Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 08.05.1999, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐA LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1999 75 , Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið ÉG VIL með þessum orðum mín- um vekja athygli á bænadeginum, sem á þessu ári ber upp á þann 9. maí nk. Bænadagurinn er ávallt 5. sunnudagur eftir páska og er hann helgaður bæninni innan íslensku þjóðkirkjunnar. En hér kemur ann- að og meira til. Að þessu sinni er hann helgaður bæn til Guðs í þágu friðar um alla jörð og sérstaklega ástandinu í Kosovo. Hér vil ég hvetja alla íslendinga til að sameinast á bænadaginn þann 9. maí næstkomandi til að koma til kirkjunnar sinnar og taka þátt í til bænastundar í einingu anda og friðar, kærleika og bræðralags í einni sameiginlegri bænastund, er sameinar hugi í krafti bænarinnar. Pað og eflir andann í kirkjunni, sem hér eftir stendur sameinuð og brýtur hlekki illskunnar og sýnir öðrum það fordæmi, að afl trúarinnar er það vopn sem hægt er að sameinast um. Þetta leiðir til nýs upphafs og skapar farveg til einingar sem verður að hlúa að og þroska með sérhverjum einstaklingi uns við höfum sameigin- lega og meðvituð náð því takmarki að friður ríkir í hverju landi. Heimin- um öllum. Ef og allir sameinast ein- um huga í bæn fyrir friði, fyrir íbú- um Kosovo sem hraktir eru og smáð- ir, fyrir ráðamönnum að þeir nái saman og geti tekist í hendur tO að mynda sátt er standi, og fyrir upp- byggingu í kjölfar friðar sem leiðir tÚ öryggis fyrir íbúa landssvæðanna, þá hefur mannkærleikurinn sigrað stríðið. Sérhver hugsandi og frið- elskandi maður hlýtur að viija taka þátt í því að friður og sátt ríki á Balkanskaga. Hörmungum verður að linna. Astand stríðshrjáðra þjóða lætur engan mann ósnortinn. í tæp tvöþúsund ár hefur kristin kirkja boðað frið á jörð og einingu meðal manna sem hafa Jesú Krist að leiðarljósi. Senn fögnum við tvöþús- und ára kristni og þúsund ára ein- ingu kristinnar þjóðar á íslandi. Þá lá við borð að þjóðin sundraðist, en fyrir tilstilli friðarsinna og réttlátra manna tókst að halda friðinn og halda einingu meðal þjóðarinnar. Hér er verðugt markmið fyrir hönd- um að sýna í verki að íslensk þjóð er þakklát fyrir þá einingu, sem henni tókst að sýna þá og æ síðan, að verða kristin þjóð í alkristnu landi. En hér er einnig áskorun til allra íslendinga um að ganga með Kristi á veginum. Er grimmd heimsins ástand sem við viljum taka með inn í nýtt árþús- und? Fyrir trú á Guð og réttláta samvisku átt þú svar við þessu. Kirkjan þín kallar þig, friður Guðs og kærleiki höfða til þinna kristnu manngilda. Minnstu orða Jesú sem segir: „Elska skaltu Drottin Guð þinn af öllu hjarta og náungann eins og sjálfan þig“. Guð er kærleikur. Stöðvum stríð með bæn. Styðjum g Guð í verki. Biðjum hann í kirkjum okkar þann 9. maí næstkomandi um að efla anda friðar og réttlætis. Biðj- um Guð að veita heiminum ljós og efla trú í þágu friðar og kærleika. Biðjum hann um að stöðva þau öfl sem leitt hafa til átakanna. Biðjum hann um að gera þá sem leitast við að semja um frið og sátt í Kosovo að farvegi friðar og kærleika. Biðjum hann um að gefa hrjáðum heimi frið og líkn öllu sem lifír. Bænadagurinn 9. maí er dagur Ijóss, friðar og kær- leika. Hafðu þann dag og héðan í frá Guð í verki með þér. Herrann þarf T þín við. Höfundur er prestur. Sigurður Rúnar Ragnarsson Bænadagurinn Bænadagurínn 9. maí er dagur ljóss, fríðar og kærleika, segir Sigurður Rúnar Ragn- arsson. Hafðu þann dag og héðan í frá Guð í verki með þér. Herrann þarf þín við. helgistund í nafni friðar og kærleika. Um allt