Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ekkert athugavert við söng sýslumanns BRYNDÍS Friðgeirsdóttir, kosn- ingastjóri Samfylkingarinnar á Vestfjörðum, segir að það hafi verið skrumskælt sem haft var eftir henni á fréttavefnum Vísi.is um söng Ólafs Helga Kjartansson- ar sýslumanns á kosningahátíð Sjálfstæðisflokksins í fyrradag. Olafur Helgi á jafnframt sæti í yf- irkjörstjórn. „Samfylkingin er ekki að ákæra Ólaf Helga fyrir nokkurn skapað- an hlut. Við hófum ekki þessa um- ræðu og komum henni ekki á framfæri. Ólafur Helgi tekur sín- ar persónulegu ákvarðanir sjálfir, og ef hann telur sjálfan sig van- hæfan gerir hann vart við sig. Hann er póiitiskt kjörinn í þessa kjörstjórn eins og allir eru og það eru engin ákvæði um að þeir séu ópólitískir. Hann er sýslumaður okkar hér á ísafirði og við treyst- um honum til að meta þetta sjálf- ur og gæta mála af hlutleysi," segir Bryndís. „Það getur hins vegar vel verið að ýmsum finnist þetta sérkennilegt.“ Mick Jagger betri Hún kveðst hafa verið stödd á bæjarstjórnarfundi þegar Ólafur Helgi tók að syngja lög Rolling Stones á kosningahátíð Sjálfstæð- isflokksins á Silfurtorginu á fsa- firði og hafí fundarmenn séð ástæðu til að gera örstutt hlé á fundinum, hlýða á söng sýslu- mannsins og horfa á hann í gegn- um glugga stjórnsýsluhússins. „Mick Jagger er alltaf bestur og það fer enginn í skóna hans, ekki einu sinni Ólafur Helgi,“ segir Bryndís. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson ÓLAFUR Helgi sýslumaður þenur raddböndin. Skoðanakannanir benda til að fylgi flokkanna hafí ekki breyst mikið að undanförnu Litlar breytingar á fylgi í kosningabaráttunni Hlutfollslegt fylgi á landsvísu í siðustu könnunum fyrir kosningnr og úrslitin 1995 37'63M36.2 31,6 25,5 23,3 Síðustu skoðanakannanir og úrslit kosninga 1995 Alþýðuflokkur Framsóknarfl. Sjálfstæðisfl. Alþýðubandalag Þjóðvaki Mbl./Félagsv.st., 2.-4. apríl RÚV/Gallup, 5-6. april Stöð 2 og Bylgjan, 5.-6. apríl DV, kosningaspá, 6. april |—Kosningar8. april ^£55 4,9 4,9 1,5 18 1,7 1,4 b’ Kvennalisti Önnur framboð Skoðanakannanir frá 18. apríl Framsóknar- 18 flokkur aPril 23. 27. 29. apríl apríl apríl 3. 4. maí maí 5. 6. 7. maí maí maí Gallup 17,3 i ,|É ív' 18,7 18,3 18,0 17,7 17,3 DV 17,9 18,5 5'/ 21,2 Félagsv.st. 19,8 /Z 19,0 Sjálfstæðisflokku ir Gallup 44,8 40,8 42,3 43,2 43,1 42,7 DV 43,6 41,2 42,8 Félagsv.st. 43,7 41,9 Samfylkingin Gallup 30,1 29,1 27,1 05 oo CM co C\J co Osl DV 24,1 26,7 25,2 Félagsv.st. 26,4 28,6 Vinstrihreyfingin - grænt framboi 5 Gallup 5,0 7,5 8,3 7,9 7,6 7,5 DV 8,8 9,4 7,5 Félagsv.st. 7,5 8,7 Frjálslyndi flokkurinn Gallup 2,4 2,7 3,2 3,4 2,5 2,9 DV 4,5 3,5 2,9 Félagsv.st. 2,3 2,5 SAMKVÆMT skoðanakönnunum hefur fylgi stjómmálaflokkanna sem bjóða fram til Alþingis lítið breyst frá því kosningabaráttan hófst af fullum krafti eftir páska. Einu marktæku breytingamar era að stuðningur við Vinstrihreyfing- una hefur heldur vaxið og fylgi við Samfylkinguna minnkaði í lok apr- fl, en óx síðan aftur til fyrra horfs. í flestum könnunum sem gerðar vora skömmu fyrir kosningamar 1995 fékk Sjálfstæðisflokkurinn minna fylgi en hann fékk í kosning- unum, en Framsóknarflokkurinn fékk svipað eða meira fylgi í könn- unum en hann fékk í kosningunum. Skoðanakannanir hafa verið gerðar næstum daglega síðustu tvær vikurnar. Þær sýna fylgi Framsóknarflokksins á bilinu 17,3-19,8%. Skoðanakönnun DV frá því í gær sker sig reyndar nokkuð úr en hún sýnir 21,2% stuðning við ílokkinn. Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn mælist í könn- ununum 40,8-43,7%. Ef tvær kann- anir, sem gerðar vora um síðustu helgi, era undanskildar sýna allar kannanimar 41,9-43,7% fylgi. Kannanir hafa sýnt meiri sveiflur á fylgi Samfylkingarinnar. Það hefur sveiflast frá 24,1% í 29,1%. Fylgi Vinstrihreyfingarinnar hefur hins vegar verið mjög stöðugt eða á bil- inu 7,5-8,7% ef undan er skilin ein könnun DV sem sýndi 9,4% stuðn- ing við U-listann. Stuðningur við Frjálslynda flokkinn hefur mælst á bilinu 2,3-3,4% ef ein könnun DV er undanskilin sem sýndi flokldnn með 4,5% fylgi. B- og U-listi hafa styrkt stöðu sína frá því í mars Ef horft er á stöðu flokkanna eins og hún var í fyrstu könnunum sem gerðar vora eftir páska þegar kosningabaráttan var að fara á fullan skrið kemur í ljós að óvera- legar breytingar hafa orðið á fylgi flokkanna. Framsóknarflokkurinn mældist með 13,1% fylgi í könnun sem gerð var um miðjan mars og varð hún til þess að flokkurinn hóf kosningabaráttuna nokkuð á undan öðrum flokkum. Fylgi flokksins fór fljótlega upp fyrir 17-18% og hefur lítið breyst síðan ef undan er skilin þessi nýjasta könnun DV, sem gæti verið vísbending um að einhverjar breytingar séu að eiga sér stað. Tvær kannanir sem birtust 6. og 19. aprfl bentu til þess að fylgi Sjálfstæðisflokksins væri um 45%. Síðan hefur flokkurinn mælst með 42-43% fylgi. Eftir páska mældist Samfylkingin með 29-30% fylgi, en framboðið hafði í mars mælst með 33-36% fylgi. Kannanir sem gerðar voru í lok mars benda til að stuðn- ingur við framboðið hafi farið enn neðar, en síðustu kannanir benda til 27-28% fylgis. Fylgi Vinstri- hreyfmgarinnar mældist 4-6% í mars og framan af aprfl, en hefur aukist síðan í 7-8%. D-listinn mældist undir kjörfylgi fyrir síðustu kosningar Fróðlegt er að bera saman kannanir sem gerðar vora fyrir kosningarnar 1995 við úrslit kosn- inganna. I kosningabaráttunni hef- ur því ítrekað verið haldið fram að Sjálfstæðisflokkurinn mælist alltaf hærra í könnunum en í kosningum og Framsóknarflokkurinn mælist lægri í könnunum en kosningum. Þetta gerðist ekki í síðustu kosn- ingum. í öllum könnunum sem gerðar vora síðustu tvær vikurnar fyrir kosningar mældist Sjálfstæð- isflokkurinn með 31-36% fylgi nema í síðustu könnun Félagsvís- indastofnunar, sem sýndi flokkinn með 37,6% fylgi. í kosningunum fékk Sjálfstæðisflokkurinn 37,1% fylgi eða nokkru meira en flestar kannanir höfðu bent til að flokkur- inn fengi. í upphafi kosningabaráttunnar 1995 var fylgi Framsóknarflokks- ins 18-20%, en hækkaði fljótlega, eins og nú virðist einnig hafa gerst. I könnunum Gallup síðustu vikuna fyrir kosningar fékk flokk- urinn 22-24% fylgi. Tvær af fjór- um síðustu könnunum sem gerðar vora fyrir kosningar sýndu flokk- inn með 24-25% fylgi, en hinar mældu fylgi hans 20-22%. Flokk- urinn fékk hins vegar 23,3% í kosningunum, sem er svipað eða jafnvel heldur minna en hann fékk í sumum könnunum fyrir kosning- arnar. Framboðslistar á landinu öllu Hlutur kvenna 39,4% HLUTFALL kvenna á fram- boðslistum flokkanna til Al- þingis í dag er samanlagt 39,4% og hlutfall karla því 60,6%, að sögn Unu Maríu Oskarsdóttur, verkefnastjóra ráðherraskipaðrar nefndar sem ætlað er að auka hlut kvenna í stjómmálum. Til samanburðar má geta þess að hlutfall kvenna á framboðs- listum flokkanna fyrir síðustu alþingiskosningar var tæp- lega 50%, samkvæmt tölum frá Hagstofu íslands. I alþingiskosningunum 1991 var hlutur kvenna 46% á framboðslistum flokkanna og hið sama var upp á teningn- um í alþingiskosningunum 1987. Hlutfallið var heldur lægra í kosningunum 1983, en þá var það 35%. Fyrir fjöra- tíu áram eða í kosningunum 1959 var hlutfall kvenna hins vegar 8% á þeim 35 listum sem buðu fram til Alþingis. Að lokum má geta þess að hlutfall kvenna í efstu sætum framboðslista flokkanna til Alþingis nú í vor er 25,5% og hlutfall karia því 74,5%. Framboðslistar Framsóknarflokksins Hlutur ungra fram- bjóðenda 33,3% HLUTFALL frambjóðenda, 35 ára og yngri, á framboðs- listum Framsóknarflokksins um allt land er 33,3% sam- kvæmt útreikningum félaga í Sambandi ungra framsóknar- manna. Hlutur þessa aldurs- hóps á framboðslistum sjálf- stæðismanna er 22,6%, hlutur hans á framboðslistum Sam- fylkingarinnar er 21,4% og hlutur hans á frambosmðslist- um Vinstrihreyfingarinn- ar - græns framboðs er 21,4%. Ef aðeins era teknii- fimm efstu frambjóðendur í öllum kjördæmum landsins er hlut- fall þeiira sem era 35 ára og yngri 27,5% hjá Framsóknar- flokknum, 22,5% hjá Samfylk- ingunni, 17,5% hjá Sjálfstæð- isflokknum og sömuleiðis 17,5% hjá Vinstrihreyfing- unni - grænu framboði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.