Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 35 ERLENT AP DONALD Dewar, leiðtogi Verkamannaflokksins, verður lfldega for- sætisráðherra í heimastjörn Skota. Reuters ALEX Salmond, leiðtogi SNP, bar sig vel í gær. reyna að nota frammistöðu sína núna sem stökkpall til frekari sigra. Er því ekki ólíklegt að sjálf- stæði muni áfram verða á dagskrá í skoskum stjórnmálum. Vonbrigði fyrir SNP Þótt Salmond hafi borið sig vel í gær hljóta úrslit kosninganna að vera SNP-mönnum nokkur von- brigði, enda ekki ýkja langt síðan flokkurinn hafði jafn mikið fylgi og Verkamannaflokkurinn, a.m.k. samkvæmt skoðanakönnunum. Upp á síðkastið höfðu menn rætt um að fjörutíu þingsæti væri það mark sem SNP stefndi að, og að Alex Salmond þyrfti helst á slík- um fjölda þingsæta að halda til að styrkja stöðu sína sem leiðtogi flokksins. Salmond tókst ekki að skila flokknum fjörutíu þingsætum en hitt er þó ekki víst að honum verði velt úr sessi sem leiðtoga SNP. Öllu sennilegra er að hann muni starfa áfram, og verða skeleggur leiðtogi stjórnarandstöðu í nýju skosku heimastjórnarþingi. Útilokað er að SNP verði í heimastjórninni, enginn hinna stjórnmálaflokkanna tekur undir sjálfstæðiskröfur SNP og sá möguleiki, að SNP og frjálslyndir taki upp stjórnarsamstarf, er ekki inni í myndinni lengur enda hafa flokkarnir aðeins 52 þingsæti samanlagt. Frjálslyndir og íhaldsmenn áttu í harðri baráttu um það hvor- um flokknum tækist að verða þriðji stærsti þingflokkurinn. Ihaldsmenn höfðu betur á endan- um og fögnuðu árangri sínum innilega í gær en átján þingsæti urðu hlutskipti þeirra. Þeir geta verið ánægðir með þennan árang- ur enda þurrkaðist flokkurinn út í Skotlandi fyrir síðustu þingkosn- ingar í Bretlandi, og koma engir fulltrúar Skota á breska þinginu úr íhaldsflokknum. Uppbygging- arstarfið heldur því áfram en íhaldsmenn í Skotlandi verða þó aðstoðarmönnum hans, þ.á m. Sebastian Coe, starfsmannastjóra, fyrir slælega ráðgjöf og Peter Lilley, varaformanni, íyrir frum- kvæði hans í „afneituninni á Thatcherismanum“. En Hague tók undir málflutning hans og studdi hann, þegar hitna fór í kolunum, þótt talið væri, að honum yrði ekki stætt á því til lengdar, ef allt snérist á versta veg. Það má því vera, að kosningaúrslitin nú hafi líka bjargað Lilley fyir horn. Það er ljóst, að þeir Michael Howard og Norman Fowler, sem fara með utanríkis- og innanríkismál í skuggaráðuneytinu, munu hverfa þaðan við fyrsta tæki- færi og að Ann Widdecombe, sem fer með heilbrigðismálin og hefur komið út úr hremmingum síðustu vikna sem vaxandi stjórnmálamað- ur, muni þá væntanlega fá innanrík- ismálin. Líklegur arftaki hennar er sagður Tim Yeo. Óvænt úrslit í Wales En með harðari Evrópustefnu gæti Hague opnað aðra gjá í íhalds- flokknum. I flokknum eru harðir Evrópusinnar og menn fylgjandi evrunni. Sumir hafa sagt sig úr flokknum og stofnað Evrópuvænan Ihaldsflokk, en samkomulag var gert við aðra, þ.