Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 15 FRÉTTIR Fæstir Kosovo-Albana vita hvar skyldfólk þeirra er niðurkomið Reyna daglega að fá fréttir af sínum nánustu Morgunblaðið/Árni Sæberg SEDJI Shillona frétti af andláti föður síns í vikunni, eftir að Serbar réðust á heimili hans í Kosovo. Frá vinstri eru Ganimete Beciri, Mihrije, eiginkona Sedjis, Sedji sjálfur og Myrvette, mágkona hans, ásamt hinni tæp- lega fjögurra mánaða Blerina. Ekkert þeirra veit fyrir víst um afdrif íjölskyldna sinna. Þeir 23 flóttamenn sem eru þegar hér á landi lifa sumir í veikri von um að einhverjir af ættingjum þeirra séu í vélinni sem kemur frá Makedóníu í dag. Fæstir í hópnum vita um afdrif sinna nán- ustu. Daglega reyna þau að leita frétta, með misgóðum árangri: stundum fá þau sorgleg tíðindi, stundum góðar fréttir, en oftast heldur óvissan áfram. SEDJI Shillona kom hingað í hópi flóttamannanna 23 fyrir nákvæm- Iega mánuði. Fyrr í þessari viku bár- ust honum sorgleg tíðindi. Fyrrver- andi nágranni hans, sem búsettur er í Svíþjóð, sagði honum að faðir hans hefði látið lífíð í árás Serba á þorpið Zllatar í síðustu viku. Eftir því sem hann kemst næst brann faðir hans inni í hlöðu bæjar síns eftir að hann hafði neitað að yfirgefa þorpið. Frændi hans og kona frænda hans létu einnig lífið. Öll hús í þorpinu voru brennd, fyrir utan tvö og er þorpið í rúst. Erfitt að fá upplýsingar „Ég hef frétt af því að bróðir minn og móðir séu heil á húfi í Pristina,“ segir Sedji. Hann segir að þau muni reyna að komast út úr landinu ef þau fái tækifæri til, en erfitt sé að segja til um hvemig ástandið sé í raun og veru í Kosovo. „Fyrst og fremst vill maður vita hvort fólkið manns er á lífi, en það er erfitt að nálgast upp- lýsingar um það,“ segir Sedji. Eiginkona bróður Sedjis, sem sást til í Pristina, og börn þeirra tvö eru einnig hér á landi. Myrvette heitir hún og er að vonum ánægð að hafa heyrt af ferðum eiginmanns síns þótt hún viti ekki um afdrif hans síðustu daga. Hvað fjölskyldu hennar varðar hefur hún engar upplýsingar fengið um hvar hún er niðurkomin. Mihrije, eiginkona Sedjis, á stóra fjölskyldu sem ýmist er enn í Kosovo eða í aðliggjandi löndum. Fyrir viku hringdi bróðir hennar, sem búsettur er í Þýskalandi, til að láta hana vita um afdrif fjölskyldunnar. Móðir hennar og tveir bræður eru enn í Kosovo, í þorpinu Hajvali, nálægt Pristina, heil á húfi samkvæmt síð- ustu upplýsingum. Tvær systur hennar eru í flóttamannabúðum í Makedóníu en hún veit ekki um af- drif tveggja annarra systra sinna og fjölskyldna þeirra. Mágur og frændi í haldi Serba Osman Haziri og fjölskylda hans eru einnig frá þorpinu Zllatar þar sem þau bjuggu ásamt fjölskyldum bræðra og systra Osmans. Ósman fékk þær fréttir fyrir um viku að í nýlegri árás Serba á þorpið hefðu þeir tekið mág hans og systurson til fanga. Nú viti enginn hvar þeir séu niðurkomnir, enginn hafi séð þá og ekkert hafi til þeirra spurst. Osman segir að 1 þessari árás á þorpið hafi margir þorpsbúar verið teknir til fanga af Serbum, einkum ungir menn. Þrír gamlir menn í þorpinu voru einnig brenndir. Bræður Osmans og fjölskyldur þeirra, auk móður hans, eru í Prist- ina hjá enn einni systur hans. Osman hefur getað haft samband við þau í gegnum síma þangað til fyrir tveim- ur dögum og er því uggandi um hvemig ástandið er orðið í Pristina. Fexhrie Poroshica á stóra fjöl- skyldu en hún veit lítið um aifrif hennar. Tveir bræður hennar eru í