Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 43 þetta kvöld var Jón Theodór, sonur Sigrúnar. Aróra vill þó meina að fleiri karlmenn í fjölskyldunni séu á bandi United, þeir séu bara ekld eins æstir og þær. Þær láta nefni- lega engan United-leik fara fram- hjá sér og horfa yfirleitt á leikina saman. Best hafði neistann „Þetta byrjaði hjá mér árið 1968, árið sem Manehester United vann Benfica í úrslitaleik Evrópukeppn- innar,“ sagði Aróra. „Og það var Morgunblaðið sem kom mér á bragðið. Ég las þá grein um United-liðið og hvemig Matt Bus- by hafði náð að byggja aftur upp afburðalið eftir flugslysið hræði- lega í Munchen 1958. Síðan fór ég að fylgjast með United-liðinu og eftir það varð ekki aftur snúið.“ Áróra segir að á þessum árum hafi George Best verið sinn uppá- haldsmaður í liðinu. „Hann var svo ungur og leikinn og lipur, alveg frábær knattspymumaður. Hann hafði neistann. Að mínu mati sá besti sem uppi hefur verið í heim- inum. En hann var eyðilagður. Það vom alltaf að birtast myndir af honum með kampavínsglös og ljúfa lífið tók sinn toll.“ í þessum orðum töluðum er dæmt víti á United, sem Liverpool skorar úr og minnk- ar muninn í 1:2. Við þetta slær þögn á mannskapinn, en aðeins skamma hríð enda leikurinn að fjara út og United er enn yfir. En brátt dregur til tíðinda. Dennis Irwin er rekinn útaf fyrir klaufaskap og öllum ber saman um að þessi dómur sé út í hött. „Hann var bara að reyna að halda boltan- um inná og var á svo mikilli ferð og danglaði eitthvað í hann í leiðinni," segir Aróra og er afar ósátt við þennan dóm. Skömmu síðar jafnar Paul Ince, íyrmrn United-maður, leikinn fyrir Liverpool og þá dreg- ur verulega úr stemmningunni í stofunni í Hraunbænum, enda ber- ast nú þær uggvænlegu fréttir að Arsenal sé komið í 3:1 og búið að gulltryggja sigurinn á Tottenham. „Ég var feginn þegar Paul Ince hætti að leika með Manchester United," segir Aróra, svona eins og til að hughreysta afkomendur sína. „Mér hefur alltaf þótt hann leiðin- Ráðning Draumurinn hefur sérstakt lag á að segja manni með myndum sannleikann um eðli manns sjálfs, þrátt fyrir dagdrauma um sér- stakt líf og óskir um að það ræt- ist. Þessi draumur er þannig upp- byggður. í honum er gerð hús- anna, umhverfið, beinu göturnar og konumar þættir í þér sem sýna löngun í annað líf en þú lifir, þessi ósk virðist byggð á hug- mynd um að staðlað umhverfi, röð og regla sé lausnarorðið til frelsis. Að líf þitt verði fullkomið í skipu- lögðum boxum líkt og ímynd úr sjónvarpi, en það er ekki þitt eðli líkt og önnur tákn draumsins sýna. Trén sem vantaði og malar- vegurinn spegla þitt rétta „ég“ og þrátt fyrir að þú reynir að breiða yfir það með fallegu teppi sem reynist vera hjóm eitt (jólaskraut- ið), ertu alltaf þú sjálf þótt mikið megi læra af hlutverkaleikum og því að bregða sér í annan stíl og annað líf um stundarsakir. • Þeir lesendur sem vifja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaði Kringlunni 1 103 Reykjavfk Einnig má senda bréfin á netfang: krifri@xnet.is Ljósmynd/Kolbrún Olafsdóttir Snemma beygist krókurinn. Alexandra iitla er þegar komin með United- húfu, þótt hún átti sig kannski ekki enn á út á hvað leikurinn gengur. legur leikmaður og fremur ógeð- felld persóna," bætir hún við. Giggs í mestu uppáhaldi Aðspurð kveðst Aróra halda mest upp á Ryan Giggs, af núver- andi leikmönnum Manchester United. „Hann er afburða knatt- spymumaður og andstætt við Ge- orge Best hefur hann haldið sig fyrir utan sollinn. Hann er ungur og á framtíðina fyrir sér. Beckham er líka í miklu uppáhaldi hjá mér og svo auðvitað markvörðurinn danski, Peter Schmeichel. Ég er strax farin að sakna Schmeichels, en hann hættir með liðinu eftir þetta tímabil," segir Áróra. Aðrir í fjölskyldunni eru sammála ætt- móðurinni með vinsældalistann: Giggs, Beckham og Schmeichel og einhver bætir nafni Roy Keane, fyrirliða liðsins, við listann. „Já, það er hræðilegt að Keane skuli ekki vera með í úrslitaleik Evrópu- keppninnar á móti Byem Munchen. Ég held að ég þori ekki að horfa á þann leik,“ segir Áróra. Leiknum er lokið, United hefur misst forystuna í deildinni. En stelpumar í Hraunbænum halda þó enn í vonina um Englands- meistaratitilinn. „Ef bæði Arsenal og United vinna sína leiki sem eft- ir em gæti United unnið á marka- mun, en þá verða þeir líka að skora grimmt í næstu leikjum. Svo gæti Arsenal tapað einhverjum af sínum leikjum á meðan United vinnur alla sína. Við verðum bara að stóla á að Arsenal tapi næsta leik..." Og svo segja menn að kvenfólk hafi ekki áhuga á fótbolta! Lísur Blóm fyrir mömmu Rafmagnshekkklippur 25 m. rafmagj kapall fylgij IBlímmmmí ~þm mm émmmmiB typrjjm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.