á m. Kenneth Clar- ke, fyrrum fjármálaráðhen'a, og Michael Heseltine, fyrrum aðstoðar- forsætisráðherra, um að stinga ágreiningnum undir stól fram yfir Evrópuþingskosningarnar. Fari Hague nú harðar fram, en reiknað er með, kann hann að kalla yfir sig harða andstöðu þessara manna, sem yrði ekki léttvægari en sá stormur sem varð út af Thatcher. Það fylgir, að Kenneth Clarke hafi verið og sé í startholunum til að hlaupa í for- mannsstólinn, ef Hague misstígur sig nógu illa. Á móti kæmi það hins vegar, að Hague væri með meiri- hluta Breta í bátnum hjá sér, en talið er að 54% þjóðarinnar vilji halda í pundið og fara hægt fram í Evrópumálum. Og mikill meirihluti almennra flokksmanna hans er á sama máli. „I Thatchermálin.u feng- um við 95% flokksins á móti okkur,“ er haft eftir ónafngreindum aðstoð- armanni hans. „Með harðari tón í Evrópumálunum værum við með 95% flokksins með okkur.“ Það má því vel vera, að William Hague sé sá kjarkmaður að hann telji kosninga- úrslitin hafa gefið sér færi á að stökkva en ekki hrökkva. í Wales var meira talað um það, hvort leiðtogi Verkamannaflokksins, Aiun Michael, næði kjöri á heima- stjórnarþingið en hvort flokkurinn næði meirihluta; - á þinginu sitja 60 manns. Það fyrrnefnda þótti óvíst, en hitt aftur næsta víst. Talning í Wales hófst ekki fyrr en í gærmorg- un og í gær varð ljóst að Verka- mannaflokkurinn fékk aðeins 28 þingmenn, en Alun Michael náði kjöri af hlutfallslista flokksins. Plaid Cymru, velski þjóðernis- flokkurinn, hefur verið í stöðugri sókn alla kosningabaráttuna undir stjórn Dafydd Wigley. í kosningun- um fyrir tveimur árum fékk flokk- urinn 9,9% atkvæða í Wales, sem gáfu 4 þingsæti í London. Nú stefn- ir í að flokkurinn fái 16 sæti og er þessi framganga því þökkuð, að um leið og Wigley hefur haldið flokkn- um hátt á loft sem velskum stjórn- málaflokki, þá hefur hann mildað mjög tóninn í þjóðernismálinu og talað um frjálsa þjóð, en ekki haldið fram sjálfstæðu velsku ríki. Wigley sagði í gær, að sú ábyrgð hvíldi nú á þingmönnum Plaid Cymru sem öðr- um að sanna tilverurétt heima- stjórnarþings í Wales og að því vildu þeir vinna með hverjum sem er. Meðal þeirra fyrstu til að ná kjöri á velska þingið var Ron Davies, sem var velskur ráðherra í ríkisstjórn Tony Blair, en neyddist til þess að segja af sér vegna „óviðurkvæmi- legs atviks" og varð þar með af möguleikanum á að verða Fyrsti ráðherra Wales. Alun Michael tók við ráðherraembættinu af Davies og flokksforystan hafði það svo fram, að hann yrði leiðtogi flokksins í Wa- les. En án þingsætis hefði hann ekki getað leitt heimastjórnina. Eins og staðan er nú fá íhaldsmenn 9 þingmenn og Frjálslyndir demókratar 6. Kosningaþátttaka var 38%. Samsteypustjórn í Skotlandi Það var óneitanlega skondið eftir allt sem á undan er gengið, að stað- festing á stjórnarmyndunarviðræð- um Verkamannaflokks og Frjáls- lyndra demókrata í Skotlandi, skyldi koma úr munni forsætisráðherra rikisstjórnarinnar í London, en ekki leiðtoga flokksins í Skotlandi, Don- ald Dewar. Því var mjög haldið fram gegn honum í kosningabaráttunni, að hann yrði einungis strengjabrúða ráðherranna í London og meðan hann sagði ekki meira, en að hann myndi nú ganga til þess verks, sem úrslit kosninganna hefðu lagt hon- um á herðar, staðfesti Tony Blair í London, að stjórnarmyndunarvið- ræður myndu fara fram