land verður beðið í kirkjum landsins, um að bænir okkar verði verkfæri Guðs tO að grípa inn í að- stæður. Sem kristnum mönnum ber okkur að helga stundina í þágu friðar og fórnarlamba í Kosovo. Samstaða og eining stuðlar að friði og kærleika meðal manna og þjóða. Hún getur með sameiginlegri bænastund megn- að að koma málum í þann farveg að friður myndist. Samtakamáttur allra þeirra er koma saman til þessarar stundar er óútreiknanlegur og óút- skýranlegur. En fyrir trú megnum við mikið. Þreyið og biðjið. „Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið“ (Jk.5.16). Ég skora á alla kristna menn að sýna samstöðu í bæn fyrir friði í Kosovo og biðja fyrir friði um allan heim, sátt og kærleika. Við biðjum þess að Guð megni fyrir bænir okkar allra Islendinga, að stríðshörmung- um linni. Að allir kristnir menn á Is- landi sameinist í bæn í nafni Jesú Krists, undir íslenskum himni í öll- um kirkjum og hverjum söfnuði. Ég vil því hvetja sem flesta til að safnast saman og gefa Guði stund, í leit að friði með Guð í verki, hvar í flokki sem menn standa og í hvaða kristnu frúfélagi sem þeir tilheyra! Því meir sem ég hugsa um þessi mál verður mér Ijóst að ekkert afl er bæninni sterkara. Bæn sem beðin er til Guðs um að hann grípi inn í ástandið hefur áhrif til góðs. Megi bænakraftur kristinn- ar hugsunar og kærleika í nafni frið- ar Jesú Krists koma að með sína handleiðslu til að stöðva stríðsátökin °g lina sárindin. Biðjum í einlægri bæn og trú, að Guð megni að stöðva eyðileggingu og fórn mannslífa. Hann geri flóttamönnum kleift að snúa aftur til síns heima og hefja enduruppbyggingu og nýtt líf. Með fordæmi um samstöðu og ein- ingu er hægt að sýna í verki sam- takamátt bænarinnar. Hér og nú geta allir sannkristnir menn hvar sem þeir eru á landinu, komið saman DUBLIN AISLANDI Kjarakaup aldarinnar! í dag kl. 12 opnum við tímabundið nýja verslun að Fosshálsi 1 (áður Hreystihusið). Þú getur gert ótrúlega góð feaup. Verðdæmi: Kvenfatnaður: Blússur frá br. 1.000 Gallabuxur frá fer. 1.100 Bolir frá br. 700 Fleece-peysur frá fer. 1.600 Silkiblússur frá kr. 1.500 Lycra leggings frá fer. 700 Fóðraðir jafefear frá fer. 1.600 Dragtir frá fer. 4.900 Sofefeabuxur frá fer. 175 Flauelssfeyrtur frá fer. 1.000 Stúlkufatnaður: Blússur frá fer. 200 Gallabuxur frá fer. 600 Sofefeabuxur, bómull, frá fer. 300 Joggingbuxur frá fer. 700 Bolirfráfer. 150 Flauelsfejóll frá fer. 1.400 Micro fleece-jabfear frá fer. 600 Flauelssfeyrtur frá fer. 800 Peysur frá fer. 800 Toppar frá fer. 300 Barnafatnaður: Náttföt, bómull, frá fer. 400 Bómullarsamfellur frá fer. 400 Sofefear, tvennir í pafefea, frá fer. 100 BómuIIarteppi frá fer. 600 BómuIIarnáttföt frá fer. 400 Bamaleggings frá fer. 400 Barnafejólar frá fer. 1.600 Karlmannafatnaður: Gallabuxur frá fer. 1.100 Sparibuxur frá br. 1.500 Polo-bolir frá br. 600 Wax-jafefear frá fer. 4.000 Regnjafcfear frá fer. 1.400 Ullar blazer frá fer. 7.000 UHarbuxur frá fer. 3.000 Fleece-peysur frá fer. 1.200 Bolir, bómull, frá fer. 500 Sfeyrtur frá fer. 800 Drengjafatnaður: Sfeyrtur frá fer. 300 Buxur frá fer. 800 Joggingbuxur frá fer. 600 Baseball-jafefear frá br. 600 Rúllubragabolir frá fer. 400 Combat-jafefear frá fer. 1.200 BómuIIarsfeyrtur frá fer. 600 Bómullarbaðsloppar frá fer. 300 Bolir, 2 í pafefea, frá fer. 400 Hásfeólabolir frá fer. 600 V Komið, sjáið og sannfærist Sjón er sögu ríhari Afgreiðslutími: mánudaga til miövikudags kl. 11-18 fimmtudaga til sunnudags kl. 11-22 mbl.is mbl.is mbi.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is mbl.is .taf= a 'TTH\S/\£2 A/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.