Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ
______________________________LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 73
UMRÆÐAN
„Prestur nokkur...
sveigði framhjá44
NÚ HAFA staðið ritdeilur á miUi
guðsmannanna Geirs Waage og
Ragnars Fjalars Lárussonar þar sem
Ragnar er fylgjandi árás NATO á
Júgóslavíu en Geir á móti. Ég hélt
satt að segja að bréf Ragnars væri
fullnægjandi svar við gagnrýni Geirs
á aðgerðir NATO, en þetta sýnir lík-
lega hve bamalegur maður getur
verið. Geir segir í síðustu grein sinni
(29. apríl) að ágreiningurinn sé ekki
um hvort það átti að gera eitthvað
heldur að NATO skuli ríða á vaðið án
samráðs Sameinuðu þjóðanna (SP).
Geir virðist gleyma því að ef málið
hefði verið borið undir Öryggisráð
SÞ hefði það dagað þar uppi. Rússar
og Kínverjar hefðu beitt neitunar-
valdi sínu og því hefði kúgun og slátr-
un Serba haldið óáreitt áfram.
Geir segir aðgerðir NATO vera
vanhugsaðar. Þessi gagnrýni hefur
heyrst lengi en á móti spyr ég hve
Kosovo
Ég hef ekki heyrt eitt
orð frá því góða fólki,
segir Þorkell Ágúst
Ottarsson, á móti að-
gerðum NATO.
regluaðgerð og hver sá friðarsinni
sem heldur að það sé hægt að halda
friðinn með aðgerðarleysi ætti að
spyrja sig hvort hægt væri að halda
uppi lögum og reglum á íslandi án
þess að hafa lögregluvald sem gætti
þess að þeim væri framfylgt. Það
hefur sýnt sig að SÞ voru of mátt-
vana til að geta gert nokkuð og því
varð NATO að grípa til vopna.
Hér er hvorki olia eða valdapot
keppikeflið, heldur réttlætið sjálft.
Þessar árásir eru jafn réttlátar og
árásir bandamanna á Hitler, sem
Geir er svo stoltur af í grein sinni, að
íslendingar hafi ekki átt aðild að.
Eitt er víst að hann talar ekki fyrir
mína hönd. Ég hefði verið mjög stolt-
ur ef íslendingar hefðu átt aðild að
því að yfírbuga fasistastjóm Þýska-
lands, hlutleysi við slíkar aðgerðir
eru í mínum augum engin dyggð.
Geir virðist nefnilega vera mjög upp-
tekinn af hlutleysinu og verður ekki
betur séð en hlutleysi hjá honum
merki aðgerðarleysi, að standa hjá
og horfa á! Á móti spyr
ég; var Jóhannes skírari
hlutlaus? Var Jesús
Kristur hlutlaus í gagn-
rýni sinni á yfirvöldin?
Voru spámenn Gamla
testamentisins hlutlaus-
ir? Er höfundur Opin-
bemnarbókarinnar í
gagmýni sinni á róm-
verska ríkið hlutlaus?
Það mætti halda að Geir
hafí ekki gaumgæft boð-
skap Biblíunnar nýlega
eða bókstaflega gleymt
flestu því sem þar
stendur. Geir bendir þó
réttilega á að áður en Þorkell Ágúst
Milosevic hóf aðgerðir Óttarsson
sínar var nóg af áþekk-
um glæpum í heiminum sem NATO
hefur látið afskiptalaust, eins og mál-
efni Kúrda, Tíbet og Austur-Tímor.
En í hverju felst gagn-
rýni Geirs? Vegna þess
að óréttlæti hefur feng-
ið að viðgangast þá eigi
það áfram að viðgang-
ast! Vegna þess að kúg-*
uðum hefur ekki verið
rétt hjálparhönd síðustu
áratugi megi ekki byrja
á því núna! Hverskonar
rök eru þetta? Eitt er
víst að þetta eru ekki
rök hins miskunnsama
Samverja heldur miklu
frekar hins drambláta
prests og levíta sem
sveigðu fram hjá því
þeir vildu ekki óhreinka
hendrn- sínar (Lk 10:31-
32) og héldu þar með
,hlutleysi“ sínu.