við Frjáls- lynda demókrata. Allir náðu flokksformennirnir sannfærandi kosningu í kjördæmum sínum, nema formaður íhaldsmanna, David McLetchie, en vonir stóðu til að hann kæmist inn fyrir hlutfalls- kosninguna. Annar þeirra, sem náði kosningu til þingsins sem sjálfstæð- ur frambjóðandi, var Dennis Cana- van, sem vann Falkirk West með 55% atkvæða. Canavan hefur setið á þingi fyrir Verkamannaflokkinn í nær aldarfjórðung, en stóðst ekki prófið hjá kjörnefnd flokksins í Skotlandi. Var því kennt um, að flokksforystan í London vildi hann ekki í framboð vegna þess, hversu vinstrisinnaður hann þykir. Þótti sigur hans vandræðamál fyrir Verkamannaflokkinn, en sigur fyrir lýðræðið og nýja kosningafyrir- komulagið. Meðal þeirra sem sam- fógnuðu Canavan í gær, var Ken Li- vingston, sem einmitt bíður þess að komast í gegn um nálarauga Verka- mannaflokksins til framboðs í borg- arstjórnarkosningunum í London á næsta ári. Það mál, sem mest var rætt í gær í sambandi við stjórnarmyndun í Skotlandi eru háskólagjöldin, sem allir vilja afnema, nema Verka- mannaflokkurinn. Þótt flokksforyst- unni í London kunni að reynast erfitt að horfa upp á niðurfellingu þeirra í Skotlandi, þá er talið víst, að Donald Dewar hafi það í hendi sér að gera slíkt til að liðka fyrir sam- steypustjórn með frjálslyndum. Hvað gera enskir nú? En um leið og þessi sögulegi dag- ur er liðinn og það Bretland, sem var, verður aldrei aftur, vakna spurningar um framtíðina. Ekki bara, hvernig þingmönnum í Skotlandi og Wales vegnar, heldur og, hvað gerist með Englendingum nú þegar sambandssamningur Skota og Englendinga frá 1707 er dottinn upp fyrir Enskir þingmenn hafa vakið máls á því, að meðan þeir geta engin áhrif haft á þau mál, sem til skozka þings- ins fara, hafa skozkir þingmenn á ríkisþinginu í London,- en þeir eru 72 talsins, atkvæðisrétt í málum sem snerta aðeins Englendinga. Það var rætt um það fyrir kosningarnar, að íhaldsmenn væru tilbúnir með frum- varp þess efnis, að skozkir þingmenn sennilega að sætta sig við að verða í stjórnarandstöðu. Frjálslyndir hefðu sjálfsagt viljað fá meira fylgi en geta þó huggað sig við það að næsta víst er að flokkurinn fari í stjórn. Jim Wallace, leiðtogi flokksins, var kátur í gær og það var einnig Da- vid Steel lávarður, fyrrverandi leiðtogi flokksins í Bretlandi, en rætt hefur verið um að hann verði fyrsti forseti heimastjórnarþings- ins í Edinborg. Sögulegar kosningar Margt telst til tíðinda í þessum kosningum, sem nú eru afstaðnar. Fyrir það fyrsta hafa Skotar ekki haft eigið þing frá 1707 og með stofnun þings í Skotlandi og Wa- les eru að eiga sér stað umfangs- mestu breytingar á stjórnarskrá Bretlands frá því írland hlaut sjálfstæði 1922. Merkilegt er einnig að það ligg- ur fyrir að við tekur samsteypu- stjórn í Skotlandi, og þótt aðrar þjóðir á Vesturlöndum séu slíku alvanar er vert að muna að í breskum stjórnmálum er hugtak- ið samsteypustjórn algerlega óþekkt, og reyndar hálfgert skammaryrði í hugum margra. Þessi tíðindi hafa ekki einungis þýðingu fyrir skosk stjórnmál því telja má líklegt að áhrifa þeirra muni gæta sunnan við landamæri Skotlands og