Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 78

Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 78
- .78 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 V----------------------- FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Héraðsvaka Rangæinga Fyrirlestur um rannsóknir á skammtapunktum INGIBJÖRG Magnúsdóttir, meistaranemi við eðlisfræðiskor raunvísindadeildar Háskóla ís- lands, flytur fyrirlestur sem hún nefnir: Hvaða áhrif hefur lögun innilokunarmættis á ljósísog skammtapunkta? Fyrirlesturinn verður fluttur mánudaginn 10. maí kl. 13 í VR-II158. I fréttatilkynningu segir: „A síð- ustu árum hafa víðtækar rann- sóknir verið gerðar á svonefndum skammtapunktum. Nútíma tækni hefur gert kleift að útbúa örsmá rafeindakerfi eða rafeindapollað þar sem rafeindir safnast saman á tvívíðu svæði, örfáa nanómetra í þvermál, sem kallað hefur verið skammtapunktar eða gerviatóm. Fyrir ísog fjær-innrauðs ljóss í slíku hringlaga kerfí gildir útvíkk- aða setning Kohns (í höfuðið á nóbelsverðlaunahafanum Walter Kohn). Setningin segir að Ijósísog rafeindakerfisins sé óháð vixlverk- uninni milli rafeindanna, þótt áhrif hennar séu sterk á dreifingu raf- eindanna innan skammtapunkts- ins. Með öðrum orðum er ísogið eins fyrir 2 eða 50 eindir. Hið sama gildir um sporbaugslaga punkta, en ekki um kassalaga punkta. Ingibjörg hefur útbúið reiknilík- an af skammtapunkti, þar sem innilokunarmættið hefur almennt form; með hring-, sporbaugs- eða femingssamhverfu. I fyrirlestrin- um verður dreiftng víxlverkandi rafeinda og ljósísog þeirra skýrt. Rafeindadreifingin breytist mjög með eindafjölda, bæði vegna inn- byrðis víxlverkunar rafeindanna og, fyrir aflagaða punkta, vegna brots á hringsamhverfunni. Reikn- ingamir sýna að punktar með femingssamhverfu em tilvaldir til að kanna áhrif víxlverkunar á ljósísog.“ ÁRLEG Héraðsvaka Rangæinga verður haldin 13.-16. maí nk. Hún hefst á uppstigningardag með há- tíðarmessu í Skarðskirkju, en að henni lokinni verður eldri borgur- um í Rangárvallasýslu boðið í kaffi og veitingar á Laugalandi, þar sem fjölbreytt skemmtiatriði verða á dagskrá í tilefni árs aldraðra. ,Á- fóstudagskvöldið verða tón- leikar í Oddakirkju og á laugardag verður opnuð samsýning rangæskra myndhstarmanna í Helluskóla. Þar munu nemendur starfrækja kaffihús og bjóða upp á skemmtidagskrá ásamt nemend- um Tónlistarskóla Rangæinga. Síðdegis mun Samkór Rangæinga, Karlakór Rangæinga og Kvenna- kórinn Ljósbrá koma fram ásamt einsöngvurum í Hellubíói, en um kvöldið verður kráarstemmning í bíóinu með Óla Stolz, Kristjönu Stefánsdóttur, KK og Magnúsi Ei- ríkssyni. Héraðsvöku Rangæinga í ár lýkur svo með messu á sunnu- dag í Keldnakirkju og Oddastefnu í Gunnarsholti á vegum Oddafé- lagsins," segir í fréttatilkynningu. m-Jf % 't'Æ ' • v-; í -:Æ% * ■■ **&&&r‘**!.' 'fy. wm- psh mwm Ljósmyndasýning Morgunblaðsins á Selfossi .. .--- Okkar menn, félag fréttaritara Morgunblaðsins, og Morgunbiaðið efndu til samkeppni um bestu Ijósmyndir fréttaritara frá árunum 1997 og 1998. Á Hótel Selfossi hefur verið komið upp sýningu á þeim myndum sem dómnefnd taldi bestar Myndefnið er fjölbreytt og gefst því kostur á að sjá brot af viðfangsefnum fréttaritara Morgunblaðsins sem eru um 100 talsins og gegna mikilvægu hlutverki í fréttaöflun blaðsins á landsbyggðinni. Sýningin stendur til fimmtudagsins 20. maí. Myndirnar á sýningunni eru til sölu. plorigttttMabiíí Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir ÁGÚST Ingi Ólafsson, sveitarstjóri Hvolhrepps, afhenti Sólveigu Ott- ósdóttur, verslunarstjóra KÁ á Hvolsvelli, blómakörfu frá Hvolhreppi. * Opnunarhátíð KA á Hvolsvelli Hvolsvelli. Morgunblaðið. MIKIL opnunarhátíð var haldin í verslun Kaupfélags Ámesinga á Hvolsvelli nýverið. Tilefnið var að nú