Frelsisher Kosovo og hún veit ekk- ert hvar þeir eru niðurkomnir. Fjöl- skylda hennar er líklega enn í Kosovo en hún hefur ekkert heyrt af henni í langan tíma. Það síðasta sem hún frétti var að allir voru reknir úr þorpinu þeirra, Podujevo. Eiginmað- ur hennar, Selim Poroshica, á tvær systur sem eiga bæði böm og eigin- menn og vom þau síðast þegar hann vissi í flóttamannabúðum í Blace í Makedóníu. Hann veit ekki hvort systur hans em þar enn eða hvort þær em nú komnar til annarra landa. Kannski komin til íjarlægra landa? Nazni Beciri hefur svipaða sögu að segja, þrír bræður hans og tvær systur em í flóttamannabúðum í Ma- kedóníu. Hvort þau em nú komin til fjarlægra landa eins og hann sjálfur veit hann ekki, en hann vonar svo sannarlega að þau komi með vélinni frá Makedóníu í dag. Ganimete, eiginkona Naznis, frétti fyrir tveimur dögum að fjölskylda hennar héldi ennþá til í Pristina og sömuleiðis Zenjie, eiginkona Osmans Haziris. Fyrir viku frétti hún að tvær systur hennar væm enn í Prist- ina en um hina fjölskyldumeðlimina veit hún ekki. Langflestir í hópnum eru búnir að setja ættingja sína á leitarlista hjálp- arstofnana. Leit að fólki gengur seint enda um gífurlegan fjölda að ræða. Margir fá fréttir í gegnum ættingja sem búsettir era í öðrum Evrópulöndum en æ erfiðara reynist að ná beint til Kosovo. 650 þúsund söfnuð- ust fyrir Virkið Ennþá skortir 14 milljónir ALLS söfnuðust 650 þúsund krónur í söfnun sem meðferðar- heimilið Götusmiðjan-Virkið efndi til um síðustu helgi. Ná átti eins hárri fjárhæð og unnt væri upp í 15 milljónir króna sem uppá rekstrarkostnaðinn vantar, en hann nemur alls 28 milljónum króna. Virkið fær í ár sex milljóna króna framlag frá hinu opinbera og fleiri styrki sem ekki duga fyrir helmingi kostnaðar. „Við stefndum ekki beinlínis á 15 milljónir, við vissum ekkert hvað við væmm að fara út í og höfum ekki peninga til að gera stóra hluti til að láta bera á okkur. Við gleðjumst yfir því að hafa þó fengið þessa upphæð,“ segir Guðmundur Týr Þórar- insson, forstöðumaður. Söfnunin fór t.d. fram með þeim hætti að fyrirtæki studdu Virkið til að birta heilsíðuaug- lýsingar í Morgunblaðinu og DV, þar sem starfsemin var kynnt og óskað eftir stuðningi, auk þess sem auglýsingar voru lesnar á útvarpsstöðvum. Einnig var greint frá söfnun- inni í fjölmiðlum, þar á meðal í fréttatíma Stöðvar 2 og segir Guðmundur þá umfjöllun hafa vakið mikil viðbrögð fólks sem lét fé af hendi rakna. Guðmund- ur Týr segir tímabært að hið opinbera éfni heit þau sem for- svarsmönnum heimilisins hafi verið gefin. Vantar opinberan stuðning „Þegar við lögðum að stað með þessa starfsemi sögðu full- trúar kerfisins að við þyrftum að sýna hvort í okkur væri töggur áður en við gætum gert okkur vonir um stuðning úr þeirri átt. Við höfum nú starfað í eitt ár með vægast sagt góð- um árangri, höfum öll leyfi og A plús í einkunn frá Bama- verndarstofu sem hefur eftirlit með starfsemi sem þessari, þannig að það er tímabært að menn standi við stóra orðin. 