Englands og því getur verið að menn séu nú að verða vitni að umfangsmestu breytingum á breskum stjórnmál- um sem átt hafa sér stað um aldir. hefðu ekki atkvæðisrétt í enskum málefnum, en þarna þykir mönnum rétt að fara að öllu með gát. Það er hins vegar ljóst, að þetta mál þarf að leysa með farsælum hætti. Að öðnim kosti kann afstaða enskra þing- manna í garð skozka þingsins að harðna og þeir velta meira fyrir sér hlut Skota í fé ríkisins, sem jafnan hefur verið talinn stærri, en þeir eiga raunverulega rétt til. Þá skiptir ekki litlu máli, hvernig samskiptum ríkisstjórnarinnar í London við skozka þingið (og reyndar það velska líka) verður háttað. Donald Dewar mun nú láta af embætti í ríkisstjórn Tony Blair, en líklegt er að annar verði skipað- ur í staðinn og Skotlandsmálaráð- herra sitji þar enn um sinn að minnsta kosti. Hann ætti að vera mjög þýðingarmikill hlekkur í sam- starfinu við Fyrsta ráðherra Skotlands og geta tryggt að engin sú snurða hlaupi á þráðinn að upp úr sjóði. En menn verða að þræða hinn gullna meðalveg. Donald Dewar þarf að sýna fram á það, að hann sé sjálfstæður leiðtogi en ekki strengjabrúða. Fái hann tóm til þess mun skozka heimastjómin verða sú fyrirmynd, sem menn vilja horfa til um framtíðarskipan brezkra stjóm- mála. • • Oflugur jarðskjálfti í Iran AÐ MINNSTA kosti 26 manns létu lífið af völdum öflugs jarð- skjálfta, sem reið yflr suður- hluta írans í gær og jafnaði 800 hús í tugum þorpa við jörðu. Skjálftinn mældist 6,5 stig á Richters-kvarða og hon- um fylgdu tugir öflugra eftir- skjálfta. Manntjónið varð í fjallaþorpum um 50 km frá Shiraz, helstu borg Fars-hér- aðs. Að minnsta kosti 100 manns slösuðust og björgunar- sveitir fluttu flesta þeima af svæðinu í gær. 1.513 deyja af völdum far- sóttar HEILBRIGÐISYFIRVÖLD í Súdan skýrðu frá því í gær að 1.513 manns hefðu dáið af völd- um heilahimnubólgu og 21.337 sýkst frá því í desember. Dreg- ið hefur úr útbreiðslu sjúk- dómsins í vesturhluta landsins en farsóttin hefur færst í auk- ana i Khartoum og á fleiri svæðum. Heilahimnubólga er landlæg í Súdan og yfirvöld hafa kvartað yfir skorti á bólu- efnum. Bretar selja helming gull- forðans VERÐ á gulli lækkaði um 4 dollara á únsuna í gær eftir að tilkynnt var í London að rúm- ur helmingur gullforða Breta, eða 415 tonn, yrði seldur á næstu árum. Salan á að hefjast 6. júlí og stefnt er að því að selja 125 tonn á næsta fjár- hagsári. Ágóðanum verður varið í kaup á evrum, dollurum og jeni. Talið er að gullverðið lækki frekar á næstunni þar sem bú- ist er við að Svisslendingar, Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn og ýmsir bandarískir fjárfesting- arsjóðir fari að dæmi Breta. Dregið hefur úr þýðingu gulls sem myntfótar og minnkandi verðbólga í heiminum hefur einnig orðið til þess að seðla- bankar hafa minni þörf fyrir mikinn gullforða. Sænsku bjálkahúsin frá Stevertab loksins fáanleg á Islandi FerSaþjónustuhús og sumarhús 10,0 - 15^ • 19,5 »26,5 «40,6 og 60,0 m2 Fjallstuga 26,5m2 10,0m2 Jabo Sýningarhús á horni Sóltúns / Hátúns Armúla 36 • s. 581-4088 og 699-6303
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.