Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristj án Danskar Islandsmyndir Fyrirlestur um Kant GUÐMUNDUR Heiðar Frímannsson flytur fyrirlest- ur á vegum Félags áhugafólks um heimspeki í Deiglunni á Akureyri laugardaginn 8. maí kl. 14. I fyrirlestrinum verður leit- ast við að skýra og skilja siða- lögmál Kants. Litið verður til áherslu hans á algildi siðalög- mála. Einnig verður reynt að svara því hvemig ólíkar fram- setningar Kants á siðalögmál- inu tengjast saman. Guðmundur Heiðar er for- stöðumaður kennaradeildai- Háskólans á Akureyri og heimspekingur að mennt. Að- gangur að fyrirlestrinum er ókeypis og allir velkomnir. -------------- Tónlistarskólinn Tvennir tónleikar TVENNIR tónleikar verða haldnir á vegum Tónlistar- skólans á Akureyri á morgun, laugardaginn 8. maí. Þeir fyrri verða í Safnaðarheimili Akur- eyrarkirkju kl. 16, en þar koma fram píanónemendur og er íslensk tónlist m.a. á efnis- skrá þeirra tónleika. A sal tón- listarskólans verða svo tón- leikar kl. 18, þar sem fram koma yngri gítamemendur skólans. Kosninga- klippingin HAFSTEINN Þorbergsson, betur þekktur sem Haddi rakari, var kominn með Ólaf Eggertsson út undir bert loft í gær. Hafsteinn hyggst vinna úti við fyrir hádegi alveg fram á haust. Þeir ræddu að sjálfsögðu pólitík og hafði Sig- ursteinn Kristinsson blandað sér í umræðuna. Þeir voru sammála um að sömu flokkar sætu áfram við stjómvölinn eftir kosningarn- ar, „sem betur fer,“ sögðu Haf- steinn og Ólafur en „því miður,“ sagði Sigursteinn. CARSTEN Lyngdrup Madsen opnar sýningu í Galleríi Svart- fugli á morgun, laugardaginn 8. maí. Yfirskrift sýningarinnar er Danskar íslandsmyndir. Um 40 myndir era á sýningunni, annars vegar landslagsmyndir og hins vegar andlitsmyndir og eru þær unnar með blýanti, pastel og bleki. Carsten flutti ásamt fjölskyldu sinni frá Herning í Danmörku fyrir tveimur árum, en þar starf- aði hann sem kennari. Vildi hann komast burt frá erlinum þar ytra svo betra næði skapaðist til að vera með fjölskyldu sinni, iðka list sína og komast nær náttúr- unni. Fyrra ár sitt hér á landi kenndi hann við Myndlistaskól- ann á Akureyri en nú síðasta vet- ur hefur hann kennt við Þela- merkurskóla. Fjölskyldan flytur að nýju til Danmerkur í sumar og er sýning Carstens nokkurs kon- ar kveðja til íslands. Sýningunni lýkur 16. maí næst- komandi. Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: KA-guðs- þjónusta kl. 14. Fundur Æsku- lýðsfélags Akureyrarkirkju kl. 17. Morgunbæn kl. 9 á þriðjudag. Mömmumorgunn í Safnaðarheim- ili kl. 10 til 12. Frjálst kaffi og spjall. GLERÁRKIRKJA: Messa kl. 14. Bænarefni: Friður og sátt á milli manna og þjóða, kynþátta og trú- arbragða. Æðruleysisguðsþjón- usta kl. 20.30 á sunnudagskvöld. Prestþjónustu annast sr. Jónína Elísabet Þorsteinsdóttir og sr. Gunnlaugur Garðarsson. Tónlist annast þau Inga Eydal, Snorri Guðvarðarson, Viðar Garðarsson og Hjörtur Steinbergsson. Al- mennur söngur og fyrirbænir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Farið í Kjarnaskóg með sunnudagaskól- ann kl. 16 á morgun. Almenn sam- koma fellur niður. Heimilasam- band kl. 15, síðasti fundur vetrar- ins. Hjálparflokkur kl. 20, síðasti fundur vetrarins. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Bæna- stund kl. 20, laugardagskvöld. Sunnudagaskóli fjölskyldunnar kl. 11.30 á morgun. Biblíukennsla fyrir alla aldurshópa, Gunnar Rúnar Guðnason predikar. Léttur hádegisverður á vægu verði. Vakningasamkoma verður sama dag kl. 16.30. Yngvi Rafn Yngva- son predikar. Mikill og líflegur söngur, fyrirbæn. Barnapössun fyrir börn yngri en 6 ára. Alfa- námskeið kl. 20 á miðvikudags- kvöld. Gospelkvöld, föstudaginn 14. maí kl. 14. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa kl. 18 í dag, laugardag og kl. 11 á morgun, sunnudag, í kirkjunni við Eyrarlandsveg 26. Tilkynning um skráningu skuldabréfa Skinnaiðnaðar hf. á Verðbréfaþing íslands VÞÍ hefur samþykkt að taka neðangreind skuldabréf á skrá hinn 12. maí 1999. Útgefandi: Flokkur: Nafnverð og lánstími: Útgáfudagur og fyrsti vaxtadagur: Einingar: Nafnvextir: Fyrirkomulag sölu: Skinnaiðnaður hf., kt. 661093-2509, Gleráreyrum, 602 Akureyri, sími 460 1700, bréfsími 460 1799. 1. flokkur 1998. Heildarnafnverð 1. fl. 1998 útgáfunnar var 150 milljónir króna og eru skuldabréfin til 5 ára. Útgáfudagur og fyrsti vaxtadagur var 20. nóvember 1998. Skuldabréfin eru í föstum 5 milljón króna einingum, alls 30 bréf. Skuldabréfin bera fasta 7,5% vexti. Skuldabréfin verða seld og afhent gegn staðgreiðslu hjá Kaupþingi Norðurlands. Skráningarlýsing og önnur gögn um útgefanda og skuldabréfin liggja frammi hjá Kaupþingi Norðurlands, umsjónaraðila útboðsins. KAUPÞING NORÐIJRUNDS HF Bjarni Bjarnason ósáttur við skiptingu kvótans í Síldarsmugunni Frumkvöðlaretti ekki beitt í sildinni NOKKUR nótaskip eru farin í Sfld- arsmuguna og önnur að gera klárt. Bjarni Bjamason, skipstjóri á Súl- unni EA frá Akureyri, er einn þeirra sem hugsar sér til hreyfings og taldi líklegt að skip sitt léti úr höfn á morgun sunnudag. „Það fer þó eftir því hvort eitthvað jákvætt verður að frétta af miðunum.“ Upphafskvóti Súlunnar á vertíð- inni er rúm 3.400 tonn, eða fjórir fullfermistúrar. Bjarni sagðist gera ráð fyrir því að fá viðbót en hann er langt frá því að vera sáttur við út- hlutun kvótans sagði að skipting hans væri í raun kjánaleg. „Eg heyrði forsætisráðherra tala um frumkvöðlarétt til veiða í Smug- unni en það er ljóst að honum er ekki beitt í sfldinni. Við vorum með fyrstu bátum sem fórum til veiða eftir að sfldin fór að sjást þama. Veiðarnar vora svo frjálsar næstu tvö árin og við mokfiskuðum þarna en fáum ekk- ert af því til baka. Nú fá jafnvel ný skip kvóta eftir stærð, sem mér finnst hálf kjánalegt. Það era 14-15 karlar um borð í öll- um þessum bátum og því er dálítið skrýtið að það skuli vera helmings- munur á kvóta þeirra stærstu og kvóta miðlungsbátanna, þótt þeir hafi allir stundað þessar veiðar allan tímann. Þetta er því allt öðravísi skipting en við aðrar úthafsveiðar. Það virðist þurfa að búa til allt aðrar reglur um sfldina, á meðan út- hafskarfanum er skipt eftir veiði- reynslu." Bjami sagði að 40% aflans í Sfldarsmugunni væri skipt jafnt milli allra bátanna en 60% aflans væri skipt eftir burðargetu þeirra. „Frumkvöðlarétturinn skiptir því engu máli og þeir sem þessu stjóma hengja sig í að þetta sé ekki nýr stofn í Sfldarsmugunni.“ Frcmnsókn til forystu d Norðurlandi eystra Þitt atkvaeði skiptir mdli Ný framsókn til nýrrar aldar Danfel Árnason 2. sætl á lista Framsóknarflokksins I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.