28 milljóna króna kostnaður við heimili sem þetta er einungis brot af því sem hið opinbera er að greiða fyrir sambærilega starfsemi. Það er löngu tíma- bært að jafn hagkvæm og mik- ilvæg starfsemi fái þann stuðn- ing sem henni ber,“ segir Guð- mundur. Urgur meðal starfsmanna Skógræktar ríkisins vegna hugmynda um samdrátt og uppsagnir Mótmæla fjársvelti og krefjast úrbóta STARFSME NN Skógræktar ríkis- ins hafa komið á framfæri mótmæl- um vegna meints fjársveltis stofnun- arinnar. Að þeirra sögn ríkir mikil óvissa innan stofnunarinnar vegna hugmynda um að segja upp 20 föst- um starfsmönnum og ráða ekkert sumarfólk til starfa, en um 70 manns hafa gegnt sumarstörfum á liðnum árum. Starfsmenn telja slíkar að- gerðir munu hafa í för með sér vem- lega skerðingu á starfsemi Skóg- ræktarinnar. Fulltrúar starfsmanna áttu fund með formanni landbúnaðarnefndar, Guðna Ágústssyni, í gær og gerðu honum grein fyrir afstöðu sinni og kröfum um úrbætur. „Það liggja engar lausnir fyrir en Guðni lofaði því að tala við ráðherra og ýta á lausn þessara mála. Hann kvaðst vera tilbúinn að ýta á að fundin verði lausn í málinu," segir Ólafur. Tillögur um uppsagnir starfs- manna em ekki formlegar en hafa verið ræddar í nefnd sem skipuð var til að skoða stöðu Skógræktarinnar og leggja fram tillögur um úrbætur. „Komi ekki til aukið fjármagn sjá menn ekki aðrar lausnir en uppsagn- ir. Launaliðurinn er náttúrlega stór,“ segir Ólafur. Hann bendir á að vandi stofnunar- innar hafi orðið til á löngum tíma. „Látlausum niðurskurði“ hafi fylgt síauknar kröfur til Skógræktarinnar, t.d. um aukna þjónustu vegna fræðslu og skógræktarskipulags og stórauknar rannsóknir. Stofnuninni hafi verið gert að hætta rekstri gróð- urstöðva vegna samkeppni við eink- aðila en jafnframt gert að auka sér- tekjur þó að drýgstu tekjustofnamir séu henni bannaðir. Þá sé stofnuninni gert að útvega plöntur í stór skóg- ræktarverkefni og auðvelda aðgang almennings að þjóðskógunum, m.a. með gerð göngustíga, bflastæða, o.fl. Yfirvofandi niðurskurð á starf- seminni telja starfsmenn sérstaklega bagalegan í Ijósi þess að á þessu ári er 100 ára afmæli skógræktar á ís- landi og brýn verkefni blasi við af því tilefni. „Það er ekki samræmi í þessu. Verkefni hafa vissulega verið færð yfir á aðra aðila, t.d. skógarbændur og aðra sem em farnir að planta mikið. Það em því minni kröfur um að við gemm það. En þjónusta við þessi verkefni hefur öll aukist. Það þarf ráðgjöf og það þarf fræðslu. Og nauðsyn rannsókna er jafnmikil og áður,“ segir Ólafur. Ólafur minnir á mikilvægi þjóð- skóga í sögulegu og fræðilegu sam- hengi. „Umhirðu þessara gömlu reita og þjóðskóga má ekki gleyma en þeir geyma sögu og þekkingu sem nútímaskógrækt er byggð á. Þessi saga er svo ung. Það þarf í það minnsta hundrað ár til viðbótar áður en menn fara að gera hlutina af ein- hverju öryggi. Auðvitað færast verk- efni til en akademískt, faglegt um- hverfi verður að vera fyrir hendi. Menn hafa talið sig vera að auka framlag til skógræktar en það hefur ekki farið til Skógræktar ríkisins heldur annarra aðila. Stofnunin hef- ur verið svelt um leið. Menn hafa ekki svarað kröfum nútímans um sterka faglega stofnun. Það þarf þjónustu, ráðgjöf sem byggist á fag- legri þekkingu,“ segir Ólafur. Beðið nýrra laga Umræða um breytingar á rekstr- arformi Skógræktarinnar em skammt á veg komnar, að sögn Ólafs. Engin ákvörðun liggi fyrir og beðið sé nýrra laga um málefnið sem ekki fóm í gegn á nýloknu þingi. „Ég held að það vanti þessa gmndvallar- ákvörðun um hvort menn ætli að láta þjóðskógana, þessa þjóðareign, í hendur einstaklinga eða hvort þeir eigi áfram að vera í opinberri um- sýslu. En ástandið er slæmt og starfsmenn una ekki lengur þessu óöryggi. Vorverkin kalla og það er búið að lofa mörgum vinnu. Þessi verk tefjast á meðan beðið er eftir ákvörðunum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.