hefur verslunin fengið mikla andlitslyftingu, gerður hef- ur verið nýr inngangur í verslun- ina, skipt um innréttingar og kæla og skipulagi hefur verið breytt. Nú er verslunin öll á einni hæð, bæði fatnaður og matvara en var áður á tveimur hæðum. í tilefni af opnuninni voru margvísleg til- boð í gangi og einnig voru sett upp leiktæki fyrir börnin. Ágúst Ingi Olafsson sveitar- sljóri Hvolhrepps og fyrrverandi kaupfélagsstjóri Kaupfélags Rangæinga, færði Sólvegu Ottós- dóttur verslunarstjóra blóma- körfu frá Hvolhreppi og klippti á borðann þegar verslunin var opnuð eftir breytingamar. Fjöldi manns mætti á opnunarhátíðina og þáði tertu og kaffi í tilefni dagsins. Fræðslufundur Garðyrkjufé- lags Islands FRÆÐSLUFUNDUR Garðyrkju- félags íslands verður haldinn að Hótel Sögu, sal 2. hæð, mánudaginn 10. maí kl. 20.30. Gestur kvöldsins verður Auður Jónsdóttir garðyrkjufræðingur og mun hún fjalla um úttekt á garði Hermanns Lundholms, fyrrum garðyrkjuráðunautar í Kópavogi. Auður skrásetti og mældi inn plönt- ur í garði Hermanns og var það verkefni hennar við Garðyrkjuskóla ríkisins. Hún mun sýna fjölda lit- skyggna úr garðinum og segja frá honum á mismunandi árstímum. Að loknum fyrirlestri Auðar mun Kristinn H. Þorsteinsson, formaður félagsins, segja frá flutningi trjáa og runna. Félagsmenn og aðrir unnendur garða og gróðurs eru velkomnir. Eldri skátar ræða lands- mót skáta Á HÁDEGISVERÐARFUNDI eldri skáta verður rætt um dagsferð eldri skáta á Landsmót skáta. Fundurinn verður haldinn í skáta- húsinu við Snorrabraut mánudag- inn 10. maí kl. 11.30 og er hann sá seinasti á þessum vetri. Dagsferðin verður haldið á Úlfljótsvatni dagana 13.-20.júlí. Að þessu sinni er mótið helgað lífsgleði og listum og er þema mótsins „Leiktu þitt lag“. Oft er erfiðleikum bundið fyrir eldra fólk að taka þátt í Landsmóti en nú mun öllum skát- um, eldri jafnt sem yngri, gefast tækifæri til þess að sameinast á Úlfljótsvatni undir merkjum bræðralags skáta, segir í fréttatil- kynningu. ■ Kaffídagur Vopnfirðinga VOPNFIRÐINGAR búsettir á stór Reykjavíkursvæðinu halda þann 16. maí hinn árlega kaffidag sinn. Eins og undanfarin ár hefst hann með guðsþjónustu í Bústaðakirkju kl. 14. Kaffiveitingar eru síðan í safnaðarheimili Bústaðakirkju kl. 15. Allir Vopnfirðingar og gestir þeirra eru velkomnir. Tónleikar á kjördag í Skál- holtskirkju í TENGSLUM við bama- og ung- lingakóramót í Skáiholti sem hófst í gær, föstudag, verða tónleikar í Skálholtskirkju kl. 15 í dag, laugar- dag. Kóramir sem taka þátt í mótinu era: Kór Hafralækjarskóla, stjórn- andi Robert Faulkner, Kór Snælandsskóla, stjómandi Heiðrún Hákonardóttir, Stúlknakór Flúða- skóla, stjómandi Edit Molnar, Kór Þykkvabæjar, stjómandi Nína Mar- ía Morávek, Unglingakór Grafar- vogskirkju, stjómandi Hrönn Helgadóttir, og Barnakór og Kam- merkór Biskupstungna, stjómandi Hilmar Om Agnarsson. Dekurdagar í Kringlunni í KRINGLUNNI era nú dekurdag- ar og lýkur þeim í dag, laugardaginn 8. maí. Meðal þess sem boðið er upp á er bílastæðisþjónusta frá kl. 13, ókeyp- is skóburstun, hárþvottur hjá Kristu hársnyrtistofu, freyðandi berjasafi og jarðarber í Habitat, förðun á snyrtistofum, herðanudd frá World Class, hreinsun á gleraugum og í Nýkaupi era vörur bomar út í bíl sé þess óskað. Leigubflar BSR bjóða upp á 15% lægri fargjöld til og frá Kringlunni á milli kl. 10 og 20 í dag. Kennarar harma skiln- ingsleysi KENNARAR í Laugamesskóla í Reykjavík hafa sent frá sér ályktun þar sem þeir harma skilningsleysi borgaryfirvalda á störfum kennara hjá borginni. Einnig er harmað skilningsleysi á kröfum kennara í borginni um sam- bærileg laun og í öðrum sveitarfé- lögum. í ályktuninni er skorað á borgarstjóra að verða við kröfum kennara í borginni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.