil. Lilja G. Hallgríms- dóttir, djákni, prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti. Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng. Organisti Einar Öm Einarsson. Kaffiveitingar í Kirkjulundi í boði sóknamefndar. Rúta fer frá Suður- götu kl. 13.30 og ekið verður um Faxabraut og Hringbraut og sömu leið til baka eftir kaffið í Kirkjulundi. HVALSNESKIRKJA: Uppstigning- ardagur: Hátíðarmessa kl. 11. Alt- arisganga. Kór Hvalsneskirkju syngur. Kórstjóri Ester Ólafsdóttir. Sóknarprestur. ÚTSKÁLAKIRKJA: Uppstigning- ardagur: Hátíðarmessa kl. 13.30. Altarisganga. Kór Útskálakirkju syngur. Kórstjóri Ester Ólafsdóttir. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 14. Bænadagurinn. Athugið breyttan messutíma. Uppstigningardagur: Messa kl. 11. Sr. Jón Hagbarður Knútsson prédikar, sóknarprestur þjónar fyrir altari. Hádegisbænir kl. 12.10 þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga. Sr. Gunnar Bjömsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl. 11. Ferming. Sóknarprestur. ÞORLÁKSKIRKJA: Messa kl. 14. Fermt verður í messunni. Sóknar- prestur. HVERAGERÐISKIRKJA: Tónlistar- guðsþjónusta (vesper) kl. 17. NLFÍ: Guðsþjónusta kl. 11. Jón Ragnarsson. EGILSSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 14. Kirkjukaffi. Kór eldri borgara syngur. 10. maí: Bænastund kl. 18 helguð striðshrjáðum á Balkan- skaga. BORGARPRESTAKALL: Ferming- arguðsþjónusta í Álftártungukirkju kl. 14. Fermd verður Helga Björk Pedersen, Álftártungukoti. Guðs- þjónusta í Borgameskirkju kl. 17.30. Sóknarprestur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.