Höfundur er guðfræðinemi.
TJ L302J
lengi átti að undirbúa árásimar. Er
ár ekki nægur undirbúningstími? Á
Geir við að árásimar séu vanhugsað-
ar vegna þess að ekki var búið að
reikna út hvað myndi gerast? Við
megum ekki gleyma því að stríð er
eins og tafl. Það tefla tveir og því get>
ur annar taflmaðurinn ekki ráðið
gangi leiksins einn. Þeir sem heimta
að NATO viti hvemig málin þróast
og ákveði upp á sitt einsdæmi
hvenær og hvemig átökunum ljúki
gera óraunhæfar kröfur.
En hvað með þá fullyrðingu að
árásir NATO hafi gert ástand Albana
verra? í fyrsta lagi vil ég benda á það
að þótt málefni Kosovo hafi nýlega
komist í fjölmiðla á íslandi þá merkir
það ekki að það sé nýtt á nálinni.
Kúgun Serba á meirihluta Albana í
Kosovo hefur staðið í nær áratug og í
áraraðir hefúr fólk þurft að flýja
heimili sín og fjölskyldur. Sjálfur hef
ég á undanfómum áram t.d. starfað
sem túlkur fyrir landflótta Kosovo
Albana á íslandi. Ef eitthvað er þá
hefur það dregist um of að grípa í
taumana. Geir heimtar aðrar leiðir
en nefnir engar. Það var búið að
reyna sáttarleiðina í rúmt ár, án ár-
angurs. Milosevic var meira að segja
búinn að semja um friðaraðgerðir en
sveik þær. Hve lengi á að bíða og
horfa á? Jú, vissulega hafa árásir
Serba aukist en á móti kemur að ekki
kvarta Albanar. Vegna fjölskyldu- og
vinatengsla er ég í góðu sambandi við
Albana, bæði frá Albaníu og Kosovo
og ekld hef ég heyrt eitt orð frá þvi
góða fólld á móti aðgerðum NATO.
Sú er ekki heldur raunin um þá
flóttamenn sem tekið hefur verið við-
tal við á öldum Ijósvakans hér á ís-
landi eða erlendis. Albanar mótmæla
ekki árásunum þótt þær hafi flýtt
fyrirfram ákveðnu þjóðarmorði í
Kosovo. Þeir skilja nefnilega að kúg-
ún verður ekki kveðinn niður án
fóma.
Geir segir aðgerðimar hafa gert
vont verra og fylgt Serbum um
glæpamenn ríkisstjórnarinnar. í
fyrsta lagi er þetta ekki rétt. Það era
margir innan Serbíu sem era á móti
þjóðemishreinsunum ríkisstjórnar-
umar. I öðra lagi verður Geir að
koma með aðrar tillögur ef honum
finnst þessi svona vond. Hvað vildi
hann annað gera? Er hægt að gera
eitthvað annað? Hefði Geir viljað
efnahagsþvinganir eða fleiri friðar-
umleitanfr? Slíkar aðgerðir era
áþekkar því að ef lögreglan kæmi að
áflogum myndi hún í stað þess að yf-
irbuga árásaraðilann fara að gera
honum erfitt fyrir og reyna að þreyta
hann. Hemaðaraðgerð NATO er lög-
J J
0 A1
á notuðum bílum
með alvöru afslætti
ÍP H
ISÉlÉÉteli
Þú kemur og semuí
£
Opið virka daga kl. 9-18 og laugardaga kl. 12-17
BÍLAHÚSIÐ
(í húsi Ingvars Helgasonar og Bílheima) Sævarhöfða 2-112 Reykjavík
Símar: 525 8096 - 525 8020 • Símbréf 587 7605 • Tölvupóstur gusi@ih.is